Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 49

Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 49 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Frjálsa flugmannafélagsins verður haldinn í A sal Radisson Hótel Sögu, 2. hæð, laugardaginn 20. desember nk. Hefst hann kl. 13.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og breytingartillaga á lögum félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. KENNSLA Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Útskrift verður í Íþróttahúsi F.B v/Austurberg föstudaginn 19. desember 2003 kl. 14.00. Eldri útskriftarárgangar, foreldrar, aðrir ættingj- ar, svo og velunnarar skólans, eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari. Námskeið vegna sveins- prófs í flugvélavirkjun Námskeið vegna sveinsprófs í flugvélavirkjun verður haldið 26., 28., 29. og 30. janúar 2004 í Flugvirkjaheimilinu, Borgartúni 22, og hefst kl. 20.00 öll kvöldin. Námskeiðið er félags- mönnum í Flugvirkjafélagi Íslands að kostnað- arlausu, en utanfélagsmenn þurfa að greiða 20 þúsund krónur. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagsins til að tilkynna þátttöku. Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 562 1610, fax 562 1605, netfang: fvfi@centrum.is, heimasíða: www.flug.is. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulag í Bláskógabyggð Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulags- tillögur: 1. Nýtt lögbýli „Goðatún“ úr landi Reykja- valla í Biskupstungum, deiliskipulag. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi á einni hæð ásamt vélaskemmu og gripahúsi. Tenging er um aðkomuveg frá afleggjara að frístunda- byggð við Tungufljót. 2. Deiliskipulag við Bjarkarbraut í landi Norð- urbrúnar í Reykholti sem leysir eldra skipu- lag af hólmi. Gert er ráð fyrir 19 einbýlis- húsalóðum að stærð 1.420 m2 til 5.940 m2. Á tæplega helmingi lóðanna er gert ráð fyrir gróðurhúsi auk íbúðarhúss. 3. Deiliskipulag í þegar byggðu hverfi í Laug- arási í Biskupstungum. Svæðið afmarkast af Skúlagötu í suðri, Skálholtsvegi í vestri, Ferjuvegi í norðri og Höfðavegi og Bæjar- holti í austri. Skipulagið nær til 10 garð- yrkjulóða. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dal- braut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 17. desember 2003 til 14. janúar 2004. Athuga- semdir við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síð- asta lagi þriðjudaginn 28. janúar 2004 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir at- hugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Laugarvatni, 9. desember 2003, f.h. sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu. Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður Skipulags- stofnunar Djúpvegur (61) Eyrarhlíð-Hörtná í Súðavíkurhreppi. Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á, með skilyrðum, fyrirhugaða lagningu Djúpvegar samkvæmt leið 3 frá Eyrar- hlíð við Ísafjörð að Hörtná við utanverðan Mjóafjörð í Súðavíkurhreppi ásamt útfærslum á legu vegarins við Bjarnastaði, Svansvíkur- hjalla, í Reykjarfirði og fyrir Vatnsfjarðarnes eins og henni er lýst í framlögðum gögnum framkvæmdaraðila. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 21. janúar 2004. Skipulagsstofnun. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 18  18412178  Jv. I.O.O.F. 7  184121771/2  Jv.  GLITNIR 6003121719 I Jf. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Sunnudaginn 21. des. 2003 kl. 17.00. Heilunarguðsþjónusta verður haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík í tilefni 85 ára afmælis Sálarrann- sóknarfélags Íslands. Prestur safnaðarins séra Hjörtur Magni Jóhannsson annast guðsþjónust- una. Anna Sigga stjórnar söng við undirleik Karls Möller. Frið- björg Óskarsdóttir mun leiða hugleiðslu meðan huglæknar, miðlar, leiðbeinendur og nem- endur félagsins annast hópheil- un. Allir hjartanlega velkomnir. Eigum saman ógleymanlega stund. Mætum tímalega. Kveðja, SRFÍ. mbl.is ATVINNA BETRA bak færði nýlega Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur 52 rúm- teppi til úthlutunar fyrir skjólstæð- inga sína. Myndin er tekin við afhendingu gjafarinnar, frá vinstri: Hörður Fannar Sigþórsson og Guðjón Ebbi Guðjónsson frá Betra baki, Að- alheiður Frantzdóttir, formaður kvenfélags Alþýðuflokksins, Hildur G. Eyþórsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur, og Halldór Ólafur Halldórsson frá Betra baki. Gaf Mæðrastyrksnefnd 52 rúmteppi KRINGLAN og Taflfélagið Hellir standa að skákmóti fyrir alla krakka á grunnskólaaldri sunnu- daginn 21. desember kl. 11 í Borg- arleikhúsinu. Verðlaun verða fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og í happdrætti. Ekkert kostar að taka þátt og engin aðgangseyrir er fyrir foreldra. Keppt er í 4 aldursflokkum, flokki fæddra 1988–1990, 1991–92, 1993–94 og 1995 og síðar. Jólapakk- ar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldursflokki, bæði fyrir drengi og stúlkur. Þeir sem tapa verðlaunasæti á stigum fá upp- bótarverðlaun. Auk þess verður happdrætti um jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig. Happdrætti verður auk þess í lokin þar sem aðalverðlaunin eru skáktölva frá Bókabúð Máls og menningar. Hægt er að skrá sig til keppni á heimasíðu Hellis, www.hellir.is. Einnig er hægt að senda skrán- ingar í tölvupósti, hellir@hellir.is. Pakkaskákmót barna í Borgarleikhúsinu Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka verður með jóla- fund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 17. desem- ber, kl. 17. Á dagskrá verður m.a. upplestur, tónlistaratriði og kynning á nýjum bókum. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur. Í DAG NÝ barna- og unglingaútgáfa af Gettu betur-spilinu er komið út. Fyrirtækið Veruleiki gefur spilið út sem unnið er í sam- starfi við RÚV. Spurningahöf- undur er Illugi Jökulsson rit- höfundur. Í spilinu eru 2.250 nýjar og sérsamdar spurningar fyrir 8 ára og eldri, segir í fréttatilkynningu. Nýtt Gettu betur, barna- og unglingaspil Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.