Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 43 ✝ Kristjana Bene-diktsdóttir fædd- ist í Haganesi á Húsavík 30. júlí 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 11. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja og eiginmaður henn- ar Benedikt Jó- hannsson, starfsmað- ur verslunar Guðjohnsens á Húsa- vík. Hinn 15. maí 1937 giftist Krist- jana Sören Einarssyni sjómanni, f. 8. september 1914. Kristjana og Sören voru barnlaus en Dagmar Sörensdótt- ir, frænka Sörens, var í fóstri hjá þeim í nokkur ár. Að loknu skyldu- námi var Kristjana í Húsmæðraskólanum á Laugum einn vet- ur. Kristjana og Sören bjuggu allan sinn búskap á Húsa- vík. Kristjana verður jarðsett frá Húsa- víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Húsið Dvergasteinn á Húsavík var byggt 1916, fyrsta steinhúsið á Húsavík. Þegar við fæddumst í þessu húsi voru íbúar þess orðnir tíu, átta fullorðnir og tvö börn. Í dag þætti þetta pláss hæfilegt fyrir hjón með tvö börn. Dvergasteinn stendur fremst á Beinabakkanum og sér yfir höfnina, með fjörunum um Kald- baksskerin, Össur og inn að Sandi og vestur yfir flóann til Kinnarfjallanna og Víknanna. Þetta var útsýnið hennar Stjönu, Dvergasteinn var heimili hennar mestan hluta ævinn- ar. Hún var alltaf kölluð Stjana en hét Kristjana Benediktsdóttir fullu nafni. Stjana var einkabarn foreldra sinna. Á uppvaxtarárum hennar bjó fjölskyldan í Grafarbakka. Stjana naut ástríkis í uppvexti þótt efni væru ekki mikil. Á þeim árum unnu foreldrar hennar bæði hjá Guðjohn- sensfólkinu. Benedikt við slátrun, skipaafgreiðslu og ýmis störf fyrir verslunina og Hólmfríður vinnukona á heimilinu og sá um ræstingu í versluninni. Stjana var einnig í vist hjá Guðjohnsen og talaði oft um Guð- johnsensheimilið, enda reyndist það fólk henni og foreldrum hennar vel. Einnig vann Stjana almenn störf tengd sjósókn og fiskvinnslu og var um tíma kaupakona á Öndólfsstöð- um í Reykjadal. Eiginmaður Stjönu er móðurbróð- ir okkar. Stjana og Söri stofnuðu heimili í Dvergasteini. Söri stundaði sjóinn, lengst af á eigin bát. Stjana og Söri höfðu um tíma kindur, sem þau tóku við frá föður Stjönu. Þau hjónin voru einstaklega samhent í öllu sínu lífi. Stjana stokkaði og beitti og tók þátt í heyskapnum. Stjana var lífsglöð, félagslynd og einstaklega minnug. Hún stundaði íþróttir á yngri árum, einkanlega handbolta. Stjana hafði hljómmikla og fallega altrödd. Söng í Kirkjukór Húsavíkur í 50 ár. Í Stjönu bjó mikil útþrá og löngun til að sjá sig um í heiminum, þótt það ætti ekki fyrir henni að liggja. Hún átti ættingja í vesturheimi sem hún ræktaði sam- band við. Stjana og Söri eignuðust ekki börn en þau tóku miklu ástfóstri við okkur systkinin, börn Árnínu Bjarg- ar, systur Sörens og mágkonu henn- ar. Fyrstu árin bjuggu fjölskyldurn- ar saman í Dvergasteini en síðar fluttum við í nýtt hús á Hringbraut- inni á Húsavík. Samgangur var dag- lega milli heimilanna og alltaf haldin sameiginleg jól. Á afmælum var allt- af fyrsta verk okkar systkinanna að fara í Dvergastein, því þar biðu af- mælisgjafir alveg eins og heima. Þegar við systkinin ung misstum móður okkur gekk Stjana inn í það hlutverk. Og alla ævi höfum við notið ástríkis þeirra, vináttu og umhyggju. Dvergasteinn var okkar annað heim- ili og börn okkar voru aufúsugestir í Dvergasteini og Stjana og Söri voru þeim eins og amma og afi. Mikill er sá sjóður minninga sem við systkinin búum að og nokkuð síð- an við áttuðum okkur á því hve rík áhrif Stjana og Söri höfðu á uppeldi okkar og persónumótun. Sú leiðsögn var látin í té áreynslulaust með góðu fordæmi og væntumþykju en alger- lega laus við predikun eða stífa ögun. Nú þegar skilur leiðir viljum við þakka þér elsku Stjana fyrir þetta allt. Við biðjum þér friðar og bless- unar. Elsku frændi við biðjum Guð að milda söknuð þinn. Oddný Njálsdóttir, Einar Njálsson. Elsku amma. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért nú farin úr þessum heimi. Sérstaklega tekur það á að vera svona langt í burtu og fá ekki að kveðja þig. Við áttum margar góðar stundir saman þó ég hafi oft í þrákelkni minni ekki viljað koma í heimsókn. Mínar kærastu minningar eru þegar við sátum þrjú saman, ég, þú og frændi, og töluðum um gamla tíma. Ég heillaðist af þeirri mynd er þið lýstuð fyrir mér um ykkar líf í byrj- un síðustu aldar. Sú staðreynd að þú, amma, hafir alist upp í torfbæ fannst mér alveg einstök. Stundum var ekki auðvelt að vera nafna þín en þú áttir þrátt fyrir það sérstakan stað í hjarta mínu. Ég hef hugsað mikið til þín síðustu daga og ég vona að þú hafir það gott hvar sem þú ert núna. Ég mun sakna þín. Þín nafna, Kristjana. Við vorum ræstar snemma og mættar niður í Fagranes fyrir kl. 8. Síðan var siglt inn Djúp, keyrt inn Langadal, yfir Þorskafjarðarheiði og sem leið lá suður í Dalsmynni. Þar var stefnan tekin norður í land. Eftir alltof langan dag í barnsminningunni og mikla bílveiki komumst við á áfangastað rétt fyrir miðnætti, til Húsavíkur. Þessi ferðalög voru svo sannar- lega þess virði því sumarfríin okkar árum saman voru alltaf á Húsavík, í ótrúlega góðu veðri, oftast sól og mun hlýrra að okkur fannst en við áttum að venjast heima. Dvölin hjá Stjönu og Söra í Dvergasteini, var ævintýri líkust. Þau voru barnlaus sjálf og Stjana alltaf heimavinnandi og hafði hún að því er virtist endalausan tíma og þol- inmæði fyrir okkur. Hún átti dúkku- lísur, dúkkur og föt sem var svo spennandi að búa um í kistlum undir súð, tilbreyting frá fínu dúkkuvögn- unum okkar. Ótrúleg voru teboðin okkar úti í garði með dúkkubollas- tellinu og Stjana í stofuglugganum að spyrja hvort ekki vantaði meira meðlæti. Oft var keyrt um sveitirnar í kring, farið í Dimmuborgir, Ásbyrgi og að Mývatni, eða farið að ná í sil- ung eða lax í reyk sem Söri hafði veitt og borðað svo ofan á brauð er heim kom. Eitt sumarið komu þau með okkur í ferðalag á Broncoinum, við skemmtum okkur vel og enn heyrir maður dillandi hláturinn í Stjönu er við vorum að þurrka rykið af okkur því bíllinn var ekki sérstak- lega þéttur. Við fengum að rölta með henni í kaupfélagið, fara niður á bryggju með Söra og vorum aðeins farnar að smitast af norðlenskunni er við fór- um heim. Seinni árin komum við til þeirra með smástækkandi fjölskyldur okk- ar og þegar Stjana varð áttræð vor- um við þarna öll og fórum upp í Mý- vatnssveit og héldum upp á daginn. Þá voru þau flutt í íbúðir fyrir aldr- aða og nú síðustu árin komin á dval- arheimili. Kærar þakkir, elsku Stjana, fyrir allt og guð gefi þér, Söri, styrk í sorginni. Árný og Rannveig. KRISTJANA BENEDIKTSDÓTTIR Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, GUÐBJARTUR ÓLAFUR ÓLASON frá Bíldudal, Skipholti 6, Reykjavík, sem lést á Landspítala Hringbraut miðvikudag- inn 10. desember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Óli Þ. Guðbjartsson, Svava Kjartansdóttir, Sigrún Guðbjartsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Hjörtur Guðbjartsson, Svanhildur Geirarðsdóttir, Fjóla Guðbjartsdóttir, Guðríður Guðbjartsdóttir, Sveinn Benediktsson, Ruth Guðbjartsdóttir, Kristján Harðarson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ÓSKAR ÁSTVALDUR GARÐARSSON, Hávegi 14, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju föstu- daginn 19. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jónasdóttir. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDAR JÓNSSONAR fyrrverandi sjómanns, Laufengi 23. Fyrir hönd aðstandenda, Böðvar Jónsson. Lokað Vegna jarðarfarar ÞORVALDAR KOLBEINS ÁRNASONAR verður skrifstofa okkar lokuð í dag frá kl. 12.00. ÍSTAK, Engjateigi 7. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og vinarhug við fráfall JÓNS EIRÍKSSONAR fyrrverandi bónda, Steinsholti, Gnúpverjahreppi. Guð gefi ykkur fögur jól. Aðstandendur. Okkar ástkæra, FRIÐBJÖRG EBENESERSDÓTTIR, dvalarheimilinu Grund, áður Rauðalæk 48, Reykjavík, lést föstudaginn 12. desember sl. Erla Bergmann, Vilhjálmur Sigurjónsson og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, amma, tengdamóðir og systir, SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR hússtjórnarkennari, lést á líknardeild Landakotsspítala aðfaranótt þriðjudagsins 16. desember. Haraldur Arnljótsson, Margrét Arnljótsdóttir, Anni G. Haugen, Halla Sigríður Margrétardóttir, Jón Hjörtur Þrastarson, Elísabet Haraldsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HELGU KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Karl Sævaldsson, Árni Finnsson, Jóninna Gunnlaug Karlsdóttir, Guðmundur Áskelsson, Anna Guðný Karlsdóttir, Hörður Hólm Másson, Brynja Karlsdóttir, Ingunn Helga Karlsdóttir og barnabörn. STEFÁN HALLGRÍMSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu mánudaginn 15. desember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 19. desember kl. 15.00. Aðstandendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.