Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorvaldur Kol-beins Árnason fæddist á Fjölnisvegi 13 í Reykjavík 4. júlí 1958. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Árni Þór Jónsson, f. 25. 4. 1920, og Jó- hanna Kolbeins, f. 24.2. 1930, d. 14.9. 1991. Systkini Þor- valdar eru Björg, maki Vernharður Gunnarsson, Jón Stefán, maki Ingibjörg Á. Hjálm- arsdóttir, Hildur, maki Magnús Halldórsson, Sveinn Víkingur, maki Lilja Sigrún Jónsdóttir, og Sigrún, maki Einar Birgir Har- aldsson. Hinn 24. júlí 1982 kvæntist Þor- valdur eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðfinnu Emmu Sveinsdótt- ur, f. 31.7. 1960. Synir þeirra eru Ágúst, f. 31.12. 1985, og Emil, f. 11.6. 1989. Foreldrar Guðfinnu Emmu eru Sveinn Sveinsson, f. 21.3. 1925, og Þóra Björnsdóttir, f. 14.12. 1926. Þorvaldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978 og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1982. Þá héldu þau til Karlsruhe í Þýskalandi þar sem hann varð Diplom Ingenieur frá Technische Universität Karlsruhe árið 1985. Þorvaldur starfaði hjá Ístaki frá 1985 að undanskildum árunum 1992–1994 þegar hann starfaði á vegum danska fyrirtæk- isins Phil & Søn í Tansaníu. Útför Þorvaldar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þó það sé orðið nokkuð langt síðan við systkinin vorum að alast upp á Fjölnisveginum virðist það nú allt í einu allt of stutt. Við ólumst upp í einu af þessum fjölskylduhúsum þar sem skyldmenni okkar bjuggu á öll- um hæðum, útidyr voru aldrei læstar og mæður í hverfinu voru flestar heimavinnandi og móðir okkar þar engin undantekning. Það var því allt- af einhver heima í húsinu til að taka á móti okkur, hvað sem á bjátaði. Þetta voru forréttindi sem fáir njóta nú orðið. Við Doddi vorum á svipuðu reki um miðbik systkinahópsins, hann var rúmlega ári eldri en ég. Við fórum nánast samferða gegnum grunn- skóla, menntaskóla og loks gegnum verkfræðina hér heima á Íslandi. Á menntaskólaárunum, um það leyti sem við kynntumst eiginkonum okk- ar, unnum við saman í fiski, fyrst á Höfn og svo á Suðureyri. Frá þessum tíma á ég margar góðar minningar um Dodda og uppátæki hans, sem oftast voru glettin og fjörleg. Systkinahópurinn hefur alltaf ver- ið þéttur og náinn og hefur það hald- ist svo fram á þennan dag. Við höfum gaman af að hittast, gerum það reglulega og í seinni tíð með okkar stækkandi fjölskyldum og pabba. Við þessi tækifæri var Doddi alltaf hrókur alls fagnaðar, hann var glað- vær, kappsamur og bjartsýnn á framtíðina, einnig eftir að veikindi hans hófust. Hann tókst á við veik- indin af sama krafti og önnur verk- efni sem á hans borð rötuðu, hvort sem það voru verkefni sem tengdust heimilinu, skólamálum, bæjarmálum eða atvinnunni. Hann gerði sitt besta og ætlaði að sigrast á veikindunum. Í þetta sinn fór það á annan veg en ætlað var þrátt fyrir langa og kröft- uga baráttu þeirra hjóna, vina þeirra og vandamanna. Á meðan á veikind- unum stóð sýndi starfsfólk Land- spítalans einstaka nærgætni og vil ég koma á framfæri þökkum til þeirra. Það er skarð fyrir skildi. Þó systk- inahópurinn standi saman sem fyrr verður Dodda sárt saknað. Við mun- um þó ylja okkur við minningar um góðan dreng, sérstaklega þegar við höldum áfram að hittast með fjöl- skyldum okkar og hans. Sveinn. Fallinn er í valinn víkingur mikill bæði til orðs og æðis, Þorvaldur Kol- beins Árnason. Ég kynntist honum á unglingsár- um eftir að við Hildur systir hans höfðum fellt hugi saman. Það voru góð kynni því drengurinn var skarp- ur, áræðinn en ansi stríðinn. Í fyrstu kallaði hann mig Hannes (og fleiri nöfnum sem ekki má hér nefna) þar sem ég var ættaður af Nesinu. Hann var sísvangur og fór létt með að hest- húsa heilt franskbrauð þegar sá gáll- inn var á honum enda drengurinn að vaxa úr grasi. Í MR kynntist hann Guðfinnu Emmu og leist öllum vel á kvenkost- inn frá upphafi, enda myndarstúlka. Á þessum árum var hann eins og fermingardrengur í framan og það trúði enginn neinu upp á þennan prýðisdreng. Þótt hinir menntskæl- ingarnir smökkuðu vín gerði Þor- valdur það ekki, að sögn þeirra systra, en þá glotti Sveinn bróðir. Þorvaldur lærði til verkfræðings og lauk framhaldsnámi í Þýskalandi. Þegar heim kom réðst hann til vinnu hjá Ístaki. Á þessum tíma áttum við oft tal saman eins og síðar. Oft tókst Þorvaldi að mála mig út í horn í rök- færslum, en í því var hann snillingur. Miðað við þau verkefni sem Ístak treysti honum fyrir sló Þorvaldur ekki vindhögg. Hjá Ístaki var hann mjög ánægður og kom það berlega í ljós þegar hann var orðinn sjúkur og vart ferðafær, þá sagði hann um sam- starfsmenn sína: „Þetta eru alvöru menn eins og þú Maggi mágur, þeir bara gera hlutina.“ Þorvaldur var gamansamur, spil- aði jólalög og gaf jólagjafir í júní og var sjálfur skreyttur tendruðum jóla- perum. Þorvaldur var í hlaupaklúbbi og tók þátt í pólitíkinni á Nesinu. Hann hafði skoðanir á hlutunum, lét í sér heyra, velti við steinum, færði rök fyrir sínum málum og gerði það vel, enda oftast skrefi á undan þeim sem hann rökræddi við. Lífshlaup Þorvaldar var gott þótt stutt væri. Hann sinnti fjölskyldu sinni og vin- um vel, alltaf boðinn og búinn að hlaupa undir bagga og rétta hjálp- arhönd, kom mönnum í uppnám með tilvitnunum eða athugasemdum sem hann laumaði inn í þegar síst skyldi og brosti svo bara að öllu saman. Þorvaldur var hörkuduglegur, heið- arlegur, þrjóskur, frábær félagi og vinur. Hann greindist fyrir einu og hálfu ári með krabbamein sem nú hefur fellt þennan vaska svein sem barðist hetjulega fram á síðasta dag. Í veikindum Þorvaldar sýndi það sig best hvað hún Emma er mikil og góð manneskja. Kæra Emma, Ágúst, Emil, Árni Þór og aðrir aðstandendur. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur alla okkar samúð. Það er heiður að hafa kynnst þessum frábæra dreng og minningin á eftir að lifa um ókomin ár. Hvíl hann í friði. Magnús Halldórsson. Vinur minn og mágur, Þorvaldur K. Árnason, er látinn langt fyrir ald- ur fram. Hann háði krappan en snöggan dans í lokin eftir að hafa gengið í gegnum langt og erfitt haust í baráttu sinni við krabbamein. Eftir situr fjölskylda og vinir og skilja ekki þessa tilhögun skaparans. Þorvaldur, eða Doddi eins og hann var oftast kallaður, var margbrotinn og sérstæður persónuleiki, þar sem fáir höfðu séð til botns. Æskustöðvarnar, Fjölnisvegur 13 í Reykjavík, var mjög gestkvæmt heimili, nánast eins og félagsmiðstöð, þar sem foreldrarnir Árni Þór og Hanna réðu ríkjum. Börnin voru sex, og í sama húsi voru þrjár aðrar íbúðir þar sem frændfólk bjó. Mikill sam- gangur var á milli þeirra og því oft glatt á hjalla. Strax í æsku kom í ljós hversu lausn alls kyns þrauta lá vel fyrir Dodda. Um leið og slíkir leikir eða gestaþrautir bárust inn á heimilið, var hann óðara búinn að leysa þær, systkinum sínum til sárrar gremju. Hann var einnig góður skákmaður. Það kom því ekki á óvart að hann innritaðist í verkfræði að loknu stúd- entsprófi, og útskrifaðist síðan sem byggingarverkfræðingur 1982. Sama ár kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðfinnu Emmu Sveins- dóttur, og héldu þau til náms í Þýska- landi. Hann fór í framhaldsnám í bygg- ingarverkfræði og hún í kennara- nám. Þegar heim var komið hóf hann störf hjá Ístak. Kom hann að hönnun margra stórverkefna úti um allt land, sem kröfðust mikillar hæfni og kunn- áttu, og má þar síðast nefna versl- unarmiðstöðina Smáralind. Þegar fyrstu merki um sjúkdóminn greind- ust, var hann á leið til Grænlands til að annast verkefni fyrir Ístak. Doddi var mikill vinur vina sinna og ræktaði þau sambönd. Hann gerði aldrei mannamun, en gat verið óhemju stríðinn, og hafði gaman af að gera fólki glettur. Fengu systur hans stundum að finna fyrir því. Þeg- ar hann bauð til sín vinum sínum eða fjölskyldu, var aldrei hægt að ganga að öllu vísu. Oftast lúrði einhver gáskafullur húmor einhvers staðar í leyni. Í jólaboði átti hann það til að mæta gestum skreyttur sem jólatré, eða að móta andlitssvipi fólks úr súkkulaði um páska. Margs er því að minnast. Þorvaldur virtist alltaf vera skrefi á undan samferðamönnum sínum, og var yfirleitt löngu búinn að gera sér grein fyrir næsta leik í hverri stöðu. Hann vissi því að hverju gæti stefnt í baráttu sinni. Við sem þekktum Dodda munum geyma minningu um góðan dreng í huga okkar. Ég votta Emmu, Ágústi og Emil samúð mína á þessari erfiðu stundu. Vernharður Gunnarsson. Þorvaldur systursonur minn lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni miðvikudagsins 10. desem- ber eftir stutt veikindi. Ég hef þekkt Þorvald frá því hann kom í heiminn, eða í rúm 45 ár. Hann var fjórða barn foreldra sinna, Jóhönnu systur minn- ar og Árna Þórs, en fyrir voru Björg, Jón og Hildur en svo komu Sveinn og Sigrún. Eins og eðlilegt er á barn- mörgu heimili var oft fjör á Fjöln- isveginum, en Þorvaldur ólst upp í góðu yfirlæti foreldra sinna. Hanna systir mín var heimavinnandi og var alltaf til taks fyrir börnin. Ég man að þegar ég kom í heimsókn á Fjöln- isveginn, sem var æði oft, þá var allt fullt af börnum og þótti sjálfsagt. Mig langar nú með örfáum orðum að kveðja þig, elsku Þorvaldur minn, þú sem varst alltaf svo hlýr og góður, svolítið stríðinn en óhemju myndar- legur og fallegur bæði að utan og inn- an. Þú varst duglegur í námi og vinnu og sinntir þínum áhugamálum vel, eins og kom vel í ljós í sumar að hlaupa hálft maraþon en krafturinn og þrjóskan hjálpa oft til. Það var gaman að sjá þig og Emmu hress og kát á ættarmótinu í sumar nýkomin frá Krít, með strákana ykkar tvo, Ágúst að lesa Harry Potter og Emil í leik með yngri krökkunum, veðrið yndislegt, mikið hlegið, talað og sungið og grillað. En stuttu seinna veiktist þú aftur og hefur þurft að fara í gegnum margar strangar með- ferðir en alltaf staðið þig eins og hetja og alltaf var húmorinn í lagi. Um daginn þegar ég heimsótti þig og hárið var að koma, og ég hafði orð á því, þá var svarið að það færi nú af í næsta þvotti. Svona varstu, Þorvald- ur minn. Mikið þótti mér vænt um þegar þið voruð í Tansaníu og þú sendir mér heilan dýragarð um háls- inn, sem ég hef notað alveg óspart enda yndislega falleg hálsfesti. Þú áttir yndislega konu, hana Emmu, sem hefur staðið við hliðina á þér eins og klettur en þú reyndir að vera eins mikið heima og þú gast til að vera hjá henni og sonum ykkar. Þú varst mik- ill fjölskyldumaður og ég tala nú ekki um hvað þið systkinin voruð sam- rýnd, hittust við öll möguleg tæki- færi og svo var það morgunkaffið, fyrst í Miðleitinu og svo hjá pabba ykkar eftir að mamma ykkar dó. Við Maggi biðjum ykkur Guðs- blessunar á erfiðum tímum og hvað þið systkinin voruð dugleg að létta Þorvaldi og Emmu lífið í veikindum hans, þið voruð alveg einstök. Elsku Árni Þór, við Maggi vottum þér innilega samúð við ótímabært andlát góðs sonar. Elsku Emma mín, Ágúst og Emil, við Maggi biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Mér finnst gott að koma heim á kvöldin í myrkrinu og kveikja á kerti og hugsa til ykkar allra. Elsku Þorvaldur minn, Guð geymi þig. Þóra Katrín Kolbeins. Beiskja og sorg, ótti og angur eru orð, sem koma fyrst í hugann, er ég sit hér magnvana og reyni að koma hugsunum mínum á blað, í minningu Þorvaldar K. Árnasonar, svila míns og kærs vinar. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar hann kornungur maður vann hjá mér sumarlangt í byggingarvinnu, en það var um leið liður í námsferli hans sem verkfræði- nema. Fljótlega varð mér ljóst, að hann stefndi ekki bara að því að ná lágmarksréttindum í faginu, heldur var takmarkið að öðlast sem allra mesta þekkingu á verkfræðinni, sem gæti nýst honum til að takast á við flókna mannvirkjagerð af ýmsum toga. Og víst er um það, að honum auðnaðist að koma að mörgum og vandasömum verkefnum. Þorvaldur hóf störf hjá verktakafyrirtækinu Ís- taki strax að loknu framhaldsnámi erlendis og starfaði hjá þeim þar til yfir lauk. Hann hefur komið þar víða að verki, allt frá frumskógum Tans- aníu í suðri til fimbulkulda á Græn- landi í norðri. Þau verkefni hans og önnur munu eflaust aðrir mér fróðari um fjalla. Aldrei varð þó hjá því kom- ist að finna að þessu fyrirtæki vann hann allt sem best hann mátti og bar mikinn metnað í brjósti fyrir þess hönd. Þorvaldur hafði einstakan eigin- leika sem er alls ekki öllum gefinn, það var hið milda bros og hin mikla útgeislun. Þetta vissi ég að nýttist honum afar vel í lífi og starfi. Þess varð ég oft var og kannske aldrei eins áþreifanlega og þegar ég heimsótti hann á vinnustað, er bygging hins risastóra mannvirkis Smáralindar stóð yfir, en hann var einn þeirra er leiddu þá uppbyggingu. Hann bauð mér að snæða með sér hádegismat þarna, en ég var hikandi, taldi senni- lega að mér væri ofaukið innan um alla þessa tæknimenn þarna, en þetta hik var alveg ástæðulaust, því hann snæddi alls ekkert í þeirra hópi, held- ur var hann í miðri þvögu verka- mannanna, hrókur alls fagnaðar og greinilegt að þeir virtu hann mikils. Þetta atvik minnti á söguna um mik- ilsvirtan herforingja sem ætíð sagði: „Nú ráðumst við allir til atlögu hérna,“ þegar aðrir hræddir um eigið líf sögðu: „Þið ráðist nú til atlögu þarna“. Þessi endurminning rann um huga minn fyrir nokkrum dögum, er ég í fyrsta sinn kom inn í þessa risa- stóru byggingu fullbúna og gekk þar um sali, með vini mínum Þorvaldi í andanum, stoltur af því að eiga vin- áttu slíks kunnáttu- og sómadrengs. Hann var mikill og góður fjöl- skyldumaður í bestu merkingu þess orðs og hann, Emma og strákarnir höfðu öll mikinn áhuga á útivist og fjallaferðum og nýttu sumartímann vel til þess konar ferðalaga í hópi sinna bestu vina. Það er reyndar allt saman ofvaxið mínum skilningi, manni sem heldur að allt miðist við sléttar grundir og sjávarnið. Rök- hugsun og kalt mat á umhverfi og staðreyndum var eitt aðaleinkenni Þorvaldar og lýsti sér ef til vill best í baráttu hans við vágestinn krabba- meinið, sem felldi hann að lokum. All- an tímann frá því fyrst að hann greindist með sjúkdóminn hefur hann leynt og ljóst verið að ganga frá lausum endum heima og að heiman, þótt hann neitaði ævinlega að játa sig sigraðan. En að lokum þegar allt um þraut og hann sá að baráttan snerist í tapað tafl óskaði hann eftir því að fá að kveðja sína nánustu, einslega. Og því verður vart með orðum lýst, hví- líka mannlega reisn hann sýndi þar og mun víst flestum okkar seint líða úr minni. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á þátt hennar Emmu í þessu helstríði. Hún, sem ég hef alltaf litið á sem „litlu“ systur, stóð þar sem hið stóra bjarg þegar aðrir féllu saman og drúptu höfði; minnti hún á þá staðreynd að sól rís að morgni og öll él styttir upp um síðir. Guð gefi Emmu og Ágústi og Emil, sonum þeirra, trú og styrk til að takast á við lífið á nýjan leik. Aldraður, heilsuveill faðir sér hér á eftir miklum efnis- manni, svo og aldraðir tengdafor- eldrar okkar, sem nú í annað sinn á tæpum áratug sjá á bak tengdabarni sínu. Ég bið almættið að gefa þeim öllum huggun og styrk á þessum erf- iðu tímum. Lífið er fullt af alls konar áföllum, það brýtur suma, bætir aðra, en við eigum aðeins þann kost að halda áfram. Kæri Þorvaldur, far þú í friði og friður guðs þig blessi. Hilmar og Svala. Góður drengur er farinn. Eftir hetjulega baráttu við krabbamein lést Þorvaldur K. Árnason. Til hinstu stundar hélt hann sinni óvenjugóðu lund, alveg sama hvað á gekk. Á námsárum sínum í Þýskalandi starfaði Þorvaldur m.a. um tíma í Írak. Að námi loknu, árið 1985, kom hann til Íslands til starfa hjá verk- fræði- og verktakfyrirtækinu Ístaki, þar sem hann starfaði óslitið meðan starfskraftar leyfðu. Þorvaldi voru falin trúnaðarstörf innan lands og ut- an frá Afríku til Grænlands. Þorvaldur var þátttakandi og lyk- ilmaður í flestum af mikilvægustu verkefnum Ístaks, á þeim tíma sem hans naut við. Hans létta lund fleytti honum og samstarfsmönnum hans í gegnum mörg krefjandi og erfið verkefni, meðal annars byggingu Smáralindar. Það var vorið 2002, þegar hann var á förum til Grænlands, að í ljós kom að hann var haldinn þeim sjúkdómi er nú hefur dregið hann til dauða á besta aldri. Þorvaldur var góður starfsmaður og leysti öll sín störf með prýði. Hug- myndaauðgin var svo mikil, að stund- um var erfitt að fylgja honum. En það eru einmitt menn eins og Þor- valdur, fullir af þrautseigju og út- sjónarsemi, sem stuðla að tækniþró- un og betra lífi fyrir okkur öll. Þorvaldur var ósérhlífinn og ávallt reiðubúinn til að fara til starfa hvert sem var. Þorvaldur hét í höfuðið á afa sínum og móðurbróður undirritaðs, Þor- valdi Eyjólfssyni Kolbeins prentara og ættfræðingi. Jóhanna, móðir Þor- valdar, var elst í tíu systkina hópi. Mér er Þorvaldur móðurbróðir minn mjög minnisstæður, alltaf rólegur, hvað sem á gekk. Ég held að verk- fræðingurinn Þorvaldur hafi fengið skapjafnvægi afa síns með nafninu. Skarð er fyrir skildi í hópi starfs- manna Ístaks, skarð sem erfitt verð- ur að fylla, missirinn er mikill. En sá missir er lítill í samanburði við missi eiginkonu og sona. Við samstarfs- menn Þorvaldar í gegnum árin hjá Ístaki vottum Emmu og sonunum Ágústi og Emil, Árna Þór föður hans og allri hinni stóru fjölskyldu Þor- valdar okkar dýpstu samúð á sorg- arstundu. Góður drengur er farinn, en minn- ingin um góðan vinnufélaga og vin lif- ir. Páll Sigurjónsson, stjórnarformaður ÍSTAKS. Kveðja frá Bæjarmálafélagi Seltjarnarness Það er með sorg í hjarta að við kveðjum vin okkar og félaga, Þorvald Árnason. Þorvaldur var einn af dygg- ÞORVALDUR KOLBEINS ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.