Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 39 SJÁVARÚTVEGSMÁL hafa mik- ið verið í umræðunni að undanförnu sem endranær en nú er það svokölluð línuívilnun sem hefur verið mest áberandi. Umræðan um þetta mál hefur verið með þvílíkum ólíkindum að ekki verður orða bundist. Línuívilnun gengur í stuttu máli út á það að þeir bátar sem byggja afkomu sína á línuveið- um fá ákveðna kvóta- aukningu en nokkur hluti smábátaflotans er í þeirri stöðu. Það eru hins vegar ekki allir línubátar sem fá þessa aukningu heldur aðeins þeir sem láta beita lín- una í landi þar sem það skapar meiri atvinnu heldur en þeir bátar sem hafa tekið upp þá tækni að beita með svo- kölluðum trektum, en þá „beitist“ á línuna jafnóðum og hún er lögð í sjó. Þegar maður fer yfir þessi atriði í línuíviln- unarmálinu þá verður maður satt að segja kjaftstopp. Það á semsagt að ívilna þeim aðilum sem stunda línu- veiðar og beita línuna í landi og rökin eru þau að það skapi meiri atvinnu heldur en notkun á trektum. Mér er þá spurn hvort ekki sé hægt að ívilna þeim rækjuverksmiðjum á landinu sem handpilla rækju í stað þess að nota vélar, ja eða ívilna þeim fisk- vinnslustöðvum sem handflaka og handfletja allan fisk, eða bara ganga alla leið og ívilna þeim sérstaklega sem engar vélar nota við fiskvinnsl- una, hvort sem er á sjó eða í landi? Það mætti þá kannski útfæra þetta í landbúnaði líka og ívilna sérstaklega þeim sem handmjólka kýrnar. Á þessu er engin eðlismunur og hreint með ólíkindum að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar séu að beita slíkri vit- leysu sem rökum á þingi árið 2003. Fyrir utan það svo að í raun liggja engin skynsamleg rök fyrir því að það eigi að ívilna einhverri einni veiði- aðferð umfram aðrar og það er aðal- atriði málsins. Umræða einstakra þingmanna um sjávarútvegsmál að undanförnu er með þeim hætti að mætti halda að hér væri ekki um að ræða fjöregg þjóðarinnar og okkar helstu útflutningsgrein heldur ein- hvern félagslegan jöfnunarsjóð sem óhætt sé að ráðskast með eftir því hvernig pólitískir vinda blása hverju sinni. Einstaka þingmenn halda rík- isstjórn Íslands í nokkurs konar gísl- ingu og hóta öllu illu ef þeirra fárán- legi málflutningur nær ekki fram að ganga og endar auðvitað með því að sjávarútvegsráðherra er knúinn til þess að setja fram þessa ómynd sem frumvarp um línuívilnun er. Hvað liggur að baki málflutningi háttvirtra þingmanna Kristins H. Gunnars- sonar, Einars K. Guðfinnssonar og Einars Odds? Jú, þeir lofuðu þessu í kosningabaráttunni á Vestfjörðum og miðaldra húsmæður og smásalar af höfuðborgarsvæðinu samþykktu eitt- hvað í þessari líkingu á síðasta landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, líklega af því að þetta leit svo vel út á blaði! Þessir annars ágætu þingmenn sýna atvinnugreininni og vanda landsbyggðar- innar þvílíkt virðingar- leysi með sínum mál- flutningi að hálfa væri nóg. Þingmenn virðast algerlega vera búnir að missa sjónar á því hvernig núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi er ætlað að virka og ganga fram í umræðunni með algerri óvirðingu við at- vinnugreinina. Það er lágmarkskrafa að þingmenn allra flokka sýni þessari undirstöðuatvinnugrein þá virðingu að ekki sé ráðskast með einhverjar staðbundnar og kosningavænar út- færslur þegar einstaka poturum inn- an þingflokka þykir henta svo, sama hvar í flokki þeir standa. Þær útgerð- ir sem hafa aðlagað sig kerfinu hafa spjarað sig vel og í því umhverfi sem fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skap- að er innbyggð krafa um hagræðingu í greininni sem öllum er til góðs til lengri tíma, þó svo að undirritaður sé alls ekki í öllu sammála þessu kerfi sem hefur ýmsa áþreifanlega galla sem augljóslega þarf að laga. Frumvarp um línuívilnun er eitt það allra vitlausasta sem lagt hefur verið fram í sjávarútvegsmálum á þinginu á löngum tíma og er umhugs- unarefni hvers konar hugmyndafræði verður til þess að menn veita þvílíkri endaleysu brautargengi. Undirrit- aður þekkir vel þann vanda sem margar sjávarútvegsbyggðir eiga við að glíma en það að beita sjávarútveg- inum, fjöreggi þjóðarinnar, sífellt sem einhvers konar félagslegu bóta- kerfi í samfélaginu líkt og landbún- aðarkerfinu er algerlega ófært og eru fjölmargar aðrar leiðir færar til að stuðla að jöfnuði í hinum dreifðu byggðum landsins. Ég hvet þing- menn til þess að íhuga málið vel og huga í alvöru að því á hvaða tímum þeir lifa og starfa. Línuívilnun er eng- in lausn á vanda þeirra byggða sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi nema síður sé. Rökleysuívilnun Þórir Hákonarson skrifar um sjávarútvegsmál Þórir Hákonarson ’Línuívilnun erengin lausn ...‘ Höfundur er skrifstofustjóri. ÞESSARI grein er ætlað að varpa ljósi á aðstæður nýrna- sjúklinga á Íslandi, þ.e.a.s. þeirra sjúklinga sem hafa ekki lengur starfandi nýru. Við nýrnasjúklingar eigum því láni að fagna að geta fengið meðferð sem heldur okkur á lífi. Þar sem nýrun eru óstarfhæf eru úr- gangsefni hreinsuð úr blóðinu á annan hátt. Ein aðferðin felst í því að hreinsa blóðið með kviðskilun. Þá er sér- stakur vökvi er látinn renna inn í kviðarholið í gegnum legg sem hefur verið græddur inn í kviðinn og hreinsunin á sér stað í gegnum lífhimnuna. Önnur aðferð er blóðskilun. Blóðskilun felst í því að æðakerfi sjúklings er tengt við blóðskilunarvél – gervinýra – sem dælir blóðinu í gegnum sig og hreinsar það. Meðferðin tekur fjór- ar klukkustundir í hvert sinn og er gerð þrisvar í viku. Blóðskilun er framkvæmd á skilunardeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Að geta sótt lífið þrisvar í viku niður á Landspítala er stórkostleg framför frá því sem áður var þegar nýrnabilun þýddi bráðan dauða. En tíminn hefur liðið og nýrna- sjúklingum fjölgað mikið. Og er nú svo komið að aðbúnaður sjúklinga á skilunardeildinni er langt frá því að geta talist fullnægjandi. Nú eru 69 sjúklingar sem þurfa á hreinsun að halda og stöðugt bætast nýir í hópinn. Árum saman höfum við nýrnasjúklingar heyrt um áætlanir sem eiga að leysa hús- næðisvanda deildarinnar. Ekkert hefur orðið af því hingað til. Þrengslin á blóðskilunardeildinni eru gífurleg. Það eru sex sjúklingar í einni sjúkrastofu, þrír í litlu her- bergi, tveir í öðru litlu herbergi og einn í smáskoti. Þannig er keyrt fyrir og eftir hádegi alla daga vik- unnar – alla daga ársins til þess að anna þeim fjölda sem er í blóð- skilun. Sjúklingar hafa enga setu- stofu, enga skápa til þess að geyma fötin sín eða muni í og enga að- stöðu til þess að skipta um föt. Hvorki læknar deildarinnar né hjúkrunarfræðingar geta rætt eins- lega við sjúkling á deildinni því þar er ekkert viðtalsherbergi. Svo þröngt er á deildinni að vinnuborð hjúkrunarfræðinga með tölvu og símum er í miðri sex manna stofunni. Inni í sjúkra- rýminu er einnig lag- erinn fyrir blóðskil- unarbúnað sem látlaust er verið að taka úr og fylla upp í. Þar eru einnig þvegn- ar fötur sem notaðar eru undir slöngur vél- anna þegar þær hafa verið teknar af. Grind fyrir poka til flokk- unar á sorpi og óhreinum þvotti stendur líka inni í sjúkrarýminu. Öllu þessu fylgir mikið óþarfa ónæði fyrir sjúklinga. Allir gluggar á deildinni eru svo óþéttir að það verður ískalt inni þegar kalt er úti og stendur upp á gluggana. Aðstaða kviðskilunar- sjúklinga sem þurfa kennslu í með- ferð þeirrar tækni sem þeir nota og aðstoð hjúkrunarfræðinga er lítið skot inn af herbergi deildarritara og aðeins tjald á milli. Ekki er nóg með að húsnæðið sjálft sé allt of lítið og illa við hald- ið heldur eru húsmunirnir meira eða minna úr sér gengnir. Hver einasti af þeim stólum sem sjúk- lingar sitja í á meðan blóðskilun fer fram er bilaður. Ekki hafa allir sjúklingar nothæf borð við stólinn sinn. Á deildinni eru þrjú sjón- varpstæki en þessi fjöldi tækja nægir ekki til þess að allir sjúkling- ar geti horft á sjónvarp. Sjónvarpið er góð dægrastytting – ekki síst fyrir þann sem þarf að sitja í fjórar klukkustundir samfleytt þrisvar í viku á sama stað. Það er einstaklingsbundið hvort það hentar nýrnasjúklingi betur að vera í blóðskilun eða kviðskilun. Þeir sem búa úti á landi eiga ekk- ert val því einungis þeir sem kom- ast þrisvar í viku til Reykjavíkur geta verið í blóðskilun því slík þjónusta er hvergi annars staðar á landinu. Við nýrnasjúklingar erum eins og aðrir langveikir sjúklingar í alla- vega ásigkomulagi til líkama og sálar og margir eiga langt í land með að sætta sig við ástand sitt. Margt veldur streitu á svona deild sem eykur þá á vanlíðan sjúklinga. Mikil samkennd skapast milli nýrnasjúklinga sem eru saman í blóðskilun og því veldur það bæði streitu og sorg að horfa upp á það þegar heilsu einhvers félaga okkar hrakar stöðugt þar til hann deyr. Það er mikið álag að vera hjúkr- unarfræðingur á skilunardeild. Mannaskipti eru því mikil. Ör mannaskipti eru annar stór streitu- valdur sjúklinga. Starfið er sérhæft og erfitt og það tekur nýja hjúkr- unarfræðinga marga mánuði að ná tökum á því. Þess vegna myndast mikill kvíði í sjúklingahópnum þeg- ar nýr hjúkrunarfræðingur hefur störf. Því er eitt af því langmikil- vægasta fyrir skilunardeildina að halda í færa starfsmenn og að þeir njóti faglegrar handleiðslu og stuðnings í starfi bæði til þess að þeim líði betur í vinnunni og hafi betri tök á starfi sínu og sam- skiptum við langveika sjúklinga. Það er knýjandi að stjórn Land- spítala – háskólasjúkrahúss sjái til þess að úrbætur í aðbúnaði nýrna- sjúklinga í skilun dragist ekki leng- ur. Húsnæðið þarf að sníða að þörf- um sjúklinga sem eru á deildinni hálfan daginn þrisvar í viku árum og jafnvel áratugum saman. Það þarf að rúma alla starfsemi deildar- innar. Deildinni þarf að sjá fyrir nýjum húsbúnaði. Og starfsmenn þurfa að njóta faglegrar umhyggju. Skilunardeildin – olnbogabarn Landspítalans Eftir Jórunni Sörensen ’En tíminn hefur liðiðog nýrnasjúklingum fjölgað mikið. Og er nú svo komið að aðbúnaður sjúklinga á skilunar- deildinni er langt frá því að geta talist fullnægj- andi.‘ Jórunn Sörensen Höfundur er kennari. „Það kostar að vera manneskja,“ sagði gamall kennari minn við mig og fleiri nemendur í skóla einum sem ég var í. Seinna var þessi kennari dæmd- ur fyrir fjárdrátt og þá lukust upp augu mín fyrir því að ég hefði misskilið hann. Hann tók út sinn dóm og ég hélt áfram að lifa og fylgjast með, rétt eins og aðrir í þessu sam- félagi. Eitt af því sem ég hef tekið eftir er hvað mörgum er orðið vel ljóst eins og gamla kennaranum mínum að það kosti að vera manneskja. Og þótt þetta fólk hafi kannski ekki gerst sekt um beinan fjárdrátt hefur það þó reynt eftir bestu getu að skara eld að sinni köku, eins og það er kallað. Það fer auðvitað eftir að- stæðum hvers og eins hversu vel eld- skörunin tekst. Þeir sem munda skör- ungana með hvað mestum tilþrifum láta þess jafnframt getið í ræðu og riti að það þurfi að borga t.d. alþing- ismönnum sérstaklega vel til þess að fá hæft fólk til starfa á Alþingi. Þarna finnst mér rétt að staldra við. Er það skilningur manna að því betur sem fólki sé borgað þess meira megi af því vænta? Sé svo er þarna nokkuð málum blandað, sögulega séð. Það fólk sem mest hefur gefið samtíð- armönnum og afkomendum þeirra hefur oft verið bláfátækt og jafnvel ofsótt, – kannski hafa þeir sem mest hafa gefið til þróunar siðmenn- ingar og velferðar verið hvað fátækastir. Ég geri að vísu ekki ráð fyrir að við fáum marga jafnoka slíkra manna á þing hér á Ís- landi, hvernig svo sem launakjörin eru. Hitt er annað að það er varla von að betur gangi að bæta kjör fólks í landinu ef þeir sem það eiga að gera veljast á þing fyrir græðgis sakir. Það kostar að vera manneskja Guðrún Guðlaugsdóttir skrifar um launakjör ’Það fólk sem mest hef-ur gefið samtíðarmönn- um og afkomendum þeirra hefur oft verið bláfátækt og jafnvel of- sótt ...‘ Guðrún Guðlaugsdóttir Höfundur er blaðamaður. Niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2003 Menntamálaráðuneytið boðar hér með til kynningarfundar fimmtudaginn 18. desember nk. þar sem starfsfólk Rannsókna & greiningar mun kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2003 er við kemur menntun, menningu, tómstundum og íþróttaiðkun íslenskra unglinga. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6 og hefst hann kl. 15.00. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 17.00. Rannsóknir & greining hefur unnið að rannsóknum á högum barna og ungmenna mörg undanfarin ár og mun kynna stöðu mála og þróun á tímabilinu frá 1992-2003 með sérstaka áherslu á breytingar sem átt hafa sér stað frá 1997 til 2003. Fundarmönnum gefst tækifæri á að bera fram spurningar varðandi niðurstöður úr rannsóknunum að kynningu lokinni. Fundurinn er öllum opinn. Menntamálaráðuneytið, 16. desember 2003. menntamalaraduneyti.is Menntamálaráðuneytið SKEMMUVEGI 36 Sími 557 2000 BLIKKÁS – ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Laugavegi 54, sími 552 5201 Jólakjólar Stærðir 36-46

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.