Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 53

Morgunblaðið - 17.12.2003, Side 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 53 HAGKAUP og Regnbogabörn hafa tekið höndum saman til að stuðla að bættu umhverfi barna í skólum lands- ins. Að frumkvæði Stefáns Karls Stef- ánssonar leikara og Regnbogabarna hefur verkefninu „skólavinir“ verið ýtt af stað. Skólavinir eru nemendur í eldri bekkjum grunnskóla, sem taka að sér að vera úti í frímínútum á skóla- lóðum. Skólavinir aðstoða yngri nem- endur við leik og er einnig ætlað að koma í veg fyrir einelti á skólalóðum. Nú þegar eru 45 skólar þátttakendur í verkefni skólavina. Af þessu tilefni hafa Hagkaup látið í té úlpur að verðmæti 2 milljónir króna, sem merktar eru „skólavin- um“. Öllum grunnskólum landsins er vel- komið að fá sendar til sín úlpur, til að auka gæslu á skólalóðum. Það er ósk Regnbogabarna að sem flestir skólar geti nýtt sér þetta tilboð. Áhugasamir fá sendar úlpur með því að panta fjölda og stærð til freyja@regnboga- born.is Regnbogabörn eru fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál. Markmið samtakanna er meðal annars að gera börnum kleift að lifa án félagslegrar áreitni og ofbeldis frá jafningjum sín- um. Skólavinir í Langholtsskóla, sem tekið hafa að sér gæslu á lóð skólans. Skólavinir Regnboga- barna og Hagkaupa FÉLAG háskólakennara og Félag prófessora skora á stjórnvöld að bregðast nú þegar við bágum fjár- hag Háskóla Íslands. Félögin benda á að í úrskurðum kjaranefndar og í kjarasamningum við fjármálaráð- herra hefur hin síðari ár verið lögð rík áhersla á uppbyggingu rann- sóknastarfs við skólann. „Þar liggur til grundvallar sú laga- lega skylda er hvílir á Háskóla Ís- lands að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun og eins sú stað- reynd að öflugt rannsóknastarf er forsenda uppbyggingar í meistara- og doktorsnámi. Eins og kunnugt er hefur fjöldi nemenda í slíku námi í Háskóla Íslands, jafnt erlendra sem íslenskra, aukist mjög undanfarin ár. Það hlýtur að teljast réttmæt krafa að Háskóli Íslands fái úthlutað fjár- magni í samræmi við raunverulegan fjölda nemenda í grunnnámi, meist- aranámi og doktorsnámi og að fram- lag sem ætlað er til rannsóknaupp- byggingar sé byggt á heildstæðu reiknilíkani fyrir rannsóknir,“ segir í ályktuninni. Vilja meira fé til HÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.