Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.       SAMFOK, Samband foreldrafélaga og for- eldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, hefur fengið vísbendingar um að tekjuafgangur sé af rekstri mötuneyta í grunnskólum Reykjavíkur. Einnig að rekstur nemenda- og kennaramötu- neyta sé ekki aðskilinn. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, sem er áheyrnarfulltrúi foreldra í fræðsluráði, lagði á fundi ráðsins 2. desember sl. fram fyrirspurn þar sem hún spurði hver væri rekstrarafkoma nemendamötuneyta í grunnskólum Reykjavíkur, hvort um tekju- afgang væri að ræða, hvernig honum sé þá var- ið og hver taki ákvörðun þar um. Þá spurði hún hvort rekstur nemendamötu- neyta væri aðskilinn frá öðrum rekstri, þ.m.t. rekstri kennaramötuneyta. Verið er að afla gagna frá grunnskólunum til að svara þessu samkvæmt upplýsingum frá Fræðslumiðstöð. Bergþóra segist hafa fengið óformlegt svar við fyrirspurn sinni á fundi Gerðar G. Óskars- dóttur fræðslustjóra og foreldraráða en þá hafi Gerður sagt að skólastjórar hefðu heimild til að ráðstafa tekjuafgangi af mötuneytisrekstri skólanna. „En þetta hefur ekki verið rætt til enda. Ef skólastjórar hafa þessa heimild finnst mér að foreldrar ættu að tjá sig um það. Það á þá að vera ákvörðun sem fræðsluráð tekur. Ég veit ekki betur en að það hafi verið talað um það að mötuneytin ættu að standa undir kostnaði og maturinn ætti að vera á kostnaðarverði. Þetta var ekki hugsað sem fjáröflun fyrir skólana.“ Bergþóra segir að sé það rétt að tekju- afgangur sé af mötuneytunum væri það hugs- anlega tilefni til að lækka verð á matnum til nemenda. Fyrirspurn til allra grunnskóla Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar, segir að send hafi verið fyrirspurn til allra grunnskóla um hvernig rekstri mötuneytanna sé háttað og í kjölfarið verði gefið svar við fyrirspurn SAM- FOK. Hann segir að í reglum um þessi mál sé tekið fram að tekjur af mötuneytunum skuli nýttar til kaupa á hráefni og ákveðnu viðhaldi en ekki til neins annars. SAMFOK spyr fræðsluráð hvort hagnaður sé af mötuneytum skóla Mötuneyti séu ekki tekjulind „ÞETTA er ótrúlega skemmti- legt fyrir okkur og ánægja með okkur í skólanum,“ segir Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri Skólakórs Kársness, en kórnum hefur verið boðið að syngja með Sinfón- íuhljómsveit franska útvarpsins í París á Norrænum músíkdögum sem haldnir verða í borginni í febrúar. Af því tilefni er Jón Nor- dal að semja nýtt verk sem ís- sínum og ferðaðist um landið og léki með kórum á landsbyggð- inni. Þórunn var spurð í þaula um þetta eftir fyrirlesturinn. Hún telur að verið geti að fyrirlest- urinn hafi einhvers staðar kveikt neista sem varð til þess að kórn- um barst þetta ómótstæðilega boð. lensku krakkarnir frumflytja með hljómsveitinni á tónleik- unum. „Það er rosalega erfitt, en ótrúlega fallegt,“ segir Þórunn um nýja verkið. Fyrir tveimur árum hélt Þór- unn fyrirlestur í París um starf sitt í Kársnesskóla, og kom það áheyrendum á óvart að heyra að Sinfóníuhljómsveit Íslands léki með barnakórum á jólatónleikum Morgunblaðið/Þorkell Syngja með sinfóníunni í París  Ótrúlega skemmtilegt / 30 SÉRHÆFT tæki til leitar að sprengiefnum og fíkniefnum hefur verið keypt til landsins að tilstuðlan dómsmálaráðuneytisins. Verð- ur tækið notað af lögreglu og fangelsismála- yfirvöldum. Leitartækið er mjög auðvelt í notkun og einn helsti kostur þess er að það er færanlegt svo unnt er að beita því hvar sem er á landinu. Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir tækið verða notað í fangelsum og á flugvöllum utan Keflavíkurflugvallar sem og í höfnum landsins. Fulltrúar frá ríkislögreglustjóra, lögregl- unni í Reykjavík og Fangelsinu Litla- Hrauni sóttu í gær námskeið í notkun tæk- isins undir handleiðslu Eric Harlows, sér- fræðings frá framleiðandanum General Electrics. Glertrefjamiða nuddað við hörund Tækið er notað með þeim hætti að litlum glertrefjamiða með teflonhúð er nuddað létt við hörund eða yfirborð hluta og síðan er miðanum stungið í tækið eins og hverju öðru bankakorti. Á örfáum sekúndum greinir tækið hvort hinar ýmsu tegundir fíkniefna og/eða sprengiefna hafa safnast á miðann og gefur þá frá sér viðvörunar- merki. Tækið er gríðarlega öflugt og ná- kvæmt og segir Guðmundur lítinn efa á að það eigi eftir að reynast vel við fíkniefna- eftirlit. Tækið kostar á sjöttu milljón króna. Morgunblaðið/Júlíus Sveinn Bjarki Sigurðsson lögreglufulltrúi leitar með ryksugurana í bakpoka. Greinir fíkni- efni og sprengi- efni á örfáum sekúndum TILVIKUM þar sem skattalög eru sniðgengin hefur fjölgað og þau hafa orðið úthugsaðri en þau voru áður enda kemur oft í ljós að um- ræddir aðilar hafa notið ráðgjafar og aðstoðar sérfræðinga sem notið hafa bestu menntunar til að ráða mönnum heilt og tryggja að rétt sé að málum staðið. Þetta kemur með- al annars fram í leiðara Indriða H. Þorlákssonar, ríkisskattstjóra í nýju tölublaði af Tíund sem gefið er út af embætti ríkisskattstjóra. „Ráðgjafafyrirtæki og fjármála- stofnanir keppast um að falbjóða aðstoð við gjörninga sem þeim sem öðrum má vera ljóst að ekki eru til annars gjörðir en að komast hjá eðlilegum skattgreiðslum. Ríkuleg- ar þóknanir fyrir aðstoðina rétt- læta þetta trúlega í þeirra augum,“ segir í greininni. Ríkisskattstjóri segir í leiðaran- um að úr viðskiptalífinu berist fréttir um eignir og fyrirtæki sem skipti um hendur og þeir sem varla hafi átt bót fyrir rassinn á sér í gær séu milljarðamæringar í dag. Við- burðir hér á landi síðustu dagana minni helst á gerska ævintýrið sem hófst eftir fall Sovétríkjanna sálugu og standi enn með blóma. „Mitt í samþjöppun auðs og valda blómstr- ar það sem kallað hefur verið fyrir- tækjagræðgi (corporate greed). Græðgi, sem ekki stafar af mann- legum breiskleika, en er kreddufest mammonsdýrkun þar sem gróða- boðorðið er öllu æðra. Allt á að vera leyfilegt ef það skilar arði og sjálf- taka á verðmætum er talin sjálf- sögð í augum þeirra sem eru í að- stöðu til hennar,“ segir í leiðaranum. Indriði segir einnig að stjórnmál séu það sem móti samfélag okkar. Þau hafi löngum snúist um fjár- hagslega hagsmuni og stjórnmála- stefnur sæki gjarnan réttlætingu í kennisetningar á því sviði en séu sjaldnast þess umkomnar að veita svör við siðferðilegum spurningum. „Stjórnmála- og fjölmiðlaumræðan hefur því mest snúist um krónur og aura, gróða og tap. Það er ánægju- leg tilbreytni að sjá forystumenn í stjórnmálum bregðast við í málum af þeim toga sem að framan greinir á grundvelli þeirrar afstöðu að sið- ferðileg sjónarmið vegi þyngra en þau sem réttlæta græðgina,“ segir að lokum í leiðaranum í Tíund. Skattalögin sniðgengin í fleiri tilvikum en áður Ríkisskattstjóri segir að fyrirtækjagræðgi blómstri mitt í samþjöppun auðs og valda þar sem gróðaboðorð sé öllu æðra MAÐUR réðst inn í verslunina 11– 11 á Laugavegi á móts við Hlemm í gærkvöldi, tók starfsmann kverka- taki og reyndi að ná af honum pen- ingum. Hann hljóp síðan af vettvangi og samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík tókst honum ekki ætlunarverk sitt. Lögreglunni barst tilkynning um atvikið kl. 21.31 og kl. 21.37, eða að- eins örfáum mínútum síðar, var búið að handtaka manninn á Skúlagötu og var hann færður til yfirheyrslu. Ránstilraun í 11–11 SEX trésmíðanemar eru nú í námi á hvern nemanda sem er að læra arkítekúr. Nemendum í námi í arkitektúr hefur fjölgað mikið og sömuleiðis er mikil ásókn í smíðanám. Umsækjendur hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna vegna náms í arkitektúr skólaárið 2003 til 2004 eru alls 101, 80 vegna náms er- lendis en 21 vegna náms á Ís- landi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað margir stunda tré- smíðanám hérlendis en sam- kvæmt upplýsingum frá skólum sem bjóða upp á smíðanám, voru samtals um 580 nemendur skráðir í þær deildir sem bjóða smíðanám hjá skólunum í haust. Skólaárið 2002 til 2003 voru umsækjendur um lán til arkitekt- úrnáms 91, 79 vegna náms er- lendis og 12 vegna náms á Ís- landi. Byrjað var að kenna arkitektúr við Listaháskóla Íslands í fyrra og nú eru 10 nemendur þar á öðru ári en 16 nemendur á fyrsta ári. Sex smiðir fyrir hvern arkitekt ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.