Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 29 Í BANDARÍKJUNUM er þekkt hugtakið „Trailer Trash“, sem not- að er til að lýsa fátækum Banda- ríkjamönnum, venjulega af hvítum uppruna, sem eiga til að búa í hjól- hýsahverfum fyrir utan bæi og borgir í drottins eigin landi. Þetta ku vera menningarsnauður lýður sem skirrist einskis við að svala fýsnum sínum á hvern þann hátt sem honum finnst henta hverju sinni. Táknmynd þessa hóps er „Trailor Trash Barbie“ en þar er þessi líka dægilega dúkka klædd upp í gallabuxur og skyrtubleðil bundinn yfir magann með naflann beran, glóðarauga og sígarettu í munnvikinu. Frægasti vettvangur þessa hóps er að sjálfsögðu „viðtals- þáttaröð“ Jerry Springer í sjón- varpi, þar sem meðlimir hópsins fá útrás fyrir öfga sína alþýðu manna til skemmtunar. Og hvað ef hjónaleysi sem héldu forðum daga áleiðis frá Nasaret til Betlehem seint á aðventu fyrir rúm- um tvö þúsund árum væru alls ekki eins og við höfum gert okkur í hug- arlund hingaðtil heldur þvert á móti eitthvað í áttina við ofangreindar lýsingar? Og hvað ef við væri bætt drykkfelldum fjárhirði og ofstopa- fullum vitringi með mikilmennsku- komplex og áberandi erlendan hreim sem virtist eiga mjög erfitt með flest sem lýtur að almennum félagslegum samskiptum sem fram fara á rólegri nótunum? Og hvað ef einn engillinn væri orðinn pirraður á þessu öllu saman? Ójólaleikritið er stuttur þáttur, sem tekur einhvers staðar á milli hálftíma til þrjú korter að flytja, og gengur gersamlega út á þær grí- nagtugu aðstæður sem skapast þeg- ar öllum þessum persónum er slengt saman í einu litlu fjárhúsi. Þetta er grátt gaman, eins og það gerist best, en til að særa engan (eða sem allra fæsta) er sniðugur endir á öllu saman þannig að hóp- urinn sleppur fyrir horn frá guðlasti og öðrum góðum siðum. Þeir sem að eru algjörlega orðnir uppgefnir á skinhelginni, jólalagasíbyljunni, greni, kertaljósum og smáköku- bakstri geta flúið á náðir þessa rusl- aralýðs (ef aurarnir sem eftir eru í buddunni nægja ekki fyrir jólaferð til Ensku strandarinnar) og teygt úr fótunum með ölkrús í vinstri hönd og jafnvel vindling í þeirri hægri. Það er helst að vona að Ójólaleikritið verði kveikjan að ójólahreyfingu sem hefji allt ójóla- legt til þess vegs og þeirrar virð- ingar sem ójólahugsjónin á helst skilið. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bach- mann er nýskriðin úr leiklistarskóla í suðurríkjum Bandaríkjanna, eft- irlætissvæði þesslags ruslaralýðs sem leikritið lýsir, og hefur senni- lega haft stykkið með sér í fartesk- inu að vestan. Þórdís Elva þýðir það á dægilegustu talmálsíslensku svo hvergi sér hnökra á og leikur auk þess sendiboða himnadrottins. Eng- illinn sveiflast í meðförum hennar milli sykursætrar meðvirkni og lausbeislaðs pirrings, hvort tveggja líklegt til að kitla hláturtaugarnar. Friðrik Friðriksson fjárhirðir, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, fyrrver- andi lærlingur í trésmíði, og Brynja Valdís Gísladóttir, fyrrverandi mey, eru öll bráðfyndin, samleikur þeirra tveggja síðastnefndu einstakur og öll þrjú skópu nokkuð skondna, eftirminnilega karaktera. Óskarinn fyrir þessa sýningu fær samt Gísli Pétur Hinriksson sem setti fádæma kraft og úthald í persónu „vitrings- ins“ íklæddur hólkvíðum skósíðum kufli og vefjarhetti, lagði á sig að fara með allan textann með frekar sannfærandi spænskum hreim (hvers vegna spænskum er ekki al- veg ljóst af samhengi textans) og átti staðinn þegar hann sýndi sig. Það er ótrúlegt hvernig svo fyrir- ferðarmikill leikari kemst fyrir á svo litlu sviði. Eftirminnilegasti punkturinn er hinn megni daunn af heyinu sem gýs upp þegar tjöldin voru dregin frá – þetta er áhrifa- mesti lyktareffekt í íslensku leik- húsi lengi. Svo þarf varla að taka fram að verkið er sýnt í Aðalstræti 10, elsta húsi höfuðborgarinnar, sem nýbúið er að breyta í afslapp- aða menningarmiðstöð. Skál fyrir því. Ruslaralýður LEIKLIST Leikhópurinn Fimbulvetur Höfundur: Jeff Goode. Þýðandi: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann. Leik- stjórn: Leikhópurinn. Listrænn ráðu- nautur: Egill Heiðar Anton Pálsson. Út- setning tónlistar úr ýmsum áttum: Pétur Einarsson. Búningar og leikmunir: Sam- tíningur úr Þjóðleikhúsinu. Leikarar: Brynja Valdís Gísladóttir, Friðrik Frið- riksson, Gísli Pétur Hinriksson, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann. Miðvikudagur 10. desember. ÓJÓLALEIKRITIÐ Morgunblaðið/Kristinn „Það er helst að vona að Ójólaleikritið verði kveikjan að ójólahreyfingu sem hefji allt ójólalegt til þess vegs og þeirrar virðingar sem ójóla- hugsjónin á helst skilið,“ segir Sveinn Haraldsson m.a í umsögn sinni. Sveinn Haraldsson ÞVÍ var forðum trúað að klifi mað- ur hæstu fjöll fyrir vestan mætti í fjarlægðinni greina hæstu tinda á austurströnd Grænlands. Sýnt hefur verið fram á að slíkt sé ekki gerlegt. Vestfirðingar hafa þó alltént haft til- finningu fyrir nálægð landsins. Öðru máli hefur gegnt um íbúana og lífs- hætti þjóðarinnar. Vitneskjan um þá hlið málanna hefur jafnan verið brotakennd. Vestfirska forlagið leit- ast nú við að bæta úr því fyrir sitt leyti með þýðingu og útgáfu þessarar bókar. En hún segir frá lífinu í gamla veiðisamfélaginu fyrir kristniboð. Og lýsir því innan frá, með augum gam- als Grænlendings. Höfundurinn kynnir sjálfan sig og sögumann sinn með svofelldum orð- um í inngangi: »Ég var prestur í Thule 1938–1944 og komst þá í kynni við síðasta galdramanninn þar. Eins hef ég fengið margar sagnir frá Scoresbysund og Angmagssalik þar sem ég var prestur í níu ár.« Fram kemur á öðrum stað að sögumaður hafi verið í heiminn borinn í Ang- magssalik árið 1889. Skemmst er frá að segja að frá- sagnir gamla mannsins koma manni framandlega fyrir sjónir svo ekki sé meira sagt. Samfélagið var fámennt, vegalengdir miklar, lífsbaráttan erfið og harkan í samskiptum manna á milli á frumstæðasta máta. Svo er að skilja að lög hafi engin verið né dóm- stólar. Nema lögmál þau sem menn settu sér sjálfir. Þar af leiddi að hinn sterkari hafði einatt sigur. Samkennd innan fjölskyldu hefur að sönnu verið hinum veikari nokkurt skjól. Þegar í nauðir rak varð þó hver að bjarga sér. Hungur og kuldi vofðu alla stund yfir konum og börnum sem nutu ekki að- stoðar ættingja né framfæris dugandi veiðimanns. Týndist hann í nátt- úrunni eða félli fyrir morðingja hendi voru börnin og konan á köldum klaka í bókstaflegum skilningi. En sögu þessari samkvæmt hafa manndráp verið þarna tíðari en maður hefur hingað til gert sér í hugarlund. Orsak- anna hefur verið að leita í sjálfri lífs- baráttunni. Veiðimaðurinn lifði og hrærðist með vopn í hendi. Fæðis og klæða aflaði hann með vopnum. Skap- ferli hans og tilfallandi aðstæður gátu svo freistað hans til að beita sömu vopnum gegn næsta manni – keppi- naut eða óvini. Þess háttar verknaður gat síðan hrundið af stað stjórnlausri atburðarás, hefndum og gagnhefnd- um líkt því sem við lesum um í Íslend- ingasögunum eða sögum frá villta vestrinu. Trúin – hjátrúin mundu sumir vilja kalla það – hefur einnig verið snar þáttur í þjóðarvitundinni. Galdratrúin er jafnan talin frumstæðust trúar- bragða. Nánast alls staðar beinist hún í sömu áttina, að viðleitni mannsins til að ná tökum á náttúrunni og létta þar með lífsbaráttuna. Galdrakunnáttuna varð einn að nema af öðrum. Eigi að síður var litið svo til að sérstaka náð- argáfu þyrfti til. Galdramaðurinn var jafnframt töframaður, bjó yfir kunn- áttu sem öðrum var hulin. Góðar vættir og illar skópu mönnum örlög. Kynjaskepnur birtust í sjó og á landi, til dæmis þessi sem minnir á sam- svarandi furðuverur í íslenskri þjóðtrú: »Framlappirnar voru hunds- lappir en afturlappirnar voru sels- hreifar. Hann var þannig syndur eins og selur og gat hlaupið eins og hund- ur. Hausinn var af blöðrusel.« Lífshættir Grænlendinga hafa löngum talist vera sönnun þess að maðurinn geti lagað sig að nánast hvaða umhverfi sem er. Vafalaust mun nokkuð til í því. Hitt er á að líta að lífsbaráttan á norðurslóð hefur aldrei verið og verður seint tekin út með sældinni. Grænlendingar hafa alltaf verið fámenn þjóð og fjölgar hægt. Landið býr vafalaust yfir ýmiss konar ónýttum auðlindum. Vegna ís- aldarloftslags og erfiðra samgangna er jafnóráðið hvort og hvenær þær verða kannaðar og nýttar. Talið er að Grænlendingar séu upphaflega komnir frá Norðaustur- Asíu. Mannanöfn, sem mörg koma fyrir í bók þessari, minna á hve gjör- ólík tunga þeirra er okkar tungu, svo og öðrum tungumálum sem við þekkj- um helst. Okkar stafróf hafa þeir tek- ið upp en lagað það að framburði sín- um að svo miklu leyti sem unnt er. Íslenski textinn er þægilegur aflestr- ar; ekki ætíð sniðinn eftir ströngustu málfræðireglum; nálgast fremur mælt mál og fellur þannig að hinu al- þýðlega efni. Í skemmstu máli sagt: Ævintýra- leg bók um fábrotna lífshætti, fjar- læga tíma og framandi hugarheim. Erlendur Jónsson Á Grænlands grund BÆKUR Þjóðfræði Endurminningar grænlensks galdra- manns. 151 bls. Ingibjörg Vigdís Frið- björnsdóttir þýddi. Vestfirska forlagið. Prentun: Ásprent. Hrafnseyri, 2003. QÚPERSIMAN SKÁLDSAGA Kristínar Ómarsdóttur Hamingjan hjálpi mér I og II fær ágætis dóma hjá sænska dagblaðinu Göteborgs- Posten, sem segir höf- undinn vekja aðdáun fyr- ir glæsilegan stíl þó sag- an bæti í raun litlu við fyrri frásagnir af við- fangsefninu, þ.e. fjöl- skyldunni. Bókin nefnist Gud hjälpe mig I og II á sænsku og segir blaðið ekki koma á óvart að Kristín hafi tileinkað sína fjórðu skáldsögu íslensku sam- félagi, enda sé þemað þar sem gamli og nýi tíminn mætast þekkt úr öðrum verkum höf- undar m.a. Elskan mín ég dey sem var tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1999. Með nýju bókinni segir blaðið Kristínu þannig taka á svipuðu þema og áður en að þessu sinni án ævintýraheimsins, „en með ríkri lýsingu smáatriða sem vekur aðdáun á sama tíma og hún veldur flökurleika“. Ekki skyldi þó líkja skrifum Kristínar um of við verk Bergmans, Noréns eða Kangas að mati gagnrýnand- ans, jafnvel þó finna megi tengsl við skrif þess síðast nefnda í svörtum húmor bókarinnar. „Kæf- andi innanhússlandslagið er Kristínar sjálfrar og hvernig hún byggir það,“ segir Göteborgs- Posten sem telur stíl Kristínar áhrifamikinn og þrátt fyrir nokkra vankanta á viðfangsefninu sjálfu þá veki bókin engu að síður löngun með lesandanum til að heimsækja Ísland. Vekur löngun til Íslandsheimsóknar Kristín Ómarsdóttir Stríð og kvik- myndir eftir Paul Virilio er komin út í þýðingu Bergljótar Krist- jánsdóttur, El- ísabetar Snorra- dóttur, Friðriks Rafnssonar og Gauta Krist- mannssonar. Ritstjóri er Bergljót S. Kristjánsdóttir. Í bókinni fjallar Paul Virilio um skilgreiningar á stríðsvettvangi út frá sjónskynjun og sýnir hvernig herkænska nýtir sér í síauknum mæli tækni kvikmyndalistarinnar til að skipuleggja átök og átakasvæði. Rætt er um einstök tækniafrek í sögu kvikmyndagerðar, allt frá loft- myndatækni Nadars 1858 til þeirr- ar tæknihyggju sem einkenndi seinna stríð og kalda stríðið, ekki síst hvernig stórveldi hafa nýtt sér kvikmyndatækni til njósna og hern- aðarskipulags. Stríð og kvikmyndir spáði fyrir um tölvuleikjaform Flóabardaga og vek- ur upp áleitnar spurningar um tengsl sjóntækni, stríðs og trúar- bragða, segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. Bókin er hluti af ritröð Bók- menntafræðistofnunar Háskóla Ís- lands, en ritstjóri hennar er Guðni Elísson. Útgefendur: Bókmenntafræði- stofnun HÍ og Háskólaútgáfan. Bókin er 159 bls. Verð: 2.990 kr. Herkænska
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.