Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 50
FRÉTTIR 50 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TUTTUGU og fjórir starfsmenn sparisjóðanna luku námi nýverið frá Fræðslumiðstöð sparisjóðanna í samstarfi við Stjórnendaskóla Há- skólans í Reykjavík. Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík og Fræðslumiðstöð spari- sjóðanna hafa þróað sérstakt nám á háskólastigi fyrir starfsmenn spari- sjóðanna sem kallað er Sparnám. Sparnámið er viðskiptanám og er sérsniðið fyrir þarfir sparisjóðanna og er megináherslan á fjármál, markaðsfræði og stjórnun. Námið tekur yfir tvær annir og er samtals 150 klst. Nýverið útskrifuðust 24 ein- staklingar úr Sparnáminu og voru útskriftarnemendurnir starfsfólk úr sparisjóðum, alls staðar að af land- inu. Boðið hefur verið upp á Spar- námið árlega síðan 1999 og hafa alls um 100 starfsmenn úr sparisjóðafjöl- skyldunni útskrifast úr náminu. Útskriftarnemar ásamt Gísla Jafetssyni, fræðslu- og markaðsstjóra spari- sjóðanna, og Guðfinnu Bjarnadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík. 24 luku Sparnámi SÍMINN sendir ekki út jólakort til viðskiptavina sinna í ár. Jólakorta- sjóður Símans rennur í staðinn til styrktar landssöfnunar um Sjónar- hól, þjónustumiðstöðvar fyrir börn með sérþarfir. Árlega sendir Síminn í kringum 16.000 jólakort til fyrirtækja og stofnana en mun sleppa því í ár af fyrrgreindri ástæðu. Síminn gaf auk þess allan kostnað við lagnir og undirbúning fyrir söfnunina auk símaþjónustu á meðan á söfnuninni stóð. Einnig felldi Síminn niður að fullu gjöld af innheimtu þeirra 11 milljóna sem söfnuðust. Alls er um að ræða framlag upp á 3,3 milljónir króna. Eva Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Símans, afhenti Rögnu K. Marinós- dóttur, stjórnarmanni Sjónarhóls, 11 milljónir sem viðskiptavinir Símans söfnuðu fyrir Sjónarhól. Jólakortasjóður Símans til Sjónarhóls AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.