Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M ér finnst alltaf jafnmerkilegt að standa á bakk- anum og sjá jóla- bókaflóðið streyma hjá. Þótt bókin sé vinur minn allt árið fer ekki hjá því að útgáfuhrinan fyrir jólin skapi skemmtilega stemningu, rétt eins og eplin gerðu meðan þau voru ósvikinn jólaboðberi bernsku minnar. Soffía Auður Birgisdóttir hef- ur nefnt jólabókaflóðið vertíðina: „Jólabókaflóðið er merkilegur tími. Rithöfundar stressaðir, út- gefendur að fara á taugum, gagnrýnendur líta varla upp úr bókum nema til að tjá sig um þær í stuttu máli í fjölmiðlum, starfsfólk í bókabúðum í stuði … þetta er vertíðin og henni fylgir alltaf mikill sjarmi, hvað sem mönnum kann að finnast um þessa samþjöppun bókaútgáfu á Íslandi á nokkrar vikur á ári.“ Þetta með vertíðina vekur með mér minningar um síldina í Siglufirði og Seyðisfirði. Þetta voru ósviknar átakahrinur, þar sem digrir karlarómar blönd- uðust skærum kvensóprönum í kryddlegnu andrúmslofti sum- arnæturinnar. Síldin kom öllum í stuð. Og eins gerir bókin. Það er rétt hjá Soffíu Auði; þetta er vertíðarstemning og skemmti- legur tími. Sigurður Svavarsson, formað- ur Félags bókaútgefenda, segir líka að allt stefni í „góð bókajól“. Hann bendir á að það hafi verið „gríðarleg umræða um bækur eiginlega alveg frá því í sept- ember, þegar hér var haldin óhemju myndarleg alþjóðleg bókmenntahátíð, og umræðan hefur síðan enn magnast þegar forvitnilegir íslenskir titlar tóku að streyma á markað.“ Og þótt öflug efni hafi skotið upp kollinum í þjóðmálaumræð- unni heldur bókin sínu striki. Hún gerir reyndar gott betur, því í ár kynna útgefendur 515 bókatitla, en í Bókatíðindum fyrra árs voru þeir 466. Útgef- endunum sjálfum fjölgar líka; að bókakynningunum 515 standa 119 útgefendur; fyrirtæki, ein- staklingar og félög. En hlutur prentunar innanlands hefur dregizt saman milli ára um 5%. Í fyrra leit ég aðeins yfir bókaflóðið og gerði þá að um- talsefni í Viðhorfi gróskuna í glæpasögunni. Þá komu út sex slíkar, en nú er færra um fína drætti, því aðeins tveir höfund- anna eru með bækur nú; kon- ungur íslenzku spennusögunnar, Arnaldur Indriðason, og Ævar Örn Jósepsson, sem var nýliðinn í hópnum í fyrra. Verst þykir mér, að Stella Blómkvist skuli halda mér fjarri góðu gamni að þessu sinni! En íslenzku glæpasögunni berst óvæntur liðsauki, þegar sumir höfundar kjósa að hvíla pennann. Bandarískur fræði- maður, Carol J. Clover, sem hef- ur kynnt sér íslenzkar miðalda- bókmenntir og er prófessor í kvikmyndum og norrænum fræðum við Kaliforníu-háskóla í Berkeley, heldur því fram, að Gísla saga Súrssonar sé alvöru glæpasaga. Hingað til hafa menn haldið því fram að Edgar Allan Poe hafi fyrstur manna fært heiminum nútímaglæpasögu 1841 en Clover segir að Gísla sögu megi einmitt lesa sem nú- tíma leynilögreglu- eða glæpa- sögu. Það eru því hæg heimatök- in hjá okkur, þegar við erum búin að lesa Arnald og Ævar Örn, að bæta okkur upp fjarveru Stellu Blómkvist og fleiri höf- unda með því að lesa Gísla sögu Súrssonar upp á nýtt! Þegar ég skrifaði téð Viðhorf í fyrra hafði ég átt samtöl við tvö ljóðskáld í tilefni nýrra bóka. Nú hef ég engin samtöl átt við ljóð- skáld á þessari vertíð en aftur á móti talað við sagnaskáld um skáldsögur þeirra og gamlan kunningja sem birtist á bóka- markaðinum í frásögn af sjálfum sér. Sá gamli kunningi er Þráinn Bertelsson sem nú hefur skrifað sérstaka bók um bernsku sína og árin fram til stúdents. Ein- hvers konar ég heitir hún og geymir hugljúfa harmsögu Þrá- ins. Hún er harmsaga því þar er margt þungt í ríki fátæktar, móðurleysis og geðveiki en á móti koma margir góðir dagar. Og hún er hugljúf fyrir það að Þráinn klæðir hana einhverjum góðlátlegum kímnikrydduðum tóni sem litar alla tilveru hans. Þetta er þó ekki nóg. Því eins og Þráinn sjálfur sagði: „Þessi bók hefur ekkert gildi ef hún fjallar bara um mig. Hún þarf að vera sammannleg og öðlast ekki gildi fyrr en hún fær einhvern annan til þess að líta um öxl og skoða sjálfan sig. Að þessi reynsla mín, sem var kannski ekki alltaf skemmtileg, geti nýtzt ein- hverjum öðrum til þess að sjá sjálfan sig í réttu ljósi.“ Það er þetta sammannlega gildi, sem mér finnst Þráinn hafa náð með svo eftirtektar- verðum hætti, að þroskasaga hans höfðar til okkar hinna. Þar skilur í milli hans og margra annarra. Öxin og jörðin er söguleg skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson um Jón biskup Arason og syni hans. Mér er það mjög að skapi, hvernig Ólafur teflir fram skáld- skapnum til þeirrar sögu, sem er í hina röndina svo bundin af stað og stund. Ólafur sagði að þegar hann fór að kynna sér málin hefði allur bragur sextándu ald- arinnar komið honum á óvart. Flest var þar stærra í sniðum, en hann átti von á; mennirnir líka. Það sama vil ég segja um sögu hans. Hún er stærri í snið- um en ég átti von á. Og honum hefur tekizt að finna frásögninni rétta tóninn. Svo hagaði til í fyrra að annað ljóðskáldið, sem ég talaði við; Ingibjörg Haraldsdóttir, fékk ís- lenzku bókmenntaverðlaunin fyrir sína bók og hefur hún nú verið tilnefnd af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 2004. Það kæmi mér ekki á óvart þótt atvik yrðu þau nú að ég hefði, þar sem Ólafur Gunnarsson er, talað aftur við tilvonandi verðlaunaskáld. Af bókum Enn og aftur rennur jólabókaflóðið hjá. Víst glóa þar gimsteinar en annað vek- ur misjafnan áhuga. Og upp kemst um fyrstu glæpasöguna; um Gísla Súrsson. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ER ekki kominn tími til að við- urkenna að það gengur ekki að einkavæða sjúkrahúsin á Íslandi? Heilbrigðiskerfið verður aldrei rekið með hagnaði, af þeirri ein- földu staðreynd að þjónusta sem sinnir sjúkum getur það ekki. Slysatíðnin er svo afstæð. Ef ég vitna í svar sem Guðný Sverris- dóttir lét hafa eftir sér í Dagblaðinu fyrir nokkrum árum sagði hún, að skýra mætti halla á Landspít- alanum – háskóla- sjúkrahúsi vegna slysaöldu sem gengið hafði yfir og enginn reiknað með. Það sjá allir að svona lagað gengur hreinlega ekki upp. Ég er ekki hag- fræðimenntaður en ef það myndast halli vegna slysaöldu er það vegna aukinnar þjónustu sem sjúkrahúsin verða að sinna. Og þá komum við að þeirri spurningu; hvað ætlum við að reka fullkomið heilbrigðiskerfi? Viljum við það besta sem völ er á eða viljum við það ekki? Ég held að allir vilji það besta og þá verðum við að sætta okkur við að það kostar peninga. Þá peninga verður að leggja til frá ríkinu sem er sameiginlegur pott- ur okkar allra. Það er mikill mun- ur á því að hafa stjórn á því fjár- magni eða ætla að skila hagnaði. Mér persónulega finnst það ekki vera spurning að það verði að halda um taumana með fjármagni því sem til þessarar þjónustu fer. Ef það er ekki gert, getur það auðveldlega farið úr böndunum. En að vera óbeint að kenna slys- um um að halli skapist á sjúkra- húsum finnst mér fyrir neðan allar hellur. Fólk sem svona talar, hugsar sennilega „það kemur ekk- ert fyrir mig, ég þarf ekkert að nota þessa þjónustu“. Eða þá ef vera skyldi að það fái þjónustuna ókeypis vegna stöðu sinnar!! Við viljum öll hafa fullkomna heil- brigðisþjónustu og aðgengilega öllum sama hvar í þjóðfélagsstig- anum þeir eru. Það er svo sem hægt að taka upp svo kallað „am- erískt sjúkrakerfi“ þar sem þeir ríku fá bestu þjónustu sem völ er á og hinir sem minna mega sín og eru búnir að borga mest til samfélagsins eru úti í kuldanum. Þeir hafa einfaldlega ekki efni á að njóta hennar. Ísland er lítið land og samkenndin svo mikil, allir þekkja alla, að enginn vill taka upp svona kerfi. Ég vil það að minnsta kosti ekki. Mér finnst vera komið að þeim tímapunkti að nú sé mál að linni. Ráðamenn „hættið“ að hugsa um að reka megi sjúkrahúsin með hagnaði og farið að taka þessi mál fastari tök- um. Þessi geiri þarf sitt fjármagn til að fullkominni þjónustu sé haldið uppi og ekki séu biðlistar eftir að komast inn á þessar stofn- anir. Er ekki kominn tími til að eyða þessari óvissu sem þetta fólk býr við? Það hlýtur hinsvegar að vera skýlaus krafa til þeirra sem hafa umsjón með fjármagninu, að því sé varið á sem bestan hátt hverju sinni. Ég efast ekki um að þið getið fundið flöt á því eins og svo mörgu öðru sem þið hafið tek- ið að ykkur upp á síðkastið og leyst svo farsællega. Heilbrigð- iskerfið er farið að vekja athygli út fyrir landsteinana, gerum það enn betra og viðurkennum að það er þjóðareign en ekki einkafyrir- tæki. Það þarf ekki endilega allt að vera í Reykjavík, það eru fleiri sjúkrahús til. Með samnýtingu þeirra er hugsanlega hægt að hafa kerfið skilvirkara og öruggara. En það sé ekki þannig eins og nú er gert, ef gamla fókinu verður það á að hringja á heilsugæslustöð seinnipart dags vegna lasleika, þá er það beðið að koma á morgun. Svo kemur það ekkert á morgun af því að það komst ekki að heim- an frá sér. Kaldhæðni, en engu að síður staðreynd. Ég vil líka benda á að það kostar gífurlega fjármuni að halda uppi rannsóknarstofum og arðsemi þeirra er óhemju hæg- virk, því ætti að minnka rekstur þeirra á sjúkrahúsunum og bjóða þá starfsemi út. Ég vil einnig taka undir það sem einn læknir sagði í útvarpinu um daginn að sjúkra- húsin væru farin að sinna allt of mikið allskyns þjóðfélagslegum vandamálum sem ættu frekar heima utan þeirra, þannig að tóm skapaðist til að sinna sjúklingum sem virkilega þarfnast þess. Þetta er þáttur sem vert er að skoða ýt- arlega. Það þarf að skilgreina bet- ur hvað telst læknis- og heilbrigð- isþjónusta og hinsvegar þjóð- félagsleg þjónusta. Þjóðfélagsþjónusta á „ekki“ heima á sjúkrastofnunum. Það er kannski að koma í ljós að gömlu læknarnir hafi haft rétt fyrir sér, það væri ekki hægt að hafa alla sjúklinga, sama hvaða sjúkdóm sem þeir væru með, undir sama þakinu. Það gengi aldrei upp. Rekstur sjúkrahúsanna Snorri P. Snorrason skrifar um sjúkrahúsrekstur ’Ég held að allir viljiþað besta og þá verðum við að sætta okkur við að það kostar peninga.‘ Höfundur er vélfræðingur. Snorri P. Snorrason NÚ er ári fatlaðra senn lokið. Ég spyr, hvað hefur verið gert á þessu ári til að bæta hag aldraðra og öryrkja? Síðastliðið vor fóru fram kosningar til Alþingis á Ís- landi, og lofuðu þá stjórnarflokk- arnir gulli og græn- um skógum til að halda velli, sem þeir og gerðu. Ég spyr því, hvað varð um öll þau góðu og fögru loforð, sem okkur kjósendum var lofað? Hvenær á að afnema tekjutryggingu maka? Þetta fyrirkomulag er ekki hvetjandi fyrir fatlað fólk að stofna til hjúskapar, a.m.k. þurfum við að hugsa okkur tvisvar um hvort dæmið gangi upp fjárhagslega. Það á ekki að skerða tekjur okkar vegna tekna maka. Það á ekki að skipta máli hvort við erum gift kennara eða stjórnmálamanni og allt þar á milli. Við erum sjálfstæðir ein- staklingar sem viljum ekki láta líta niður á okkur. Við getum öll lent í veikindum eða slysum. Það þýðir ekki alltaf að hugsa sem svo að það geti ekkert komið fyrir mig og mína. Öryrkjar mega ekki vinna nema upp í 495 þúsund krónur á ári, annars fara bæturnar að skerðast. Þetta er kallað að vinna yfir sig, þ.e.a.s. að ef við vinnum meira en sem nemur þessum 495 þúsund krónum, þá þurfum við að end- urgreiða mismuninn til Trygg- ingastofnunar. Ég lenti sjálfur í slíku. Það er til háborinnar skammar að maður megi ekki vinna eins lengi og maður hefur heilsu til og fyrir eins háa upphæð og maður getur aflað sér fyrir ut- an skatt eins og hinn almenni borgari. Það er ekki eins og þetta séu einhverjar fúlgur sem maður fær í örorkubætur. Áður en dregið var af mér fékk ég 68 þúsund krónur og lifi ég nú á 57 þúsund krónum, af því að ég bý í foreldra- húsum. Ef ég byggi einn ætti ég aðeins rétt á 96 þúsund krónum á mánuði með heimilisuppbót. Það sér það hver maður sem hefur eitthvert vit í kollinum að þetta rétt nægir fyrir mat- arkostnaði og fötum. Það er ekki mikill af- gangurinn til tóm- stundaiðkunar ef hann er þá til, að maður tali ekki um allan læknis- og lyfja- kostnaðinn sem við þurfum að borga. Já, ég veit ekki hvernig í ósköpunum öryrkjar eiga að fara að því að koma þaki yfir höfuðið, því ekki er pening- urinn til, svo hátt er verðið á leigu- og kaupendamarkaðinum í dag. Vegna veikinda minna hef ég ekki treyst mér til að vinna fulla vinnu upp á síðkastið og fékk ég vinnu á starfsþjálfunarstað sem heitir Örvi. Ég verð að segja að mér blöskraði þegar ég fékk fyrsta launaseðilinn sendan heim og er þá vægt til orða tekið. Ég fékk rúmar sautján þúsund krónur eftir að hafa unnið hálfan daginn í heilan mánuð. Svo ég vitni í hand- bók Örva: „Með tiliti til þess að Örvi er starfsþjálfunarstaður eru ekki greidd full laun til fatlaðra starfsmanna. Örvi greiðir fötl- uðum starfsmönnum sínum 68% launa m.v. lægsta taxta verkafólks á almennum vinnumarkaði. Orlof er greitt ofan á útborguð laun og lagt á orlofsreikning starfsmanna. Yfirvinna er greidd á sama taxta og dagvinna fari hún yfir 40 klst. á viku. Starfsmenn skulu skila inn skattkorti er þeir hefja störf í Örva. Það er nauðsynlegt svo ekki verði dregið of mikið af launum vegna staðgreiðslu skatta. Aðeins eru greidd laun fyrir unnar vinnu- stundir, ekki eru greidd laun vegna veikinda eða annara fjar- vista.“ Samkvæmt þessu eru starfsmenn Örva með um 280 kr. á tímann. Er viðunandi að fara eftir lægsta taxta verkamanna á almennum vinnumarkaði? Við get- um ekkert gert að því að vera ör- yrkjar. Það er nógu erfitt að glíma við sinn sjúdóm svo það leggist ekki ofan á að manni sé refsað fyrir það fjárhagslega að vera fatl- aður einstaklingur. Ég spyr því hæstvirtan félags- málaráðherra, Árna Magnússon, hvernig hann ætli að koma til móts við öryrkja í landinu. Hér með skora ég á hæstvirtan félags- málaráðherra og formenn stjórn- arflokkanna að svara spurningum mínum og segja hvernig þeir hafi hugsað sér að að bæta okkar hag. Fatlaðir eru líka fólk Vilhjálmur Karl Haraldsson skrifar um aðstæður öryrkja ’Það er nógu erfitt aðglíma við sinn sjúdóm svo það leggist ekki ofan á að manni sé refsað fyr- ir það fjárhagslega að vera fatlaður einstak- lingur.‘ Vilhjálmur Karl Haraldsson Höfundur er 21 árs gamall og metinn 75% öryrki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.