Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 B 5 bílar V irkjunarsvæðið við Kára- hnjúka er víðfeðmt og langt á milli verkstaða. Þarna eru að störfum um 850 manns, þar af fjöldi eftirlitsaðila, verkstjóra og annarra starfsmanna sem þurfa að vera fljótir í förum á milli staða. Veðrið er ótryggt. Það er allra veðra von í svo mikilli hæð; ka- faldsbylur og skaflar tíðir gestir en verst þykir fjölda suður-evr- ópskra starfsmanna hinir miklu umhleypingar. Það er vorveður einn daginn og Síberíukuldi þann næsta. Til þess að komast á milli hefur ítalska verktakafyrirtækið Impregilo yfir að ráða 78 pallbílum og átta jeppum. Eins og vænta má verða farartækin, eins og mann- skapurinn, að þola tíðarfarið og grófa notkun, því þarna eru ekki malbikaðir vegir heldur misjafn- lega stórgrýttir slóðar. 260 milljóna kr. samningur Samningur um bílakaup af þessu tagi er auðvitað sérlega eftirsókn- arverður fyrir íslenskt bílaumboð, og hnossið hlaut Ingvar Helgason hf. Sagt er að einn af toppunum í fyrirtækinu, Júlíus Vífill Ingvars- son, hafi einfaldlega tekið upp sím- ann og boðið ítölskum yfirmanni Impregilo á Íslandi, á lýtalausri og syngjandi ítölsku, allan pakkann; bílana og þjónustuna. Það hafi ekki síður verið lipur talandi for- svarsmannsins á tungu Dantes sem skilaði samningnum í höfn en ágæti Nissan-bílanna. Hannes Strange, yfirmaður markaðsmála hjá Ingvari Helga- syni hf., segir að þetta hafi verið spennandi verkefni enda í fyrsta sinn sem gerðir eru svo viðamiklir samningar og það á erlendri tungu. Nú er verið að reisa á virkj- unarsvæðinu stóran skála og hluti af honum fer undir þjónustuverk- stæði fyrir bílana. Þá þjónustu mun JG bílar á Egilsstöðum veita og jafnframt sinna eftirliti með bíl- unum. Allir bílar Impregilo er af gerð- inni Nissan, flestir Nissan Crew Cab-pallbílar, sem eru fimm sæta, en þó nokkrir Terrano II og Patr- ol. Samningsupphæðin hljóðaði upp á nálægt 260 milljónir króna og fyrirtækið skilar bílunum aftur eftir fjögur ár. Ingvar Helgason leysir þá með öðrum orðum aftur til sín. Búist er við að þá verði þeir að meðaltali eknir nálægt 60.000 km og verða þeir seldir á markaði innanlands. Fjármögnunaraðili samningsins er Glitnir. Ekki er ljóst í hvernig ástandi bílarnir verða að fjögurra ára notkun lokinni því aðstæður upp til fjalla eru ólíkar öllu sem menn þekkja niðri á láglendinu og meira mæðir því á bílunum; fjöðrunar- búnaði, yfirbyggingu og vél- og drifbúnaði. Nú þegar hafa fimm bílar helst úr lestinni; þeir hafa einfaldlega orðið fyrir hnjaski því mikið gengur á niðri í þröngum jarðgöngum og við sjálfa stíflu- gerðina, þar sem úir og grúir af risavöxnum jarðvinnutækjum, hvössu grjóti og ísingu á grófgerð- um slóðunum. 20–40 bíla til viðbótar Það er um 60 km leið frá Egils- stöðum upp að Kárahnjúkum. Þeg- ar komið var upp Jökulheiðina mætti blaðamanni Nissan Crew Cab á hliðinni utan vegar og skömmu síðar annar yfirbyggður, sem hafði endastungist, lent á þak- inu og aftur á hjólunum og stóð hann einn og yfirgefinn, með brotnar rúður og eins og grotnandi eyðibýli, utan vegar. Þessir bílar eru teknir úr umferð og fara ekki á markað. Margir þeirra sem nota bílana uppi við virkjunina hafa lík- lega aldrei áður ekið við íslenskar vetraraðstæður, þar sem launhálk- an tekur sinn toll, jafnvel af sjóuð- um íslenskum ökumönnum. Nú hefur Impregilo falast eftir 20–40 Nissan-bifreiðum til viðbótar, bæði til að fylla í skarð þeirra sem hafa laskast og einnig sér fyrirtækið fram á meiri notkun en í fyrstu var gert ráð fyrir. Þorbjörn Haraldsson, öryggis- fulltrúi Impregilo, tók á móti blaðamanni, og sýndi honum að- stæðurnar sem menn búa við uppi á fjöllum. Hann sagði að þangað væri enginn kominn til þess að leita hamingjunnar. „Hérna eru menn komnir til þess að þéna.“ Aðstæðurnar komu þó blaða- manni mjög á óvart, því miðað við umfjöllun sem verið hefur í fjöl- miðlum, bjóst hann við hinu versta. En það er öðru nær því starfsmenn búa við þægindi í raf- hituðum svefnskálum þar sem bæði er tölvusamband og sjónvarp. Blaðamanni gafst kostur á því að snæða hádegisverð í einu af þrem- ur mötuneytum á staðnum og prís- ar sig sælan að þurfa ekki að búa við slíkan kost á hverjum degi; hættan á offituvandamálum er ein- faldlega of mikil. En þeir eru ekki sælir af því að þreyja veturinn starfsmennirnir á virkjunarsvæð- inu því störfin þarna eru erfið og skilyrðin næstum ómanneskjuleg í íslenskri vetrarauðninni. En brátt verður þarna risið íþróttahús og sundlaug og svo sjá menn líka fram á skemmtilegar stundir í fé- lagsheimili, klúbbhúsi, sem þarna á að rísa. Nissan-samfélagið við Kárahnjúka Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo keypti 86 pallbíla og jeppa af Nissan-gerð, sem fyr- irtækið notar við erfiðar að- stæður á virkjunarsvæðinu við Kárahjúka. Guðjón Guð- mundsson brá sér á fjöll og skoðaði Nissan-samfélagið. Grýttir slóðar – kominn niður að sjálfu stíflusvæðinu. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Bíll og hús í óblíðri náttúrunni. 78 Nissan Crew Cab eru á virkjunarsvæðinu, þar af stór hluti breyttur. Einn á 33 tommum og með Kárahnjúka í bakgrunni. Mikill floti vörubíla og steypubíla af gerðinni Astra er á svæðinu. Grófmynstruð dekk af stærri gerðinni er nauðsynleg við Kárahnjúka. Þessi var utan vegar eftir mikla veltu – líklega dæmdur ónýtur. Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada www.natcars.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.