Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 35
BORUN á annarri tilraunaholu að Þeistareykjum í S-Þingeyjasýslu lauk nýlega. Jarðboranir sáu um verkið fyrir einkahlutafélagið Þeistareyki, sem er í eigu Orku- veitu Húsavíkur, Norðurorku og sveitarfélaga á svæðinu. Að sögn Hreins Hjartarsonar, veitustjóra Orkuveitu Húsavíkur, verður mælingabúnaður settur upp við holuna fyrir jólin og búist við að hún fari að blása á nýju ári. Eftir þann tíma verður hægt að mæla hitann í holunni en Hreinn segir að menn séu bjartsýnir um góðan árangur. Að sögn Hreins verður farið að huga að virkjunarmöguleikum ef niðurstöður þessara borana reyn- ast jákvæðar. Leyfi er til borunar á þriðju holunni en á næsta ári verður ákveðið hvort þörf verður á því. Áætlanir Þeistareykja ehf. hafa miðað við að háhitasvæðið geti gefið 150 MW gufuafl. Gufan í fyrstu holunni var hrein og tær og svaraði til 6 MW afls. Hreinn býst við að önnur holan sé stærri en væntanlega vatnsríkari þar sem jarðlögin virðist vera mjög lek. Mokuðu í þrjár vikur í holuna Starfsmenn Jarðborana fóru niður á ríflega 1.700 metra dýpi við Þeistareyki þegar ákveðið var á dögunum að hætta. Í fyrstu var talið að bora þyrfti 2.000 metra en vegna vandræða við borunina þótti ekki ráðlegt að fara neðar, að sögn Sturlu Fanndals Birkis- sonar, verkefnisstjóra hjá Jarð- borunum. Hann segir borholuna vera nokkuð sérstaka þar sem strax á 300 metra dýpi hafi borinn Sleipnir komið niður á nokkurs konar helli eða stóra sprungu. Bjartsýni á góðan árangur við Þeistareyki Eftir það hafi starfsmenn verið í þrjár vikur að moka möl og sem- enti niður í holuna til að steypa holuveggi. „Yfirleitt erum við í því að taka á móti vatni og aur sem upp úr holunum koma en þarna þurftum við að moka efni niður í holuna. Eftir þetta gekk borunin ágæt- lega,“ segir Sturla. svert með þeir til eftir ng átti að m vanda- það var fan. er var allt Mánudag- bræð- flugtaks- upp á og Wilbur le hélt við ist of ti takið. st svo á ók að laga vélin ber en þá mber var komið að Orville að vera við stýrið. Vélin rann mjúklega af stað og því gat Wilbur stutt við hana þar til hún tókst á loft. Fyrst um það bil tvö fet frá jörðu en síðan upp í 10 fet og vegalengdin var um 140 fet, rétt innan við 50 metrar. Orville átti erfitt með að halda henni stöðugri bæði vegna strekkings og reynsluleysis. „Flugið stóð aðeins í 12 sek- úndur,“ segir Orville frá, „en það var samt það fyrsta í mannkynssög- unni sem vél með manni innanborðs fór á loft fyrir eigin vélarafli og flaug áfram án þess að missa hrað- ann og lenti aftur á jafnháum stað og hún hafði lagt af stað frá.“ Wilbur flaug næstu ferð sem stóð tæpri sekúndu lengur en náði um 195 fetum eða um 65 metrum enda minni vindur og hraðinn á vélinni miðað við jörð því meiri. Eins og í fyrsta fluginu var vélin nokkuð reik- ul í loftinu. Þriðja flugið var heldur stöðugra, stóð í 15 sekúndur og náði rúmum 200 fetum. Aftur tók Wilbur við stjórninni og fjórða og síðasta flugið þennan dag byrjaði eins, vélin fór upp og niður en eftir um 300 feta flug varð hún stöðugri og næstu 400–500 fetin voru bylgjurnar jafn- ari þar til að hún fór aftur að stingast niður og lauk ferðinni eftir 59 sekúndur og 852 fet eða um 280 metra. Annir og samkeppni Strax eftir afrek dagsins sendu þeir skeyti heim og í framhaldi af því birtist frétt um að mönnum hefði tekist að fljúga. Hún þótti þó ekki merkileg lengi vel. Wright- bræðrum var nokkuð sama, þeir héldu starfsemi sinni áfram og buðu m.a. bandarískum yfirvöldum að smíða flugvél sem tekið var fálega í. Ef reiðhjólasmiðir gætu smíðað flugvél gætu yfirvöld áreiðanlega staðið fyrir því sjálf. Var það ekki fyrr en 1907 sem herinn vildi kaupa af þeim og á næsta ári sigldu Frakk- ar í kjölfarið. Árin 1908 og 1909 sýndu þeir bræður flugvélar sínar í Evrópu og Ameríku og ekki síður voru þeir að sýna listir sínar í flug- inu. Árið 1909 henti þá fyrsta flug- slysið, þegar vél sem Orville stjórn- aði missti skrúfuna og hrapaði. Hann slapp með beinbrot en farþeg- inn lést. Pöntunum í flugvélar þeirra rigndi inn og þeir höfðu nóg að gera við framleiðsluna beggja vegna Atl- antshafsins. Um leið jókst sam- keppnin og baráttan um einkaleyfi á hinum og þessum atriðum í hönnun vélar og vélbúnaðar og þar kom að vélar Wright-bræðra voru ekki lengur þær bestu og þeir urðu smám saman undir. Fjórum árum eftir dauða Wilburs, seldi Orville fyrirtækið, árið 1916, og sneri sér sjálfur að uppfinningastörfum, ekki síst á sviði flugs. m flugu fyrstir manna vélknúinni flugvél ðir um að fljúga r 1903. Wilbur stýrði vélinni en Orville hljóp með til að hún héldi jafnvægi í flugtakinu. REUTERS an sl. mánudag við minnismerkið sem reist var tty Hawk þegar þar var flugsýning. joto@mbl.is m og Orville lærði prentiðn og setti á entsmiðju. Sem strákur hafði hann flugdreka og seldi félögum sínum til sér vasapeninga. Wilbur kom nokk- uð við sögu þar og gekk síðar til liðs við hann í prentverkinu. Gáfu um hríð út dagblað í heimabænum Dayton í Ohio en hrifust síðan af þeirri reiðhjólabylgju sem reið yfir landið. Fyrst gerðu þeir við og seldu hjól en tóku síð- ar að framleiða þau. Með því öfluðu þeir tekna fyrir flugtilraunir. Eftir árin við flugvélasmíðina, samkeppni og málavafstur sem tengdist þeim iðnaði hall- aði undan fæti hjá þeim. Wilbur lést árið 1912 af taugaveiki og nokkrum árum síðar seldi Or- ville fyrirtæki þeirra. Kom hann sér upp rannsóknarstofu og sneri sér að ýmsum hugð- arefnum sem tengdust flugi og uppfinningum. Lengi stóð einnig barátta hans við Smith- sonian-stofnunina fyrir því að hún viður- kenndi flugvél þeirra sem hina fyrstu. Vann hann þar sigur að lokum árið 1942. Hann lést 1948 af hjartaslagi þegar hann var að gera við dyrabjölluna heima hjá sér. nntaðir bræður, Wilbur til vinstri, og Or- ð heimili sitt í Dayton í Ohio. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 35 BORINN Sleipnir er kominn frá Þeistareykjum og suður á þjóðveginn um Hólasand. Þaðan þarf hann að taka á sig stóran krók, á annað hundr- að kílómetra, til að komast austur á Eskifjörð, þangað sem næsta verk- efni bíður fyrir sveitarfélagið. Sleipnir er um 65 tonn að þyngd sem er of mikið fyrir brúna yfir Jökulsá á Fjöllum skammt frá Grímsstöðum, þar sem hámarksþyngd er leyfileg 49 tonn. Því þarf að fara með borinn norður á Húsavík, fyrir Tjörnesið og yfir brúna við Ásbyrgi í Öxarfirði. Þaðan verður farið með borinn upp á Hólssand austan við Jökulsá á Fjöllum og um sumarveg, sem Vegagerðin hefur rutt af þessu tilefni, að Grímsstöðum á Fjöllum inn á þjóðveginn austur á land. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Sleipnir á Hólasandi, tilbúinn til flutnings austur á Eskifjörð. Stór krókur fyrir Sleipni Mývatnssveit, Morgunblaðið. MENN hafa verið iðnir við að búa til sögusagnir um Kaupþing Búnað- arbanka á undanförnum árum, að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórn- arformanns bankans. Hann segir að þær sögusagnir hafi undantekning- arlaust sýnt sig að vera rangar. Staðfesting á þessu hafi nýlega komið fram í sænska viðskiptatíma- ritinu Veckens Affärer (VA). Í því sé grein sem að verulegu leyti sé skáld- skapur um Kaupþing Búnaðar- banka. Sigurður segir að einn af heimild- armönnum VA sé starfsmaður sam- keppnisaðila hér á landi, Lands- banka Íslands, Katrín Frið- riksdóttir. Hún búi til hreinar rógsögur um Kaupþing Búnaðar- banka í viðtali við VA sem hafðar séu eftir henni innan gæsalappa í tímaritsgreininni. „Sé rangt eftir henni haft geri ég ráð fyrir að hún leiðrétti það við við- komandi tímarit,“ segir Sigurður. Ásökunum vísað á bug Katrín Friðriksdóttir, sérfræð- ingur á greiningardeild Lands- banka Íslands, vísar því á bug að hún hafi verið að búa til rógsögur um Kaupþing Búnaðarbanka í við- tali við Veckans Affärer. Hún segir að blaðamaður á þessu tímariti hafi haft samband við sig, kona að nafni Birgitta Forsberg. Blaðamaðurinn hafi spurt sig spurninga um Kaup- þing Búnaðarbanka sem hún hafi svarað. Sigurður Einarsson hafi bætt talsvert miklu af því sem blaðamaðurinn skrifi sjálfur við það sem haft sé eftir henni í greininni. „Það er enginn fótur fyrir því að við hjá Landsbanka Íslands séum að reyna að koma höggi á samkeppnis- aðila,“ segir Katrín. Í greininni í Veckans Affärer, sem birtist í tímaritinu í fyrradag, er haft eftir Katrínu að Kaupþing hafi yfirráð yfir verulegum hluta eigin hlutabréfa og því sé erfitt að sjá hvort þeir séu að kaupa fyrir eig- in reikning á einhverju ákveðnu tímabili. Þegar hins vegar myndist söluþrýstingur hafi þeir komið sterkir inn á kauphliðinni. Greinin um Kaupþing Búnaðar- banka í Veckans Affärer hefst á þeim orðum að ís- lenski bankinn Kaup- þing hafi keypt fimm fjármálastofnanir á rúmu ári fyrir meira en fjóra milljarða sænskra króna. VA upplýsir að umtals- verð kaup bankans á eigin hlutabréfum hafi gert honum þetta kleift. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni, for- stjóra Kauphallar Ís- lands, að Kaupþing kaupi eigin hlutabréf eins og aðrir bankar á Íslandi geri. Segir Þórður að erfitt sé að full- yrða hvort það sé gert til að þrýsta á verð bréfanna eða ekki. Ekkert hafi komið í ljós sem bendi til þess að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Þá er haft eftir Sigurði Einars- syni að engum detti í hug að reyna að hafa áhrif á verð hlutabréfa, slíkt myndi ávallt upplýsast. Höfundur greinarinnar segir að Kaupþing hafi vaxið frá nánast engu og upp í að vera níundi stærsti bankinn á Norðurlöndum með starf- semi í tíu löndum. Þá segir að bank- inn hafi tekið þátt í útrás fjölmargra íslenskra fyrirtækja. Í lok greinarinnar skrifar blaða- maðurinn að Ísland sé lítið land þar sem allir í viðskiptalífinu þekki hver annan. Kaupþing hafi mikil áhrif með eigin kaupum á eigin hlutabréf- um og grunsemdum hafi ekki verið eytt. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka Sigurður EinarssonKatrín Friðriksdóttir Sakar starfsmann LÍ um rógburð Enginn fótur fyrir ásökunum segir starfs- maðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.