Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 17.12.2003, Qupperneq 58
ÍÞRÓTTIR 58 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Evrópubikarinn, Vesturdeild Ovarense – Keflavík............................ 99:93 Stig Keflavíkur: Derrick Allen 27, Nick Bradford 16, Arnar F. Jónsson 16, Gunnar Einarsson 11, Jón N. Hafsteinsson 11, Fal- ur Harðarson 10, Magnús Gunnarsson 3. Staðan: Ovarense 5 4 1 441:427 9 Keflavík 5 3 2 478:471 8 Toulon 5 2 3 424:424 7 Madeira 5 1 4 406:427 6  Gefin eru 2 stig fyrir sigur og 1 fyrir tap. 1. deild karla Stjarnan – Skallagrímur...................... 71:82 Ármann/Þróttur – ÍS ........................... 83:63 Staðan: Valur 9 8 1 789:728 16 Skallagrímur 9 8 1 846:710 16 Fjölnir 9 7 2 802:666 14 Stjarnan 9 5 4 722:707 10 Ármann/Þróttur 9 4 5 740:714 8 ÍS 9 4 5 729:745 8 Þór A. 9 4 5 749:800 8 ÍG 9 3 6 753:805 6 Höttur 9 1 8 622:768 2 Selfoss 9 1 8 734:843 2 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Minnesota – Boston.............................116:95 Indiana – Cleveland ..............................95:85 Dallas – Toronto ..................................111:94 San Antonio – Memphis........................78:67 LA Clippers – New Orleans ...............109:80 BLAK Undanúrslit karla: ÍS – Þróttur R........................................... 3:1 (21:25, 25:22, 25:16, 26:24)  ÍS mætir Stjörnunni í úrslitaleik í Aust- urbergi 3. janúar. KNATTSPYRNA England Deildabikarkeppnin, 8-liða úrslit: WBA – Arsenal......................................... 0:2 Nwankwo Kanu 25., Jeremie Aliadiere 57. Bolton – Southampton ............................ 1:0 Henrik Pedersen 115. Bikarkeppnin, 2. umferð: Barnsley – Bristol City ............................ 2:1 Cambridge – Macclesfield........................2:2  Macclesfield sigraði í vítaspyrnukeppni. Mansfield – Wycombe.............................. 3:2 Þýskaland Frankfurt – Hamburger SV................... 2:3 Ervin Skela 52., Markus Beierle 65. - Stef- an Beinlich 17., Naohiro Takahara 51., Ser- gej Barbarez 85. - 20.000. Freiburg – Bayern München.................. 0:6 Roy Makaay 28., 67., Martin Demichelis 6., Hasan Salihamidzic 23., Claudio Pizarro 60., Piotr Trochowski 87. - 25.000. Werder Bremen – Hansa Rostock ......... 3:0 Ailton 3., Valerien Ismael 77., Krisztian Lisztes 89. - 33.754. Köln – Hertha Berlín............................... 3:0 Andrej Voronin 46., Lukas Podolski 75., Matthias Scherz 87. Rautt spjald: Nano Rafael (Hertha) 72. - 35.000. Staða efstu liða: Bremen 17 12 3 2 45:20 39 Bayern München 17 10 5 2 40:19 35 Stuttgart 16 10 5 1 22:4 35 Leverkusen 16 9 5 2 32:15 32 Bochum 16 7 4 5 28:21 25 Staða neðstu liða: Kaiserslautern 16 5 2 9 19:30 14 Köln 17 3 4 10 15:26 13 Hertha 17 2 7 8 15:33 13 Frankfurt 17 3 3 11 16:28 12 Spánn Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Celta Vigo – Espanyol ............................. 3:1 Alaves – Real Sociedad ............................ 2:1 Algeciras – Villarreal ............................... 0:1 Cultural Leonesa – Atletico Madrid....... 0:1 Holland Bikarkeppnin, 3. umferð: Sparta Rotterdam – Roosendaal ............ 2:0 Heracles Almelo – Hoek.......................... 4:1 PSV Eindhoven – Willem II.................... 2:0 Twente – Ajax-2........................................ 1:0 Ítalía Bikarkeppnin, 16-liða úrslit, síðari leikur: Perugia – Chievo ...................................... 3:0  Perugia áfram, 4:2 samanlagt. HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Magdeburg – Lemgo............................ 33:30 LEIÐRÉTTING Val Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafs- sonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, á leikmönnum ársins, skolaðist til í gær hér á síðunni. Rétt val þeirra er Pavel Nedved, Tékklandi, í fyrsta sæti, Zidane í öðru og Van Nistelrooy í þriðja. KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 16-liða úr- slit kvenna: Seljaskóli: ÍR - Keflavík ............................20 Í KVÖLD STEFÁN Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í hand- knattleik, heldur í vonina um að hann geti teflt fram Önnu Yakovu, vinstrihandar skyttunni öflugu í liði Ís- landsmeistara ÍBV, í leikjunum á móti Tékkum í um- spili Evrópumótsins en þjóðirnar eigast við í tveimur leikjum um laust sæti í úrslitakeppni EM næsta vor. Yakova öðlaðist íslenskan ríkisborgarétt á mánudag- inn, á síðasta starfsdegi alþingis, en þar sem reglur Al- þjóðahandknattleikssambandins kveða á um að líða þurfi þrjú ár frá því hún spilaði síðast með landsliði þar til hún getur leikið með öðru landsliði liggur ekki ljóst fyrir ennþá hvort hún verði gjaldgeng í leikina við Tékka. Yakova spilaði síðast landsleiki fyrir Úkraínu í ágúst 2001. „Ég held svo sannarlega í vonina um að fá Yakovu og það yrði gríðarlegur fengur fyrir okkur að fá hana í liðið þar sem fyrirséð er að stór skörð verða höggvin í okkar lið,“ sagði Stefán Arnarson við Morgunblaðið. Yakova með ís- lenska landsliðinu? TVEIR af lykilmönnum landsliðsins undanfarin ár, Harpa Melsted, Haukum, og Brynja Steinsen, Val, verða ekki með í verkefnum landsliðsins og leika ekki meira með liðum sínum á leiktíðinni. Ástæðan er sú að þær eru báðar ófrískar og eiga von á sér næsta sumar. Þetta er mikill missir fyrir íslenska landsliðið og ekki síður fyrir Hauka og Val í baráttu liðanna við ÍBV um Íslandsmeistaratitlinn en liðin þrjú hafa skarað fram úr á leiktíðinni. Eins og áður segir mætir Ísland liði Tékklands í um- spili um sæti í úrslitakeppni EM. Þjóðirnar áttust við í leik á móti í Póllandi fyrir einum og hálfum mánuði og þar höfðu þær tékknesku betur, 30:28. „Það liggur ljóst fyrir að Tékkar eru með sterkara lið en við. Við veittum þeim hins vegar mjög harða keppni í mótinu í Póllandi og ef við hittum á okkar allra bestu leiki er aldrei að vita nema við getum haft betur á móti Tékkunum,“ sagði Stefán. Landsliðskonur í barnsburðarleyfi ÚRSLIT Þetta leit nú ekki allt of vel útum tíma, en strákarnir tóku sig á undir lokin og náðu að minnka muninn verulega þannig að þetta varð alls ekki alslæmt,“ sagði Guð- jón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, í samtali við Morgunblaðið eftir leik- inn. Heimamenn byrjuðu með mikl- um látum, léku stífa maður á mann vörn og yfirdekkuðu gríðarlega, sérstaklega á móti þriggja stiga skyttum Keflvíkinga. Þeir gengu svo hart fram í vörninni að menn náðu hreinlega ekki að skjóta þriggja stiga skotum framan af leik. „Þetta var erfitt. Þeir léku mjög stífa vörn og fasta – fullfasta á köfl- um en við vælum ekkert yfir því. Við þetta féllum við út úr öllum takti og því sem við ætluðum að gera. Þessu fygldi líka slök hittni enda held ég að við höfum bara gert tvær þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik,“ sagði Guðjón. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 28:23 og þann næsta unnu heima- menn einnig með fimm stigum, 24:19, og því 52:42 í leikhléi. Ekki tók betra við í þriðja leikhluta því þann hluta unnu heimamenn með sex stigum, 22:16, og þegar síðasti leikhlutinn hófst var staðan 74:58 en hafði verið 74:56 skömmu áður og var það mesti munurinn í leikn- um, 18 stig. „Arnar Freyr kom sterkur inn í lokin og keyrði óhræddur á vörn þeirra. Það var í rauninni það sem við þurftum því stífur varnarleikur þeirra gerði það að verkum að við áttum í erfiðleikum með að koma boltanum á milli manna og því þurftum við einhvern sem hafði áræði og þor til að keyra með bolt- ann inn að körfunni. Arnar Freyr gerði það virkilega vel,“ sagði Guð- jón. Keflvíkingar minnkuðu muninn hægt og rólega í síðasta leikhlut- anum en gekk erfiðlega að komast niður fyrir tíu stiga múrinn, en Keflavík vann síðasta leikhlutann 35:25. „Ef við hefðum komið mun- inum fyrr niður fyrir sjö til átta stig er aldrei að vita nema við hefð- um getað stolið sigrinum. En það tókst ekki og nú er bara að fara snemma í rúmið því við leggjum snemma af stað í fyrramálið til Ma- deira,“ sagði Guðjón í gærkvöldi. Keflvíkingar byrjuðu á því að leika maður á mann vörn, skiptu síðan yfir í svæðisvörn undir lok fyrri hálfleiks. „Við héldum því síð- an áfram í seinni hálfleik og press- uðum þá um leið og það gekk ágæt- lega. Við enduðum síðan á því að leika maður á mann um allan völl og þá náðum við að minnka mun- inn,“ sagði Guðjón og bætti við að heimamann hefðu leikið maður á mann vörn allan leikinn. Í sókninni gekk illa framan af en heimamönnum betur og mestu munaði um stóru mennina inn í teignum því ef leikmennirnir fyrir utan lentu í vanda létu þeir boltann detta inn í teiginn þar sem þeir stóru höfðu plantað sér. „Dómar- arnir hefðu að ósekju mátt dæma nokkrum sinnum þrjár sekúndur á þá stóru, en sáu ekki ástæðu til þess. Þetta eru rosalegir trukkar og erfitt að eiga við þá,“ sagði Guð- jón. Eins og áður segir átti Arnar Freyr fínan leik, en annars voru átta menn notaðir í leiknum. Derr- ick Allen var grimmur, með 27 stig og 10 fráköst, en skytturnar náðu sér ekki á strik að þessu sinni enda leikið stíft á móti þeim. Falur náði þó aðeins að klóra í bakkann undir lok leiksins. Þá átti Jón Nordal fín- an leik um tíma í fyrri hálfleik. Góður lokakafli bjargaði miklu KEFLVÍKINGAR töpuðu sínum öðrum leik í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í gærkvöldi þegar þeir mættu Ovarense í Ovar í Portúgal. Heimamenn voru yfir allan leikinn en Keflvíkingar náðu að rétta úr kútnum á lokakaflanum og töpuðu 99:93. Sex stiga tap er alls ekki slæmt því Keflavík vann Ovarense 113:99 í fyrri leik lið- anna og stendur því betur verði liðin jöfn að stigum. Í sænska liðinu eru gamlir refir,tveir þeirra Staffan Olsson og Magnus Wislander eru fertugir en þeir ásamt markverðinum Tomasi Svensson, voru í heimsmeistaraliði Svía á heimsmeistaramótinu í Tékkóslóvakíu árið 1990. Í bland við gömlu refina eru fjórir nýliðar en meðalaldur sænska landsliðsins er 28 ár og meðalleikjafjöldi 131 leikur. Það er skarð fyrir skildi fyrir Svía að í liðið vantar miðjumanninn smáa en knáa, Ljubomir Vranjes, en hann er meiddur í öxl og getur ekki leikið með á mótinu. EM-hópur Svía lítur þannig út: Markverðir: Tomas Svensson, Hamburg Peter Gentzel, Nordhorn Útileikmenn: Martin Boquist, Kiel Magnus Wislander, Redberglid Robert Arrhenius, Nordhorn Kim Andersson, Sävehof Jonas Källman, Ciudad Real Mathias Franzén, Barcelona Johan Pettersson, Kiel Stefan Lövgren, Kiel Jonas Ernelind, Hamburg Marcus Ahlm, Kiel Staffan Olsson, Hammarby Sebastian Seifert, Kolding Jonas Larholm, Sävehof Joacim Ernstsson, Redbergslid Svíar leika sjö æfingaleiki fyrir Evrópumótið. 2.–9. janúar mæta þeir Túnis, Frakklandi og Tékklandi á móti í Túnis. 13. janúar mæta þeir Egyptum í Svíþjóð og 15.–17. leika þeir á móti ásamt Íslendingum, Egyptum og Dönum. Svíar halda síðan til Slóveníu hinn 20. janúar en þeir eru í riðli með Rússum, Úkraínumönnum og Sviss- lendingum. MAGDEBURG hleypti aukinni spennu í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld með því að sigra Lemgo, 33:30, frammi fyrir 8 þús- und áhorfendum á heimavelli sín- um. Flensburg er með 28 stig á toppnum, Lemgo 26 og Magde- burg 25 en Lemgo hefur leikið einum leik meira en hin tvö liðin. Sigfús Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg í leiknum en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar voru með yfirhöndina allan tím- ann en síðast var jafnt 14:14. Stað- an var 19:16 í hálfleik og Magde- burg komst í 30:24. Auk Sigfúsar skoruðu mest fyr- ir Magdeburg þeir Grzegorz Tkaczyk, 9 mörk, og Stefan Kretzschmar 6. Þeir Markus Baur og Florian Kehrmann voru at- kvæðamestir hjá Lemgo með 6 mörk hvor. Magdeburg lagði meistara Lemgo Svíar búnir að velja EM-hópinn BENGT Johansson landsliðs- þjálfari Svía í handknattleik hef- ur valið landsliðshóp sinn sem leikur á Evrópumótinu í Slóven- íu í janúar en þar eiga Svíar Evr- ópumeistaratitil að verja. RÓBERT Gunnarsson, línu- maður Århus GF, er annar markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í hand- knattleik þegar 13 umferðum er lokið. Róbert hefur skorað 99 mörk en markahæstur er Micke Næsby hjá Frederica með 106 mörk en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 14 mörk fyrir lið í 26:26 jafntefli á móti Tvis Holstebro um síð- ustu helgi. Hinn hálfíslenski Hans Ótt- ar Lindberg, sem leikur með Team Helsinge, er sjötti markahæsti leikmaður deild- arinnar með 73 mörk en Hans lék sína fyrstu landsleiki fyrir Dani fyrr á þessu ári, meðal annars gegn Íslendingum hér heima í maí. Róbert í öðru sæti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.