Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 49 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Frjálsa flugmannafélagsins verður haldinn í A sal Radisson Hótel Sögu, 2. hæð, laugardaginn 20. desember nk. Hefst hann kl. 13.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og breytingartillaga á lögum félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. KENNSLA Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Útskrift verður í Íþróttahúsi F.B v/Austurberg föstudaginn 19. desember 2003 kl. 14.00. Eldri útskriftarárgangar, foreldrar, aðrir ættingj- ar, svo og velunnarar skólans, eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari. Námskeið vegna sveins- prófs í flugvélavirkjun Námskeið vegna sveinsprófs í flugvélavirkjun verður haldið 26., 28., 29. og 30. janúar 2004 í Flugvirkjaheimilinu, Borgartúni 22, og hefst kl. 20.00 öll kvöldin. Námskeiðið er félags- mönnum í Flugvirkjafélagi Íslands að kostnað- arlausu, en utanfélagsmenn þurfa að greiða 20 þúsund krónur. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagsins til að tilkynna þátttöku. Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 562 1610, fax 562 1605, netfang: fvfi@centrum.is, heimasíða: www.flug.is. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulag í Bláskógabyggð Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulags- tillögur: 1. Nýtt lögbýli „Goðatún“ úr landi Reykja- valla í Biskupstungum, deiliskipulag. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi á einni hæð ásamt vélaskemmu og gripahúsi. Tenging er um aðkomuveg frá afleggjara að frístunda- byggð við Tungufljót. 2. Deiliskipulag við Bjarkarbraut í landi Norð- urbrúnar í Reykholti sem leysir eldra skipu- lag af hólmi. Gert er ráð fyrir 19 einbýlis- húsalóðum að stærð 1.420 m2 til 5.940 m2. Á tæplega helmingi lóðanna er gert ráð fyrir gróðurhúsi auk íbúðarhúss. 3. Deiliskipulag í þegar byggðu hverfi í Laug- arási í Biskupstungum. Svæðið afmarkast af Skúlagötu í suðri, Skálholtsvegi í vestri, Ferjuvegi í norðri og Höfðavegi og Bæjar- holti í austri. Skipulagið nær til 10 garð- yrkjulóða. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dal- braut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 17. desember 2003 til 14. janúar 2004. Athuga- semdir við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síð- asta lagi þriðjudaginn 28. janúar 2004 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir at- hugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Laugarvatni, 9. desember 2003, f.h. sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu. Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður Skipulags- stofnunar Djúpvegur (61) Eyrarhlíð-Hörtná í Súðavíkurhreppi. Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á, með skilyrðum, fyrirhugaða lagningu Djúpvegar samkvæmt leið 3 frá Eyrar- hlíð við Ísafjörð að Hörtná við utanverðan Mjóafjörð í Súðavíkurhreppi ásamt útfærslum á legu vegarins við Bjarnastaði, Svansvíkur- hjalla, í Reykjarfirði og fyrir Vatnsfjarðarnes eins og henni er lýst í framlögðum gögnum framkvæmdaraðila. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 21. janúar 2004. Skipulagsstofnun. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 18  18412178  Jv. I.O.O.F. 7  184121771/2  Jv.  GLITNIR 6003121719 I Jf. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Sunnudaginn 21. des. 2003 kl. 17.00. Heilunarguðsþjónusta verður haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík í tilefni 85 ára afmælis Sálarrann- sóknarfélags Íslands. Prestur safnaðarins séra Hjörtur Magni Jóhannsson annast guðsþjónust- una. Anna Sigga stjórnar söng við undirleik Karls Möller. Frið- björg Óskarsdóttir mun leiða hugleiðslu meðan huglæknar, miðlar, leiðbeinendur og nem- endur félagsins annast hópheil- un. Allir hjartanlega velkomnir. Eigum saman ógleymanlega stund. Mætum tímalega. Kveðja, SRFÍ. mbl.is ATVINNA BETRA bak færði nýlega Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur 52 rúm- teppi til úthlutunar fyrir skjólstæð- inga sína. Myndin er tekin við afhendingu gjafarinnar, frá vinstri: Hörður Fannar Sigþórsson og Guðjón Ebbi Guðjónsson frá Betra baki, Að- alheiður Frantzdóttir, formaður kvenfélags Alþýðuflokksins, Hildur G. Eyþórsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur, og Halldór Ólafur Halldórsson frá Betra baki. Gaf Mæðrastyrksnefnd 52 rúmteppi KRINGLAN og Taflfélagið Hellir standa að skákmóti fyrir alla krakka á grunnskólaaldri sunnu- daginn 21. desember kl. 11 í Borg- arleikhúsinu. Verðlaun verða fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og í happdrætti. Ekkert kostar að taka þátt og engin aðgangseyrir er fyrir foreldra. Keppt er í 4 aldursflokkum, flokki fæddra 1988–1990, 1991–92, 1993–94 og 1995 og síðar. Jólapakk- ar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldursflokki, bæði fyrir drengi og stúlkur. Þeir sem tapa verðlaunasæti á stigum fá upp- bótarverðlaun. Auk þess verður happdrætti um jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig. Happdrætti verður auk þess í lokin þar sem aðalverðlaunin eru skáktölva frá Bókabúð Máls og menningar. Hægt er að skrá sig til keppni á heimasíðu Hellis, www.hellir.is. Einnig er hægt að senda skrán- ingar í tölvupósti, hellir@hellir.is. Pakkaskákmót barna í Borgarleikhúsinu Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka verður með jóla- fund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 17. desem- ber, kl. 17. Á dagskrá verður m.a. upplestur, tónlistaratriði og kynning á nýjum bókum. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur. Í DAG NÝ barna- og unglingaútgáfa af Gettu betur-spilinu er komið út. Fyrirtækið Veruleiki gefur spilið út sem unnið er í sam- starfi við RÚV. Spurningahöf- undur er Illugi Jökulsson rit- höfundur. Í spilinu eru 2.250 nýjar og sérsamdar spurningar fyrir 8 ára og eldri, segir í fréttatilkynningu. Nýtt Gettu betur, barna- og unglingaspil Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.