Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 54
DAGBÓK 54 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Helgafell, Sunna, Mánafoss og Dettifoss koma í dag. Brúarfoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Haukur og Breki koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, fax. 552 5277, mataraðstoð kl. 14–17. Fjölskylduhjálpin Eskihlíð 2–4, Fjósinu við Miklatorg. Út- hlutun: fimmtud. kl. 14–17. Móttaka: mið- vikud. kl. 13–15. S. 551 3360, gsm. 897 1016, netfang dal- ros@islandia.is Bókatíðindi 2003. Númer miðvikudagsins 17. desember er 047557. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín. Boðið verður í aðventuferð í Austurbæjarbíó á morgun fimmtudag. Farið frá Aflagranda kl. 13.15. Rúdólf- kórinn, KK og Magnús syngja. Ómar Ragn- arsson spjallar og sýndar verða myndir með lögum hans, myndband með undra- barninu Róbertínó, jólaöl og konfekt. Skráning í afgreiðslu Aflagranda sími 562 2571. Ath. tak- markaður fjöldi. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Kl. 13. 30 keila í Keiluhöllinni í Mjódd. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–12.30 bað, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 13–16.30 brids/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bank- inn, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 postu- lín, kl. 9–16 leir- munagerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, myndment kl. 10– 16, línudans kl. 11, glerlist kl 13, pílukast og billjard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Línudans kl. 19.15. Söngvaka kl. 20.30, umsjón Sigur- björg Hólmgríms- dóttir. Gerðuberg, fé- lagsstarf. 9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur op- inn, á morgun kl. 14 jólahelgistund, fjöl- breytt dagskrá, m.a. Þorvaldur Halldórsson með hljóðfæraleik og söng, hátíðaveitingar, föstudaginn 19. des. skötuhlaðborð í hádeg- inu, skráning í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 16 hringdansar, kl. 17. bobb. Kl. 15.15 söngur, Guðrún Lilja leikur undir á gítar. Skráning á jólahlaðborðið á morgun 18. des. lýkur í dag kl. 17. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður, banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 9.30–10.30 sögustund, kl. 15–18 myndlist. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 10–11.30 ganga, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð, kl. 13–14 spurt og spjall- að, kl. 13–16 tréskurð- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smiðja, kl. 10 búta- saumur, bókband, kl. 13 föndur og kóræfing, kl. 12.30 verslunarferð. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13–16 keramik, tau- málun, föndur, kl. 15 bókabíllinn. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafn- arhússins norð- anmegin. Minningarkort Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í s. 565 5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í s. 588 9390. Í dag er miðvikudagur 17. des- ember, 351. dagur ársins 2003, Imbrudagar. Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sl. 66, 9.)     Vef-Þjóðviljinn gerir aðumtalsefni grein Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, hér í blaðinu sl. mánudag. Þar sagði Árni að hægt væri að „reikna verulega arðsemi vegna bíla sem stóðu heima ónotaðir. Má þar nefna slit á malbiki, minni slysa- og tjóns- hættu með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, minni tafir, minna álag og minna vinnutap.“     Vef-Þjóðviljinn segir:„Forseti borgar- stjórnar kemur ekki að- eins á óvart með því að taka arðsemi upp á arma sína heldur er túlkun hans á arðsemi nýstárleg. Bílar geta vissulega haft söfnunargildi og þá getur verið gott að þeir séu ekki útjaskaðir og eknir í botn. Það er þó heldur hæpin fullyrðing almennt að því minna gagn sem menn hafa af hlutum því meiri arðsemi megi reikna af þeim. Svona venjuleg Corolla árgerð ’98, ekin 75 þúsund, með dráttarkrók, ABS og sam- læsingu er sennilega ekki að sýna „verulega arð- semi“ með því að standa heima á hlaði þótt hún sé ekki að spæna upp mal- bikið á meðan.“     Enn fremur segir höf-undur pistilsins: „Svo mikið liggur við að menn hætti að fara af bæ á bíln- um að þeir eiga ekki að- eins að skilja hann eftir heima heldur fer best á því, að mati forsetans, að bíllinn sé ónotaður á með- an menn eru í burtu. Bíll- inn sé bæði heima og ónotaður. Það myndi rugla arðsemislíkan for- setans ef bíllinn væri í notkun heima á meðan bílstjórinn væri úti í bæ, til dæmis sem kartöflu- geymsla eða sjónvarps- sófi. Og svo eru það minni tafir, minna álag og minna vinnutap sem for- setinn fullyrðir að fylgi því að skilja bílinn eftir heima, nb. ónotaðan. Þess vegna skilur Árni forseti bílinn sinn gjarnan eftir heima og fer bara á bíl forseta borgarstjórnar í staðinn eins og á bíllausa daginn.     Þetta er því tímamótaupplýsing því flestir íbúar höfuðborgarsvæð- isins halda í einfeldni sinni að bíllinn komi þeim skjótar milli staða en aðr- ir kostir. Þeir sem búa í einum borgarhluta og vinna í öðrum spara lík- lega vel á aðra klukku- stund á hverjum degi með því að nota bíl í stað strætó til að fara í og úr vinnu, gera innkaup og skutlast með krakkana. Tíminn sem sparast er ekkert annað en minna vinnutap og minna álag. En þegar forsetinn hefur reiknað arðsemina er ekki um að villast; menn spara tíma og minnka álag með því að eyða rúmri klukkustund auka- lega af hverjum degi ævi sinnar í ferðalög innan- bæjar sem auðveldlega má komast hjá.“ STAKSTEINAR Bíllausi dagurinn – arð- semi eða kostnaður? Víkverji skrifar... Þegar maður veltir því fyrir sér ersá siður að draga tré inn á heim- ili sitt, setja það upp í stofunni og hengja á það undarlegar kúlur í margvíslegum litum óneitanlega svolítið sérstakur. Engu að síður verður jólatré á heimili Víkverja um þessi jól líkt og verið hefur um hver einustu jól frá því hann fæddist. Og þótt hinn rökhugsandi Víkverji geti fallist á að þetta sé undarlegur siður getur tilfinningaveran Víkverji ekki hugsað sér jól án jólatrés. x x x Yfirleitt hefur jólatréð verið keyptnokkrum dögum fyrir að- fangadag og það sett upp og skreytt á Þorláksmessu við mikinn fögnuð barnanna. Að þessu sinni var ákveðið að bregða út af venjunni. Framtakssöm félagsmálatröll á vinnustað Víkverja stóðu fyrir því að skipuleggja ferð á svæði Skógræktarfélagsins í Heið- mörk þar sem hægt er að velja sér tré og fella fyrir hóflegt gjald. Að morgni sunnudagsins voru nokkrir vel dúðaðir skógarhöggs- menn í öllum aldursflokkum, þeir yngstu enn á leikskólaaldri, mættir til leiks í yndislegu veðri. Það var kalt en stillt og nýfallinn snjór lá yfir Heiðmörkinni. Varðeldur var í boði fyrir þá sem vildu hlýja sér. Þetta reyndist hin besta skemmtun. Þótt vart sé hægt að kalla lundina í Heið- mörkinni skóg var gaman að ganga um svæðið sem leyfilegt var að velja tré úr og ekki skorti framboðið. x x x Mesti vandinn reyndist sá að násamkomulagi um hvaða tré skyldi fella enda vildu yngri skóg- arhöggsmenn fella tré sem hefðu sómt sér ágætlega á Austurvelli en vart í heimahúsum. Eftir tæplega klukkutíma – og eftir að reynt hafði á hina diplómatísku hæfileika Vík- verja til hins ýtrasta – náðist sam- komulag og tréð var fellt með glæsi- brag. Þessi glæsilega stafafura prýðir nú stofuna og hefur Víkverji aldrei verið jafnánægður með neitt jólatré. x x x Það hefur varla farið fram hjáneinum að verðhrun hefur orðið á mynddiskum Á síðustu mánuðum hafa verslanir keppst við að auglýsa kvikmyndir á innan við þúsund krónur. Það er af sem áður var að ekki var hægt að kaupa myndir á myndböndum eða mynddiskum fyrir minna en á þriðja þúsund, þótt það sé vissulega enn verðið á nýjustu myndunum. Þetta er skynsamleg ákvörðun. Margir hafa keypt diska erlendis þar sem verðið er lægra (nýjustu myndirnar kosta t.d. um 1.500 krónur í Bandaríkjunum) og sömuleiðis er greinilegt á allri um- ræðu að margir hlaða niður kvik- myndum af Netinu. Þetta veldur því jafnframt að fólk kaupir myndir sem það hefði ella ekki keypt. Að minnsta kosti hefur Víkverji staðið sig ítrek- að að því. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Furðuleg bíræfni FURÐULEG bíræfni telst það hjá ungum umsjónar- manni Kastljóss, Kristjáni Kristjánssyni, í ríkissjón- varpinu að eiga viðtal við Guðmund Andra Thorsson síðastliðið sunnudagksvöld á jólaföstu, og eyða hálfri klukkustund í spjall og vangaveltur við mann sem hann veit engin deili á. Blessaður sjónvarps- maðurinn hélt að Ólafur Thors væri afi Guðmundar en hann var ömmubróðir hans, langafi Guðmundar var Thor Jensen. Hins vegar hefði Krist- ján gjarnan mátt spyrja Guðmund Andra um annan frænda hans jafnskyldan. Það var ömmubróðir hans sá sem kærði Halldór Lax- nes fyrir bandarískum stjórnvöldum og reyndi að hrekja hann burt úr Amer- íku. Annars sætir furðu áhugi þessara ungu færðimanna á því að reyna að ræna fá- eina auðtrúa hugsjóna- menn mannorði en láta hjá líða að fjalla um svikin lof- orð bandarískra hernaðar- valda um brottför Banda- ríkjahers af Íslandi. Hvað um ritgerð fyrsta fréttastjóra ríkissjónvarps- ins, sr. Emils Björnssonar? „Efndanna verður krafist“. Emil innti Bandaríkjaher eftir efndum loforðs Roose- velts Bandaríkjaforseta um brottför hersins við styrj- aldarlok, til þess „að ís- lenska þjóðin geti búið frjáls og óháð í eigin landi“. Hvenær ætla umsjón- menn Kastljóss að gera því skil? Pétur Pétursson þulur. Öryrkjamálið ÖRYRKJAMÁLIÐ er hreint að gera út af við marga þessa dagana. Ekki er hægt að opna dagblöð, hlusta á útvarp eða opna sjónvarp án þess að birtist vandlætingarfullir tals- menn öryrkja. Almennar tryggingar eru til komnar til að hjálpa þeim sem á hjálp þurfa að halda og vissulega eru allir sammála um að þeir sem á þurfa á að halda fái þá hjálp sem til þarf til að geta lifað mannsæmandi lífi. En við vitum einnig að meðal ör- yrkja er margt vel stætt fólk sem lifir í allsnægum. Og hvaðan koma svo pen- ingarnir? Ekki vaxa þeir á trjánum. Þeir koma frá okkur skattgreiðendum, hinum almenna borgara, t.d. frá einstæðum mæðr- um og eftirlaunaþegum. Stjórnvöldum ber skylda til að gæta hagsmuna okk- ar skattgreiðenda ekki síð- ur en öryrkja. Er ekki kominn tími til að hinn reiði og vanþókn- unarfulli forystumaður ör- yrkja sýni okkur hinum smáþakklæti? Skattgreiðandi. Leiðrétting Í VELVAKANDA í gær var villa í síðustu málsgrein í pistli Jóns frá Pálmholti og er beðist velvirðingar á því. Þar átti að standa: Al- þýðan fær engar kjarabæt- ur nema skattfrelsismörk verði hækkuð. Tapað/fundið Demantshringur týndist DEMANTSHRINGUR týndist líklega í kringum 2. júlí sl. sumar. Hringurinn er demantur í kórónu með sex litlum steinum í kring. Gullhringurinn sjálfur er með tveimur götum sitt hvorum megin við kórón- una en einbaugurinn sjálf- ur var sprunginn. Fundar- laun. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 5190. Dýrahald Kettlingar fást gefins FALLEGIR og kassavan- ir. Upplýsingar í símum 557 1582 og 893 2005. Tík vantar heimili VERALDARVANA tík, blandaða golden retriever, 8 ára gamla, vantar gott heimili strax. Upplýsingar í síma 897 9015. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 hæðin, 4 súld, 7 skaut, 8 voru á hreyfingu, 9 streð, 11 mjög, 13 stakur, 14 angist, 15 sívala pípu, 17 beitu, 20 þjóta, 22 smá- pokar, 23 heitir, 24 roms- an, 25 hitt. LÓÐRÉTT 1 hrukka, 2 kasta rek- unum, 3 hím, 4 vett- vangur, 5 andlát, 6 gyðja, 10 prókúra, 12 stormur, 13 samtenging, 15 hörf- ar, 16 fróð, 18 eimurinn, 19 undin, 20 heiðurinn, 21 bylgja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 vitneskja, 8 áfjáð, 9 aspir, 10 jóð, 11 tunga, 13 innan, 15 hross, 18 þroti, 21 vær, 22 grafa, 23 ábata, 24 hillingar. Lóðrétt: 2 iðjan, 3 niðja, 4 Skaði, 5 Japan, 6 fást, 7 Frón, 12 gæs, 14 nær, 15 hagi, 16 otaði, 17 svall, 18 þráin, 19 okana, 20 iðan. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.