Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 59 RÓBERT Sighvatsson, landsliðs- maður í handknattleik, er farinn að æfa á nýjan leik með liði sínu Wetzl- ar, eftir sex vikna fjarveru en hann brotnaði illa á þumalfingri hægri handar í landsleik við Pólverja hér á landi. „Ég er nokkuð bjartsýnn og stefni að því að leika með Wetzlar gegn Stralsunder á heimavelli í þýsku 1. deildinni á laugardaginn. Ég finn fyrir sársauka í fingrinum við áreynslu en hann bólgnar ekki og það er aðalmálið, aðgerðin hefur því tekist vel,“ sagði Róbert í sam- tali við Morgunblaðið í gær er hann var að sækja nýja og betri spelku fyrir fingurinn. „Spelkan sem ég hef verið með var léleg en ég er að fá í hendur nýja spelku sem ég get væntanlega notað á æfingum í vik- unni og í næstu þremur leikjum sem eru okkur í Wetzlar mikil- vægir, heimaleikur við Stralsunder á laugardaginn, við Kronau/ Östringen á útivelli á öðrum degi jóla og loks við Wallau Massenheim 30. desember en það verður síðasti leikur okkar áður en hlé verður gert á þýsku deildinni vegna Evr- ópumótsins,“ sagði Róbert sem gef- ur kost á sér í íslenska landsliðið fyrir EM í Slóveníu, en Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari, kynnir val sitt á landsliðshópnum sem tekur þátt í keppninni og und- irbúningi hennar í hádeginu í dag.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, verður næsti knattspyrnustjórinn í ensku úrvals- deildinni sem verður látinn taka pokann sinn, ef marka má enska veðbanka. Liverpool hefur ekki náð sér á strik í leiktíðinni og m.a. tapað fjórum af átta heimaleikjum sínum, síðast fyrir Southampton sl. laug- ardag. Kevin Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, er talinn næstlíklegastur til að vera sagt upp starfi sínu samkvæmt veðbönkun- um.  BARNSLEY, undir stjórn Guð- jóns Þórðarsonar, komst í gærkvöld í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að sigra Brist- ol City, 2:1. Barnsley fær heimaleik í 3. umferð, gegn Scunthorpe eða Sheffield Wednesday, og á því ágæta möguleika á að komast lengra.  VÅLERENGA frá Noregi hefur tilkynnt knattspyrnuhöllina Valhöll sem varavöll fyrir heimaleik sinn gegn Newcastle í UEFA-bikarnum 26. febrúar. Ekki er öruggt að Ulle- vaal, heimavöllur Vålerenga, verði leikfær á þeim tíma.  RUUD van Nistelrooy, framherji Manchester United, segist vera í viðræðum við félagið um að vera hjá því þar til hann hættir að leika knattspyrnu, en kappinn er 27 ára. Á dögunum jafnaði hann met Denis Law er hann gerði sitt 28. mark fyr- ir félagið í Evrópukeppni og segist hann vilja vera áfram hjá United, þrátt fyrir að orðrómur sé uppi um að Real Madrid vilji hann.  JERMAINE Pennant, sem er á mála hjá Arsenal, verður í láni hjá Leeds í einn mánuð til viðbótar en þessi 20 ára gamli miðjumaður hef- ur verið í láni hjá þeim hvítklæddu síðan í september og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins.  SIMONE Inzaghi leikur ekki með Lazio næstu tvo mánuðina eftir að hann meiddist á vinstri handlegg í kappleik milli Lazio og Ancona á sunnudaginn.  ALESSANDRO Nesta, varnar- maður AC Milan, verður ekki með samherjum sínum næsta mánuðinn eftir að hann gekkst undir aðgerð á vinstra hné í gær.  SÆNSKA skíðakonan Anja Pär- son sigraði á heimsbikarmóti í svigi á Ítalíu í gær og var þetta þriðji sig- ur hennar í vetur. Laure Pequegnot frá Frakklandi varð önnur, 0,81 sek- úndu á eftir sænsku stúlkunni en sú franska var með besta tímann eftir fyrri ferð, 12/100 úr sekúndu á und- an sænsku stúlkunni. Þriðja varð Nicole Hosp frá Austurríki.  PÄRSON er frá bænum Tärnaby í Svíþjóð eins og Ingemar Sten- mark, skíðakappinn mikli, en í dag eru 29 ár síðan hann vann í fyrsta sinn í Madonna de Campiglio á Ítal- íu þar sem Pärson vann í gær. FÓLK Stefán sagði að ÍSÍ hefði ekki set-ið aðgerðalaust í þessum efn- um. „Við höfum sent nokkur dreifi- bréf og bæklinga til íþróttafélaga þar sem við höfum hvatt forystu- menn þeirra og íþróttamennina til að kynna sér málið. Ennfremur höf- um við átt gott samstarf við Þor- grím Þráinsson, sviðsstjóra tóbaks- varna hjá Lýðheilsustöð. Það þarf að taka vel á þessari sívaxandi notk- un á munntóbaki, og það höfum við reynt, en í þessu er ekki hægt að beita boðum og bönnum. Við verð- um að höfða til samvisku íþrótta- mannanna og þjálfaranna og treysta á að þeirra hugarfar sé rétt. Íþrótta- mennirnir eru börnum og ungling- um miklar fyrirmyndir og það skipt- ir öllu máli að þeir beiti sér. Það hlustar enginn á okkur forsvars- mennina í íþróttahreyfingunni en það hlusta allir á okkar fremstu íþróttamenn og fara eftir því sem þeir segja. Ef þeir taka ekki þátt, eru varnaðarorð okkar hjóm eitt. Án þeirra þátttöku vinnst aldrei sigur í þessari baráttu.“ Stefán sagðist fagna orðum Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra KSÍ, í Morgunblaðinu í gær þar sem hann lýsti því yfir að KSÍ væri tilbú- ið til að taka á munntóbaksneysl- unni af fullum krafti. „Við munum hafa samband við forráðamenn KSÍ og viljum snúa bökum saman með þeim og taka á þessu sívaxandi vandamáli af mikilli festu. Munntóbakið virðist sérstak- lega vera í tísku í knattspyrnunni og íshokkíinu en við höfum haft litlar spurnir af umtalsverðri neyslu þess í öðrum greinum,“ sagði Stefán Konráðsson. Arsenal átti í vök að verjast álöngum köflum gegn toppliði 1. deildar og WBA hafði ekki heppnina með sér. Nwankwo Kanu skoraði fyrir Arsenal um miðjan fyrri hálf- leik og sóknarmaðurinn efnilegi, Jermaine Aliadiere, innsiglaði sigur- inn snemma í þeim síðari, 2:0, eftir að Russell Hoult, markvörður WBA, gerði sig sekan um hrikaleg mistök. Arsenal hvíldi flesta lykilmenn sína eins og í fyrri leikjum sínum í keppninni en Arsene Wenger gaf til kynna í gær að fyrst lið hans væri komið í undanúrslit væri eins víst að stórstjörnurnar yrðu notaðar þar. „En við vorum með góða blöndu af eldri og yngri leikmönnum í kvöld og þurftum mikla einbeitingu gegn sterku liði WBA,“ sagði Wenger. Leikur Bolton og Southampton var markalaus og fór í framlengingu. Þar tókst hinum danska Henrik Ped- ersen að skora fyrir Bolton, fimm mínútum fyrir leikslok, og færa liði sínu 1:0 sigur. Litlu munaði þó að Southampton næði í vítaspyrnu- keppni því í lokin skaut Paul Telfer í þverslána á marki Boltonbúa. Sex marka útisigur Bayern München Í þýsku 1. deildinni vann Bayern München ótrúlegan útisigur á Frei- burg, 6:0, í gærkvöld. Nokkra lykil- menn vantaði í lið Bæjara en það kom ekki að sök og Roy Makaay skoraði tvö markanna og lagði eitt upp. Hollendingurinn marksækni hefur nú skorað 10 mörk fyrir Bay- ern á tímabilinu. Með sigrinum komst Bayern í annað sætið, fór upp fyrir Stuttgart sem fær Leverkusen í heimsókn í kvöld. Bremen vann Rostock, 3:0, og náði með því fjögurra stiga forystu í deildinni. Ailton var enn á ferðinni fyrir Brimarbúa og skoraði sitt 16. mark í vetur. Þar með fer Bremen í vetrarfríið á toppnum en lið í þeirri stöðu hefur 27 sinnum unnið deildina á undanförnum 40 árum. Reuters Martin Demichelis, argentínski varnarmaðurinn hjá Bayern München, fagnar fyrsta marki liðsins í stórsigri, 6:0, gegn Freiburg í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Arsenal og Bolton í und- anúrslitin ARSENAL og Bolton komust í gærkvöld í undanúrslit enska deilda- bikarsins í knattspyrnu með því að leggja WBA og Southampton að velli. Í kvöld kemur í ljós hvaða tvö lið fylgja þeim þangað þegar Aston Villa tekur á móti Chelsea og Tottenham fær Middlesbrough í heimsókn. Róbert farinn að æfa með Wetzlar á nýjan leik Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, um baráttu gegn neyslu munntóbaks „Treystum á hugar- far íþróttamanna og þjálfara“ ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands hefur mikinn hug á að efla baráttuna gegn notkun munntóbaks. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við Morgunblaðið í gær að umræðan um munntóbakið væri þörf og tími til kominn fyrir íþróttaforystuna í landinu að snúa bökum saman og taka á vandamálinu. ÓLAFUR Ingi Skúlason var ekki í 16-manna hópi Arsenal sem lék gegn WBA í 8-liða úr- slitum ensku deildabikar- keppninnar í gærkvöldi. Ólaf- ur var valinn í 18-manna hóp liðsins en Arsene Wenger, skar hópinn niður um tvo leik- menn í gær, og var Ólafur annar þeirra. „Þar sem Laur- en var orðinn leikfær þá ákvað Wenger að velja mig ekki en að öðrum kosti hefði ég farið í leikinn,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið. Ólafur æfði í staðinn með helstu stórstjörnum liðsins og varð fyrir því óláni að togna aftan í læri. „Það er ekki hægt að segja að dagurinn hafi ver- ið góður. Fyrst fékk ég að vita að ég færi ekki í leikinn og svo lenti ég í þessum meiðslum. Ég fæ því jólafrí og ætla að koma heim á föstudaginn en á svo að vera kominn út aftur 1. janúar.“ Ekki góður dagur hjá Ólafi Inga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.