Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ástríður Karls-dóttir fæddist á Látrum í Aðalvík 15. febrúar 1931. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut þriðjudaginn 9. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Karl Guðmundsson vél- stjóri, f. 3 feb. 1903, d. 7. ágúst 1980 og Brynhildur Snædal Jósepsdóttir kennari, f. 3 sept. 1902, d. 3. nóv. 1991. Karl og Brynhildur skildu, börn þeirra eru: Guðrún, Ástríður og Guð- mundur Stefán. Brynhildur giftist aftur Ólafi Friðbjarnarsyni. Þeirra börn eru: Hrafnhildur Snædal, Hanna, Þröstur og Guð- mundur Páll. Karl giftist síðar Margréti Jónsdóttur. Þau eignuð- ust einn son, Jónas. Hinn 26. júní 1955 giftist Ástríð- ur Rögnvaldi Þorleifssyni lækni, f. 30. jan. 1930. Þau eignuðust fimm börn, þau eru: Karl margmiðlun- arfræðingur, f. 3. nóv. 1955, Leif- ur ljósmyndari, f. 2. mars 1958, Dóra kennari og listamaður í Ástralíu, f. 13. maí 1960, Bergur Þór flutningabíl- stjóri, 5. júní 1964, og Hrafn Goði flug- maður, f. 3. maí 1970. Ástríður lauk hjúkrunarnámi frá Hjúkrunarkvenna- skólanum í okt. 1953 og starfaði við hjúkrun í framhaldi af því. Að loknu læknanámi Rögn- valdar hér heima fluttust þau til Norð- urlanda, þar sem hann stundaði fram- haldsnám og störf á sjúkrahúsum. Fyrst eitt ár í Danmörku og síðan 6 ár síðan í Svíþjóð. Fjölskyldan fluttist heim til Íslands 1965. Bjuggu og störfuðu á Neskaup- stað til 1968. Fluttust þá í Garða- bæ, þar sem þau áttu síðan heima. Rögnvaldur starfaði á Borgarspít- alanum. Jafnframt húsmóður- störfum starfaði Ástríður við hjúkrun á ýmsum sjúkrastofnun- um í skemmri eða lengri tíma, lengst þó á Reykjalundi, þar sem hún lauk starfsferli sínum. Útför Ástríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hún Ásta systir var eins og mamma, ódrepandi. Það var sama hvað fyrir hana kom, alltaf gekk hún keik og ákveðin í að lúta ekki í lægra haldi fyrir neinu. Hún barðist í 32 ár við lífshættulegan sjúkdóm og hefði minna þurft til að fella margan með- almanninn miklu fyrr. Það var mikill hetjuskapur í langri baráttu hennar fyrir lífinu. Sjúkdóm- urinn herjaði á hana með áhlaupum sem skóku þrek hennar og lömuðu mótstöðukraft hægt en markvisst. Með ótrúlegum viljakrafti og þraut- seigju, sem jaðraði stundum við hörku, og sem Bergur vinur minn Pálsson kallaði vestfirskan djöful- dóm, bauð hún sjúkdómnum birginn. Ég hafði það á tilfinningunni að hún skoraði krabbann á hólm og ögrði honum á köflum. Við systkinin vorum farin að halda að krabbinn myndi að lokum lúta í lægra haldi, hún myndi um síðir standa uppi sem sigurvegari, því þetta stríð var orðið svo langt og allt- af hafði hún haft betur. Þegar ég heimsótti hana á sjúkrastofu hennar skömmu áður en ég fór úr landi var mér þó ljóst að í þetta sinn yrði bar- áttan erfiðari en áður, þótt ekki vant- aði ásetninginn hjá henni til að lifa af. Hún gaf mér það loforð að láta krabbann ekki yfirbuga sig í þetta sinn. Það var eina loforðið sem hún gaf mér sem hún stóð ekki við. Líf Ástu systur var stöðug barátta frá unga aldri til æviloka. Hún var einbeitt og ákveðin að upplagi og stundum svo hreinskiptin að það jaðraði við óskammfeilni. Hún hvik- aði aldrei frá því sem hún taldi rétt og satt. Hún var barn að aldri þegar foreldrar hennar skildu og þar sem hún gætti mín mikið, þegar ég var barn, var mér það snemma ljóst að hún skynjaði það sem ranglæti sem hún gat með engu móti sætt sig við. Hún ætlaðist til þess alla ævi að að fá viðurkenndar eins konar föðurbæt- ur. Baráttueðli kom henni að miklu gagni þegar hún þurfti að takast á við sjúkdóm þann sem að lokum felldi hana. Hún barðist ekki bara fyrir líf- inu í eiginlegri merkingu, heldur tókst hún jafnframt á við að sætta sig við örlög sín. Sú barátta fór fram í kyrrþey og ég er ekki viss um nið- urstöðu hennar. Ásta systir var mikill herstöðva- andstæðingur. Hún var það af sann- færingu og mikilli ástríðu. Hún leit á það sem persónuleg skömm að þjóðin skuli játa sig svo ósjálfstæða og und- irgefna að vilja búa áratugum saman við herstöð á Miðnesheiði. Hún mat önnur pólitísk málefni mikið út frá þessu sjónarmiði og frið tengdi hún alltaf við færri og ónýtari vopn og enn færri og ónýtari hershöfðingja. Það var sannfæringu hennar ofaukið að fallast á það sjónarmið að besta leiðin til að tryggja frið væri að vopn- væðast og heyja stríð. Hún var einn- ig mikill náttúruunnandi og lagðist á sveif með þeim sem vildu hindra að hlutum landsins yrði að eilífu sökkt undir aurborin uppistöðulón. Lífsgildi hennar komu umfram allt fram í baráttumálum hennar, fyrir friði, réttlæti og óspilltri náttúru. Samfara einbeittum baráttuhug var hún ákaflega tilfinningarík og meyr manneskja. Barátta hennar var sprottin af sterkum tilfinningum og þær mótuðu líf hennar umfram annað. Við sem vorum aðnjótendur þessara tilfinninga sáum fjársjóð sem glóði. Ég tengdist Ástu og fjölskyldu hennar snemma mjög nánum bönd- um. Hún var athvarf mitt þegar ég var ungur og hjá henni dvaldi ég síð- ar á námsárum mínum, eftir að hún og Rögnvaldur maður hennar stofn- uðu heimili og fjölskyldan tók að stækka. Ástrík umhyggja hennar fyrir mér breyttist ekkert eftir að ég fór að verða fyrirferðarmeiri í þjóð- lífinu og setti fram skoðanir sem henni voru ekki ætíð að skapi. Svo náin voru tengsl okkar að lengi vel fannst mér hennar börn vera jafnframt mín börn og ábyrgð mín á velferð þeirra ekkert minni en hennar. Að leiðarlokum er mér þökk í huga og mikill söknuður. Rögnvaldur og börnin, og ekki síður barnabörnin sem hún dýrkaði, sjá á bak eigin- konu, ástríkri móður og ömmu sem var þungamiðja heimilisins og sem allir gátu leitað til í margvíslegum mótvindum lífsins. Við Þórunn og fjölskylda okkar þökkum samfylgdina og vottum Rögnvaldi og börnum þeirra dýpstu samúð. Þröstur Ólafsson. Barnahópurinn var notalega stór. Sjö voru systkinin en sex ólumst við upp í brekkunni á Húsavík í ástríki og glaðværð. Ég naut þess að vera örverpið á heimilinu; átti ekki aðeins yndislega foreldra heldur fjórar systur og bróður heima sem drösl- uðust með örverpið frá unga aldri. Þar var mikið sungið, spilað og hleg- ið. Þar sem einn fór, þar fór hers- ingin öll saman, þar til aldur færðist smátt og smátt yfir og leiðir tók að skilja. Ásta systir var næstelst af börnum móður minnar og nú hefur hún fyrst systkinanna kvatt þennan heim eftir áratuga baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún var smávaxin og fíngerð eins og fleiri konur í ættinni og samt var hún stór. Hún var hetja, baráttukona af lífi og sál, hreinlynd og öflug með stórt, stórt hjarta. Skarð er fyrir skildi. Í sárum missi er þakklætið þó efst í sinni yfir að hafa átt svo dýrmæta systur og félaga. Hún var hörð af sér þegar á móti blés og það var æði oft á lífsleiðinni. Hún var bæði blíð og skapheit og hefur smáatvik frá Þórð- arstaðaárunum yljað mér um hjarta- rætur síðan hún dó. Á stóru heimili eins og á Þórðar- stöðum þar sem báðir foreldrar unnu úti skipti miklu máli að börnin tækju til hendinni. Og örverpið var að sjálf- sögðu oftast stikkfrí en elstu syst- urnar, Gunna og Ásta, mestu dugn- aðarforkarnir og fyrir kom að þeim rann í skap yfir endalausu uppvaski og skúringum. Til að árétta þetta lásu þær okkur bræðrum pistilinn fyrir að vaða inn á skóm, sem gerðist þegar mikið lá við. Einhverju sinni þegar enginn var heima ákvað ég að létta undir með systrum mínum og skúra eldhúsgólf- ið. Þetta var í vikulok og ég hafði margoft séð þetta gert. Sennilega var ég sex ára, varla meira. Mér leiddist hins vegar þófið að bleyta gólfið með tusku, skrúbba það síðan og þurrka og sá að þetta var tóm vit- leysa; hellti úr fötunni á gólfið og gekk til verks. Sem ég stend í stíg- vélum á gólfinu, hálfnaður við þessa framúrstefnuskúrun kemur Ásta úr skólanum. Fyrst varð þögn, svo mik- ill hávaði, mér hent út og sagt að ég skyldi aldrei reyna að gera henni greiða. Og enn var hún öskuvond þegar ég kíkti inn næst til að kanna stöðuna og líka þegar mamma kom heim. Svo var það búið og síðar þegar atvikið barst í tal hló hún svo innilega að hún táraðist. Þannig var Ásta. Við vorum perluvinir alla tíð en aldrei nánari en síðasta áratuginn. Hún var einlægur og virkur friðar- sinni og baráttan um landið, Kára- hnjúkaódæðið, sóun náttúruauðlinda og andstaðan við hernað gegn fá- tæku og umkomulausu fólki í Palest- ínu og víðar batt okkur afar traustum böndum. Í heræfingu árið 1999 fengu íslensk stjórnvöld NATO til að æfa hernað gegn sameiginlegum óvini, „umhverfisbófum“, sem áttu hugsan- lega að sprengja stíflur og stöðvar- hús virkjana. Fyrst og fremst voru þetta skilaboð til þeirra sem and- mæltu hryðjuverkum stjórnvalda á náttúru landsins fyrir alþjóðlega stóriðjusóða. Þyrlur áttu að lenda í Hljómskála- garðinum, ef til vill til að venja fólk við vopnaburð í miðri höfuðborginni. Margir friðarsinnar brugðust við og þá fór þessi litla, veikburða og brot- hætta kona niður í Hljómskálagarð og settist þar sem þyrlurnar áttu að lenda. Ég sé hana fyrir mér sitjandi í garðinum yfirbuga NATO-herinn – með friði. Og það gerðist, að sjálf- sögðu, samvinna er allt sem þarf. Ég kveð mína kæru systur í græn- um hljómskálagarði þar sem friður ríkir og fegurð eilífðar tekur völdin. Guðmundur Páll Ólafsson. Ástríður Karlsdóttir sat í mið- nefnd Samtaka herstöðvaandstæð- inga frá 1977 til 1992, lengur en nokkur annar maður. Má af sjá hversu hugleikinn sá málstaður var henni og víst er að fáir hafa unnið meira eða ósérplægnara starf fyrir samtökin og íslenska friðarhreyf- ingu. Ástríður var alla tíð sannfærð- ur herstöðvaandstæðingur, en hóf ekki þátttöku í skipulögðu starfi fyrr en á áttunda áratugnum. Um það leyti var eðli baráttunnar gegn her í landi að taka nokkrum breytingum. Auk hefðbundinna Keflavíkur- gangna var fitjað upp á nýjungum eins og Rokk gegn her í landi, sem fram fór sumarið 1980. Á meðan hún var virkust í starfi Samtaka herstöðvaandstæðinga breyttust áherslur samtakanna og fékk barátta gegn kjarnorkuvopnum aukið vægi, meðal annars sóttu jap- anskir friðarsinnar Ísland heim árið 1985 og haldnar voru friðarbúðir á Suðurnesjum til minningar um kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Hiroshima og Nagasaki. Var það upphaf kertafleytingar á Reykjavík- urtjörn sem síðan hefur verið árlegur viðburður. Enda þótt Ástríður hætti í mið- nefnd var baráttu hennar gegn stríði og yfirgangi hervelda ekki lokið. Hún var t.d. ein þeirra sem mættu í Hljómskálagarðinn sumarið 1999, þegar yfirvöld ætluðu að breyta skemmtigarði allra Reykvíkinga í lendingarvöll fyrir herþyrlur. Þeim áformum tókst að afstýra. Hún batt einnig vonir við að mótmæli gegn árásarstríði við Írak sem sýndu að til væri fólk sem þyrði að segja nei við stríði og drápum á saklausum borg- urum. Hún var alltaf bjartsýn, trúði á að fólk ætti að segja hugsun sína og fylgja sannfæringu sinni. Í fyrsta tölublaði Dagfara, tímarits SHA, frá árinu 2003 birtist viðtal við Ástríði. Þar sagðist hún ekki mundu halda upp á sjálfstæði Íslands á 17. júní fyrr en Bandaríkjaher hafi yf- irgefið landið. Því miður auðnaðist henni ekki að sjá herlaust Ísland, en félagar hennar í herstöðvaandstöð- unni votta henni virðingu sína og minnast hennar í áframhaldandi bar- áttu. Fyrir hönd Samtaka herstöðva- andstæðinga, Stefán Pálsson, formaður miðnefndar. Góður vinur hefur kvatt, Ástríður Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur er látin, hún lést eftir langa og stranga baráttu við erfið veikindi sem settu mark á líf hennar. En það var ekki öllum ljóst hve harða baráttu hún oft og tíðum háði, hún bar sig eins og hetja. Mér var það alls ekki alltaf ljóst og satt að segja gleymdi ég oft og tíðum að hún gekk sjaldnast heil til skógar. Þannig var framkoma hennar hóf- stillt á eigin líðan en áhugasöm um velferð annarra. Kynni okkar voru orðin löng en í október sl. voru 50 ár frá því við luk- um námi í hjúkrun við Hjúkrunar- kvennaskóla Íslands. Það voru 10 stúlkur sem hófu námið árið 1950, af- ar ólíkir einstaklingar hver frá sínum landsfjórðungnum, en allar með brennandi þrá eftir að læra hjúkrun. Námið tók hug okkar allan og þjapp- aði okkur saman, enda bjuggum við á heimavist skólans og húsakynnin ekki víðfeðm. Þarna var okkar litla samfélag og bundumst við þéttum vináttuböndum. Ásta var afar vinsæl í hópnum, hlý og skilningsrík, kát og glettin, afar kappsfull við námið, enda vel gefin og fljót að tileinka sér námsefnið og ekki var það verra þegar hún tók fram gítarinn og spilaði og söng fyrir okkur með sinni ljúfu rödd. Já, gott er að eiga góðar minningar um ung- dómsárin, og góðar eru einnig minn- ingar um fullorðinsárin, þegar börn og bú komu til skjalanna, að ekki sé minnst á förunautinn, en Ásta giftist Rögnvaldi Þorleifssyni lækni 26. júní 1955, þau eignuðust 5 mannvænleg börn og fjölskyldan er orðin stór, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. Árin sem fóru í hönd voru anna- söm og fjölskyldan dvaldi um árabil erlendis, en Ásta kom í heimsókn til Íslands öðru hvoru og þá var oft glatt á hjalla. Árið 1968 flutti svo fjölskyld- an í Arnarnesið í Garðabæ, þar voru oft haldnar góðar veislur og þá kynntust allir enn betur og gafst góð- ur tími til þess að rifja upp liðin ár, fara yfir barnauppeldið, lífið og starf- ið. Ásta átti stóra og góða fjölskyldu og höfðu þau gott samband og veit ég að hún fór nokkrar ferðir til þess að kynna sér þau mál er bróðir hennar, Guðmundur Ólafsson, barðist fyrir, varðandi Kárahnjúka en hann eins og alþjóð veit hefur kynnt afleiðingar og áhrif þeirra framkvæmda. Einnig hélt Ásta ávallt góðu sam- bandi við frændfólk sitt fyrir vestan og heimsótti Aðalvíkina þar vestra oft. En alltaf var Ásta jafn hugulsöm, m.a. hafði hún kynnst móður minni er við vorum í skólanum. Á efri árum lá móðir mín á sjúkra- húsi þá leit Ásta inn til hennar og móðir mín ljómaði er hún sagði mér frá heimsókninni og kallaði Ástu allt- af góðu og fallegu vinkonuna mína. Þessi orð eiga vel við er ég kveð kæra vinkonu. Farðu í friði, friður Guðs þig blessi. Ég votta fjölskyldunni samúð mína. Pálína Sigurjónsdóttir. Hugurinn hvarflar til þess tíma, er leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir fimmtíu og þremur árum. Við kom- um sitt úr hverri áttinni og áttum raunverulega ekkert sameiginlegt, nema það að hugur okkar allra stefndi til náms í hjúkrun. Og uppi á þriðju hæð í Landspítalanum við Hringbraut stóð heimili okkar næstu þrjú árin. Þar var þannig umhorfs, að fáir myndu trúa nú til dags. Í þröngu herbergi bjuggum við allar þrjár við lítil þægindi en strangan aga. Þrátt fyrir það er ekki ástæða til að kvarta, og við hugsum oft með hlýju og þakk- læti til þessa tímabils. Þar lærðum við hagnýt vinnubrögð, sem okkur finnst hafa enst vel, ekki bara í hjúkrunarstarfi, heldur einnig í hinu daglega amstri. Við vorum 10 sem hófum nám við skólann haustið 1950 og var Ásta næstyngst. Flestar lukum við námi saman haustið 1953. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og sitt- hvað á dagana drifið. Allar eignuðumst við okkar eigin fjölskyldur. Um tíma þar á eftir var oft langt á milli, þannig að samgang- ur var minni, enda allar uppteknar við eigin hugðarefni, heimilishald, barnauppeldi og vinnu eftir því sem aðstæður leyfðu. Á seinni árum þeg- ar umhægjast fór, náðum við þó vel saman á ný og samgangur varð mik- ill. Oft hittumst við heima hjá hver annarri yfir kaffibolla og kannski einni og einni tertusneið með. En þó vel færi oftast á okkar í milli, var þó fjarri því að einhver lognmolla hvíldi yfir samkvæminu. Tekist var á um ýmis dægurmál og ekki alltaf ein- hugur. Ásta var t.d. ákveðinn her- námsandstæðingur og einlægur náttúruverndarsinni, og voru fáir henni fremri á því sviði. Ekki spillti þetta þó vinfenginu. Nú þegar Ásta kveður fyrst úr hópnum, er margs að minnast. Er þar allt á einn veg að því er hana varðar – traust, heiðarleg, ósérhlífin. Og þó að nám okkar og starf hafi einkum beinst að hjúkrun sjúkra og umönnun um þá allt til þesss síðasta, sem allra bíður, þá er söknuðurinn alltaf jafn sár. Við eigum því eftir að sakna hennar sárlega úr hópnum. Það er með djúpri virðingu og ein- lægri þökk til Ástu vinkonu okkar, sem við sendum Rögnvaldi, börnum þeirra og barnabörnum samúðar- kveðjur. Gróa og Ragna. Eitt sinn skal hver deyja. Það er staðreynd og eitt af því fáa sem við vitum með vissu. Nú hefur Ásta kvatt okkur og að henni er mikil eft- irsjá. Við vorum 10 sem útskrifuð- umst frá Hjúkrunarskóla Íslands 30. september 1953 eða fyrir 50 árum. Ásta er sú fyrsta af okkur sem hverf- ur á braut. Ásta var einstakur per- sónuleiki, ákveðin og sterk og hafði sínar skoðanir á hlutunum og lá ekk- ert á þeim. Brosið hennar blíða og kímnigáfan gleymist ekki. Hún fór ekki heldur troðnar slóðir og kom víða við. Hún lifði lífinu lífandi. Ung gifti hún sig og eignaðist 5 börn, en engu að síður vann hún við hjúkrun á hinum ýmsu stöðum. Hún kunni vel til verka og var góður starfskraftur. Þótt hún gengi ekki heil til skógar lét hún það ekki aftra sér. En öllu lýkur um síðir. Heilsan versnaði og hún barðist hetjulega til síðasta dags. Megi hún næðis og hvíldar njóta við hlið föður síns, sem var henni svo kær. Við sem eftir stöndum, lútum höfði í djúpri þögn. Blessuð sé minn- ing hjartkærrar vinkonu og sam- starfsmanns. Innilegar samúðar- kveðjur til eiginmanns og fjölskyldu. Ingibjörg Ólafsdóttir. Ég átti erfitt með að trúa þeirri frétt að Ástríður Karlsdóttir væri dá- in. Því við sem kynntumst hetjunni Ástríði og fylgdumst með áratuga baráttu hennar við banvænan sjúk- dóm höfðum fyrir löngu sannfærst um að hvað sem á dyndi stæði hún alltaf upp aftur. Ótal sjúkrahúslegur og erfiðar lyfjameðferðir breyttu því ekki, að strax og hún varð örlítið skárri, var hún mætt í baráttuna fyr- ir herlausu landi. Ég kynntist Ástríði fyrst fyrir rúmum tveimur áratugum í mið- ÁSTRÍÐUR KARLSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.