Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 59

Morgunblaðið - 17.12.2003, Page 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 59 RÓBERT Sighvatsson, landsliðs- maður í handknattleik, er farinn að æfa á nýjan leik með liði sínu Wetzl- ar, eftir sex vikna fjarveru en hann brotnaði illa á þumalfingri hægri handar í landsleik við Pólverja hér á landi. „Ég er nokkuð bjartsýnn og stefni að því að leika með Wetzlar gegn Stralsunder á heimavelli í þýsku 1. deildinni á laugardaginn. Ég finn fyrir sársauka í fingrinum við áreynslu en hann bólgnar ekki og það er aðalmálið, aðgerðin hefur því tekist vel,“ sagði Róbert í sam- tali við Morgunblaðið í gær er hann var að sækja nýja og betri spelku fyrir fingurinn. „Spelkan sem ég hef verið með var léleg en ég er að fá í hendur nýja spelku sem ég get væntanlega notað á æfingum í vik- unni og í næstu þremur leikjum sem eru okkur í Wetzlar mikil- vægir, heimaleikur við Stralsunder á laugardaginn, við Kronau/ Östringen á útivelli á öðrum degi jóla og loks við Wallau Massenheim 30. desember en það verður síðasti leikur okkar áður en hlé verður gert á þýsku deildinni vegna Evr- ópumótsins,“ sagði Róbert sem gef- ur kost á sér í íslenska landsliðið fyrir EM í Slóveníu, en Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari, kynnir val sitt á landsliðshópnum sem tekur þátt í keppninni og und- irbúningi hennar í hádeginu í dag.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, verður næsti knattspyrnustjórinn í ensku úrvals- deildinni sem verður látinn taka pokann sinn, ef marka má enska veðbanka. Liverpool hefur ekki náð sér á strik í leiktíðinni og m.a. tapað fjórum af átta heimaleikjum sínum, síðast fyrir Southampton sl. laug- ardag. Kevin Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, er talinn næstlíklegastur til að vera sagt upp starfi sínu samkvæmt veðbönkun- um.  BARNSLEY, undir stjórn Guð- jóns Þórðarsonar, komst í gærkvöld í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að sigra Brist- ol City, 2:1. Barnsley fær heimaleik í 3. umferð, gegn Scunthorpe eða Sheffield Wednesday, og á því ágæta möguleika á að komast lengra.  VÅLERENGA frá Noregi hefur tilkynnt knattspyrnuhöllina Valhöll sem varavöll fyrir heimaleik sinn gegn Newcastle í UEFA-bikarnum 26. febrúar. Ekki er öruggt að Ulle- vaal, heimavöllur Vålerenga, verði leikfær á þeim tíma.  RUUD van Nistelrooy, framherji Manchester United, segist vera í viðræðum við félagið um að vera hjá því þar til hann hættir að leika knattspyrnu, en kappinn er 27 ára. Á dögunum jafnaði hann met Denis Law er hann gerði sitt 28. mark fyr- ir félagið í Evrópukeppni og segist hann vilja vera áfram hjá United, þrátt fyrir að orðrómur sé uppi um að Real Madrid vilji hann.  JERMAINE Pennant, sem er á mála hjá Arsenal, verður í láni hjá Leeds í einn mánuð til viðbótar en þessi 20 ára gamli miðjumaður hef- ur verið í láni hjá þeim hvítklæddu síðan í september og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins.  SIMONE Inzaghi leikur ekki með Lazio næstu tvo mánuðina eftir að hann meiddist á vinstri handlegg í kappleik milli Lazio og Ancona á sunnudaginn.  ALESSANDRO Nesta, varnar- maður AC Milan, verður ekki með samherjum sínum næsta mánuðinn eftir að hann gekkst undir aðgerð á vinstra hné í gær.  SÆNSKA skíðakonan Anja Pär- son sigraði á heimsbikarmóti í svigi á Ítalíu í gær og var þetta þriðji sig- ur hennar í vetur. Laure Pequegnot frá Frakklandi varð önnur, 0,81 sek- úndu á eftir sænsku stúlkunni en sú franska var með besta tímann eftir fyrri ferð, 12/100 úr sekúndu á und- an sænsku stúlkunni. Þriðja varð Nicole Hosp frá Austurríki.  PÄRSON er frá bænum Tärnaby í Svíþjóð eins og Ingemar Sten- mark, skíðakappinn mikli, en í dag eru 29 ár síðan hann vann í fyrsta sinn í Madonna de Campiglio á Ítal- íu þar sem Pärson vann í gær. FÓLK Stefán sagði að ÍSÍ hefði ekki set-ið aðgerðalaust í þessum efn- um. „Við höfum sent nokkur dreifi- bréf og bæklinga til íþróttafélaga þar sem við höfum hvatt forystu- menn þeirra og íþróttamennina til að kynna sér málið. Ennfremur höf- um við átt gott samstarf við Þor- grím Þráinsson, sviðsstjóra tóbaks- varna hjá Lýðheilsustöð. Það þarf að taka vel á þessari sívaxandi notk- un á munntóbaki, og það höfum við reynt, en í þessu er ekki hægt að beita boðum og bönnum. Við verð- um að höfða til samvisku íþrótta- mannanna og þjálfaranna og treysta á að þeirra hugarfar sé rétt. Íþrótta- mennirnir eru börnum og ungling- um miklar fyrirmyndir og það skipt- ir öllu máli að þeir beiti sér. Það hlustar enginn á okkur forsvars- mennina í íþróttahreyfingunni en það hlusta allir á okkar fremstu íþróttamenn og fara eftir því sem þeir segja. Ef þeir taka ekki þátt, eru varnaðarorð okkar hjóm eitt. Án þeirra þátttöku vinnst aldrei sigur í þessari baráttu.“ Stefán sagðist fagna orðum Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra KSÍ, í Morgunblaðinu í gær þar sem hann lýsti því yfir að KSÍ væri tilbú- ið til að taka á munntóbaksneysl- unni af fullum krafti. „Við munum hafa samband við forráðamenn KSÍ og viljum snúa bökum saman með þeim og taka á þessu sívaxandi vandamáli af mikilli festu. Munntóbakið virðist sérstak- lega vera í tísku í knattspyrnunni og íshokkíinu en við höfum haft litlar spurnir af umtalsverðri neyslu þess í öðrum greinum,“ sagði Stefán Konráðsson. Arsenal átti í vök að verjast álöngum köflum gegn toppliði 1. deildar og WBA hafði ekki heppnina með sér. Nwankwo Kanu skoraði fyrir Arsenal um miðjan fyrri hálf- leik og sóknarmaðurinn efnilegi, Jermaine Aliadiere, innsiglaði sigur- inn snemma í þeim síðari, 2:0, eftir að Russell Hoult, markvörður WBA, gerði sig sekan um hrikaleg mistök. Arsenal hvíldi flesta lykilmenn sína eins og í fyrri leikjum sínum í keppninni en Arsene Wenger gaf til kynna í gær að fyrst lið hans væri komið í undanúrslit væri eins víst að stórstjörnurnar yrðu notaðar þar. „En við vorum með góða blöndu af eldri og yngri leikmönnum í kvöld og þurftum mikla einbeitingu gegn sterku liði WBA,“ sagði Wenger. Leikur Bolton og Southampton var markalaus og fór í framlengingu. Þar tókst hinum danska Henrik Ped- ersen að skora fyrir Bolton, fimm mínútum fyrir leikslok, og færa liði sínu 1:0 sigur. Litlu munaði þó að Southampton næði í vítaspyrnu- keppni því í lokin skaut Paul Telfer í þverslána á marki Boltonbúa. Sex marka útisigur Bayern München Í þýsku 1. deildinni vann Bayern München ótrúlegan útisigur á Frei- burg, 6:0, í gærkvöld. Nokkra lykil- menn vantaði í lið Bæjara en það kom ekki að sök og Roy Makaay skoraði tvö markanna og lagði eitt upp. Hollendingurinn marksækni hefur nú skorað 10 mörk fyrir Bay- ern á tímabilinu. Með sigrinum komst Bayern í annað sætið, fór upp fyrir Stuttgart sem fær Leverkusen í heimsókn í kvöld. Bremen vann Rostock, 3:0, og náði með því fjögurra stiga forystu í deildinni. Ailton var enn á ferðinni fyrir Brimarbúa og skoraði sitt 16. mark í vetur. Þar með fer Bremen í vetrarfríið á toppnum en lið í þeirri stöðu hefur 27 sinnum unnið deildina á undanförnum 40 árum. Reuters Martin Demichelis, argentínski varnarmaðurinn hjá Bayern München, fagnar fyrsta marki liðsins í stórsigri, 6:0, gegn Freiburg í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Arsenal og Bolton í und- anúrslitin ARSENAL og Bolton komust í gærkvöld í undanúrslit enska deilda- bikarsins í knattspyrnu með því að leggja WBA og Southampton að velli. Í kvöld kemur í ljós hvaða tvö lið fylgja þeim þangað þegar Aston Villa tekur á móti Chelsea og Tottenham fær Middlesbrough í heimsókn. Róbert farinn að æfa með Wetzlar á nýjan leik Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, um baráttu gegn neyslu munntóbaks „Treystum á hugar- far íþróttamanna og þjálfara“ ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband Íslands hefur mikinn hug á að efla baráttuna gegn notkun munntóbaks. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við Morgunblaðið í gær að umræðan um munntóbakið væri þörf og tími til kominn fyrir íþróttaforystuna í landinu að snúa bökum saman og taka á vandamálinu. ÓLAFUR Ingi Skúlason var ekki í 16-manna hópi Arsenal sem lék gegn WBA í 8-liða úr- slitum ensku deildabikar- keppninnar í gærkvöldi. Ólaf- ur var valinn í 18-manna hóp liðsins en Arsene Wenger, skar hópinn niður um tvo leik- menn í gær, og var Ólafur annar þeirra. „Þar sem Laur- en var orðinn leikfær þá ákvað Wenger að velja mig ekki en að öðrum kosti hefði ég farið í leikinn,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið. Ólafur æfði í staðinn með helstu stórstjörnum liðsins og varð fyrir því óláni að togna aftan í læri. „Það er ekki hægt að segja að dagurinn hafi ver- ið góður. Fyrst fékk ég að vita að ég færi ekki í leikinn og svo lenti ég í þessum meiðslum. Ég fæ því jólafrí og ætla að koma heim á föstudaginn en á svo að vera kominn út aftur 1. janúar.“ Ekki góður dagur hjá Ólafi Inga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.