Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 33

Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 33 Í DAG, hinn 17. desember 2003, á flugið í heiminum 100 ára afmæli. Saga flugsins er nefnilega ekki ein- vörðungu saga glæsilegrar atvinnu- greinar heldur áhugaverður hluti sjálfrar mannkynssögunnar frá örófi alda. Fyrst sem draumur um þúsundir ára. Leiðin langa að árangursríku flugi Wright-bræðra Forfeður okkar, kyn- slóð fram af kynslóð, voru haldnir flugþrá og voru fuglarnir fyr- irmyndin. Frægasta sagan í þessum efnum er gríska goðsögnin flug Daedalusar og sonarins Ikarusar frá eyjunni Krít á vængj- um gerðum úr vaxi og fjöðrum fugla. Elstu skriflegu heimildir um flug- tilraunir í Evrópu eru frá því um 1400 en þá hófst nokkurra hundraða ára tímabil í flugsögunni sem kennt er við turn- stökkvara því „flug- kapparnir“ stukku fram af kirkjuturnum með blakandi vængi eins og fuglar en nú komnir með lím og léreftsdúk. Fyrstu raunhæfu hugmyndir um mannaðar flugferðir komu fram í kringum árið 1500 hjá Leonardo da Vinci. Þær voru byggðar á flugi fugla, fallandi lauf- blöðum og loftstraumum. Eftir hann liggja hundruð af teikningum af flugfarartækjum. Árið 1793 tóku flugtilraunirnar nýja stefnu er frönsku bræðurnir Montgolfier gerðu stóran léreftsloftbelg er þeim tókst að koma á loft með hitauppsteymi. Í körfu belgsins voru hani, önd og kind þannig að strangt tekið eru þessar skepnur fyrstu flugfarþegarnir í heiminum. Þetta sama ár flugu tveir menn í Montgolfier-loftbelg í 25 mínútur yfir París og aðrir tveir uppfinn- ingamenn í tvær klukkustundir í vetnisloftbelg. Upp úr 1890, var loksins farið að hilla undir að flugdraumur okkar mannanna yrði að veruleika. Þar voru að verki tveir þýskir bræður, Otto og Gustav Lillienthal, er hófu svifflugstilraunir við Berlin með því Otto spennti vængi á bakið og hljóp niður brekkur uns vindurinn náði að lyfta honum frá jörðu. Otto fór nokkur hundruð slík flug uns honum hlekktist á og beið bana ár- ið 1896. Lykillinn að góðum ár- angri Lillienthal-bræðra var að þeir komu fram á sjónarsviðið með væng er hafði bogadregið yfirborð en það skap- aði nauðsynlegan lyfti- kraft fyrir flugtak. Wright-bræður sönnuðu kenn- inguna um flugið Þau tímamót sem við fögnum í dag er fyrsta flug Wright-bræðra sem jafnframt er fyrsta flugferðin þar sem menn hófu sig til flugs fyrir eigin vélar- afli á flugvél sem hægt var að stýra og lenda í sömu hæð eða hærra yfir sjávarmáli. Þessi miklu flugsögulegu tímamót áttu sér stað á nánast einskismanns- landi sem var sandrif á Djöfuldrápshólum við Kitty Hawk í Norður- Karólínu vestur í Bandaríkjunum kl. 10.5 að staðartíma eða kl. 15.35 að íslenskum tíma. Þessi fyrsta flugferð mannkynssögunnar sem heppn- aðist að fullu var ekki löng eða að- eins 12 sekúndur en alls fóru Wright-bræður fjórar flugferðir þennan dag. Lengsta flugferðin varði í 59 sekúndur og 258 metra. Flugafrekin þennan dag vöktu alls enga athygli fyrr en fjölmiðlar tóku að birta ljósmyndir af flugvél- inni í loftinu en augu Bandaríkja- manna og heimsins fóru ekki að beinast að Wright-bræðrum fyr en 5–6 árum síðar á flugsýningum í Evrópu. Fyrir sitt einstæða flugafrek eru þeir Wright-bræður, Orville og Wilbur, tvímælalaust þekktustu persónur flugsögunnar en þeir voru biskupssynir frá Dayton í Ohio sem unnu við smíði og sölu reiðhjóla. Talið er að nokkur hundruð, ef ekki þúsundir manna hafi látið lífið í tilraunum til flugs í aldanna rás á undan þeim en Wright-bræðrum tókst að læra af óförum þeirra og hagnýta sér þekkingu úr smiðju Otto Lillienthal fyrir milligöngu velgjörðarmanns þeirra Octave Chanute sem var fransk-bandarísk- ur verkfræðingur með brennandi flugáhuga. Með þessa vitneskju í farteskinu gengu Wright-bræður skipulega og vel agaðir til verks og smíðuðu m.a. svokölluð vindgöng til loftaflsfræðilegra tilrauna. Síð- ast en ekki síst kom starfsreynslan og tæknikunnáttan úr reið- hjólasmíðinni þeim afar vel við tækilegar úrlausnir við hönnun og smíði flugvélanna sinna. Sigrar og tækniframfarir í kjölfar Wright-bræðra Frá flugi Wright-bræðra, á þessu tiltölulega stutta tímbili sem liðið er, hafa menn smíðað þotuhreyfil- inn sem er forsendan fyrir því að fluttur er einn og hálfur milljarður flugfarþega um víða veröld í ár. Við höfum náð því að rjúfa hljóð- múrinn, við höfum flogið á rúmlega þreföldum hraða hljóðsins, við höf- um stigið fæti á sjálft tunglið og sent könnunarför til fjarlægra reikistjarna í sólkerfinu svo fáein flugafrek séu nefnd af spjöldum mannkynssögunnar. Tæknileg framþróun flugsins hefur verið slík að ekkert af þessum áföngum var talið sjálfsagður hlutur fyrir 50–60 árum. Velunnarar flugsins fagna á þessum heiðursdegi í sögu flugsins og lífi frumherjanna, og óska flug- inu blessunar og gleði yfir góðum verkum í flugsins þágu. Flugið 100 ára í dag Arngrímur B. Jóhannsson og Gunnar Þorsteinsson skrifa um afmæli flugsins ’Forfeður okkar, kyn-slóð fram af kynslóð, voru haldnir flugþrá.‘ Arngrímur B. Jóhannsson Arngrímur B. Jóhannsson er forseti Flugmálafélags Íslands og Gunnar Þorsteinsson er formaður Fyrsta flugs félagsins. Gunnar Þorsteinsson FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Húsgögn Ljós Gjafavara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.