Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 27 Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is OROBLU ráðgjafi aðstoðar við val á jóla- vörunum í dag kl 13-17 og sunnudag kl. 12-16 í Lyfjavali Mjódd 20% afsláttur af öllum Oroblu vörum Mjódd Síminn hefur lækka› stofngjöld heimilissíma og ISDN um allt a› helming. Heimilissími ISDN Ver›:6.900 kr.Ver›:3.900 kr. Ver› á›ur: 7.000 Ver› á›ur: 12.900 • Númerabirtir (50 númer) • Símaskrá (20 númer) • Hle›sla allt a› 150 klst. í bi› • Taltími allt a› 12 klst. • Dregur 50-300 metra • Hægt a› tengja aukahandtæki • 20 mismunandi hringingar • Klukka/vekjaraklukka • Endurval (10 númer) • S‡nir lengd samtals Panasonic TCD-652 Glæsileg jólagjöf tveir fyrir einn Allt a› helmings- lækkun á stofngjöldum heimilissíma 1.000 kr. færast mána›arlega á símreikning næstu 12 mánu›i. Léttkaupsútborgun 1.990 kr. Ver› 13.990 kr. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / S Í A / N M 1 0 8 5 1 Þegar ég var ungur drengurbirtust fyrstu jólaskreyting-arnar í glugga Rammagerð- arinnar við Hafnarstræti upp úr miðjum nóvember. Gamaldags jóla- sveinn, sem kinkaði kolli í sífellu, tók sér stöðu í einum glugganum og var fyrsta vísbending um að jólin væru í nánd. Þegar líða tók á desember fóru aðrir kaupmenn að skreyta sína glugga og bæjarstarfs- menn að hengja upp jólaskraut á götum úti. Heima hjá mér var jóla- tréð sett upp á Þorláks- messu og jólin hófust á aðfangadag. En nú er öldin önnur og undirbúningstími jólanna hefur lengst verulega. Bærinn er fullskreyttur um miðj- an nóvember og fyrstu jólalögin hljóma í októ- ber. Á þennan hátt hefur tekist að auka jóla- streituna til mikilla muna. Fólk er stöðugt minnt á jólin og hvatt til að hefja undirbúning- inn strax á haustdög- um. Líkamsræktarstöðvar auglýsa megrunarkúra og námskeið; ferða- skrifstofur auglýsa verslunarferðir; húsgagnaverslanir vekja athygli á nýjum sófum og borðum; allir vilja fá sinn skerf af jólakökunni. Gegndarlaus áróður kemur fólki í skilning um að jólahaldið er graf- alvarlegt mál sem verður að nálgast með einbeittum huga og troðfullt veski af seðlum. Í fjölmiðlum verða jólin að keppni milli Kringlunnar og Smáralindar, milli bókaútgefenda og einstakra verslunareigenda og síðan milli fólks innbyrðis um hver heldur flottustu jólin. Þrátt fyrir stöðug varnaðarorð kirkjunnar manna, sem telja sig eiga þessa hátíð, fer ástandið versnandi með hverju árinu. Glanstímaritin búa til óraunhæfar væntingar til jólanna með endalaus- um viðtölum við þekkt fólk um jóla- haldið. Ráðherrar láta taka myndir af sér innan um hlaðin matarföt og glæsilegan borðbúnað. Kokkar og veitingahúsaeigendur tala fjálglega um jólamatinn og gefa út uppskriftir og ráð. Þjóðin fær þá tilfinningu að til sé einhvers konar jólastaðall sem verði að uppfylla hvað svo sem það kostar. Þessi langi undirbún- ingur jólanna og allar væntingarnar valda því að margir fyllast mikl- um kvíða þegar jólin nálgast. Fólk óttast að standa sig ekki nægi- lega vel og falla á árlegu jólaprófi samfélagsins. Jólin fylla marga dep- urð og angist enda verða þau í huga margra eins og óyf- irstíganleg hindrun. Mörgum reynist ókleift að halda jól vegna eigin veikinda eða fátæktar eða veikinda ættingja. Í slíkum tilvikum hljómar allur þessi jólatryllingur eins og hæðnishlátur í fjarska. En hvað er til ráða? Æði jólanna er eins og söngur sýrenanna forðum sem sagðar voru trylla sjófarendur. Þær sungu svo seiðandi og blíðlega að menn misstu vitið og sigldu skipum sínum í strand. Ódysseifur fyllti eyru förunauta sinna af vaxi svo að þeir heyrðu ekki sönginn en sjálfur lét hann binda sig við siglutréð svo að hann gerði sig ekki sekan um neinn kjánaskap. Vonandi tekst sem flest- um að sýna slíka staðfestu svo að þeir haldi bæði ráði og rænu þótt tælandi söngur sýrenanna hljómi úr hverju horni. Óttar Guðmundsson geðlæknir Jólastreitan  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Fólk óttast að falla á árlegu jólaprófi sam- félagsins. Kaupendur stafafurunnar sjá í henni ýmsa kosti.Fyrir utan að vera glæsilegt tré er hún barr-heldin, hefur fallegan grænan lit og ilmar. Mörgum þykir það kostur að furan er grannvaxnari en aðrar jólatréstegundir, hún tekur því ekki eins mikið pláss í stofunni. Sagt hefur verið að það sé erfiðara að skreyta furuna vegna þess að hún er með færri greinar og nálarnar eru grófar. Fólk verði því að skreyta tréið með stærra skrauti en ella. En stafafuran hefur það fram yfir aðrar tegundir að hún er með stífar greinar og getur borið stærra og þyngra jólaskraut, eins og Steinunn Ragn- arsdóttir hjá Garðheimum bendir á. Sumir skreyta furuna ekki mikið og leyfa nátt- úrulegum eiginleikum hennar að njóta sín. „Smartliðið“ kaupir stafafuru Þeir sem þekkja vel jólatrésmarkaðinn telja að það sé einkum fólk sem geri miklar kröfur og eltist við tískuna, „smartliðið“, eins og það var orðað sem sækist eftir furunni. Hún þykir hafa sérkennilega lögun, hún er „öðruvísi“ en hafi ekki þessa dæmigerðu jólatréslög- un. Svo er öðrum sem finnst hún ekki nógu jólatrésleg. „Þeir sem einu sinni hafa sætt sig við hana vilja ekk- ert annað,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmda- stjóri Blómavals, sem segir að margt eldra fólk kaupi furutoppa, setji í vasa og noti sem jólatré. Það sem er líka skemmtilegt við stafafuruna er að hún tekur gjarnan til við að vaxa þegar líður á jólin og þá lengjast endabruminn á greinunum og líta út eins og kerti. „Þetta sýnir að við erum með „lifandi“ tré í stof- unni hjá okkur,“ segir Þröstur Eysteinsson, þróun- arstjóri hjá Skógrækt ríkisins. Íslensku jólatrén 20% „Fyrir jólin seljast hér í kringum 35 þúsund jólatré. Þar af eru íslensku trén um 20% og helmingurinn af þeim er rauðgreni, sem er enn mest selda íslenska jóla- tréð, að sögn Þrastar. Þar á eftir kemur stafafura og blágreni, og svolítið er selt af sitkagreni og fjallaþin. Það er hinn innflutti normannsþinur frá Danmörku sem er eftirsóttasta jóltréstegundin nú sem endranær.“ Þröstur segir að stafafuran þurfi ekki að standa í vatni eins og grenið. „Hún helst græn í hálfan mánuð inni í stofu án þess að vera vökvuð. Hins vegar líður henni betur ef hún fær vatn. Óþarfi er að sjóða stofn- inn, nóg er að saga lítinn bút neðan af rétt áður en henni er stungið í jólatrésfótinn.“  JÓLATRÉ | Íslenska stafafuran vinnur sér sess á jólatrésmarkaðnum Barrheldin og ilmar Morgunblaðið/Þorkell Stafafura: Greinarnar eru stífar og bera því stærra skraut en mörg önnur tré. he@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.