Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sigurður Jónsson lögreglufulltrúi við Lögreglu-skóla ríkisins hjólar gjarnan í vinnuna. Hannbýr í Mosfellsbæ og starfar í Árbæ. Á stýrinu er GPS-mælir hjólreiðamanninum bæði til skemmtunar og upplýsingar. „Maður er alltaf að reyna að bæta tímann,“ segir hann. Metið er 15 mínútur og 40 sekúndur. „Ég er að jafnaði 20 mínútur á leiðinni, hef lengst verið hálftíma. Annars fer þetta eftir dags- forminu.“ Sigurður leggur af stað klukkan hálf sjö á morgnana og fer síðan beint í tækjasalinn á Krókhálsi að lyfta. Hann er því ferskur þegar hann mætir í kennslu klukkan átta í Lögregluskólanum. Sigurður kýs að hjóla í vegöxlinni á kafla leið- arinnar til að forðast bifreiðarnar. „Ökumenn eru mis- vakandi fyrir hjólareiðafólki,“ seg- ir hann en þrátt fyrir það séu hjólreiðar ótvírætt frábær ferða- máti. Sigurður er vel útbúinn á hjól- inu: Í góðri úlpu með vind- og vatnsþétta flíshanska, húfu og svo auðvitað traustan hjálm. Hjólið er með ljósum að framan og aftan og 240 nöglum í hvoru dekki. „Það er gríðarlegur munur að vera á nögl- um í ísingunni,“ segir hann. Honum finnst að almennt séu aðstæður fyrir hjólreiðamenn ekki góðar – og er harður stuðnings- maður stofnbrautakerfis fyrir hjól. „Alvöru stígakerfi fyrir hjólreiðar myndi létta mjög á vegakerfinu og fækka bílum,“ segir hann. R eiðhjólið flokkast undir vistvæn og sjálfbær samgöngutæki. Mann- eskjan knýr það áfram með eigin orku, og þarf ekki að festa kaup á bensíni eða olíu. Hún tekur hvorki frá umhverfi sínu né bætir óæskilegum efnum við and- rúmsloftið. Bifreiðin er vissulega þarfaþing, en ef borgar- og bæjarbúar gætu vanið sig á notkun reiðhjóla í þeim mæli sem kostur er – þá væri margt fengið. Í sumar stóð átakið Ísland á iði fyr- ir heilsueflingaverkefninu „Hjólað í vinnuna“. Í september var samgönguvika hald- in þar sem einn dagur var helgaður hjólreiðum. Núna í vetur hjóla menn enn í vinnuna þrátt fyrir snjó og jafnvel hálku. Og þrátt fyrir lélega stöðu hjóla í gatna- kerfi borga og bæja. Reiðhjólið þarfnast óneitanlega velvildar yfir- valda og áhuga til að auka hlut þess samgöngutækja á meðal. Versti hjólastígurinn Hjólið vinnur hægt og bítandi á – undanfarið hafa t.d. verið sett upp ný hjólastæði í borginni t.d. í grennd við Austurvöll. Einstök fyrirtæki hafa sinnt hjólreiðum, starfsmenn Flug- málastjórnar búa t.d. við fyrir- myndargóð hjólaskýli. Reiðhjólið er ekki aðeins tæki til að fara á milli staða í blíðviðri á sumrin, því með ljósum og nagladekkjum er það kjörið til vetrarferða. Brýnasta verkefnið núna er því að betrumbæta hjólreiðastígana – sem eru misjafnir. Nýlega var t.d. umræða á vef Ís- lenska fjallahjólaklúbbsins (ÍSFH) um versta stíginn: „Versti stígurinn er að mínu mati hreinlega Kópavogur eins og hann leggur sig, ef frá er talinn Fossvogs- hlutinn. Það eru t.d. engar tengingar við Breiðholtið, né Garðabæ, Kárs- nesstígurinn er ekki ennþá malbik- aður alla leið og týnist í hafnar/ iðnaðarhverfinu,“ skrifar hjólreiða- maður á umræðusíðu ÍSFH. Annar skrifar: „Val mitt er stígur- inn meðfram Miklubraut. Val mitt byggist á því að það er svo gott sem enginn stígur þar. Lélegar tengingar við gatnamót, sérstaklega við Kringlumýrarbraut. Einnig er ekkert endurnýjað á móts við DV.“ Viðhorf til hjólreiða Hjólreiðar hafa ekki verið hátt skrifaðar í metnaðarfullum sam- gönguáætlunum ríkis- valdsins. Bifreiðin hefur verið í öndvegi og hags- munir hjólreiðamanna hornreka. Sjálfbærar samgöngur eru þó eitt af höfuðmark- miðum samgönguáætlunar íslenskra stjórnvalda – og þar má búast við að reiðhjólið komi fljótlega til sögunnar. Áherslan á sjálfbærar samgöngur er einnig greinileg í samþykktum nor- rænu ráðherranefndarinnar til að stuðla að umhverfis- og heilbrigðis- vænum samgönguháttum. Evrópu- sambandið er einnig mjög áfram um hjólreiðar í borgum og hefur gefið út handbók um málið: The handbook Cycling: the way ahead for towns and cities (1999). Þessi handbók er núna í íslenskri þýðingu sem umhverfis- ráðuneytið veitti styrk til. Stígar góð fjárfesting Reiðhjólið hefur m.ö.o. verið litið hýru auga undanfarið í samgöngum vegna ótta manna við losun gróður- húsalofttegunda vegna annarra sam- göngutækja. Hugmyndin er að æski- legt sé að greiða fyrir þessu samgöngutæki í borgum og bæjum. Fjárfesting í hjólreiðastígum er orðin vænlegur kostur. Nú hefur tillaga til þingsáætlunar verið lögð fram af þingmönnum allra flokka – hjólinu til heilla. Þingskjal 321 – 283 mál á 130. löggjafarþingi er tillaga um stofnbrautakerfi fyrir hjól- reiðar og er Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður fyrsti flutningsmaður. Aðrir flutningsmenn eru Dagný Jónsdóttir, Gunnar Birgisson, Rann- veig Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson. Alvöruvalkostur ökumanna Hópurinn vill í stuttu máli að rík- isstjórnin skipi nefnd og að hlutverk hennar verði að undirbúa áætlun og lagabreytingar til að hjólreiðar geti orðið að viðurkenndum og fullgildum kosti í samgöngumálum. „Hjólreiðar verði sérstaklega skilgreindar og þeim fundinn staður í vegalögum [...] Hjólreiðabrautakerfið skal tengja saman þéttbýlisstaði og hjólreiða- stíga einstakra sveitarfélaga við þjóð- vegakerfið. Einnig skal gert ráð fyrir stofnbrautum gegnum þéttbýlisstaði með svipuðu fyrirkomulagi og gildir um þjóðvegi í þéttbýli,“ segir í þing- skjalinu. Markmiðið er að hjólreiðar verði alvöruvalkostur. Hjólreiðar eru því ekki bara þáttur í útivist og heilsusamlegri hreyfingu, heldur eru þær æskilegt samgöngu- tæki í borgum og bæjum og til ferða á milli þéttbýlisstaða. „Þannig er það til vansa að sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu skuli ekki tengd með hjól- reiðabrautum,“ stendur í greinargerð með tillögunni um stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar. Hjólreiðar í vegalög Margir þættir mæla með hjólreið- um og að ástæða sé til að gera þær þægilegri og öruggari í borgum og bæjum. Margt í þágu hjólreiða hefur verið framkvæmt síðastliðin ár – stígakerfið í Reykjavík hefur verið aukið og endurbætt og leiðakort úti- vistarstíga var afhjúpað með viðhöfn á hjólreiðadaginn 17. september. Er það staðsett við vesturenda göngu- brúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi. Markmið þingsályktunartillög- unnar er að hjólreiðar verði við- urkenndur og fullgildur kostur í sam- göngumálum – hjólreiðar komist í vegalög.  SAMGÖNGUTÆKI | Hjólreiðar eru ekki bara þáttur í útivist og heilsusamlegu líferni yfir sumarmánuðina Hjólreiðar bæta menninguna Reiðhjólið er sjálfbært samgöngutæki, æskilegt jafnt sumar sem vetur. Gunnar Hersveinn kannaði aðstæður til að hjóla í vinnuna á vetrum og þingsályktunartillögu um stofnbrautakerfi fyr- ir hjól. Morgunblaðið/Eggert Umhverfisvænn farkostur: Þeir sem óttast gróðurhúsaáhrif líta reiðhjólið æ hýrari augum og þykir æskilegt að hafa fyrir það greiðfærari götur. Bifreiðin hefur verið í öndvegi og hagsmunir hjólreiðamanna hornreka. TENGLAR ..................................................... www.hjol.org http://www.mmedia.is/~ifhk http://hfr.vortex.is/ http://www.tsf.fo/tsf/index.html guhe@mbl.is Galdurinn við notkun reið-hjóla yfir vetrarmánuðinafelst einfaldlega í útbúnaði ökutækis og hjólreiðamanns. Vanbúið hjól er best geymt í geymslunni – en fullbúið hjól ræður við allar aðstæður – og kemur fólki á leiðarenda. Hjól: Góð nagladekk, ljós að framan og aftan, vatnsheldar tösk- ur á bögglabera. Maður: Hlýir hanskar, eyrnahlíf- ar, hlýjar síðar, vind- og regnheld- ur léttur og þjáll galli, vatnsheldir skór. Ráð: Nauðsynlegt er að fara var- lega og vera á velupplýstum öku- tækjum vegna þess að enn þurfa ökumenn bíla og hjóla að mætast á sömu akbrautunum í skammdeg- inu. Morgunblaðið/Eggert Vetrarhjólið Morgunblaðið/Eggert Góður útbúnaður: GPS-tækið til skemmtunar og upplýsingar. Frábær ferðamáti Hjólar í vinnuna: Sigurður reynir að bæta tímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.