Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 28

Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓPIÐ, eitt þekktasta verk norska lista- mannsins Edvards Munch, kann að sögn bandaríska stjarnfræðingsins Donalds Olson að eiga sér rætur í sprengigosi hinumegin á hnettinum, en allt frá því verkið leit fyrst dagsins ljós árið 1893 hafa listfræðingar velt fyrir sér und- anfara þess. Sjálfur sagði Munch verkið vera byggt á reynslu sem hann varð fyrir dag einn á göngu í nágrenni Kristjaníu, nú Osló. „Allt í einu varð himinninn blóðrauður ... blóðhlaupin ský og eld- tungur lágu yfir blásvörtum firðinum og borginni ... og ég stóð einn, titrandi af skelfingu ... Ég fann fyrir óendan- legu ópi kljúfa náttúruna,“ sagði Munch í dagbók sinni. Dagblaðið International Herald Tribune hefur eftir Olson og fleiri sérfræðingum við ríkisháskólann í Texas að þeir telji lýsinguna eiga við eftirfara sprengigoss á indónesísku eyj- unni Krakatá. Í væntanlegu febr- úarhefti tímaritsins Sky & Telescope 2004 segjast þeir fullvissir um að Ópið lýsi áhrifameiri atburði en norrænu sól- setri líkt og gjarnan hefur verið talið. Þá hafi listfræðingar látið það blekkja sig að Munch dagsetti einungis eina af lýsingunum sínum á atburðinum og var sú lýsing rituð árið 1892 og því talið að atburðurinn hafi átt sér stað aðeins skömmu áður. Með því að kanna verk listamannsins komust Olson og fé- lagar hins vegar að því að mörg verka Munchs frá tíunda áratug nítjándu aldar voru byggð á mun eldri atvik- um. Gat verið að svo væri einnig um Ópið? „Mér varð samstundis hugsað til Krakatá,“ sagði Olson. „Sú mikla sprenging sem þar varð í ágúst 1883 varð 36.000 manns að bana. Mikið magn af ryki og gasi þeyttist hátt út í andrúmsloftið þaðan sem það dreifðist víða um hnöttinn.“ Var afleiðinga sprengingarinnar m.a. vart í London og New York þar sem himninum var lýst sem logandi rauðum. Að sögn Olson er ekki ólíklegt að svipuð sjón hafi blasað við íbúum Kristjaníu og telur Jeffrey Howe, list- fræðingur við Boston College söguskýringu Olson heillandi. „Það skýrir hins vegar ekki af hverju Munch sneri aftur til þessa atburðar 1893,“ segir Howe. Olson hefur litlar áhyggjur af því. „Mesta umbunin er sú að við erum þeir fyrstu til að benda á tengslin milli eins þekktasta listaverks í heimi og einna mestu hamfara sögunnar.“ Er skýringuna á meistaraverki Munchs að finna í sprengigosi? Ópið frá Krakatá Reuters Ópið eftir Munch. Er verkið byggt á norrænu sólsetri eða sprengigosi? TOLLI opnaði á dögunum sýningu í Galleríi Birgittu Wagner í Bonn í Þýskalandi. Sýnir hann þar 25 mál- verk út frá þemanu „íslensk nátt- úra“. „Alls var um sjötíu manns boðið en við vorum með tvö opnunar- kvöld,“ segir Tolli. „Tíu manns komu fyrra kvöldið og þá seldi ég strax níu myndir en í það heila hafa þrettán myndir selst á sýningunni. Ég er hæstánægður með það. Seinna kvöldið var fjölmennara en þá kom Arndís Halla Ásgeirsdóttir óperu- söngkona og söng ásamt þýskum fé- laga sínum við gríðarlegan fögnuð enda frábær söngkona á ferð. Vegur hennar fer vaxandi ytra.“ Birgitta Wagner hefur starfrækt galleríið í rúma þrjá áratugi og sá um árabil um listaverkakaup fyrir þýska þingið og utanríkisráðuneytið eða þangað til stjórnsýslan fluttist um set til Berlínar. Tolli er ánægður með viðtökurnar á þessari fyrstu sýningu sinni í Bonn og segir mikil- vægast að framhald verði á sam- starfinu við galleríið. „Það er ljóst að ég mun sýna þarna á nýjan leik, hvort sem það verður strax á næsta ári eða síðar.“ Sýningin verður opin fram yfir miðjan janúar. Tolli hefur um nokkurt skeið verið búsettur í Berlín en í vor tekur hann sig upp og flytur til Kaupmanna- hafnar þar sem hann hyggst munda pensilinn á næstu misserum. Fram undan á næsta ári eru frekari verk- efni í Evrópu, meðal annars sýning í Lundúnum. „Ég þarf ekki að kvarta. Það eru fjölmörg verkefni fram- undan. Samt ætla ég að taka mér gott frí næsta sumar, koma heim og njóta landsins. Það er nauðsynlegt að gera það annað slagið.“ Tolli ásamt galleristanum Birgittu Wagner og bónda hennar, Jürgen. „Hæstánægður með viðtökur“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.