Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 45 Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. nefnd Samtaka herstöðvaandstæð- inga. Mér er sérstaklega minnisstæð sú góðvild sem einkenndi Ástríði. Glettnislegt augnaráð hennar og milt brosið gerði starfið svo auðvelt og einörð andstaða hennar við herinn og Nató hafði hvetjandi áhrif á okkur öll. Þar voru börnin engin undan- tekning. Krakkarnir mínir, sem voru ungir á þessum árum, voru ekki lengi að ákveða að Ástríður væri þriðja amma þeirra. Þau skynjuðu strax hvað hún Ástríður var góð kona. Ótal skemmtileg atvik koma upp í hugann þegar baráttusaga Ástríðar er rifjuð upp. Má þar nefna þegar hún hjálpaði hópi herstöðvaandstæð- inga að koma dreifiriti til banda- rískra hermanna í ágúst 1985. Á þeim tíma var ekki búið að aðskilja farþegaflugið og herstöðina og vopn- aður vörður stöðvaði alla bíla sem ætluðu inn á völlinn. Þá kom sér vel að Ástríður hafði þann sið, í mót- mælaskyni við veru hersins, að stoppa aldrei í hliðinu. Meðan verð- irnir eltust við bíl Ástríðar komust félagar hennar óáreittir inn fyrir girðinguna. Sumarið 1999 leyfðu stjórnvöld heræfingar í miðborg Reykjavíkur. Herþyrlur áttu að lenda í Hljóm- skálagarðinum og hleypa út her- mönnum með alvæpni. Hópur frið- arsinna hittist í „lautarferð“ í garðinum á sama tíma. Sumir borð- uðu nesti, grilluðu pylsur eða léku fótbolta á flötinni. Að sjálfsögðu kom Ástríður líka. Hún leiddi litla stúlku, barnabarn sitt, og þær settust saman á grasflötina til að leggja sitt af mörkum. Tvöfaldur sigur vannst þennan dag. Hætt var við að láta þyrlurnar lenda og lítil stúlka lærði þá mikilvægu lexíu að aldrei má sam- þykkja heræfingar á Íslandi. Fólk verður að mótmæla. Minningin um Ástríði Karlsdóttur lifir í hjarta okkar sem kynntumst henni og við óskum þess að draumur hennar um herlaust Ísland, utan Nató verði að veruleika. Ég sendi fjölskyldu Ástríðar og eiginmanni hennar Rögnvaldi innilegar samúð- arkveðjur. Missir þeirra er mikill. Ingibjörg Haraldsdóttir, kennari. Fyrsta minning mín um Ástu er lítil frænka með brún, spyrjandi augu og eftirvæntingu í svipnum, smábeinótt og fínleg. Þessi fallega litla stelpa varð að fallegri ungri stúlku með suðrænt útlit og kankvíst bros. Ásta fór í hjúkrunarnám þegar hún hafði aldur til og vann við hjúkr- un meira og minna allan sinn starfs- aldur. Hún bar virðingu fyrir starfi sínu og sinnti því af samviskusemi og hlýju. Á námsárunum kynntist hún mannsefni sínu og þegar Rögnvaldur hafði lokið læknisnámi hér, fór litla fjölskyldan til Svíþjóðar þar sem hann lauk sérnámi. Eftir veru sína þar millilentu þau í Neskaupstað í nokkur ár. En loks komu þau aftur á Reykjavíkursvæðið og Ásta komin í kallfæri á ný. Ásta tók snemma pólitíska af- stöðu. Gekk margar Keflavíkurgöng- ur með félögum sínum, sem hún studdi af einlægni. Hún elskaði land- ið sitt og þá sérstaklega Aðalvík. Þangað fór hún sumar eftir sumar, ýmist með fjölskyldu sinni og vinum eða bara ein, og kom endurnærð til baka. Hún var trygglynd og bestu vinkonur sínar eignaðist hún í hjúkr- unarnáminu og sú vinátta hélst til dauðadags. Hún sýndi ættingjum sínum sömu tryggðina og þó langt liði stundum milli funda okkar var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Gleðin yfir samfundunum var einlæg og gefandi. En umfram allt var það bóndi hennar og afkomendur sem áttu hug hennar og hjarta. Hún fylgdi börnum sínum eftir með ráðum og dáð og studdi þau til allra góðra verka. Heimsótti þau hvort sem var upp í sveit á Íslandi eða hinum megin á hnettinum til að fullvissa sig um að þeim liði vel og til að fylgjast með barnabörnunum. Þau voru kapituli út af fyrir sig og sum þeirra dvöldu langtímum saman á heimili ömmu og afa. Ásta ræktaði vel sambandið við systkini sín og var elstu systur sinni ómetanleg stoð í veikindum hennar síðustu árin. Við Ásta vorum nátengdar. Feður okkar bræður og mæður okkar frænkur og vinkonur. Öll voru þau Sléttuhreppingar. Í vetur er leið hitt- umst við frænkurnar stundum og tókum þá fram Sléttuhreppsbókina og skemmtum okkur við að rekja ættir okkar fram og til baka. Það voru indælar stundir. Við systkinin sendum öllum ást- vinum Ástu frænku okkar hugheilar samúðarkveðjur og þökkum henni ljúfa samfylgd. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Sæmundsen. Mér varð þungt fyrir brjósti þegar mér bárust fregnir af andláti Ástríðar Karlsdóttur, herstöðvaand- stæðings, friðarsinna og náttúruunn- anda. Vinir og baráttufélagar syrgja hana af heilum hug. Hún unni landi sínu Íslandi af heitu hjarta. Tók virk- an þátt í baráttu herstöðvaandstæð- inga og friðarsinna hvort sem hún beindist gegn hersetu á Íslandi eða hernaðarofbeldi í Júgóslavíu, Afgan- istan og Írak svo dæmi séu nefnd. Hún vissi sem var að hernaður og hernaðarhyggja bitna harkalegast á konum og börnum og leiða til áfram- haldandi ofbeldis og hefndaraðgerða. Og fordæmin voru henni ljóslifandi. Nægir þar að nefna Palestínu þar sem ógnarástandi er viðhaldið með ríkulegum fjárframlögum Banda- ríkjanna til Ísraels, nú síðast til að byggja svo skelfilegan aðskilnaðar- múr að Berlínarmúrinn fellur í skuggann. Ógnarástandið í Írak „eft- ir að stríðinu lauk“ er annað dæmi. Allt var þetta eitur í beinum Ástríðar, gekk þvert gegn sannfær- ingu hennar, djúpri réttlætiskennd og manngæsku. Hún var ekki ein af þeim manneskjum sem láta þetta yf- ir sig ganga átölulaust. Var í farar- broddi herstöðvaandstæðinga og friðarsinna í áratugi og sparaði sig hvergi. Í hugann koma minningar frá Friðarbúðum í Ytri-Njarðvík sumar- ið 1984 þar sem kröfur um eyðingu kjarnorkuvopna voru í fyrirrúmi og rifjaðar voru upp hörmungar kjarn- orkuvopnaárása Bandaríkjamanna á Hirósíma og Nagasaki í stríðslok ár- ið 1945, ógnvænlegustu fjöldamorð mannkynssögunnar. Hvað við dáð- umst og hrifumst af baráttuelju hennar, kjarki og hugkvæmni, sem hún blés okkur ótrauð í brjóst. Hún lét sig ekki muna um að bruna upp á völl og það var ekki hennar stíll að láta lögreglumenn eða hermenn gráa fyrir járnum hindra sig eða hefta tjáningarfrelsi sitt. Og með reisn, undir eftirliti herþyrlna, gekk hún fjörurnar sunnanvert við herstöðina lögreglu- og hermönnum til skap- raunar. Þetta var landið hennar og hún átti einnig óskoraðan og laga- legan rétt á friðsamlegri för með sjónum. Hún lifði það ekki að sjá her- inn hverfa af landi brott en sá djarfa fyrir því vitandi það að forgengileg gróðahyggja aronskunnar stæði nú ein í vegi fyrir því. Ástríður verður okkur herstöðva- andstæðingum og friðarsinnum minnisstæð og lýsandi fordæmi um langan aldur. Þessi sterka, fallega, greinda og viðkvæma kona sem lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir erfið veikindi í lífinu. Hún var stolt móðir fimm mannvænlegra barna, sem hún unni hugástum, og barðist fyrir sannfæringu sinni meðan hún dró lífsandann. Fyrir mér var hún í senn íslensk fjóla, eyrarrós og fífa, fegurst blóma. Fjölskyldu hennar sendi ég hjartans samúðarkveðjur. Atli Gíslason. ✝ Ingveldur Jó-hannesdóttir frá Skáleyjum á Breiða- firði fæddist þar 18. október 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar Ingveldar voru hjónin María Gísla- dóttir, f. 23. júní 1868, d. 19. ágúst 1959 og Jóhannes Jónsson bóndi í Skáleyjum, f. 2. ágúst 1864, d. 22. maí 1918. Ingveldur var yngst af níu systk- inum sem öll eru látin. 19. júní 1928 giftist hún frænda sínum Bergsveini Skúlasyni, einn- ig úr Skáleyjum, f. 3. apríl 1899, d. 21. ágúst 1993. Ingveldur og Berg- sveinn áttu eina dóttur Hrafnhildi, f. 28. janúar 1936. Eiginmaður hennar var Björn Guðmundsson, f. 20. september 1930, d. 14. júlí 1998. Börn þeirra eru: Kristín Jóhanna, Ingveldur Birna og María Dóra. Langömmu- og langalangömmubörn Ingveldar eru alls níu. Ingveldur og Bergsveinn hófu bú- skap sinn í Skáleyj- um, síðan bjuggu þau á Skálmarnesmúla og í Ögri við Stykk- ishólm. Eftir það fluttu þau til Reykjavíkur og vann Ingveldur þar ýmis störf, lengst af á Land- spítalanum við Hringbraut. Ingveldur verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Lítil stelpa er að hlaupa á eftir hænu í áttina að Stórabrunni. Stóri- brunnur er óbyrgður pyttur, ,,Soga- lækur þeirra, sem eiga óvita börn“. ,,Hún Stína fer í brunninn,“ kallar einhver og hver af öðrum kastar hrífunni og hleypur. Ein kona er hraðskreiðust. ,,Hún Inga hleypur,“ segir einhver og fólkið hverfur aftur að flekknum og hrífunni. Undirritaður, hálfvaxinn strákur, horfir á eftir Ingu og sýnin brennir sig í minni hans. Hann sér ,,létta hryssu í flokki staðra mera“, þegar hún hleypur til að forða krakkanum frá hættunni. Þróttmikil kona í pilsi því konur þess tíma fóru ekkert í buxur þó þær gestkomandi skryppu með hrífu í þurran flekk. Inga var yngst systkinanna hans pabba, sem að öðrum ólöstuðum voru ,,Frændfólkið“ með stórum staf og greini. Þau komu ,,heim“ þau voru ,,heima“ komin á æskustöðv- arnar í okkar hóp. Inga var litla stelpan sem við kné ömmu sinnar Kristínar Pétursdótt- ur nam frásögn hennar, af hennar helgustu minningu og bar þann fróð- leik áfram til næstu kynslóðar. Og Kristín Pétursdóttir kvað: Kemur Inga kærust mér, kemur orgaskjóða. Illa kveðið er nú hér um elsku barnið góða. Undirritaður var sem strákur vanur því að fullorðið fólk brygðist við með góðlátlegu gríni ef hann reyndi að viðra við það sitt stærsta áhugamál og reyndar eina mögulega umræðuefni. Inga var undantekningin. Undir hennar athygli og áhuga gat ég þulið og kynnt alla mína þekkingu á ætt- erni, skapferli og arfgengiseinkenn- um hverrar skepnu í hjörðinni. Hún var að vísu öfugt við mig næmari og áhugasamari um kýr en kindur, en kom ekki að teljandi sök. Það vakti undrun kúasmalans hve miklar mætur hún hafði á leiðinleg- ustu beljunni, sem var allra kúa lat- rækust og raddljótust. Síðan rann upp fyrir mér, að skepnan hafði ver- ið í hennar eign við búskaparlok hennar að Skálmarnessmúla. Það skipti sköpum og beljan í allt öðru ljósi þaðanífrá. Ég átti að heita fullorðinn maður þegar hún amma dó og systkinin komu öll heim í einu í síðasta sinn. Við gengum útá holtin eina kvöld- stund ég og búskaparáhugafólkið Inga, Magga og Bjössi Dan. Nutum saman stundarinnar í umhverfinu okkar. Þau fengu víst að heyra sitt- hvað um fyrirætlanir mínar eða vilja og betur hvetjandi undirtektir fékk ég sennilega aldrei. Þessi kvöld- stund hefur vafalaust átt sinn þátt í að marka mér framtíðarspor. Ingu heyrði ég segja að þá væru sveitir ekki mannlausar ef allir hefðu slíkan áhuga fyrir búskap sem hún. Svo er með marga að möguleikar bjóða þeim ekki uppá, að svala öllum sínum innstu þrám, en ganga sem Ingveldur frænka mín æðrulaus að þeim skyldum, sem tíðarandinn og þjóðfélagið býður. Inga og Magga komu saman í síðustu heimsóknina, aldnar að árum, en hressar. Þær fengu að líta nýja kynslóð að ráðum þar. Þær tóku í dún, þær komu að mjöltum. Þær voru svo sannarlega heima. Það munu hafa verið stórhuga ung hjón, sem hurfu frá föðurleifð Bergsveins í Skáleyjum og tóku Skálmarnessmúlann til ábúðar. Það gjöfula stórbýli gegnum söguna hef- ur verið nær því að uppfylla drauma búfræðingsins unga og hans ötulu áhugasömu brúðar. En við að nýta hið fjölþætta gagn Múlans þurfti mikinn mannskap. Mikið var um sjó- ferðaslark og bátaamstur. Það átti aldrei við Ingu og kannski ekki hann heldur. Hann var þeirrar gerðar að á hann hlóðust félagsmálastörf og önnur áhugamál grúskarans tóku marga stundina frá búskapnum. Tími fjölmennra búa, sem báru hjúa- fjöld var að líða undir lok. Þau fengu sér litlu og hægari jörð, með að sumu leyti sömu eðliskosti, Ögur. En sennilega hefur sá búskapur ekki borið nóg. Þeim fór sem fleirum. Þau hurfu suður á vit fjöldans. Eftir fáein ár þar kom að stuttum en sögulegum þætti í ferli þeirra, drengjaheimilið í Breiðavík. Þann þátt ber að nefna, en að honum lokn- um kynntist ég þeim best. Um ánægjustundir á heimili Ingu og Bergsveins fyrir sunnan verður ekki fjölyrt hér. Þau veittu forstöðu drengjaheimili í Breiðavík árin 1953–’55. Auðvelt hlutverk er það ekki að gera eitt heimili hóp stráka er orðið hafa utanveltu í mannasið- um þjóðfélagsins og forstöðufólkinu ekki ætlað það hlutverk að ganga þeim í foreldrastað. Þó fór það svo að oft tók Inga á sig stuðpúðahlut- verk móðurinnar þegar í harðbakka sló um samlyndið. Margir þessara drengja báru henni móðurorð að lokinni dvöl. Það orðspor hefur bor- ist mér víða að, en last ekkert. Með þessum orðum var mér falið að bera fólkinu hennar kveðju okkar bróðurbarna hennar úr Skáleyjum. Afkomendur Hrafnhildar þekki ég suma. Fóstursonur Ingveldar og Berg- sveins hét Kristján Valdimarsson og varð ekki langlífur, en hann kvænt- ist og átti dóttur og þar með afkom- endur. Þá þekki ég ekki. Öllu þessu fólki ber ég kveðju mína og minna nánustu í minningu okkar kæru frænku, Ingveldar Jó- hannesdóttur frá Skáleyjum. Jóhannes Geir Gíslason. Aldrei deyr þó allt um þrotni endurminning þess er var. (Grímur Thomsen.) Ingveldur móðursystir okkar er farin úr þessu jarðlífi eftir langa vist. Upp í hugann kemur mynd af fallegri gamalli konu með blik í aug- um, hlýjan svip og glaðværan hlátur ef hún heyrði eitthvað sem henni þótti skemmtilegt. Hún var alltaf kölluð Inga frænka. Við kynntumst henni fyrst í bernskuminningum móður okkar. Yfir þeim var viss ljómi. Seinna heyrðum við oft hversu mikill dugn- aðarforkur hún var í erfiðum bú- störfum á fullorðinsárum. Þegar hún og Bergsveinn maður hennar fluttu „á mölina“ var gott að eiga innhlaup hjá Ingu frænku. Þess naut Stella í sínu hjúkrunarnámi sem á góðar minningar tengdar Silf- urtúninu þar sem þau bjuggu þá. Inga átti auðvelt með að umgangast fólk, ekki síst ungmenni og sýndi skilning á þeirra viðhorfum. Það kom t.d. fram í jólaboði þegar ungir gestir vildu frekar fara í bíó heldur en sitja kaffiboð. Þó líf Ingu frænku væri ekki sí- felldur dans á rósum fylgdi henni notaleg glaðværð. Ungar telpur í sumardvöl hjá ömmu sinni voru svo lánsamar að kynnast Ingu frænku þegar hún heimsótti systur sína. Hún kom færandi hendi ýmislegt sem smáfólk kunni að meta en aðrir fullorðnir báru ekki skynbragð á. Gáskafulla ömmusystirin stökk með þeim yfir baggasætin, nokkuð sem var í raun bannað, en þar sem hún gat bætt það sem aflagaðist var þetta óhætt. Það var ekki fyrr en síðari æviár sem við fórum að fá meiri tíma með Ingu frænku. Það var alltaf gaman að vera með henni hvort sem var á hennar eigin heimili eða annars staðar. Hún las mikið, var ættfróð og fylgdist vel með í tímanum. Ekki síst var ánægjulegt að vera með móður okkar og henni þegar þær hittust. Það var alla tíð mjög kært með þeim systrum þó leiðir þeirra hafi ekki legið mikið saman gegnum árin. Ellin fer misvel með fólk. Frænka okkar fór ekki varhluta af ókostum ellinnar. Minnið fór að svíkja. Sam- ræður breyttust og ekki hægt að ganga að hennar þekkingarbrunni á sama hátt og áður. En blikið í aug- unum lifði og hún gat enn með til- veru sinni gefið af sér, bara svolítið öðruvísi en áður. Hún kunni vel að meta heimsóknir og þótti gott að heyra eitthvað skemmtilegt. Hún var mikill dýravinur og auðvelt að deila þeim áhuga með henni. Myndir af gömlum vinum komu oft af stað minningabrotum um liðna tíð. Þá hermdi hún stundum eftir sérkenni- legu orðfæri gamalla kunningja eða sló út hendi til að sýna sérstaka takta einhvers. Þannig gaf hún okk- ur hinum smá innsýn í veröld sem var. Þó tilvera hennar væri ekki allt- af í samræmi við raunveruleikann gat hún enn komið með hnyttin og viðeigandi tilsvör. Það gladdi okkur sífellt og urðu sem lítil gullkorn. Fyrir stuttu fór hún hiklaust með lít- ið ljóð sem var alltaf sungið við jóla- tréð heima í Skáleyjum þegar hún var barn. Þann söng kunnum við hinar ekki. Inga frænka skilur eftir margar hlýjar minningar í okkar huga sem munu ylja um ókomin ár. Fjölskyldu hennar og afkomend- um sendum við hugheilar kveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Ragnheiður og María (Stella og Maja) Björnsdætur og fjölskyldur þeirra. INGVELDUR JÓHANNESDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.