Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 34

Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. É g er sannfærður um að maðurinn getur flogið, það sé bæði mögulegt og hentugt, sagði Bandaríkjamaðurinn Wilbur Wright árið 1899, fjórum ár- um áður en honum tókst ásamt bróð- ur sínum, Orville, að smíða vélknúna flugvél sem maður gat flogið og haft stjórn á. Löngu áður höfðu menn farið á loft í svifflugu en tímamótin 17. desember 1903 voru þau að hér var komið vélknúið flugfar sem hægt var að velta til beggja handa, stýra til hægri eða vinstri og beina nefinu upp eða niður. Á þessum mögu- leikum hafa flugvélasmiðir byggt þróun sína allar götur síðan. Hér á eftir verður þessi atburður rifjaður upp og stuðst við ævisögu þeirra bræðra sem Fred C. Kelly, blaðamaður og rithöfundur, skrifaði um vini sína og samstarfsmenn. Kringum árið 1896 voru tíðum fréttir í blöðum um flugvélar. Wilbur og Orville tóku eftir að þessar fyrstu og frumstæðu vélar voru næsta stjórnlausar. Tóku þeir að velta fyrir sér hvernig flugmaður gæti haft stjórn á flugvél á lofti, rétt eins og hjólreiðamaður stundar jafnvæg- islist sína á vegum. Wilbur útbjó væng á tvíþekju með hallastýri sem unnt var að sveigja þannig að hún gat oltið til hægri eða vinstri og þetta prófuðu þeir á flugdrekum og síðan svifflugum. Tilraunir við Kitty Hawk Wilbur og Orville stunduðu til- raunir með svifflugur haustið 1900 á skaga eða öllu heldur eyju í Norður- Karólínu fylki, Kitty Hawk, við strönd Atlantshafs, nokkru sunnar en höfuðborgin Washington. Þar var vindasamt, stundum um of, og gott að stunda flugtilraunir. Í fyrstu var svifflugunni flogið eins og flugdreka, þ.e. enginn var um borð heldur stjórnuðu þeir henni með böndum af jörðu niðri. Eftir tilraunir haustsins gáfu þeir Tate-fjölskyldunni sem hafði hýst þá sviffluguna og var klæðningin af vængjunum notuð í kjóla fyrir heimsæturnar tvær. Þótti satínið góður vefnaður, jafnvel alltof góður til að nota hann í svifflugu. Áfram héldu tilraunir þeirra bræðra með svifflugur, þær urðu stærri og ýmsar endurbætur gátu þeir gert til að hafa betri stjórn á þeim og til að þær gætu borið meira, m.a. að maður gæti verið um borð og flogið þeim. Eftir tilraunir haust- ið 1902 ákváðu þeir hefja undirbún- ing að vélflugi. Þeir vildu fá að minnsta kosti 8 hestafla mótor sem mátti ekki vera þyngri en 100 kg og skrifuðu 10 bíla- og vélaframleið- endum til að spyrjast fyrir 3. des- ember 1902. Fátt varð um svör og þótt ekki hafi verið tilgreint í bréf- unum í hvað mótorinn var ætlaður var talið að bílaframleiðendur hefðu fengið veður af því og vildu ekki blanda sér í eitthvað sem kynni að hafa áhrif til hins verra á starfsemi sína. Höfðu vélamann Einn bauð þó mótor en þeim bræðrum leist ekki á hann og sáu að þeir yrðu sjálfir að smíða hentugan mótor fyrir flugvél. Þá kom til skjal- anna vélamaðurinn Charlie Taylor og þeir smíðuðu 16 hestafla vél sem vó með öllu 85 kg og gat snúið 1.200 snúninga á mínútu. Henni var kom- ið fyrir á neðri væng flugvélarinnar, örlítið vinstra megin við miðju og flugmanni ætlað pláss hægra megin til að tryggja jafnvægi. Þá fundu þeir út með tilraunum að best nýt- ing á orkunni fengist með tveimur pörum af hreyfilspöðum. Höfðu þeir mikið velt fyrir sér hvernig hraði hreyfilspaðanna og skurður þeirra hefði aðaláhrif á hvernig þeir gætu knúið vélina. Höfðu þeir viðað að sér þekkingu á þessu sviði frá öðrum og síðan bætt við hana umtals tilraunum sínum. Í september 1903 héldu þ Kitty Hawk með vélina og mánaðarlangan undirbúnin hefjast handa. Þá kom fram mál við mótorinn og þegar leyst brotnaði ein vængstíf Laugardaginn 12. desembe tilbúið en þá var of kyrrt. M inn 14. var strekkingur og b urnir komu vélinni fyrir á f brautinni, köstuðu peningi hvor skyldi fljúga fyrstur o vann og fór um borð. Orvill vængendann en vélin henti hratt af stað og hann misst Hún lyftist örlítið en stakk hlið og snerist. Tvo daga tó skemmdirnar og næst var v tilbúin síðdegis 16. desemb var of hvasst. Fjórar ferðir Fimmtudaginn 17. desem enn allt til reiðu og nú var k 100 ár frá því Wright-bræður í Bandaríkjunum Voru sannfær hægt væri að f Wright-bræðurnir bandarísku, sem fyrstum tókst að fljúga, létu verkin tala. Reiðhjóla- smiðirnir áttu þá hugsjón að maðurinn gæti smíðað sér flugfar. Jóhannes Tómasson drepur hér á brot úr lífshlaupi þeirra. Fyrsta flugið 17. desember Mannfjöldi safnaðist sama um Wright-bræður við Kit WRIGHT-bræður, Wilbur fæddur 1867 og Orville fæddur 1871, höfðu sem strákar áhuga á vélum og öllu sem þeim viðkom. Foreldrar þeirra, Susan og Milton Wright biskup, atyrtu þá ekki fyrir að eyða pen- ingum sínum í ýmis uppátæki sín en lögðu að þeim að vinna sjálfir fyrir því sem þeir vildu verja í hitt og þetta bauk sitt. Ekki lögðu þeir fyrir sig langskólanám en voru sjálfmenntaðir og létu verkin tala. Ef þá vantaði vitneskju um eitthvað sem tengdist tilraunum gerðu þeir mikið af því að viða að sér bókum og þekkingu frá öðrum. Það sem á vantaði lærðu þeir sjálfir af reynsl- unni. Til marks um vélaáhuga þeirra má nefna að þegar Orville var fimm ára og sendur í forskóla laumaðist hann til vinar síns í þar næsta húsi í stað þess að mæta í skólann. Hann hélt af stað á morgnana og gætti þess að snúa heim strax eftir skólatíma. Dagurinn leið hins vegar við tilraunir hans og leikfélagans við saumavél móður vin- arins. Uppgötvaðist þessi stutta skóla- ganga Orvilles þegar móðir hans heimsótti skólann eftir fyrsta mánuðinn til að spyrja hvernig gengi þar. Faðir þeirra gaf þeim eitt sinn leik- fangaþyrlu úr korki, bambus og pappa og var hún knúin áfram af teygjumótor. Frakkinn Alphonse Pénaud átti hugmynd- ina að henni en hann hafði fundið upp ýmis leikföng sem gátu flogið. Þyrlan entist svo sem ekki lengi frekar en sum leikföng í dag en markaði spor í huga þeirra bræðra. Úr útgáfu í hjólaviðgerðir og flugvélasmíði Wilbur hætti við framhaldsskólanám til að hjúkra móður þeirra sem veikst hafði af berklum stofn pr smíðað f að afla s Vinnusamir og sjálfmen Wright-b ville, við  Einn maður var í fyrstu flugvélinni árið 1903.  Innan fárra ára er vænt- anleg á markað þota frá Airbus sem tekið getur 555 til 820 farþega.  Um 550 milljónir farþega fara um 10 stærstu flug- velli heimsins árlega.  Lengsta flug Wright bræðra 17. desember stóð í 59 sekúndur.  Lengstu flugleggir í áætl- unarflugi nútímans eru 12–14 tímar.  Um 6.200 flugvélar eru á lofti í einu yfir Bandaríkj- unum á mesta annatíma dagsins. SAMRÆMING LÍFEYRISRÉTTINDA Formenn landssambanda ogþriggja stærstu aðildarfélagaAlþýðusambands Íslands hafa samþykkt áskorun til samninganefnda aðildarsamtakanna þar sem þess er krafist að samningar um lífeyrismál verði teknir til endurskoðunar. Segir í áskoruninni að markmiðið eigi að vera „að lífeyrisréttindi alls launafólks verði samræmd við lífeyrisréttindi í A- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins“. Að sögn Halldórs Björnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins, hefði þetta í för með sér að stuðull vegna ávinnslu réttinda hækki úr 1,4 í 1,9, lífeyrisaldur verði lækkaður úr 65 árum í 60 ár auk þess sem launagreið- endur verði ábyrgir fyrir skuldbind- ingum vegna lífeyrisréttinda. Að mörgu leyti má segja að krafa verkalýðshreyfingarinnar í þessum efnum sé skiljanleg. Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru lengi réttlætt með því að kjör þeirra væru að öðru leyti ekki sambærileg við það sem gerist á hinum almenna vinnu- markaði. Á undanförnum árum hefur þróunin hins vegar verið sú að kjör op- inberra starfsmanna hafa verið bætt það mikið að erfitt er að réttlæta að þeir skuli njóta lífeyrisréttinda um- fram aðra launþega. Það hefði gífurleg útgjöld í för með sér fyrir atvinnulífið að færa lífeyris- réttindi almennt í sama horf og hjá hinu opinbera. Nær væri að stefna að því að réttindi verði samræmd með þeim hætti að opinberir starfsmenn njóti sömu kjara á þessu sviði og geng- ur og gerist á vinnumarkaðnum. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru öflug- ir og nema heildareignir þeirra nú um 800 milljörðum króna. Íslenskt launa- fólk býr því við mun meira öryggi í líf- eyrismálum en í flestum nágranna- ríkjum þar sem fjármögnun lífeyris- skuldbindinga verður stórkostlegt vandamál í framtíðinni. Forsenda þess að sjóðirnir haldi áfram að styrkjast er að atvinnulífið dafni. MIÐDEPILL MANNLÍFSINS Landsbankinn hefur lýst því yfir aðefnt verði til hugmyndasam- keppni um breytingar á húseignum bankans í miðborg Reykjavíkur. Hús- eignirnar standa á reitnum á milli Austurstrætis, Hafnarstrætis og Pósthússtrætis og ef vel er að verki staðið geta breytingar á hlutverki og ásýnd húseignanna augljóslega haft mikið að segja um framtíðarþróun þessa elsta hluta borgarinnar – sem löngum hefur verið talinn hjarta henn- ar. Í Morgunblaðinu sl. föstudag, sagði Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, að tillögur um breytingar þurfi ekki að vera mikið útfærðar, enda er ekki hvað síst verið að höfða til almennings um það hvað hægt sé að taka til bragðs til að gera þetta svæði að miðdepli mannlífsins í höfuðborginni, hvort heldur sem er til að efla menningu eða atvinnulíf, eða til að stuðla að aukinni búsetu á svæðinu. Umræða um stöðu, og þó aðallega hnignun miðborgarinnar, hefur verið ofarlega á baugi á undanförnum miss- erum og því er viðleitni Landsbankans til að virkja hinn almenna borgara til þess að hafa bein áhrif á umhverfi sitt til mikillar fyrirmyndar. Því má ekki gleyma að Reykjavík gegnir veiga- miklu hlutverki sem höfuðborg lands- ins og miðborgin þarf að standa undir nafni sem aðlaðandi vagga margvís- legrar starfsemi, menningar og mann- lífs. Þegar er komin fram tillaga um að færa Landsbankahúsið í upprunalegt horf, sem óneitanlega væri sómi að. Um er að ræða einhverja glæsilegustu byggingu kvosarinnar sem svo sann- arlega gæti haldið áfram að þjóna mið- borgarlífinu vel ef henni er fundið hlutverk við hæfi. Eins og Björgúlfur Guðmundsson orðar það væri því ánægjulegt „ef borgararnir tækju sig saman um að koma sér saman um að koma sér upp virkilega skemmtilegri og lifandi miðborg“. Miðborgin nú endurspeglar um margt sjálfsmynd þjóðar er siglt hefur hraðbyri í gegn- um breytingaskeið og það er svo sann- arlega kominn tími til að glæða hana nýju lífi. NÝ ÍSLENSK HUGSUN Bókmenntafræðistofnun HáskólaÍslands gaf á dögunum út ritröð þýðinga á ýmsum merkum fræðiritum er mótað hafa hugmyndafræði síðustu áratuga og um leið haft veigamikil áhrif á vestræna menningarsögu. Um er að ræða verk eftir Roland Barthes, Peter Brook, Jacques Derrida, David Parkinson, Paul Virilio og Christian Metz, en þrátt fyrir að verk þeirra séu vel kunn í íslensku fræðasamfélagi hafa þau fram að þessu ekki ratað með þeim hætti inn í íslensk hugvísindi sem æskilegt er þar sem þau hafa ekki verið til á íslensku. Staðreyndin er auðvitað sú, eins og Guðni Elísson, lektor og forstöðumað- ur Bókmenntafræðistofnunarinnar, benti á í Lesbók sl. laugardag, að með þessum þýðingum hefur orðið til ný ís- lensk hugsun. Það er ekki einungis við frumsmíði texta sem nýrra leiða er leitað til að hugsa, skilgreina og miðla; vinna þýðenda er ekki síður mikilvæg í þessu tilliti, því hún tekur mið af þeim hugmyndaheimi og því umhverfi er til- heyrir hverju málsamfélagi fyrir sig. Hingað til hefur þýðingum á fræði- legu efni lítið verið sinnt hér á landi, þrátt fyrir að þær séu lykilþáttur í því að gera íslenskt mál nothæft í öllu til- liti og stuðli jafnframt að því að málið gangi í eðlilega endurnýjun lífdaga. Það er því vonandi að þær bækur sem nú eru komnar út verði einungis for- smekkur að öflugu starfi á þessu sviði – með þeim hætti getur Háskóli Ís- lands sýnt styrk sinn sem og vægi þeirrar vinnu sem þar er unnin fyrir framtíðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.