Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞRÁTT fyrir töluverðan þrýsting hafa bílaframleiðendur verið tregir til að bæta öryggi yngstu farþega sinna og enn eru öryggisbelti að- eins hönnuð með fullorðna í huga. Skiptir þar engu hvort litið er til sætis, beltis eða festinga þess í því sambandi. Við það bætist að bíla- tegundir hafa allar sín sérkenni þannig að barnabílstólar, sem eiga að passa í allar gerðir bíla, gera það misvel og er mikil hætta á rangri notkun. Mistök við ísetningu eru al- geng vegna þessara vandamála og kannanir sýna að allt að 70–80% barnabílstóla eru vitlaust festir og allt að 30% þeirra mjög illa festir. Þess vegna var árið 1990 í fyrsta skipti kynntur staðall fyrir festing- ar á barnabílstólum sem fékk nafn- ið Isofix. Markmið Isofix-staðalsins voru að koma á einum staðli til að koma í veg fyrir mistök við fest- ingar og bæta þannig öryggi barna í bílum. Úr fjórum festingum í tvær Hugmyndin var svo sem nógu einföld, framleiðendur þyrftu að koma fyrir stöðluðum festingum á fyrirfram ákveðnum stöðum í bílum sínum. Stólarnir hefðu svo smellufest- ingar sem læstu sig við Isofix-fest- inguna sem fest er í grind bílsins. Í byrjun var gert ráð fyrir fjórum festingum, tveimur að aftan og tveimur að framan, en fyrir mót- mæli framleiðenda var þeim fækkað í tvær. Fjórar festingar væru of þungar og erfitt að koma þeim fyrir í minni bílum. Því var farin sú leið að nota tvær festingar og gert ráð fyrir að þeirri þriðju yrði bætt við á seinni stigum. Það er staðallinn sem er í gangi í dag og hægt er að fá nú í flestum nýjum bílum, ann- aðhvort sem staðalbúnað eða val- búnað. Gallinn við þetta kerfi er að bílstóllinn fær því stuðning sinn að hluta frá sætinu, en þau eru eins og gefur að skilja mismunandi milli bíla. Nokkuð miklu getur munað á hæð, halla og stífleika milli fram- leiðenda og því þarf að prófa hvern stól fyrir hvern bíl, í stað þess að prófa stólinn á stöðluðum prófun- arsleða. Vegna þessa hafa þrýsti- hópar og hagsmunaaðilar hvatt til að þriðju festingunni yrði bætt við sem fyrst. Dýrar og erfiðar prófanir Vinsælasta lausnin sem mælt hef- ur verið með er lítil og einföld plastsylgja í belti sem fest er fyrir aftan sætisbakið eða í hilluna undir afturrúðunni. Einnig hefur komið upp hugmynd um stuðningsfætur að framan en það myndi þýða flók- inn stillingarbúnað. Viðvarandi tregða framleiðenda til að bæta við þriðju festingunni kemur illa niður á framleiðendum barnabílstóla. Nýjasta dæmið um það er Duo Iso- fix-stóllinn frá Britax, sem Bíla- naust hefur nýlega hafið sölu á, en hann hefur verið prófaður og sam- þykktur fyrir meira en 80 tegundir bíla. Sú prófun hefur bæði verið fyrirtækinu dýr og erfið í fram- kvæmd. Stóllinn er hannaður af þýska fyrirtækinu Britax-Römer sem er systurfyrirtæki Britax á al- þjóðavettvangi. BabySam í Skeif- unni hefur hingað til verið eini að- ilinn sem selur Isofix-barnabílstóla á Íslandi en stólar þeirra eru ein- mitt frá Römer, sömu gerðar og ofangreindur stóll. Að sögn Sverris Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra BabySam, hefur stóllinn verið í sölu frá því að verslunin var opnuð, þ.e. í september 2001. „Við höfum ekki selt mikið af þessum stólum, því það virðist vera að fólki finnist stóllinn vera of dýr (33.390 kr.) eða að fólk hreinlega veit ekki hvort bíllinn þess sé með svona festingar eða ekki. Þeir sem kaupa þessa stóla eru yfirleitt fólk sem er á dýr- ari tegundum af bílum og þar er verðþátturinn ekki eins mikilvægur. Með meiri samvinnu framleiðenda bíla og stóla mun salan trúlegast aukast og þá að sjálfsögðu munu þessir stólar lækka, en eins og stað- an er núna þá sjáum við þess ekki merki,“ sagði Sverrir. Isofix-stólar öruggari en gera má betur Njáll Gunnlaugsson MITSUBISHI kynnti nýlega nýjasta rallbíl sinn, Mitsubishi Lancer WRC. Mitsubishi var ekki meðal keppenda í heimsmeistaramótinu í ralli sem er nýlokið, en á næsta ári kemur heims- meistarinn fyrrverandi tvíefldur í nýrri gerð. Bíllinn er mikið breyttur að utan og með mun breiðari hjólskálum og stærri afturvæng en áður. Kramið er ekki jafn mikið breytt og vélin er svipuð þeirri sem skilaði Tommi Mak- inen fjórum heimsmeistaratitlum á tíunda áratugnum. Bíllinn verður í fyrsta sinn notaður í rallkeppninni í Monte Carlo í janúar. Undir stýri verð- ur Gilles Panizzi og aðstoðaröku- menn verða Gianluigi Galli, Daniel Sola og Kristian Solberg. Mitsubishi Lancer WRC verður notaður í janúar í fyrsta sinn. Nýr Lancer WRC TM er komið með 2004-árgerðina á markað með margar nýjungar í vél, grind og útliti. Að sögn Jóns Hafsteins Magnússonar, eiganda JHM Sport, er grindin nú mjórri og sæti og bensíntankur í beinni línu sem auðveldar ökumanni að færa sig fram og aftur á hjólinu. „Til að fylgja straumum eru nú minni vatnskassahlífar og nýtt afturbretti sem fellur fullkomlega að hliðarhlíf- unum. Armarnir í afturfjöðruninni eru þynnri en Öhlins-afturdemp- arinn hefur verið endurbættur. Tví- gengisvélarnar koma með dýrum aukahlutum, svo sem V-Forc- inntakslokum, HGS-keppnispúst- kerfi og vökvakúplingu sem staðal- búnaði. Fjórgengisvélarnar eru hins vegar gjörbreyttar en beitt er nýrri aðferð við að steypa vélahlutana sem gerir það að verkum að vélin er mun léttari en áður. Ný 450 rúmsentímetra vél kemur í stað hinnar frábæru 400-vélar. Nýja 450-vélin markar tímamót fyrir TM-hjólin sem fram að þessu hafa eingöngu verið smíðuð fyrir keppnisökumenn. Hún er mjög afl- mikil en samt viðráðanleg á hæg- um snúningi og millisnúningi sem gerir fleirum kleift að ráða við hjól- ið. Hjólið verður þannig mun við- ráðanlegra í brölti en heldur samt hraðaksturseiginleikum sínum,“ sagði Jón. Nýtt 450-hjól frá TM ALÞJÓÐLEGA vörusýningin Equip’ Auto, sem haldin er í Parc d’expositions í norðurhluta París- ar, er þýðingarmikill vettvangur kynningar á nýjungum á tækni- sviði bíla – frá hönnun til viðhalds- þjónustu. Equip’ Auto stóð yfir október sl. Sýnendur voru um 2.000 og gestir voru um 130 þús- und sérfræðingar úr bílgreinum. Í tengslum við Equip’ Auto er veitt sérstök alþjóðleg viðurkenn- ing fyrir brautryðjandi tækninýj- ung á sviði bíliðna. Hana hlut nú þýska fyrirtækið Glasurit GmbH fyrir bílalakkið Glasurit Lína 90. Nefnd 70 sérfræðinga ákveður hverjum skuli veitt viðurkenningin „Grand Prix Internationaux de la Creation Technique, Trophées speciaux“. Þetta var í tíunda sinn sem viðurkenningin var veitt. BASF Glasurit er fyrsti framleið- andi bílamálunarefna sem hlýtur þessa eftirsóttu viðurkenningu. Glasurit, sem tilheyrir iðnaðar- samsteypunni BASF, varð fyrst til að þróa bílalakk og tilheyrandi efni með vatn sem leysiefni í stað rok- gjarnra lífrænna efna og nefnist sá flokkur málningarefna Lína 90. Glasurit hefur því verið í farar- broddi með umhverfisvænni bíla- málunarefni allar götur síðan 1992 en hérlendis er það Bílanaust sem selur Glasurit-efni til bílamálunar. Þessi alþjóðlega viðurkenning vekur jafnframt athygli á þeim skerf sem Glasurit hefur lagt til umhverfismála: Með Línu 90 var unnt að minnka notkun hættulegra leysiefna við bílamálun um 90% án þess að auka fyrirhöfn eða kostnað bílamálara og án þess að rýra gæði lakkhjúpsins. 1999 var Lína 90 endurbætt með nýrri efnatækni, sem gerir kleift að ná sama árangri með 15% minna upphafsefni og sem gerir vinnu fagmanna enn einfaldari og auðveldari. Árangurinn er m.a. sá að Glasurit-málningar- og lakkefni fyrir bíla, með vatn sem leysiefni, hafa yfirburðastöðu á evrópskum markaði. Umhverfisvænt og tæknilega betra Árið 1996 stóð þýska iðntækni- miðstöðin Allianz Zentrum für Technik, AZT, fyrir yfirgripsmik- illi rannsókn á tæknilegum eigin- leikum og gæðum málningar- og lakkefna með vatn sem leysiefni. Á meðal niðurstaðna AZT er að við- gerð með vatnslakki hafi sannað gildi sitt varðandi gæði auk þess að vera hagkvæmari kostur við bílamálun – og umhverfisvænni. Með notkun Línu 90 frá Glasurit geta bílamálarar ekki einungis staðist allar núgildandi kröfur evr- ópskra reglugerða um takmörkun á rokgjörnum lífrænum leysiefnum í útsogslofti sprautuklefa og í and- rúmslofti vinnustaða, heldur einnig þær kröfur sem munu taka gildi fyrir ný verkstæði 1. nóvember 2004 og fyrir starfandi verkstæði 1. nóvember 2007. Með Línu 90-vatnslakki og til- heyrandi efnum getur bílamálari heilsprautað og/eða blettað bíla í upphaflegum lit hvort sem um er að ræða gegnheilan lit eða ,,metal- lic“ undirlit með glæru og tryggt fullkomin gæði varðandi styrk, lit- heldni, áferð og gljáa. Aukið geymsluþol grunnlita vatnslakks, jafnvel við hitastig undir frost- marki, eykur hagkvæmni við lögun lita og minnkar rekststrarkostnað verkstæða. Ný litgreiningartækni, sem er þáttur í Línu 90, auðveldar litgreiningu og eykur nákvæmni við blöndun lita. Þar sem reglur um mengunar- varnir við málun eru strangastar, svo sem í Hollandi, hefur bílalakk með rokgjörnum lífrænum leysi- efnum nánast ekkert verið notað síðan 2001. Umhverfisvernd er of- arlega á blaði á Norðurlöndum og því kemur ekki á óvart að notkun vatnslakks við bílamálun er þar hlutfallslega meiri en annars stað- ar í Evrópu. Glasurit hlýtur viður- kenningu fyrir Línu 90

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.