Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert jarðbundin/n og vilt hafa röð og reglu á hlut- unum. Komandi ár getur orðið eitt af bestu árum ævi þinnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gerðu ráð fyrir töfum í útgáfu- starfsemi, lögfræði, framhalds- menntun og milliríkja- samskiptum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Næsta mánuðinn hefurðu gott tækifæri til að ganga frá deilum um sameiginlegar eignir. Þú gætir þurft að standa skil á gömlum skuldum og gömlum loforðum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt líklega heyra frá göml- um kærasta/gamalli kærustu eða fyrrverandi maka á næstu vikum. Reyndu að líta sem best út þannig að sjálfsálitið verði í lagi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gerðu ráð fyrir misskilningi, bilunum og töfum í vinnunni næsta mánuðinn. Það er lítil sem engin skilvirkni í stjörn- unum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gamlar ástir ættu að setja svip sinn á líf þitt næstu vikurnar. Láttu ekki telja þig á eitthvað sem þú veist að getur ekki gengið upp. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er líklegt að stórfjölskyldan komi saman á næsta mánuði. Þú gætir einnig heyrt frá ein- hverjum sem þú hefur ekki ver- ið í sambandi við lengi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt sennilega þurfa að sinna bílaviðgerðum af ein- hverju tagi næsta mánuðinn. Þú getur sparað þér óþarfa fyrirhöfn með því að gera við hlutina í tíma. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tækifæri, sem þú hefur þegar hafnað í vinnunni, munu líklega koma upp að nýju. Láttu þetta ekki setja þig út af laginu. Hamingjan felst í því að hafa valmöguleika. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sýndu þolinmæði næsta mán- uðinn. Það er hætt við að þú þurfir að taka eitt skref aftur á bak fyrir hver tvö skref sem þú tekur fram á við. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Efasemdir um eigið ágæti eru Akkillesarhæll þinn á þessum tíma í lífinu. Það er einnig hætt við að þú vinnir gegn þínum eig- in hagsmunum eins og af göml- um vana. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Búðu þig undir að gamlir vinir banki upp á hjá þér. Þú munt njóta þess að hitta þá og tala um gömlu góðu dagana – nema þú skuldir þeim peninga. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gamlar deilur á milli þín og yfirmanna þinna eða foreldra koma upp á yfirborðið að nýju. Þú hélst að þetta væri grafið og gleymt en sú er greinilega ekki raunin. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VETURINN Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu hávan of hifin hesti snjálitum, hnálega hristanda hrígan makka, eldi hreyfanda undan stálsköflum? Glóir á gunnsnörpum grásteind brynja, hangir ísskjöldur hal á öxlum. Vindur stendur svalur af veifan skálmar, norðljósa brúskur bylgjar á hjálmi. - - - Bjarni Thorarensen. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 17. desember, er áttræð Aðal- björg Magnúsdóttir, Frostafold 24, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Þorsteinn Sigurðsson, verða að heiman á afmæl- isdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 17. desember, er fimmtugur Þórður Guðni Sigur- vinsson, Fjarðarási 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Hildur Þuríður Sæ- mundsdóttir. „EDDI er atvinnuspilari,“ hefur Zia frásögn sína. „Eins og sönnum atvinnu- manni sæmir er hann kurt- eisin uppmáluð við spila- borðið, hrósar makker sínum og mótherjum fyrir vel unnið verk ef svíning heppnast, og heldur still- ingu sinni þegar ólánið eltir hann á röndum. Einstaka sinnum þarf hann öxl til að gráta uppi við og hann valdi mig í þetta sinn.“ Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ 95 ♥ 98642 ♦ 873 ♣K62 Vestur Austur ♠ G10432 ♠ Á76 ♥ K ♥ 1053 ♦ 109642 ♦ KD ♣98 ♣ÁD1054 Suður ♠ KD8 ♥ ÁDG7 ♦ ÁG5 ♣G73 Einhvern veginn þannig hefur Zia frásögn sína af spilinu að ofan í bók sinni „Umhverfis heiminn á 80 spilum“. Eddi var í austur. Vestur var gjafari, en suður var eitthvað utan við sig og vakti í vitlausri hendi á einu grandi. Keppnisstjóri var til kvaddur og hann las upp úr lögbókinni: „Ef sögnin er ekki samþykkt, má suður segja það sem hann vill þeg- ar að honum kemur, en makker hans verður að passa.“ Vestur og norður sögðu pass og þegar að Edda kom ákvað hann að opna á einu laufi: „Venjulega hefði ég byrjað á grandi, en það leit út fyrir að suður myndi taka stóra ákvörðun og ég vildi benda makker á besta út- spilið.“ Eddi mat stöðuna rétt – suður stökk í þrjú grönd: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 lauf 3 grönd Pass Pass Pass Útspilið var spaðagosi, og Eddi sá eftir að hafa ekki opnað á spaða! – þá hefði hann kannski fengið út lauf. En hann tók á spaðaás og spilaði meiri spaða. Sagn- hafi átti ekki margra kosta völ. Hann lagði niður hjarta- ás og fangaði kónginn. Tók svo alla hjartaslagina og þriðja spaðann. Síðan kom tígulás og tígull til austurs, og Eddi varð að gefa slag á laukónginn. Í leiðinni hafði tígulgosinn fríast, svo sagn- hafi fékk 10 slagi. Zia var fullur samúðar, dró upp vasaklút til að þerra tárin og klappaði Edda létt á bakið. „Þetta gengur bet- ur næst, Eddi minn.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson RÚBÍNBRÚÐKAUP. Í dag, miðvikudaginn 17. desember, eiga 40 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Jónsdóttir og Arnór Lúðvík Hansson, Hátúni 8, Reykjavík. Þau eru að heiman í dag. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rf3 Bb4 7. Bd3 dxc4 8. Bxc4 0–0 9. 0–0 a6 10. a3 Bxc3 11. bxc3 b5 12. Bd3 Bb7 13. a4 Dc7 14. Bd2 Rbd7 15. De2 bxa4 16. Hxa4 Rb6 17. Ha3 a5 18. Hfa1 a4 19. Re5 Rfd7 20. Bf4 Rxe5 21. Bxe5 Dc6 22. f3 f6 23. Bb5 Dc8 24. Bd6 Hf7 25. c4 Bc6 26. c5 Rd5 27. Bxc6 Dxc6 28. Dxe6 g6 29. He1 Kg7 Staðan kom upp í opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Dómíníska lýðveldinu. Undra- barnið frá Kosta Ríka, Alejandro Ramires (2.483) hafði hvítt gegn Igor Khenkin (2.627). 30. Bf8+! og svartur gafst upp enda er hann að tapa drottningu sinni. Með árangri sínum á mótinu náði Ramires sínum þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli, einungis 15 ára gamall. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Í FRÉTT frá Tölvutæknifélagi Ís- lands (TTFÍ) segir að félagið hafi kosið sér nýja stjórn. Í henni sitja: Ragnar Hauksson hjá Almennu verkfræðistofunni hf., Bjarni Þór Ólafsson, Íslenskum aðalverktökum hf., Vilhjálmur Árni Ásgeirsson, VSÓ Ráðgjöf, Brynjar Einarsson, Teiknistofu Ingimundar Sveinsson- ar, og Þórður Sigfússon hjá Snertli. Ný stjórn TTFÍ FRÉTTIR Jólastemmning í miðborginni Opið til kl. 22 í kvöld Laugavegi 54, sími 552 5201 Stuttar ullarkápur áður 12.990 nú 8.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.