Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 25 WWW.HOLT.IS BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Jólamatseðill á kvöldin Nýársmatseðill www.holt.is Eyrarbakki | Opið hús var í Byggða- safni Árnesinga, Húsinu, Eyrarbakka, sl. sunnudag. Í norðurstofu hefur hin árlega jólasýning safnsins á safn- gripum tengdu jólahaldi fyrri tíma verið sett upp. Á sýningunni eru gömul jólatré í tugatali, jólakort frá fyrri hluta 20. aldar og jólasveinabrúður sem tákna alvöru íslenska jólasveina. Á sýning- unni er elsta varðveitta jólatré lands- ins sem er spýtujólatré frá 1873. Elín Steindórsdóttir Briem í Oddgeirs- hólum gaf jólatréð á safnið árið 1955 en hún fékk það úr búi foreldra sinna sr. Steindórs og frú Kamillu Sigríðar Briem í Hruna. Kamilla mun hafa látið smíða jólatréð þegar hún fluttist að Hruna árið 1873 en hún var dóttir Rasmusar Hall, veitingamanns í Reykjavík. Það er grænmálað, smíðað úr tré af Jóni Jónssyni smið í Þver- spyrnu. Á stofni þess eru 38 göt þar sem greinum trésins var stungið í. Greinarnar og stofninn eru alsett smáum götum þar sem stungið er í lyngi til skrauts. Fyrstu jólatrén sem bárust til Ís- lands komu um miðja 19. öld. Þau tíðk- uðust fyrst hjá dönskum eða dansk- menntuðum fjölskyldum og voru búin til úr spýtum og eini. Jólatré urðu svo algeng um aldamótin 1900. Það er því vel við hæfi að hafa sýningu á jóla- trjám í Húsinu sem fyrrum var aðset- ur faktora danskrar verslunar. Hægt er að skoða sýninguna á öðr- um tímum til 6. janúar eftir sam- komulagi við Lýð Pálsson, netfang lydurp@snerpa.is. Jólasýning Byggðasafns Árnesinga Elsta varðveitta jólatré landsins til sýnis í Húsinu Morgunblaðið/Óskar Magnússon Flott: Elsta varðveitta jólatré landsins. Greinar og stofn úr viði en greinar eru einir. Mývatnssveit | Nýlega var sameig- inlegt aðventukvöld Skútustaða- og Reykjahlíðarsókna haldið í Reykja- hlíðarkirkju. Þar söng samkór sókn- anna jólalög undir stjórn organist- ans Valmars Valjaots með aðstoð Jóns Árna Sigfússonar við orgelið og Unnar Sigurðardóttur með fiðlu en hún lék á fiðlu langafa síns, Hjálmars Stefánssonar, „fiðlarans í Vagnbrekku“. Börn úr kirkjuskólanum sungu jólalög og fluttu helgileik en Ólöf Hallgrímsdóttir, bóndi í Vogum, hugleiddi bernskujól sín og hve mikið hefur breyst í jólahaldi á fáum áratugum. Sóknarpresturinn okkar, Örnólfur Jóhannes Ólafsson, stjórnaði samkomunni. Hann minntist í upphafi systkinanna í Reykjahlíð þeirra Jóns Péturs sem lést 1996 og Maríu Þorsteinsdóttur, sem er nýdáin, en þau voru lengi starfsmenn kirkjunnar og velunn- arar. Samkoman var hátíðleg og af- ar fjölsótt. Morgunblaðið/BFH Bráðum koma blessuð... Brosleit börn úr kirkjuskólanum sungu jólalög. Aðventukvöld Mývetninga Fagridalur | Verslunin Klakkur er eina verslunin í Mýrdal sem selur bækur, en þar er einnig mikið úr- val af ýmiss konar gjafa- vöru og fatnaði. Það er því nokkur nýbreytni að Klakkur stóð fyrir því að fá til Víkur tvo rithöfunda, þá Reyni Traustason og Óttar Sveinsson. Þeir lásu upp úr nýút- komnum bókum sínum, Lindu og Útkall – árás á Goðafoss. Einnig árituðu þeir bækur sínar. Að sögn Reynis er þessi tími fram að jólum mikill annatími hjá rithöfundum, þeir fara á milli verslana og lesa upp úr og kynna bækur sínar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Útkall og Linda: Óttar Sveinsson og Reynir Þór Traustason árita bækur sínar. Bókakynning í Klakk Hans B. Thorgrímsen, sem fæddist í Húsinu 1853, greinir frá því í sjálfsævisögu sinni sem hann skrifaði fyrir afkom- endur sína að þar hafi verið jólatré heimagert úr spýtum, þakið einiviðargreinum. „Man ég eftir baðinu á að- fangadag? Við vorum böðuð reglulega upp úr sjó sem vinnumennirnir komu með úr fjörunni sem var rétt hjá, margar fötur í karið. Og rauðu sokkunum og leð- urskónum, eina skiptinu sem okkur var leyft að vera í þess- um klæðnaði, og svo jólatrénu, heimagerðu úr spýtum, sem við horfðum á í andakt, en seinna var það þakið með eini- viðargreinum. Mikið af eplum og sætindum. Ein jólin fékk ég lítinn vasahníf í jólagjöf, önn- ur rauð axlabönd, það var allt og sumt. Ein jólin bjó faðir minn til frekar stóran helli úr einiviðargreinum og setti lítið kristlíkneski eftir Thorvald- sen inn í hann, hagræddi því svo að það lýstist upp. Svo stóðum við fyrir framan hell- inn og sungum jólalög, fyrst „Heims um ból“. Við fengum ekki að sjá þessi tré eða hella fyrr en stofan var opnuð, sáum þau aldrei fyrr en á að- fangadagskvöld eftir jólamat- inn. En helgidómurinn var opnaður og við fórum inn með sterka gleði og eftirvæntingu í augum okkar og hjörtum. Eitthvert kvöld milli jóla og nýárs höfðum við mikið mat- arboð og samkvæmi. Sýslu- manninum, fjölskyldu hans, verslunarstarfsmönnum og fjölskyldum þeirra var boðið. Um kvöldið dönsuðum við, faðir okkar og móðir líka, og okkur fannst frábærlega gam- an að sjá þau dansa.“ Jólatré heima- gert úr spýtum...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.