Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Risaeðlugrín AAAAAAAAAA! © DARGAUD AAAAA ... HAMINGJAN HJÁLPI MÉR!... ÉG ER ... ILLA ... FARINN ... DÍNÓ! EKKI FARA ÞANGAÐ ... ÞAÐ ER ELD- FJALL AÐ FARA AÐ GJÓSA ... framhald ... ERTU VISS? JÁ, JÁ ... ÞAÐ FER ÖRUGGLEGA AÐ GJÓSA Á HVERRI STUNDU VARAÐU ÞIG ... ÉG ÆTLA AÐ KÍKJA NEI, EKKI GERA ÞAÐ! ERTU BRJÁLAÐUR? KOMDU!! ÓÓÓÓ! ... ER ÞETTA ELDFJALLIÐ ÞITT? ÞAÐ ER KÓLNAÐ FYRIR AÐ MINNSTA KOSTI MÖRGUM MILJÓNUM ÁRA BJÁNINN ÞINN!! HVAÐ! SJÁÐU, ÞETTA ER STEINGERÐUR REYKUR! KANNSKI EKKI VITLAUS EN EKKI SÉRLEGA EFTIRTEKTAR- SAMUR ÞAÐ GETUR EKKI VERIÐ ÉG SÁ REYK UPP ÚR ÞVÍ, ÉG ER EKKI SVO VITLAUS ... Í SKJÓL! © DARGAUD BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EFTIRLAUNAFRUMVARPIÐ sem varð að lögum 15. desember bar stíl og svipmót höfundarins. Það var sjálfhverft og siðlaust. Siðlaus verknaður er siðlaus hvort sem hann er framinn fyrir eða eftir há- degi. Hvort frekar hefði átt að leggja frumvarpið fram eftir samn- inga á vinnumarkaði var þess vegna marklaus spurning, ætluð til að drepa málinu á dreif; og ef ekki er hægt að verja málstað nema með óljósum vangaveltum um að svona sé þetta í sumum löndum í kringum okkur, þá er það vondur málstaður. Fullyrðingar um að ákvarðanir varðandi kjör þingmanna og ráð- herra veki alltaf deilur geta heldur ekki komið í stað rökstuðnings. Síð- ast en ekki síst, skiptir engu hvort formaður Sjálfstæðisflokksins krafsaði til sín 140 eða 200 milljónir með frumvarpinu. Hér er meira í húfi. Ekki þarf að fjölyrða um starfs- kjör þingmanna sem jafnframt eru ráðherrar, en þingmannsstarfið eitt og sér er vel launað og því fylgja ýmis hlunnindi og kostir. Þess vegna er starfið mjög eftirsótt, en vonandi ekki fyrst og fremst þess vegna. Sennilega fær enginn þing- maður laun undir hálfri milljón á mánuði og margir hafa mikið meira. Eftirlaunaréttur er líka ríkulegri en almennt gerist. Ókostir fylgja þó starfi þingmanns, óvissa og annir, en hvort tveggja þekkir almenning- ur á Íslandi vel. Ef ágæt kjör þing- manna fæla einhvern frá þing- mennsku, þá hefur sá hinn sami tæplega áhuga fyrir starfinu yfir- leitt og á því ekki erindi á þjóðþing- ið. Almenningur kýs fulltrúa úr sín- um röðum á Alþingi. Fulltrúaþing, það er grunnhugmyndin. Ef þessir sömu fulltrúar, í skjóli umboðs síns og aðstöðu, taka til við að búa sér kjör og réttindi sem eru langt ofan og handan við kjör umbjóðenda sinna, þá hafa þeir brugðist. Þá vilja þeir vera elíta, forréttindastétt. Þá eru þeir ekki fulltrúar almennings lengur og eiga að segja sig frá þing- mennsku. Forðum Alþingi frá græðgisvæðingu. HJÖRTUR HJARTARSON, Hringbraut 87, Reykjavík. Fulltrúar almenn- ings eða elíta Frá Hirti Hjartarsyni: Á ÞESSU ári, sem árunum áður, hefur oft gerst hjá Símanum, Ár- múlanum, að símareikningar eru of háir. Hér kemur skýring með lýs- ingu á atviki: Hinn 30.11.03 um sexleytið, gerð- ist það að síminn hans pabba hringdi í næsta herbergi við mig. Hann svaraði en enginn var í sím- anum. Símanúmerið mitt var á símnúmerabirtinum hans, þó var ég ekki að hringja í hann. Nokkrum sekúndum seinna hringir síminn minn. Síminn hætti að hringja áður en ég svaraði, en hans símanúmer var á símanúmerabirtinum mínum. En hann var samt ekki að hringja í mig. Þarna virðist sem einhver geti hringt og notað númerin okkar, eins og að við værum að tala saman, en sá hinn sami var að hringja fyrir sig í einhvern. Þannig er símtölum stolið. Það virðist vera til forrit sem auðveldar slíkan þjófnað. Eins og logið sé um frá hvaða síma er hringt. Þetta gerðist aftur seinna um kvöldið, þá um níuleytið. Síminn í Ármúlanum virðist þekkja til og vera sekur í þessu máli. Ég hef undrað mig á því hvers vegna þau hjá Símanum vilja halda í þá reglu að leyna tveimur síðustu stöfunum í símanúmerum á símayfirlitinu, og leyna eiganda símans um hvert eig- andinn sjálfur var að hringja. Eins og að hylma yfir þjófnaðinn á sím- tölunum. Það er löngu búið að af- nema þessa reglu. Fyrst árið 1996 svo aftur í mars 2002. Ég hringdi í Símaþjónustuna til að athuga hvort þau væru hætt með þessa tveggja stafa númeraleynd, en mér var sagt að þau hefðu ennþá þessa reglu. Ég sagði þá konunni að þá væri ekki öruggt að fá sér heimasímanúmer á meðan þau leyndu þessum tveim tölum í númerinu, það væri ekki hægt að treysta slíku símafyrir- tæki. Ég hætti því við að fá mér heimasímanúmer. Ég tel Símann vera með óheiðar- lega símaþjónustu. Þau halda að þau megi hylma yfir þjófnað og fela sig á bak við gamla ógilda reglu. Þetta verður að breytast strax. Það ætti að banna Símanum að nota slíka reglu. Þetta telst til fjárdrátt- ar og misnotkunar í starfi. Einnig er þetta lítilsvirðing við viðskipta- vini, er varðar við lög um mannrétt- indasáttmála Evrópu, 14. gr. nr. 62/ 1994 um bann við mismunun. Þess- um lögum á að fylgja í einkafyrirtækjum og í öllum ríkis- fyrirtækjum. Lögum á að fylgja í mennsku samfélagi, til öryggis og svo að sið- leysið sé ekki algjört. Lögin voru gerð með það í huga að virða mennskt samfélag og að lífsgangur yrði sem réttlátastur bæði í sam- skiptum og í viðskiptum. Þau sem virða ekki þessi lög eru óþolandi og óhæf til að lifa í mennsku samfélagi. Enginn á að komast upp með lög- brot, þegar tilefni til verknaðarins er ekkert. KATRÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Möðrufelli 3, 111 Reykjavík. Skýringar á of háum símareikningum Frá Katrínu Halldórsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.