Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 30

Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 30
LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA er búið að standa til allt frá því við byrjuðum að spila sam- an, fyrir sex árum,“ segir Sigur- björn Bernharðsson fiðluleikari, spurður um tónleika hans og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanó- leikara í Salnum annað kvöld kl. 20, en þar ætla þau að leika allar þrjár sónötur Jóhannesar Brahms fyrir fiðlu og píanó. Sigurbjörn er marg- verðlaunaður fiðluleikari og starfar nú sem prófessor í fiðluleik í Ríkis- háskólanum í Illinois í Bandaríkj- unum. Anna Guðný er löngu lands- þekkt sem einn af okkar fremstu píanóleikurum. Sigurbjörn segir að á fyrstu tón- leikunum sem þau héldu saman, hafi þau valið efnisskrá sem var mjög tilfinningalega hlaðin. „Á næstu tónleikum völdum við verk eftir þema; – vorum með tónleika þar sem öll verkin voru í c-moll og nöfn allra tónskáldanna byrjuðu á B. Í framhaldinu fannst okkur fiðlu- sónötur Brahms upplagt þema. Þegar maður er að velja verk eftir eitt tónskáld á heila tónleika getur verið hætta á því að tónleikarnir verði einsleitir. Það er alls ekki raunin með fiðlusónötur Brahms, því þær eru svo gjörólíkar. Sú fyrsta er afskaplega innhverf og íhugul, sú næsta glæsileg og bjart- sýn meðan sú þriðja er ofboðslega dramatísk. Þannig skapa þessi þrjú verk afskaplega góða efnisskrá. Þetta er nú ástæðan fyrir vali okk- ar, fyrir utan það að þetta eru bara langbestu sónöturnar fyrir þessi hljóðfæri.“ Anna Guðný tekur undir þetta. „Já, Brahms er frábær og fylgir manni óhjákvæmilega í þessu fagi.“ Anna Guðný er ekki á því að kalla verkin fiðlusónötur eins og oft er ranglega gert, því hlutur píanósins er mikill. „Þetta eru píanó- og fiðlu- sónötur,“ segir hún og glottir til Sigurbjörns. „Öll verk Brahms eru góð,“ segir Sigurbjörn og bætir því við að Brahms hafi verið svo gagnrýninn á sjálfan sig, að hann hafi eytt um 70% af verkum sínum. Það sem eft- ir stendur eru þau 30% sem hann taldi best. Þótt sónöturnar séu gjörólíkar segir Sigurbjörn þær þó eiga sitthvað sameiginlegt. „Þær eiga það fyrst og fremst sameigin- legar að vera vel samdar. En tón- mál Brahms er líka alltaf jafn magnað; dramatískt og tjáningar- ríkt. Brahms var ekki mikill lag- línumaður, og öfundaði til dæmis Dvorák af því að geta samið fal- legar laglínur. Brahms gerir það ekki svo mikið – en hjá honum er þó allt hitt: hljómarnir, rytminn og arkitektúrinn er meðal þess sem gerir alla tónlist hans svo magnaða, og það eiga sónöturnar sameigin- legt. Brahms var makalaus arki- tekt. Þetta er hlý tónlist og spannar allt tilfinningalitrófið.“ Anna Guðný segir að tónvefur Brahms sé ákaflega þykkur. „Mað- ur er alltaf með hendurnar gjör- samlega fullar, þannig að ég held að mér hafi ekkert veitt af þessum tuttugu árum frá því að ég kynntist fyrst fyrstu sónötunni. Efniviðurinn í verkunum er endalaus – aldrei þurrð hjá Brahms.“ Morgunblaðið/Þorkell „Brahms er frábær...“ Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurbjörn Bernharðsson á æfingu í Salnum. Brahms var makalaus arkitekt TRÍÓ Jørgen Svare og Björns Thoroddsen, Svare/ Thoroddsen, sem einnig inni- heldur Jón Rafnsson bassa- leikara, hefur verið að fá mjög góða dóma fyrir disk sinn, Jazz airs. Platan hlaut tvær tilnefn- ingar til íslensku tónlistar- verðlaunanna í djassflokki, besta platan og besti flytjand- inn (Björn Thoroddsen). Platan hefur fengið frá- bæra dóma bæði hér heima og erlendis. Í hinu virta tíma- riti Jazz Special (tölublað, 73 desember – janúar 2004) má lesa eftirfarandi: „[...] annars hefðbundinn klarínettuleikur hans [Jørgen Svare] er fullur trúverðug- leika. Samsvarandi innihald er í gítarleik Björns Thorodd- sen og það skín í gegn í sam- spili hans við Svare og bassa- leikarann Jón Rafnsson.“ Annars staðar í blaðinu er Birni lýst á þessa leið: „Thor- oddsen er gítarsnillingur af guðs náð án þess nokkru sinni að tapa jarðsamband- inu.“ Þeim félögum hefur verið boðið á djasshátíðina í Kaup- mannahöfn næsta sumar en það er heiður sem fáum Ís- lendingum hefur hlotnast. Fyrsta upplag af Jazz airs er löngu uppselt og er upplag númer tvö nú komið í búðir. Birni Thoroddsen boðið á djasshátíðina í Kaupmannahöfn „Snill- ingur í jarðsam- bandi“ Morgunblaðið/Einar Falur Björn Thoroddsen. Skólakór Kársness sem ÞórunnBjörnsdóttir stjórnar syngur meðSinfóníuhljómsveit Franska út-varpsins í París á Norrænum músíkdögum sem haldnir verða í borginni í febrúar. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Ernest Martinez-Izquierdo. Á tónleikunum 14. febrúar frumflytja kórinn og hljóm- sveitin nýtt verk sem Jón Nordal semur af þessu tilefni, en Tónskáldafélag Íslands pantaði verkið af Jóni. Að sögn Þórunnar hefur eitt tónverk fyrir hljómsveit og barnakór verið pantað frá hverju Norður- landanna. „Við erum búin að fá í hendurnar megn- ið af verki Jóns. Það er rosalega erfitt, en ótrúlega fallegt,“ segir Þórunn. Þórunn hefur grun umað ákveðinn at- burður hafi kveikt neista hjá einhverjum. „Fyrir tveimur árum var ég beðin að koma til Parísar til að segja öðrum barnakórstjórum frá starfi mínu við Kársnesskóla. Ég sýndi þeim meðal annars mynd- band frá upptöku af jóla- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem við og fleiri barnakórar vorum að syngja með hljómsveitinni. Þótti merkilegt Eftir fyrirlesturinn fékk ég ótal spurningar um kórstarfið, en langflestar sneru að tónleik- unum með Sinfóníuhljómsveit- inni. Ég gat meðal annars sagt frá því að hljómsveitin hefði þá nýverið heimsótt Biskups- tungur, þar sem allir kórar sveitarinnar höfðu sungið með. Þetta þótti alveg ótrú- lega merkilegt. Ég veit ekki nema þetta hafi komið þessu af stað. Mér fannst þetta að minnsta kosti skemmtileg til- viljun, því franskir kór- stjórar virtust ekki þekkja það að til væru sinfón- íuhljómsveitir sem væru reglulega með tónleika þar sem baranakórar fengju að spreyta sig.“ Áhrifamikið og fallegt verk Tónskáldafélagi Íslands barst svo erindi um að fá kór og tónverk frá Íslandi, og kom það í hlut Skólakórs Kársness að taka þátt í frumfluningnum á verki Jóns Nordals. Hin Norðurlöndin senda einnig kóra á hátíðina og segir Þórunn þá alla mjög góða. Hún segir að verk Jóns sé áhrifamikið og fallegt. „Það eru talsvert ómstríðir hljómar í því, en þeir eru ekkert að flækjast fyrir krökk- unum. Þau hafa ekki jafn sterka tilfinn- ingu fyrir dúrum og mollum og við sem erum eldri.“ Krakkarnir 45 sem Þórunn fer með til Parísar eru að hennar sögn yndislegir, og spenningurinn í hópnum er skilj- anlega orðinn talsverður. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt fyrir okkur og almenn ánægja með okkur í skólanum. Kórinn er ekki mín einkaeign; – þetta er samstarf allra starfsmanna skólans, og þeir standa eins og klettur á bak við okkur. Hér eru til dæmis engin jólapróf, því í Kársnesskóla er sungið á aðventunni.“ Skólakór Kársness syngur með Sinfóníuhljómsveit Franska útvarpsins á Norrænum músíkdögum Ótrúlega skemmtilegt tækifæri Þórunn kórstjóri. um og sálmum í íslenskum hand- ritum og munu þegar hafa fundist á þriðja þúsund laga og um átta þúsund sálmar. Upphafsmanneskja og sú sem dreif verkefnið í gang og smitaði aðra var Helga Ingólfs- dóttir semballeikari, sú hin sama og fór af stað með Sumartón- leikana í Skálholti fyrir 28 árum. Helga hefur í gegnum tíðina verið ódrepandi í áhuga sínum á að koma á framfæri þeim menningar- arfi sem hefur fundist við leitina á Landsbókasafninu og með því að fá ung tónskáld til að tónsetja nokkur þeirra til flutnings í Skálholti síð- ast liðin sumur, þar með hafa Sum- artónleikarnir átt drjúgan þátt í að MIKIÐ starf hefur verið innt af hendi undanfarið á vegum Collegi- um Musicum í Skálholti og Helgi- siðastofnunar í samstarfi við Landsbókasafn við að leita að nót- gera hluta þessa dýrmæta arfs lif- andi til flutnings á okkar tíma. Þýðan eg fögnuð finn er heiti á útgáfu Smekkleysu á 19 verkum eftir sex tónskáld sem unnin eru úr sálmum sem fundist hafa á hand- ritadeild Landsbókasafnsins og eru tveir geisladiskar í albúminu. Öll verkin eru samin fyrir og voru frumflutt á Sumartónleikum í Skál- holti og fjallað um þau í skrifum um þá tónleika. Hvert tónskáld nálgast verkefnið á sinn persónu- lega hátt og er mikill munur á. Sum tónskáldin fara hefðbundnar leiðir, önnur feta nýjar slóðir og enn önnur eru með tilraunastarf- semi og eru verkin því misjafnlega aðlaðandi við fyrstu heyrn. Flutningurinn á diskunum er góður og vandaður. Allir söngv- ararnir fara mjög vel með sitt og hljóðfæraleikurinn er mjög góður. Gunnsteinn Ólason stjórnar flutn- ingi á verki Steingríms Rohloff. Upptakan er gerð í Skálholtskirkju í júlí 2002 af Halldóri Víkingssyni. Undirritaður hefði viljað heyra meiri óm úr kirkjunni í upptök- unni. Sum verkin eru greinilega samin með hljómgun kirkjunnar í huga og þurfa eftirhljóm til að fá af þeim rétta mynd, en það mynd- ast aldrei þessi kirkjulegi sam- hljómur. Mjög góður og vel unninn upp- lýsingabæklingur fylgir með disk- unum og er þessi útgáfa öll til mik- illar fyrirmyndar. Smekkleysa er að gera mjög góða hluti bæði með þessari útgáfu og öðrum sem komið hafa fyrr á árinu og á miklar þakkir fyrir. Dýrmætur þjóðararfur TÓNLIST Geisladiskur Kristín Erna Blöndal og Jónína Guðrún Kristinsdóttir sópranar, Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt, Gísli Magnason tenór og Benedikt Ingólfsson bassi (Sönghóp- urinn Gríma), Marta Guðrún Halldórs- dóttir sópran, Eþos kvartettinn, Sigur- laug Eðvaldsdóttir og Ólöf Þorvarðar- dóttir fiðluleikarar, Guðrún Þórarinsdóttir lágfiðluleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari, Douglas A. Brotchie orgel- leikari, Helga Ingólfsdóttir semballeikari, Jón Guðmundsson og Guðmundur Sv. Pétursson gítarleikarar og Gunnsteinn Ólafsson stjórnandi flytja tónverk byggð á lögum og sálmum úr íslenskum hand- ritum eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Hildi- gunni Rúnarsdóttur, Jón Guðmundsson, Mist Þorkelsdóttur, Steingrím Rohloff og Þórð Magnússon. Smekkleysa gefur út. ÞÝÐAN EG FÖGNUÐ FINN Jón Ólafur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.