Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 51

Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 51
Kjúklingastandur frá Weber Tilvalin jólagjöf matgæðingsins Skútuvogur 1h - Barkarvogsmegin. Sími: 585 8900 - www.jarngler.is Bjórkjúklingurinn - að grilla kjúkling sem komið hefur verið fyrir ofaná bjórdós - er þegar orðinn vinsæll hjá mörgum grillurum. En að ná kjúklingnum tignarlega af aftur án vandræða getur verið snú- ið, fyrir utan það að þú veist ekki hvar dósin hefur komið við. Nú hefur Weber gert það mögulegt að ná sama safaríka árangrinum án dósarinnar. Fyllið einfaldlega hólfið með bjór, víni eða ávaxtasafa. Komið kjúkl- ingnum fyrir á keilulaga standinum sem kemur yfir hólfið og gufuilmur- inn eldar fuglinn á fullkominn safaríkan hátt á styttri tíma en hefðbund- in steiking. Þú getur einnig bætt kryddi í hólfið til frekari bragðauka. Hafið grillið lokað við steikingu. Líka er hægt að nota í ofni. Verð kr. 3.685. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 51 HELGINA 6. og 7. desember fór fram Norðurlandameistaramót í samkvæmisdönsum. Mótið fór fram Örebro í Svíþjóð. Á Norðurlanda- mótum er ávallt keppt í báðum greinum samkvæmisdansins og er samanlagður árangur reiknaður til úrslita. Keppt var í öllum aldurs- flokkum og voru tvö íslensk pör skráð til leiks. Það voru þau Jón- atan Arnar Örlygsson og Hólmfríð- ur Björnsdóttir frá Dansíþrótta- félaginu Gulltoppi og Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir frá Dansdeild ÍR. Kepptu bæði pörin í flokki Unglinga II (14–15 ára). Í þeim aldursflokki kepptu 18 pör. Bæði íslensku pörin komust í und- anúrslit og síðan voru það þau Þor- leifur og Ásta sem komust alla leið inn í úrslit og höfnuðu þau í 6. sæti. Það hljóta að hafa verið mikil von- brigði fyrir Jónatan og Hólmfríði að komast ekki í úrslit þar sem þau hafa verið Norðurlandameistarar í sínum aldursflokki undanfarið þrjú ár og höfðu því titil að verja. Samhliða Norðurlandameistara- mótinu voru haldnar opnar keppnir í öllum flokkum. Bæði íslensku pör- in kepptu í s-amerísku dönsunum og komust þau bæði í úrslit. Þar höfnuðu Jónatan og Hólmfríður í 6. sæti og Þorleifur og Ásta í 4. sæti. Einnig kepptu Jónatan og Hólm- fríður í standarddönsum og enduðu þau þar í 9. sæti. Ísland átti einn fulltrúa í dómnefnd og var það Heiðar Ástvaldsson danskennari. Hann sagði „að íslensku pörin hafi dansað glimrandi vel en ekki náð þeim árangri sem vonir stóðu til“ og að „á mótinu voru mörg sterk pör“. Honum fannst hópur fullorðinna vera sterkastur á mótinu og athygl- isvert hvað það komu mörg góð pör frá Eistlandi. Einnig sagði hann að „það væri greinilegt að dansinn væri á uppleið í Finnlandi og áttu þeir 3 pör af 6 í úrslitum í s-amerískum dönsum í flokki fullorðinna“. Hann sagði einnig „að umgjörð keppninnar var til fyrirmyndar, skipulag gott og það hafi verið ánægjulegt að dæma mótið“. Síðastliðna helgi, nánar tiltekið 14. desember, fór fram í Melbourne í Ástr- alíu hið árlega opna ástralska meistara- mót atvinnumanna. Þar kepptu fyrir Íslands hönd þau Adam Reeve og Kar- en Björk Björgvinsdóttir frá Dansdeild ÍR. Þau eru eins og komið hefur fram heimsmeistarar í 10 dönsum. Þau sigr- uðu í báðum greinum á þessu móti á síðasta ári og áttu því titil að verja. Þar sem dagskrá keppn- innar var mjög þétt þá tóku Adam og Karen þá ákvörðun að keppa einungis í standarddöns- um sem er sú grein sem þau hafa lagt meiri áherslu á. Þau sigruðu keppnina og hylltu 5.000 áhorf- endur þau að lokinni keppni. Það má segja að íslenskir dansarar hafi lagt land undir fót að undanförnu og kynnt Ísland fyrir dansheiminum. Til ham- ingju öllsömul. Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir. Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir. Dansað á báðum hvelum heims DANS Örebro í Svíþjóð og Melbourne í Ástralíu NORÐURLANDAMEISTARAMÓT OG OPNA ÁSTRALSKA MÓTIÐ Í DANSI Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Adam Reeve og Karen Björk Björgvinsdóttir. Kara Arngrímsdóttir RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 www.myndlist.is SMS tónar og tákn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.