Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MANNVERND fagnar dómi Hæstaréttar í gagnagrunnsmálinu. Hæstiréttur byggir dóminn eink- um á fyrstu málsgrein 71. greinar stjórnarskrárinnar sem segir: ,,Allir skulu njóta friðhelgi einka- lífs, heimilis og fjölskyldu.“ Dóm- urinn er til marks um sjálfstæði dóms- valdsins gegn fram- kvæmda- og löggjaf- arvaldinu. Niðurstöðunnar hef- ur verið beðið með eftirvæntingu bæði hér og erlendis, því búast má við að dóm- urinn hafi áhrif á vís- indastarf, jafnvel út- fyrir landsteinana, t.d. hvort stjórn- málamenn geti lög- bundið ætlað sam- þykki landsmanna til erfðarannsókna. Hæstiréttur finnur lögunum svo margt til foráttu að gerð grunnsins verður ill- framkvæmanleg, þótt lögunum verði breytt þannig að aðstand- endur geti ekki sagt látna ættingja sína úr grunninum. Í dóminum er að finna átta mikilvæg atriði. Í fyrsta lagi við- urkennir Hæstiréttur að stúlkan, sem vildi segja látinn föður sinn úr grunninum, hafi vegna friðhelgi einkalífs síns persónulega hags- muni af því að koma í veg fyrir að upplýsingar úr sjúkraskrám föður hennar verði fluttar í gagnagrunn- inn. Friðhelgisákvæði og krafan um upplýst samþykki Þá er tekið fram að yfirgrips- miklar upplýsingar um heilsufar manna, læknismeðferð, sem þeir sæta, lifnaðarhætti, félagslegar aðstæður, atvinnu og fjölskyldu- hagi séu færðar í sjúkraskrá. Upplýsingar þessar geta varðað einhver brýnustu einkamálefni þess, sem í hlut á, án tillits til þess hvort þær geti talist honum til hnjóðs. Friðhelgisákvæði stjórnarskrárinnar tekur til slíkra upplýsinga og veitir hverjum manni friðhelgi um einkalíf sitt að þessu leyti. Ennfremur segir rétt- urinn að til að tryggja þá friðhelgi verði löggjafinn að gæta að því að lög leiði ekki af sér raunhæfa hættu á að slíkar upplýsingar um einkahagi tiltekins manns komist í hendur annarra, sem eiga ekki réttmætt tilkall til aðgangs að þeim, hvort sem um er að ræða aðra einstaklinga eða handhafa ríkisvalds. Í dóminum segir að með lög- unum sé gefinn kostur á að einka- aðili utan heilbrigðiskerfisins geti fengið upplýsingar úr sjúkra- skrám án þess að hinn skráði hafi berum orðum samþykkt það. Þó það eitt út af fyrir sig þurfi ekki að vera andstætt friðhelgisákvæði stjórnarskrárinnar verður löggjaf- inn að stuðla að því að tryggt sé eins og frekast er kostur að upp- lýsingarnar verði ekki raktar til ákveðinna manna. Það er ekki gert og er Hæstiréttur hér að vísa í kröfuna um upplýst samþykki. Í dóminum segir ennfremur að ekki verði ráðið af gagnagrunns- lögunum, reglugerð eða starfsleyfi hvaða upplýsingar úr sjúkraskrá verði dulkóðaðar fyrir flutning í grunninn. Af viðauka við rekstr- arleyfi virðist ekki annað verða ráðið en gengið sé út frá því að eingöngu kennitala sjúklings verði dulkóðuð í gagnagrunninum. En upplýsingar þessar eru ekki þær einu sem geta tekið ,,af tvímæli í einstaka tilvikum um hvaða maður eigi í hlut“. Nægt geti upplýsingar um aldur manns, sveitarfélag, hjú- skaparstöðu, menntun og starfs- heiti ásamt tilgreiningu á ákveðnum sjúkdómi, hvort heldur allt þetta til samans eða einstök atriði. Þá segir í dómnum að ekki sé afmarkað hvers konar fyrir- spurnum verði beint til gagnagrunnsins eða í hvaða búningi svör við þeim muni birtast með eða án tengsla við gagnagrunna með ætt- fræðiupplýsingum eða erfðafræðilegum upp- lýsingum. (Persónu- vernd hefur einmitt hafnað kröfunni um minni afmörkun fyr- irspurna.) Í dóminum segir að lögin tiltaki ekki hvaða upplýs- ingar úr sjúkraskrám, sem varða persónu- auðkenni sjúklings, geti birst þeim, sem fær svar við fyrir- spurn. Dómurinn segir að í lögunum sé heldur ekki að finna vísbend- ingar um hvaða heild- armynd gæti fengist af einstaklingum við samtengingu heilsufarsupplýsinga við ættfræðiupplýsingar og erfða- fræðilegar upplýsingar. „Er þess í stað látið við það sitja“ að áskilja að þess skuli gætt við úrvinnslu upplýsinga að þær verði ekki tengdar persónugreinanlegum ein- staklingum. Þá er sagt að í gagnagrunnslög- unum sé ítrekað skírskotað til þess að heilsufarsupplýsingar í gagnagrunni á heilbrigðissviði eigi að verða ópersónugreinanlegar. Eins og reglum er háttað skortir á hinn bóginn mjög á að tryggt sé nægilega með ákvæðum laganna að þessu yfirlýsta markmiði verði náð. Vegna þeirra skyldna, sem friðhelgisákvæði stjórnarskrár- innar leggur á löggjafann til að tryggja friðhelgi einkalífs, getur ekki komið hér í staðinn ýmiss konar eftirlit með gerð og starf- rækslu gagnagrunnsins. Að lokum segir í dóminum að ekki sé unnt að líta svo á að ákvæði gagnagrunnslaganna tryggi á viðhlítandi hátt, að virt- um þeim kröfum, sem leiddar verða af friðhelgisákvæði stjórn- arskrárinnar, að fullnægt verði því markmiði laganna að heilsufars- upplýsingar í gagnagrunninum verði ekki raktar til ákveðinna manna. Ísland aftur frægt að endem- um? Mannvernd krefst þess að gagna- grunnslögin verði felld úr gildi og rekstrarleyfið afturkallað, því lög- in standast ekki stjórnarskrá. Ef stjórnvöld bregðast við dóminum með því að lögbinda enn frekari skerðingu á persónuvernd væru það mikil mistök. Ísland yrði aftur frægt að endemum ef gripið yrði til þess að lögfesta réttleysi lát- inna með því að koma í veg fyrir að ættingjar þeirra segi þá úr grunninum. Breytingum á lög- unum sem ekki standast stjórn- arskrá og mannréttindasáttmála verður mætt með öllum tiltækum og löglegum ráðum svo sem frek- ari málsóknum. Á að lögbinda réttleysi látinna á Íslandi? Pétur Hauksson skrifar um gagnagrunnsmálið Pétur Hauksson ’Ef stjórnvöldbregðast við dóminum með því að lögbinda enn frekari skerðingu á per- sónuvernd væru það mikil mis- tök.‘ Höfundur er formaður Mannverndar. NÚ ER Evrópuár fatlaðra senn á enda og jákvæðar fyrirsagnir skreyttu blöðin í tilefni þess og Al- þjóðadags fatlaðra, hinn 3. des. sl. Fyrirsagnir Mbl. hafa t.d. verið: Virkjum kraft ólíkra einstaklinga; Styrkir rannsóknir á málefnum fatlaðs fólks og Múr- brjótur Landssamtak- anna Þroskahjálpar af- hentur. Á málþingi Háskóla Íslands í tilefni Evrópu- ársins var spurt: Erum við tilbúin að veita ÖLLUM manneskjum hlutdeild í samfélagi okkar? Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, sagði í ávarpi sínu þar að „siðferðileg fötlun“ einstaklinga væri staðreynd. Annars vegar dreymdi okkur um siðferðilega fullkomnun, en hins vegar einkennd- ust raunverulegar athafnir okkar iðu- lega af skammsýni og stefnuleysi. Partur af okkar siðferðilega raun- veruleika væri að reyna að bæta sið- ferðið í átt að hugsjóninni um „eitt samfélag fyrir alla“. Til þess væru tvær leiðir. Önnur sem einkenndist af reglum, yfirlýsingum og stefnuskrá. Hin væri „Ný byrjun“: Vitundar- vakning. SJÓN sendi nú frá sér bókina Skugga-Baldur (þjóðsaga). Í henni kennir margra grasa. Þar er íslenskt landslag, veðrabrigði, tófa, einn ófatl- aður karlmaður, siðferðilega fatlaður prestur sem heitir Skuggi Bald- ursson og tveir fávitar, karlmaður og konan Abba sem er burðarás sög- unnar. Líklega er það tilviljun að SJÓN afhendi þjóðinni Skugga- Baldur á Evrópuári fatlaðar, og þó. Sagan gerist á s. hl. 19. aldar en þá lifðu tiltölulega fáir fatlaðir hér því að eins og segir í bókinni: „Á Íslandi var þeim fyrirkomið við fæðingu … Það þurfti ekki vitnanna við; áður en þau náðu að reka upp fyrsta gólið tók yf- irsetukonan fyrir vit þeirra, …“ Nú í nóvember var söfnun í gangi fyrir Sjónarhól sem bar yfirskriftina: Átak til betra lífs fyrir sérstök börn. Í fjölmiðlum var mikið umleikis og m.a. talað við unga foreldra fatlaðra barna. Ég saknaði þess að sjá ekki viðtöl við gamla for- eldra, foreldra sem máttu þola andúð al- mennings á litla fávit- anum þeirra. Eitt sinn sagði móðir þroskahefts drengs mér frá því að hún hefði hreinlega þurft að fela barnið og kvölin gekk svo langt að drengurinn (nú um fimmtugt) var ekki nefndur sínu eigin nafni heldur einungis kall- aður „Það“. Á þeim tíma voru til ríkisrekin fávitahæli á Íslandi. Sem betur fer voru sett lög um mál- efni fatlaðra árið 1992 sem höfðu það markmið að útrýmda slíkum stofn- unum. Því miður eru enn starfrækt fávita- heimili á Íslandi þar sem virðingar- leysi, harka og andleg kúgun eru höfð að leiðarljósi stjórnenda þrátt fyrir 13 ára gömul lög, félagsmálaráðuneyti, svæðisskrifstofur, svæðisráð fatlaðra og trúnaðarmenn fatlaðra. Og því miður vantar mikið á að þjóðin leysi húsnæðis- og umönnunarmál geðfatl- aðra eins og henni ber samkvæmt lögum. Fatlaðir eiga sér trúnaðarmann sem skipaður er af svæðisráði en trúnaðarmenn fatlaðra á Íslandi eru í hálfgerðum felum. Svo virðist sem að- standendur fatlaðra, þeir sjálfir og eða aðstoðarfólk þeirra sé ekki upp- lýst um tilvist hans og hlutverk. Þessu þarf að breyta. Í lögunum segir t.d.: „Telji hinn fatlaði að réttur hans sé fyrir borð borinn getur hann til- kynnt það trúnaðarmanni sem veitir honum nauðsynlegan stuðning og kannar málið tafarlaust.“ Í fæstum tilfellum getur sá fatlaði sótt rétt sinn sjálfur en það ættu aðstoðarmenn hans og eða ættingjar að geta gert ef allt væri í lagi. Dæmi er til um að kvartað hafi ver- ið til trúnaðarmanns yfir ómannúð- legri meðferð og skýlausu lagabroti húsbænda (stjórnenda) en þegar krafist var svars um það hvaða um- bætur hefðu verið gerðar var svarið: Kærar þakkir fyrir áhugann á mál- efnum fatlaðra en mér ber að gæta trúnaðar gagnvart fötluðum! Þeir sem kvarta fá sem sagt ekki að vita hvort kvörtunin skili árangri! Fatl- aðir þurfa tafarlaust sinn umboðs- mann líkt og Alþingi og börnin. Eins og rektor benti á þurfa þeir siðferðilega fötluðu (þ.e. ég og þú) að taka sig á og vekja vitundina af skin- helginni, þ.e. að samræma orð og gerðir svo að markmið laganna um málefni fatlaðra náist. Það markmið „að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóð- félagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.“ Jafnrétti felst t.d. í því að fá að brosa og tjá sig, verða reiður, gráta, hafa aðgang að eigin fataskápum, fá að lesa Mogg- ann, fá að hlusta á útvarp í frítímum o.s.frv. Fávitinn Abba í Skugga-Baldri á sitt eigið tungumál: Itza þýðir Guð og furru amh-amh þýðir maður, fallegt, gott. Orðabók Öbbu á 42 hugtök og aðeins eitt þeirra er neikvætt. Það er okkar hinna „heilbrigðu“ að læra mál fatlaðra í víðasta skilningi og útfæra í hörgul. Þá loks má gleðjast yfir eigin þroska. Þá loks væri hægt að tala um fávitalaust Ísland. Fyrr ekki. Skugga-Baldur og fávitarnir Sesselja Guðmundsdóttir skrifar um fatlaða ’Og því miður vantarmikið á að þjóðin leysi húsnæðis- og umönn- unarmál geðfatlaðra eins og henni ber sam- kvæmt lögum.‘ Sesselja Guðmundsdóttir Höfundur er stuðningsfulltrúi fatlaðra. ÞAÐ hefur vakið undrun mína um margra ára skeið hvernig helstu verslanir og verslunarmiðstöðvar landsins skreyta hjá sér fyrir jól/ páska og einnig vöruframboð þeirra um sömu mundir. Svo mjög hefur þetta farið fyrir brjóstið á mér og þeim sem ég hef rætt þetta við, að ég get eigi bundist lengur að stinga nið- ur penna um þetta mál. Þegar gengið er um í stærstu verslunar- miðstöðvunum þá er í annarri þeirra einungis að finna stærðar skreytingu mammons í formi ísbjarna með frægan gosdrykk sér í hrömmum. Í hinni stóru verslunarmið- stöðinni, í sveitarfé- laginu mínu, er að finna álfabyggð og jólasveina, auk mamm- ons í gervi jólatréslík- ingar stútfullrar af frægum gosdrykk. Hvergi er að finna neitt sem minnir okkur á raun- verulegan tilgang jólanna, sem er fæðing Frelsara þessa mannkyns og fyrirheita þeirra sem henni fylgdu og tíunduð eru í Gamla testamentinu sem og frásagnir um uppfyllingu þeirra í Guðspjöllum Nýja testa- mentisins. Það myndi nú vart skaða ímynd þessara mustera verslunar- innar að setja svo sem á einum stað í víðfeðmum salarkynnum sínum ein- hver merki þess að þeim sé eigi ókunnugt um raunverulegan tilgang og boðskap jólanna. Annað það sem hefur vakið furðu mína er að þegar ég hef spurt eftir bókum sem tengjast boðskap jólanna, svo sem eins og Biblíunni eða öðrum tengdum ritum, þá hafa hvorki stærstu verslunarkeðjurnar í „jólabókaflóði“ sínu bækur á þessum nótum í sölu hjá sér, frekar en flest- ar aðrar verslanir, utan sérverslana vitaskuld. Þó verður að hæla Bónus fyrir þarsíðustu jól að þeir voru með á frábæru verði bókina „Biblían og þú“. Sú bók er falleg gjöf til þeirra sem eru jafnvel blendnir í trúnni því hún setur fram boðskap Frels- arans á einfaldan og skemmtilegan hátt ásamt því að benda les- endum á staðsetningar þeirra ritningargreina Biblíunnar sem koma efninu jafnharðan við. Bókin er mjög gott les- efni fyrir ófróða því hún vekur áhuga les- andans á boðskapnum og hvetur jafnframt til frekari skilnings, þroska og vaxtar í trúnni. Sömuleiðis hafa verslanir lítt eða ekki sinnt þessu á meginhátíð kristninnar, sem er vitaskuld páskahátíðin. Mér sýnist að það væri þessu kristna þjóðfélagi okkar hollt að halda á lofti gildum kristindómsins, þá ekki bara á jólum og páskum, heldur allt árið um kring. Ekki bara innan veggja verslana eins og hér hefur verið gert að umtalsefni, held- ur innan veggja heimila, skóla og vinnustaða og svo framvegis. Ekki veitir af enda virðist af þeirri ólgu sem einkennir þjóðfélagið og hegðun margra, sem einkennist af virðingar- og skeytingarleysi gegn náung- anum, að það væri manni hollt að til- einka sér boðskap Drottins. Ef við náum að tileinka okkur þennan boð- skap friðar og kærleika þá er næsta víst að þessar dökku hliðar mannlífs- ins, sem hafa ágerst svo mjög und- anfarna áratugi, munu lýsast veru- lega, ef ekki hverfa. Ég beini því til foreldra og annarra forráðamanna ungdómsins alveg sérstaklega, að veita börnunum ríkulega af fræðslu og kærleika Frelsarans. Fátt í þess- um heimi er líklegra til að skila sér í farsælu mannlífi og vistvænu sam- félagi. Ég bið þessari þjóð farsældar og friðar á aðventunni og óska henni gleðilegra jóla og að hún tileinki sér anda Frelsarans í hjarta og fram- komu við náungann. Jóla hvað? Þorsteinn Halldórsson skrifar um jólin og kaupmennsku ’Ef við náum að tileinkaokkur þennan boðskap friðar og kærleika þá er næsta víst að þessar dökku hliðar mannlífs- ins, sem hafa ágerst svo mjög undanfarna ára- tugi, munu lýsast veru- lega, ef ekki hverfa.‘ Þorsteinn Halldórsson Höfundur er formaður Sjálfstæðis- félagsins Baldurs í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.