Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 57
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 57  JIMMY Nicholl þykir líklegastur til að verða ráðinn landsliðsþjálfari N-Íra í knattspyrnu í stað Sammy McIlroy sem sagði starfi sínu lausu í október. Nicoll lék á sínum tíma 73 landsleiki fyrir N-Íra en hann lék með Manchester United og Rang- ers. N-Írum hefur gengið skelfilega á knattspyrnuvellinum og hafa þeir ekki skorað í síðustu 14 leikjum sín- um.  JONATHAN Woodgate varnar- maðurinn sterki hjá Newcastle er aftur kominn á sjúkralistann og er reiknað með að hann verði frá æfing- um og keppni næstu tvo mánuðina. Woodgate, sem nýstiginn var upp úr meiðslum, tognaði í sigurleik New- castle á Tottenham um síðustu helgi.  MANCHESTER City hefur sam- þykkt tilboð frá enska 1. deildarlið- inu WBA í sóknarmanninn Darren Huckerby. Leikmaðurinn hefur ver- ið í láni hjá Norwich síðustu þrjá mánuði. WBA og Huckerby eiga þó eftir að komast að samkomulagi.  SIR Alex Ferguson knattspyrnu- stjóri Manchester United hefur nú beint spjótum sínum að Louis Saha, framherja Fulham. Ferguson vill fá nýjan framherja á Old Trafford þeg- ar leikmannamarkaðurinn verður opnaður í næsta mánuði, leikmann sem getur spilað í Meistaradeildinni. Saha er 25 ára og hefur skorað 10 mörk fyrir Lundúnaliðið á leiktíð- inni.  JOHN Arne Riise Norðmaðurinn í herbúðum Liverpool segir að leik- menn liðsins standi þétt við bak knattspyrnustjórans Gerard Houl- lier og saman ætli þeir að standa af sér þann storm sem þeir hafa gengið í gegnum á undanförnum vikum. „Síðustu leikir hafa verið okkur von- brigði en það er alltof einfalt að skella skuldinni á knattspyrnustjór- ann,“ segir Riise.  HRISTO Stoichkov hefur nú lagt knattspyrnuskóna á hilluna en þessi 37 ára gamli Búlgari hefur síðustu fjögur ár leikið í Bandaríkjunum. Stoichkov vonast til að fá vinnu sem þjálfari hjá sínu gamla félagi, Barce- lona á Spáni hvar hann lék um nokk- urt skeið á fyrri hluta tíunda áratug- ar síðustu aldar.  THIERRY Henry, miðherji franska landsliðsins og Arsenal, sagði í viðtali við Daily Star í gær, að hann ætli sér að vera hjá Aresenal eins lengi og liðið vilji nýta krafta hans. Hann sagði í Basel eftir að þrír bestu knattspyrnumenn heims að mati landsliðsþjálfara voru valdir, að hann dreymdi um að leika við hliðina á Ronaldo og Zinedine Zidane – með Arsenal.  ARSENAL er tilbúið að bjóða Dennis Bergkamp nýjan eins árs samning. Bergkamp hefur alltaf sagt að hann ætli að ljúka knattspyrnu- ferli sínum með liðinu. FÓLK KÍNVERSKUR auðmaður, Xu Ming að nafni, er sagður hafa áhuga á að kaupa meirihluta hlut- fjár í enska knattspyrnuliðinu Leeds United, en félagið berst nú bökkum. Ming þekkir nokkuð til reksturs knattspyrnuliða í heima- landi sínu, en hann er aðaleigandi Dalian Shide sem hefur sjö sinnum orðið kínverskur meistari í knatt- spyrnu á síðustu árum. Hann hefur á undanförnum mánuðum borið ví- urnar í nokkur félagslið m.a. í Suð- ur-Kóreu, Ástralíu, á Ítalíu og í Bandaríkjunum en ekki haft erindi sem erfiði. Talið er að John McKenzie, stjórnarformaður Leeds, tengist áhuga Ming á Leeds en McKen- zie stundar tals- verð viðskipti í Asíu. McKenzie lýsti því yfir á dögunum að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endur- kjörs við stjórn- arkjör hjá félaginu til að koma í veg fyrir hagsmunatengsl í vænt- anlegum samningum við þá aðila sem áhuga kunna að hafa á að bjarga Leeds. Ming er talinn vera fjórtándi ríkasti maður Kína. Kínverji hefur áhuga á að bjarga Leeds TÉKKNESKI lansliðsframherjinn, Jan Koller, sem leikur með Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu segir við fjölmiðla þar í landi að Þjóðverjar og Hollendingar megi búast við því að dvöl þeirra í úrslitakeppni Evr- ópumeistaramótsins á næsta ári verði í styttra lagi. Koller segir að tékkneska liðið muni sjá til þess að Hollendingar og Þjóðverjar muni sitja eftir í riðlakeppninni ásamt Lett- um en liðin eru í riðli sem sumir nefna „dauðariðilinn“. Hinn þrítugi framherji segir að Tékkar hafi á að skipa liði með góðri blöndu yngri og reyndari leikmanna. Margir leikmenn liðsins léku til úrslita á EM sem fór fram í Eng- landi árið 1996, og má þar nefna Tomas Rosicky, Pavel Nedved og Koller en liðið tapaði fyrir Þjóðverjum, 2:1, á gullmarki sem Oliver Bierhoff skoraði. „Hins vegar eru Þjóðverjar alltaf á toppnum á stórmót- um og geta gert góða hluti en ég er þess fullviss að við náum að halda þeim fyrir aftan okkur í Portúgal,“ segir Koller. „Þýskaland og Hol- land sitja eftir á EM“ Reuters Koller fagnar marki í leik með Dortmund. Og það engin smá sýning, rúm-lega 400 af þeim tæplega þús- und sem eru í félaginu taka þátt í fimleikasýningunni. Þar spilar ungviðið stærstu rulluna því meginhluti af krökk- unum í fimleika- félaginu fær að spreyta sig enda þarf þrjár sýningar til að allir komist að. Morgunblaðið brá sér á æfingu í síðustu viku og upplifði góða stemmningu. Flestir krakkanna sem eru frá sex til tíu ára æfa tvo til fimmtán tíma á viku, jafnt á gólfi sem áhöldum. Viku fyrir sýninguna er síðan allt sett á fullt, sporin æfð rækilega og þjálfarar svitna við að reyna að láta hópinn vinna saman – ekki alltaf auðvelt þegar þessi aldur á í hlut en það tókst samt bærilega enda hafa allir gaman af og taka hlutverkin ekki alltof alvarlega. Mesta spennan er í þjálfurum og for- eldrum, þau yngstu kærðu sig kollótt og stungu sér í svamp-gryfjuna í hverju einasta hléi. Sýningin er blanda af fimleikum og dansi, sem blandað er inn í jóla- sögu og allir eru í viðeigandi bún- ingum. Sögumaður fylgir áhorfend- um í gegnum hvað er að gerast í bænum og á verkstæði jólasveinanna nokkrum dögum fyrir jól. Ekki fékkst uppúr krökkunum hvernig æfintýrið endar – blaðamanni var bara bent á að mæta. Ætli hann láti ekki verða af því. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Lóa Rut Traustadóttir, Sandra Sæmundsdóttir, Yrsa Rós Ásgeirsdóttir, Elma Yngvarsdóttir, Andrea Torfadóttir og Hrefna Guð- mundsdóttir fjölmenntu á tvíslána og vildu sína listir sínar. Þær eru greinilega tilbúnar fyrir jólasýninguna á morgun. Kolbrún Sara Magnúsdóttir býr sig undir stökk í svampgryfj- una. Þjálfararnir Florentina Stoica og Hildur Ketilsdóttir fylgd- ust í fyrstu spenntar með en stökkið mikla lét bíða eftir sér. Strembnar æfingar fyrir jólasýningu SPENNAN vex í Hafnarfirði, stífar æfingar í fimleikafélaginu Björk standa yfir, foreldrar og þjálfarar keppast við að sauma búninga og félagið eru undirlagt því að á morgun, fimmtudag, verður haldin hin árlega jólasýning fimleikafélagsins. Strákarnir voru ekki langt undan og handboltaguttar úr Hauk- um fjölmenntu á eina gluggann á salnum. Stefán Stefánsson skrifar McKenzie
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.