Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 42

Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það er árið 1982, ég er staddur á járnbrautarstöðinni í Karlsruhe Þýskalandi þar sem Þorvaldur frændi og Emma taka á móti mér, saklausa sveitapiltinum frá Íslandi sem er einn á ferð í útlöndum í fyrsta sinn á ævinni. Doddi var ný- lega byrjaður í framhaldsnámi í verkfræði og Emma stundaði nám í kennslufræðum. Ég var á leið í málaskóla í þýsku að undirbúa mig fyrir frekara nám og hafði misst af lest og var strandaglópur. Ég gisti eina nótt hjá þeim í það skiptið, en ferðirnar og gistinæturnar í Karls- ruhe áttu eftir að verða fleiri á næstu þremur árum. Ég á margar góðar minningar frá þessum heim- sóknum og nokkur atvik þar sem Doddi kom mjög við sögu eru mér ógleymanleg. Þrátt fyrir að við höfum ekki hist oft á síðustu árum höfum við ávallt vitað hvor af öðrum og hef ég gjarn- an leitað til Dodda varðandi ýmis mál sem tengst hafa verkefnum mínum í starfi. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan hann var mér síðast til aðstoðar með gagnlegar upplýsingar og góð ráð. Það er mjög sárt til þess að hugsa að Doddi skyldi ekki fá lækningu við veikind- um sínum og þurfa að lúta í lægra haldi, að þessi glæsilegi fjölskyldu- faðir hafi ekki fengið tækifæri til að lifa lengur með Emmu og sonum þeirra og fylgja þeim og styðja um ókomna framtíð. Ég votta Emmu, sonum og Árna föður hans, auk annarra í fjölskyldu Þorvaldar frænda, mína dýpstu samúð. Guðbjörn (Bjössi frá Teigi). Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Við kveðjum Þorvald með þakk- læti fyrir góða vináttu og sendum ástvinum hans innilegustu sam- úðarkveðjur. Edda, Fjóla, Gréta, Gulla, Jóna Mæja, Ólína og makar. HINSTA KVEÐJA ✝ Lára Pálsdóttirfæddist 14. sept- ember 1916 á Skála- felli í Suðursveit. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 29. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Láru voru Pálína Magnús- dóttir, f. 1877, d. 1970, og Páll Sig- urðsson, f. 1880, d. 1934. Páll og Pálína bjuggu á Skálafelli og eignuðust átta börn. Þau voru, auk Láru: Sigurður Magnús, f. 1908, d. 1929; Sigríður, f. 1910, d. 1999; Helgi, f. 1911, dó barnungur; Gísli, f. 1913, d. 2002; Helga Guð- rún, f. 1914; Berþóra, f. 1917, d. 1979, og Ásdís, f. 1920. Lára ólst upp í Svínafelli í Öræfum hjá móðursystkinum sínum, Ljótunni og Lárusi Magnússyni og konu hans, Ingunni Björnsdóttur. Fóst- ursystkini Láru voru Sigurður, f. 1923, d. 1950; Magnús, f. 1925; og Laufey, f. 1927, börn Lárusar og Ingunnar. Lára giftist árið 1948 Einari Guð- mundssyni úr Norð- urárdal í Borgar- firði. Þau bjuggu lengst af í Hlíðar- hvammi 5 í Kópa- vogi. Einar var fæddur 1915 og lést árið 1999. Börn Láru og Einars eru: 1) Guðmundur, f. 1948. Hann er kvæntur Dröfn Ólafsdóttur og eiga þau börnin Ólöfu og Einar. 2) Sigríður, f. 1950, gift Jóni Barðasyni. Börn þeirra eru Skúli, í sambúð með Ágústu Sigurjónsdóttur, Barði Már og Lára. 3) Lárus, f. 1954. Maki hans er Sólveig Brynja Magnúsdóttir og eiga þau dótt- urina Þóru. Útför Láru verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég á allt eftir ógert. Þetta sagði hún oft. Eiginlega byrj- uðu flestir dagar hennar með þessari yfirlýsingu. Ég á allt eftir ógert. Svo fór dagurinn í gang. Og að kvöldi var allt gert. Nú til dags fer fólk á fjórtán kúrsa í fullorðinsfræðslu til að læra hvernig takast skuli á við lífið. Sjálfs- styrking. Heimilsbókhald. Tíma- stjórnun. Hún fór aldrei á nokkurn einasta kúrs. Hún kunni þetta allt. Sjálfsstyrking? Talið við kaup- manninn sem seldi henni einu sinni skemmt saltkjöt. Eða lækninn sem ætlaði að reyna að komast undan því að koma suður í Kópavog til að líta á veikt barnið hennar. Spyrjið þessa tvo hvort Láru Pálsdóttur hafi skort eitthvað í sjálfsstyrkingu. Heimilisbókhald? Fólkið, sem byggði í Kópavogi upp úr 1950 þurfti ekki flókið heimilisbókhald. Það þurfti vinnu. Og Lára Pálsdóttir vann. Hún gerði hreint í Félagsheim- ilinu á morgnana. Og hún vann í eld- húsinu á Kópavogshælinu á daginn. Og hún saumaði föt á börnin sín á kvöldin. Hún tók slátur. Hún sauð sápu. Og bókhaldið gekk upp. Lífið var ekki alltaf auðvelt fyrir Láru Pálsdóttur. En lífið með henni var í raun og veru dans á rósum. Aldrei nokkurn tíma brást hún lof- orðum sínum. Og aldrei var maður sendur illa búinn, hvorki í skólann, skátaútileguna né í sveitina á vorin. Og alltaf stóð hún með sínum. Hún var skilgreiningin á bakhjarli. Allt fólkið hennar var henni hugleikið. Bæði það sem var heima og heiman. Og „heima“ var í hennar huga stórt orð því það náði yfir, auk Hlíðar- hvamms 5, alla Öræfasveitina. Allt fram á síðasta dag fylgdist hún með sorgum og sigrum fólksins síns þar. Hún vissi hvernig slátturinn gekk í Svínafelli á sumrin. Og á haustin fékk hún að vita meðalvigtina. Síðasti einn og hálfur áratugurinn var erfiður. Pabbi var veikur og hún gekk í það verkefni að hjúkra honum með sömu ósérhlífninni og hún hafði gengið til allra verka sinna fyrr. Þeg- ar hann dó var allt í einu eins og allt væri gert. Og nú þegar hún er dáin átti hún engu ólokið. Það er undarlegt að eiga ekki leng- ur stuðning hennar vísan. Ætli maður verði ekki að fara að reyna að læra að standa á eigin fótum. Við Dröfn og börnin okkar þökkum henni samferð- ina. Guðmundur Einarsson. Eigiði nóg af ullarsokkum? Jú, það eigum við. En á hún Þóra mín nóg af ullarsokkum og vettlingum þarna í Berlín? Jú, það á hún. Jæja, elskurn- ar mínar. Þetta voru síðustu orð móður minnar þegar ég kvaddi hana nokkr- um dögum áður hún dó og við vissum bæði að hverju dró. Einkennandi í hennar fari var umhyggjusemi fyrir fjölskyldu, ættingjum og vinum. Þessi umhyggjusemi snerist þó aldrei í af- skiptasemi, eins og stundum vill verða. Líf hennar snerist fyrst og fremst um að styðja fjölskylduna, pabba og okkur systkinin og síðar þegar þar að kom tengdabörn og barnabörn. Hún hefði ekki skilið vangaveltur nútímans um nauðsyn þess að hafa tíma fyrir sjálfa sig. Henni leið áreiðanlega best þegar við vorum öll samankomin heima hjá þeim, eins og til dæmis á Þorláks- messu þegar við snæddum heitt hangikjöt og svokallaðar pokabaunir samkvæmt hefð. Henni féll aldrei verk úr hendi, á meðan heilsan entist. Settist hún nið- ur var það til að prjóna og lengi vel prjónaði hún lopapeysur og seldi til að drýgja tekjur heimilisins. Á meðan við vorum ung og í námi, studdi hún við bakið á okkur og sendi okkur peysur sem við seldum úti í Svíþjóð. Allir í fjölskyldunni fengu líka bæði sokka og vettlinga. Við heyrðum hana aldrei hallmæla fólki eða fara í manngreinarálit. Að koma inn á heimilið sem tengdadóttir var auðvelt, því bæði hún og Einar tóku mér eins og ég hefði alltaf til- heyrt fjölskyldunni. Á tímabili voru börnin hennar öll þrjú erlendis í framhaldsnámi. Þetta var tími mikilla umróta í menntamálum og námslánin í brennidepli. Þegar dróst langt fram á vetur með útborgun námslána fór hún á fund menntamálaráðherra og sagði honum sína meiningu. Hún var hins vegar mikill húmoristi og þótti gott að hlæja. Einu sinni sleppti hún lausum gullhamstri barnanna sinna á búðarborðinu í gömlu Kronbúðinni á Hlíðarvegi. Á þessum tíma voru gull- hamstrar ennþá frekar óvenjuleg húsdýr og „rottan“ olli miklu fjaðra- foki hjá bæði starfsfólki og viðskipta- vinum áður en Lára veiddi hana og stakk ofan í kápuvasa. Elsku mamma, tengdamamma og amma. Þú hvílir nú lúin bein. Við þökkum þér allt og þú verður alltaf með okkur. Lárus Einarsson, Sólveig Brynja Magnúsdóttir og Þóra Lárus- dóttir. „Og hvað er þetta þá mikið?“ spurði konan. Og meðan stúlkan reiknaði út upphæðina fór konan í kápuvasann og tók upp heimilis- hamsturinn og laumaði á búðarborð- ið. Þegar stúlkan leit upp var hamst- urinn það eina sem hún sá. „Rotta, rotta,“ hrópaði hún og rauk í burtu. Starfsmenn og kúnnar í Kron-búðinni við Hlíðarveginn í Kópavogi ruku upp til handa og fóta en Lára Pálsdóttir hló dátt, borgaði fyrir vörurnar, stakk hamstrinum í vasann, þakkaði fyrir sig og gekk út. Glaðværð, hlýja og létt lund ein- kenndu Láru Pálsdóttur, tengdamóð- ur mína. Eiginleikar sem gerðu það að verkum að allir löðuðust að henni og leið vel í návist hennar. Hún var snögg í tilsvörum og hitti oft naglann á höfuðið og hafði slíka persónu að hún gat sagt kost og löst á mönnum og málefnum án þess að nokkur yrði sár. En ef því var að skipta horfðist hún fumlaust í augu við erfiðleika og hlífði sér hvergi, gekk í þau verk sem þurfti að vinna. Þrátt fyrir slæma heilsu lengi þá virtist það ekki snerta hana mikið því hugurinn og viljinn bar hana áfram. Gerði alltaf miklu meira en maður átti von á. Þegar Einar, maður Láru, lam- aðist af heilablæðingu, þá var eins og hún fengi aukinn kraft, stóð tvöfalda vakt, vaknaði fyrr og vakti lengur. Lára var uppalin að Svínafelli í Öræfasveit og fylgdist alltaf vel með öllu í heimasveitinni þrátt fyrir að hafa komið þangað örsjaldan eftir að hún flutti til Reykjavíkur á þrítugs- aldri. Mér fannst alltaf ótrúlegt hve vel hún fylgdist með ættingjum og sveitungum. Skírn, ferming, brúð- kaup, heyannir, búskapur, Lára fylgdist með þessu öllu af einlægum áhuga fyrir velferð fólksins í heima- sveitinni. Það var eins og öll börn sveitarinnar væru hennar eigin. Lára var trúuð kona án þess að vera að boða trú sína, hvað þá að troða henni upp á aðra. Hún var róleg og yfirveguð þegar hinsta stund Ein- ars nálgaðist, sat hjá honum eins lengi daglega og kraftar hennar leyfðu. Hún var ekki síður yfirveguð þegar hennar hinsta stund nálgaðist, kveið ekki dauðanum heldur var reiðubúin að ganga til fundar við drottin sinn. Fyrir mörgum árum valdi hún úr Passíusálmunum sína hinstu kveðju og kemur þar vel fram hverra hag hún bar helst fyrir brjósti: Hafðu, Jesú mig í minni, mæðu’ og dauðans hrelling stytt. Börn mín hjá þér forsjón finni, frá þeim öllum vanda hritt. Láttu standa’ á lífsbók þinni líka þeirra nafn sem mitt. Jón. Mínar hlýjustu minningar úr æsku eru úr Hlíðarhvamminum hjá ömmu minni. Þangað fór ég eftir skóla og borðaði hádegismat alla virka daga fram á unglingsár á meðan mamma og pabbi unnu. Það kom því í Láru ömmu hlut að hafa alltaf heitan mat til handa mér í hádeginu. Þurra ull- arvettlinga átti hún alltaf tilbúna þeg- ar ég kom blaut heim eftir leiki í snjónum. Við borðstofuborðið sat ég með kókópöffs í skál, hlustaði á tifið í prjónunum hennar og Rás 1. Það eru mínar bestu æskustundir. Ég var örugg og sálin full af ró. Nú þegar hún er öll koma þessar minningar upp í hugann. Þessi tími mótaði mig og enn í dag, meir en 25 árum síðar, dreymir mig að ég sé hjá ömmu og afa í Hlíðarhvamminum. Það eru góðir draumar. Amma hjálp- aði mér að læra heima, lét prjón fylgja textanum í lestraræfingum og hlýddi mér yfir fyrir próf. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að stoð og styttu í hvunndeginum, þakklát fyrir félagsskapinn, hlýju lopapeys- urnar, vettlingana og treflana. Og svo kenndi hún mér margt sem gagnast í lífinu. Eitt af því er kjarkur. Ef ég kom grátandi heim vegna hrekkja, lét amma ekki nægja að hugga mig og stappa í mig stálinu. Hún hringdi heim til hinna seku þrátt fyrir mótmæli mín og lét þau og for- eldrana heyra það! Hin beinskeytta aðferð Láru ömmu verkaði. Óknytt- abörnin báru aukna virðingu fyrir mér sem stelpunni sem átti ömmuna sem lét til sín taka. Amma var ekki heilsuhraust hin síðari ár. Hún var brothætt að sjá, en ólseig. Andi hennar var sterkur og fleytti henni áfram. Hún gaf aldrei eftir meðan hún taldi sig eiga verk að vinna. Í lok dags var dauðinn henni sjálfsagður endir og lausn sem hún ekki kveið. Þessi sátt hennar er mér nú huggun ásamt öllum góðu minn- ingunum. Ólöf Guðmundsdóttir. Amma hafði verið veik lengi. Hún hafði haft svo langan tíma til að búa sig undir ferðina að hún var tilbúin að fara. Þó að við höfum alls ekki verið tilbúin að missa hana. Hún var óhrædd við dauðann. Einn laugar- dagsmorgun vaknaði hún ekki til okk- ar heldur lagði af stað til drottins síns. Amma átti vini og velunnara alls staðar. Hún var nefnilega þeim töfr- um gædd að fólk laðaðist að henni eins og flugur að ljósi og þótti vænt um hana. Persónuleiki hennar skein í gegn, jafnvel þrátt fyrir slæma heilsu síðustu árin. Amma heillaði alla með einlægum hlátri og glettnum tilsvör- um. Nú skrifa ég af hlutdrægni ömmubarns sem finnst amma alltaf fullkomin, en ég veit að það var eitt- hvað sérstakt við hennar hlýju. Ég var mikið hjá ömmu sem barn og alveg síðan ég var kríli í pössun hef ég ímyndað mér að amma væri hérna til að sýna okkur hinum hvernig á að lifa. Hún lifði svo mikið fyrir aðra, hugsaði ekki um sjálfa sig en stóð eins og klettur við hlið sinna nánustu. Ver- aldlegir hlutir skiptu ömmu litlu máli, hún var gjafmild og reyndi alltaf að hjálpa þeim sem þurftu á því að halda. Elsku amma mín, nú færðu hvíld- ina. Ég er þakklát fyrir það. Þú verð- ur alltaf fyrirmyndin mín. Sofðu vært. Lára. LÁRA PÁLSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Þor- vald Kolbeins Árnason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Móðir okkar, SIGRÚN ARTHURSDÓTTIR, Orrahólum 7, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 14. desember. Útförin auglýst síðar. Katrín Rögnvaldsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Hrund Gautadóttir, Arthur Gautason, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR SIGTRYGGSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést mánudaginn 15. desember. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hrafn- istu í Hafnarfirði og aðrar líknarstofnanir. Sigfríður Þórisdóttir, Árni Magnússon, Sigrún J. Þórisdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Sveinn Á. Þórisson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.