Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 31 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna hélt tónleika í Seltjarn- arneskirkju á sunnudaginn var. Á efnisskránni voru tvær tón- smíðar, Búlgar- skur dans eftir Pavel Smid og pí- anókonsert nr. 1 eftir Sjost- akovich. Vegna rangra upplýs- inga kom undir- ritaður of seint á tónleikana og missti af verki Smids; verður því að- eins fjallað um síðara atriði dagskrár- innar. Peter Máté píanóleikari var í aðal- hlutverki og var leikur hans í sér- kennilegu ójafnvægi við hljómsveit- ina, sem var miklu minni en venjulega tíðkast, aðeins tuttugu og einn strengjaleikari auk eins trompetleikara. Náði þessi litli hópur alls ekki að leika með æskilegum styrk og var útkoman sú að í veikum köflum fyrsta þáttar yfirgnæfði pí- anóið hljómsveitina. Ekki er hægt að gera sömu kröfur til sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna og þeirra sem þiggja laun fyrir störf sín og hefði Peter því átt að gæta sín á þessu og leika veikar þegar við átti. Í fyrsta þætti píanókonsertsins teflir Sjostakovich fram sterkum andstæðum, annars vegar er drama- tísk alvörugefni, en hins vegar gam- ansemi og háð. Alvaran var til staðar í einbeittum leik Peters, en nokkuð skorti léttleikann í hröðum köflum þáttarins, og því komst trúðsleg kald- hæðni tónlistarinnar ekki til skila. Tæknilega var leikur Peters ekki fyllilega nákvæmur, nokkrar óheppi- legar feilnótur heyrðust sem voru greinilegar í litlu rými kirkjunnar. Hefðu þær örugglega verið minna áberandi ef stuðningur hljómsveitar- innar hefði verið eins og verkið krefst. Leikur Peters var betri í hinum þáttum konsertsins, sá hægi, sem er afar átakamikill var verulega sann- færandi í skapheitri túlkuninni, og það sem á eftir kom var yfirleitt glæsilegt. Eins og áður sagði var stuðningur hljómsveitarinnar lítill, og samspil hljómsveitarinnar og ein- leikarans undir lok konsertsins varð því aldrei að þeirri flugeldasýningu sem tónskáldið ætlaðist til, en miðað við aðstæður var þáttur Peters þarna sennilega eins góður og mögulegt var. Hinn einleikarinn, David Nootebo- om, spilaði á trompet, og þar sem hann var eini blástursleikarinn, var hlutverk hans mjög veigamikið (upp- haflega hugmynd Sjostakovich var að semja trompetkonsert). Olli frammi- staða hans nokkrum vonbrigðum, því leikur hans var fremur klúðurslegur, jafnvel óhreinn þegar verst lét. Var það ekki fyrr en í síðasta þætti sem hann náði sér á strik, sem var heldur seint. Ingvar Jónasson stjórnaði hljóm- sveitinni og gerði það vel; hann fylgdi píanóleikaranum ágætlega. Var leik- ur strengjaleikaranna, miðað við tækni og kunnáttu, fyllilega í anda verksins. Í lok tónleikanna stjórnaði Ingvar tveimur jólasálmum og reyndi að fá áheyrendur til að taka undir. Það var fremur misheppnað; fólk er sjálfsagt orðið leitt á að heyra jólalagasíbylj- una úr öllum hornum bæjarins. Jóla- lögin pössuðu líka illa á eftir tónsmíð Sjostakovich, sem var, ef minnið svík- ur mig ekki, yfirlýstur trúleysingi, og hefði farið betur á að sleppa þessu at- riði alveg. Hvar var trúðurinn? TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Pavel Smid: Búlgarskur dans; Sjostak- ovich: Píanókonsert nr. 1. Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna. Einleikarar: Peter Máté og David Nooteboom. Stjórn- andi: Ingvar Jónasson. Sunnudagur 14. desember. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Peter Máté Jónas Sen Mansöngur nefn- ist nýr geisla- diskur sem hefur að geyma þrjú tón- verk eftir Jórunni Viðar. Verkin eru þrjú: Eldur, ball- ettsvíta fyrir hljóm- sveit flutt af Sin- fóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Peters Sund- quists. Verkið var samið árið 1950 og var fyrst flutt það ár í Þjóðleikhúsinu á vígsluári þess, í tengslum við lista- mannaþing. Ballettinn fluttu þá dans- arar úr Félagi íslenskra listdansara undir stjórn Sigríðar Ármann og samdi hún einnig dansa (kóreógrafíu), en Sif Þórs kom einnig þar að. Kórverkið Mansöngur fyrir Ólafs rímu Grænlend- ings, við verk Einars Benediktssonar. Verkið er flutt af Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Undirleikari á píanó er Árni Ingólfs- son. Jórunn Viðar samdi kórverk þetta um 1950. Það var flutt þá í út- varpi undir stjórn dr. Páls Ísólfssonar. Hann kallaði kórverkið sinfónískt kór- verk. Verkið er samið fyrir fjórradda kór og strengjasveit. Í flutningi á þessum geisladiski var ákveðið að undirleikur yrði á píanó í stað strengjasveitar. Ólafur liljurós, balletttsvíta fyrir hljómsveit. Sinfóníuhljómsveit Ís- lands leikur undir stjórn Pauls Phill- ips. Verkið er samið árið 1951, frum- flutt í Iðnó það ár af félögum úr Félagi íslenskra listdansara á vegum Leik- félags Reykjavíkur. Höfundur að dansi var Sigríður Ármann. Jórunn semur ballettsvítuna við aldagamlan viki- vakadans um Ólaf liljurós. Útgefandi er Smekkleysa, með styrk frá Þjóðhátíðarsjóði. Hljóðritun: Tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins. Tónmeistari: Bjarki Rúnar Bjarnason. Hljóðmeistari: Sverrir Gíslason I og Hreinn Valdimarsson II og III. Hönnun umslags: Birtingaholt. Klassík Hornið, Hafnarstræti 15, kl. 21 Ljóða- og tónlistarkvöld í sýning- arrýminu. Dagskráin er liður í Listaveislunni Skáldið sem dó & skáldið sem lifir sem haldin er í minningu Þorgeirs Rúnars Kjart- anssonar (1955–1988). Þetta er fjórða og síðasta uppákoman. Fram koma Rúna K. Tetzschner sem flytur ljóð þeirra Þorgeirs, Didda syngur, Geirlaugur Magnússon, Gunnar Dal, Birna Þórðardóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa og flutt verða ljóð Guðfinnu frá Hömrum. Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðlu og Páll Eyjólfsson á gítar og kór Menntaskólans við Sund syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteins- dóttur ljóð eftir Þorgeir Kjart- ansson við lag Þorkels Sigurbjörns- sonar. Í DAG KAMMERHÓPURINN Camer- arctica heldur nú sína árlegu kerta- ljósatónleika í Hafnarfjarðarkirkju, Kópavogskirkju og Dómkirkjunni í Reykjavík. Þeir fyrstu verða í Hafnarfjarðarkirkju á föstudags- kvöld þá í Kópavogskirkju á laug- ardagskvöld og loks í í Dómkirkj- unni í Reykjavík að kvöldi mánu- dagsins 22. desember. Allir tón- leikarnir eru kl. 21 og eru um klukkustundarlangir. Hópurinn hefur frá árinu 1993 leikið ljúfa tónlist við kertaljós síð- ustu dagana fyrir jól og eru tónleik- arnir orðnir fastur liður í lífi fjöl- margra. Verkin sem þau leika eru Divertimento nr. 3 K. 138 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Kvart- ett fyrir klarinett og strengi í Es- dúr op. 2 nr. 1 eftir Bernhard Crus- ell og Kvartett í D-dúr fyrir flautu og strengi eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Camerarctica skipa þau Hall- fríður Ólafsdóttir, flautuleikari, Ár- mann Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleik- arar, Guðmundur Kristmundsson, víóluleikari og Sigurður Halldórs- son, sellóleikari. Kirkjurnar verða einungis lýstar með kertaljósum og myndast þann- ig róleg stemmning sem margir kunna að meta mitt í erli jólaund- irbúningsins og í lok tónleikanna verður að venju leikinn jólasálm- urinn Í dag er glatt í döprum hjört- um sem einnig er eftir Mozart. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, eldri borgarar og nem- endur fá helmingsafslátt og ókeyp- is aðgangur er fyrir börn. Morgunblaðið/Sverrir Kammerhópurinn Camerarctica á einni af æfingum sínum í Dómkirkjunni. Tónlist Mozarts leikin við kertaljós AFTAN á kápu bókarinnar Eyrar- púkinn eftir Jóhann Árelíuz stendur að hér sé um skáldverk að ræða. Þó er margt sem fær mann til að hugsa, á meðan á lestri stendur, að hér sé frekar komin ævi- minning. Bæði ber aðalpersóna bókarinnar for- nafn höfundar og svo bendir ná- kvæmni í staðar- lýsingum einnig til þess sama. Oftar en ekki er sögu- sviðið ákveðið hús við ákveðna götu. Hér er þó ekki um æviminningu í hefðbundnum skilningi að ræða held- ur er bókin byggð upp af fjölmörgum örsögum eða jafnvel á köflum prósa- ljóðum sem tengjast innbyrðis í þroskasögu aðalsöguhetjunnar. Þannig stígur verkið út fyrir þann frásagnarstíl sem hinar hefðbundnu æviminningar hafa markað sér. Enn- fremur er frásögnin ekki í beinni tímaröð heldur er hoppað á milli minningarbrota og ræður þema hvers kafla fyrir sig ferðinni. Verkið verður því eins og mósaík- verk, margir litlir fletir sem mynda heildarútkomu þegar lestri er lokið. Oftar en ekki hefur maður það á til- finningunni að maður sé að fletta í gegnum gamalt myndaalbúm þar sem hver mynd teygir sig út fyrir augnablikið og segir sína sögu. Þetta eru stemningsmyndir, sögur af ein- staklingum, prakkarastrikum, at- burðum, tíðaranda og jafnvel bara af sérstakri lykt líkt og í frásögninni Ræsi og rottur (bls. 30) og Slátur- tunna (bls. 39). Sögusvið bókarinnar er Akureyri á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Einir mestu umbrotatímar í sögu landsins þegar erlend menningaráhrif hvelfast yfir landið og hið pólitíska landslag auðkennist af miklum sviptingum. Þjóðfélagið er að breytast hratt og djúp gjá hefur myndast milli kynslóð- anna. Hetjur fornsagnanna víkja fyrir bandarískum poppgoðum og enskum knattspyrnumönnum. Jóhanni tekst afar vel að koma þessum tíðaranda til skila í oft á tíðum kostulegum lýsing- um. Allt saman kristallast þetta í að- alsöguhetjunni, drengnum Jóhanni, sem finnst ekkert skemmtilegra en að syngja rokkslagara, svolgra í sig gos, sleikja apótekaralakkrís og lesa Bob Moran svo dæmi sé tekið. Sögurnar af endalausum uppátækjum Jóhanns og vina hans er bráðskemmtileg lesn- ing og eflaust eiga margir eftir að kannast við hluti, persónur og stemn- ingu liðins tíma. Mósaík minninganna BÆKUR Skáldverk Höf.: Jóhann Árelíuz. 205 bls. Útg.: Jöklahreiður, Akureyri 2003. EYRARPÚKINN Jóhann Árelíuz Höskuldur Kári Schram Sigurvon nefn- ist nýr geisla- diskur sem Parkinson- samtökin á Ís- landi gefa út í tilefni af 20 ára afmæli samtakanna. Þau stóðu fyrir tón- leikum í apríl 2002 og eru sömu flytjendur á diskinum og á tónleik- unum. Hugmyndin að tónleikunum spratt af kantötu fyrir fjórar söng- raddir, píanó, fiðlu og flautu eftir Ei- rík Árna Sigtryggsson við ljóðið Sjúkdómasaga eftir Héðin Waage. Flytjendur eru Elsa Waage kontra- alt, Katla Björk Rannversdóttir sópr- an, Sigurður Skagfjörð baríton, Þor- valdur Þorvaldsson baríton. Hljóðfæraleikarar eru Vilhelmína Ólafsdóttir, píanó, Kristján Matt- híasson, fiðla, Emilía Rós Sigfús- dóttir, flauta, Bjarni Þór Jón- atansson, píanó, Antonia Hevesi, orgel, Jónas Sen og Júlíana Rún Indriðadóttir, píanó. Upptökur fóru fram í Hjallakirkju undir stjórn Sigurðar Rúnars Jóns- sonar. Safndiskur LÖGREGLUKÓRINN heldur aðventutónleika í Fíladelfíu í Hátúni 2 kl. 20 á fimmtudags- kvöld. Einsöngvarar eru Anna Margrét Óskarsdóttir og Hugi Jónsson. Hljóðfæraleikarar: Kári Þormar á orgel, Guð- mundur Ingi á trompet og Logi Sigurjónsson á saxófón. Kór Engjaskóla, yngri deild, syng- ur jólalög. Söngstjóri er Guð- laugur Viktorsson. Lögreglu- kór í Fíladelfíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.