Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 57

Morgunblaðið - 17.12.2003, Síða 57
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 57  JIMMY Nicholl þykir líklegastur til að verða ráðinn landsliðsþjálfari N-Íra í knattspyrnu í stað Sammy McIlroy sem sagði starfi sínu lausu í október. Nicoll lék á sínum tíma 73 landsleiki fyrir N-Íra en hann lék með Manchester United og Rang- ers. N-Írum hefur gengið skelfilega á knattspyrnuvellinum og hafa þeir ekki skorað í síðustu 14 leikjum sín- um.  JONATHAN Woodgate varnar- maðurinn sterki hjá Newcastle er aftur kominn á sjúkralistann og er reiknað með að hann verði frá æfing- um og keppni næstu tvo mánuðina. Woodgate, sem nýstiginn var upp úr meiðslum, tognaði í sigurleik New- castle á Tottenham um síðustu helgi.  MANCHESTER City hefur sam- þykkt tilboð frá enska 1. deildarlið- inu WBA í sóknarmanninn Darren Huckerby. Leikmaðurinn hefur ver- ið í láni hjá Norwich síðustu þrjá mánuði. WBA og Huckerby eiga þó eftir að komast að samkomulagi.  SIR Alex Ferguson knattspyrnu- stjóri Manchester United hefur nú beint spjótum sínum að Louis Saha, framherja Fulham. Ferguson vill fá nýjan framherja á Old Trafford þeg- ar leikmannamarkaðurinn verður opnaður í næsta mánuði, leikmann sem getur spilað í Meistaradeildinni. Saha er 25 ára og hefur skorað 10 mörk fyrir Lundúnaliðið á leiktíð- inni.  JOHN Arne Riise Norðmaðurinn í herbúðum Liverpool segir að leik- menn liðsins standi þétt við bak knattspyrnustjórans Gerard Houl- lier og saman ætli þeir að standa af sér þann storm sem þeir hafa gengið í gegnum á undanförnum vikum. „Síðustu leikir hafa verið okkur von- brigði en það er alltof einfalt að skella skuldinni á knattspyrnustjór- ann,“ segir Riise.  HRISTO Stoichkov hefur nú lagt knattspyrnuskóna á hilluna en þessi 37 ára gamli Búlgari hefur síðustu fjögur ár leikið í Bandaríkjunum. Stoichkov vonast til að fá vinnu sem þjálfari hjá sínu gamla félagi, Barce- lona á Spáni hvar hann lék um nokk- urt skeið á fyrri hluta tíunda áratug- ar síðustu aldar.  THIERRY Henry, miðherji franska landsliðsins og Arsenal, sagði í viðtali við Daily Star í gær, að hann ætli sér að vera hjá Aresenal eins lengi og liðið vilji nýta krafta hans. Hann sagði í Basel eftir að þrír bestu knattspyrnumenn heims að mati landsliðsþjálfara voru valdir, að hann dreymdi um að leika við hliðina á Ronaldo og Zinedine Zidane – með Arsenal.  ARSENAL er tilbúið að bjóða Dennis Bergkamp nýjan eins árs samning. Bergkamp hefur alltaf sagt að hann ætli að ljúka knattspyrnu- ferli sínum með liðinu. FÓLK KÍNVERSKUR auðmaður, Xu Ming að nafni, er sagður hafa áhuga á að kaupa meirihluta hlut- fjár í enska knattspyrnuliðinu Leeds United, en félagið berst nú bökkum. Ming þekkir nokkuð til reksturs knattspyrnuliða í heima- landi sínu, en hann er aðaleigandi Dalian Shide sem hefur sjö sinnum orðið kínverskur meistari í knatt- spyrnu á síðustu árum. Hann hefur á undanförnum mánuðum borið ví- urnar í nokkur félagslið m.a. í Suð- ur-Kóreu, Ástralíu, á Ítalíu og í Bandaríkjunum en ekki haft erindi sem erfiði. Talið er að John McKenzie, stjórnarformaður Leeds, tengist áhuga Ming á Leeds en McKen- zie stundar tals- verð viðskipti í Asíu. McKenzie lýsti því yfir á dögunum að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endur- kjörs við stjórn- arkjör hjá félaginu til að koma í veg fyrir hagsmunatengsl í vænt- anlegum samningum við þá aðila sem áhuga kunna að hafa á að bjarga Leeds. Ming er talinn vera fjórtándi ríkasti maður Kína. Kínverji hefur áhuga á að bjarga Leeds TÉKKNESKI lansliðsframherjinn, Jan Koller, sem leikur með Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu segir við fjölmiðla þar í landi að Þjóðverjar og Hollendingar megi búast við því að dvöl þeirra í úrslitakeppni Evr- ópumeistaramótsins á næsta ári verði í styttra lagi. Koller segir að tékkneska liðið muni sjá til þess að Hollendingar og Þjóðverjar muni sitja eftir í riðlakeppninni ásamt Lett- um en liðin eru í riðli sem sumir nefna „dauðariðilinn“. Hinn þrítugi framherji segir að Tékkar hafi á að skipa liði með góðri blöndu yngri og reyndari leikmanna. Margir leikmenn liðsins léku til úrslita á EM sem fór fram í Eng- landi árið 1996, og má þar nefna Tomas Rosicky, Pavel Nedved og Koller en liðið tapaði fyrir Þjóðverjum, 2:1, á gullmarki sem Oliver Bierhoff skoraði. „Hins vegar eru Þjóðverjar alltaf á toppnum á stórmót- um og geta gert góða hluti en ég er þess fullviss að við náum að halda þeim fyrir aftan okkur í Portúgal,“ segir Koller. „Þýskaland og Hol- land sitja eftir á EM“ Reuters Koller fagnar marki í leik með Dortmund. Og það engin smá sýning, rúm-lega 400 af þeim tæplega þús- und sem eru í félaginu taka þátt í fimleikasýningunni. Þar spilar ungviðið stærstu rulluna því meginhluti af krökk- unum í fimleika- félaginu fær að spreyta sig enda þarf þrjár sýningar til að allir komist að. Morgunblaðið brá sér á æfingu í síðustu viku og upplifði góða stemmningu. Flestir krakkanna sem eru frá sex til tíu ára æfa tvo til fimmtán tíma á viku, jafnt á gólfi sem áhöldum. Viku fyrir sýninguna er síðan allt sett á fullt, sporin æfð rækilega og þjálfarar svitna við að reyna að láta hópinn vinna saman – ekki alltaf auðvelt þegar þessi aldur á í hlut en það tókst samt bærilega enda hafa allir gaman af og taka hlutverkin ekki alltof alvarlega. Mesta spennan er í þjálfurum og for- eldrum, þau yngstu kærðu sig kollótt og stungu sér í svamp-gryfjuna í hverju einasta hléi. Sýningin er blanda af fimleikum og dansi, sem blandað er inn í jóla- sögu og allir eru í viðeigandi bún- ingum. Sögumaður fylgir áhorfend- um í gegnum hvað er að gerast í bænum og á verkstæði jólasveinanna nokkrum dögum fyrir jól. Ekki fékkst uppúr krökkunum hvernig æfintýrið endar – blaðamanni var bara bent á að mæta. Ætli hann láti ekki verða af því. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Lóa Rut Traustadóttir, Sandra Sæmundsdóttir, Yrsa Rós Ásgeirsdóttir, Elma Yngvarsdóttir, Andrea Torfadóttir og Hrefna Guð- mundsdóttir fjölmenntu á tvíslána og vildu sína listir sínar. Þær eru greinilega tilbúnar fyrir jólasýninguna á morgun. Kolbrún Sara Magnúsdóttir býr sig undir stökk í svampgryfj- una. Þjálfararnir Florentina Stoica og Hildur Ketilsdóttir fylgd- ust í fyrstu spenntar með en stökkið mikla lét bíða eftir sér. Strembnar æfingar fyrir jólasýningu SPENNAN vex í Hafnarfirði, stífar æfingar í fimleikafélaginu Björk standa yfir, foreldrar og þjálfarar keppast við að sauma búninga og félagið eru undirlagt því að á morgun, fimmtudag, verður haldin hin árlega jólasýning fimleikafélagsins. Strákarnir voru ekki langt undan og handboltaguttar úr Hauk- um fjölmenntu á eina gluggann á salnum. Stefán Stefánsson skrifar McKenzie

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.