Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 B 11 bílar bílar Áskrifendum Morgunbla›sins b‡›st smáaugl‡sing í bla›inu Bílar fyrir a›eins 995 kr. Fólkið sem þú vilt ná til les sama blað og þú! Ertu a› hugsa um a› selja bílinn flinn? Far›u árangursríkustu lei›ina og augl‡stu hann í bla›inu Bílar. Pantanafrestur er til kl. 12 á flri›judögum. Panta›u núna í síma 569 1111 e›a sendu tölvupóst á augl@mbl.is -alltaf á miðvikudögum Á NÆSTA ári býðst síðan ferð til Ís- lands þar sem ekið verður um hálend- ið. Ferðin er farin á kostnað við- skiptavinarins og stendur hún yfir í eina viku. Í ferðinni er ekið um óbyggðir, eyðimerkur og þá væntan- lega hálendi Íslands þegar að Íslandi kemur. Endanleg dagskrá mun ekki liggja fyrir fyrr en upp úr miðjum janúar, en Jón Trausti Ólafsson, upp- lýsingafulltrúi Heklu hf., umboðsaðila Volkswagen, segir að valið á Íslandi sem einum af áfangastöðunum sé til marks um mikinn Íslandsáhuga Volkswagen. Hann bendir á þessu til stuðnings að myndir af nýjustu kyn- slóð Golf hafi verið teknar hér á landi og myndir frá Íslandi prýði höfuð- stöðvarnar í Wolfsburg í Þýskalandi. Þjálfun í akstri „Við munum væntanlega koma að þessu máli eins og við mögulega get- um. 15. janúar á næsta ári á það að liggja fyrir hvaða leiðir verða valdar. Þeir sem hafa áhuga á bílnum og þessum ferðum gefst kostur á því að fara í þessar ferðir á sinn eigin kostn- að. Íslendingar geta því bókað sig í slíka ferð og reynsluekið í Kína, Suð- ur-Afríku eða öðrum áfangastöðum sem verða í boði á næsta ári. Volkswa- gen gerir þetta í tengslum við lúxus- bílana, þ.e. Touareg og Phaeton,“ seg- ir Jón Trausti. Alls taka tólf manns þátt í reynslu- akstrinum hverju sinni. Í þessum ferðum fá menn tækifæri til að kynn- ast Volkswagen Touareg en meðal áfangastaða á árinu verða Ísland, Kína og Suður-Afríka. Einnig verður gefinn kostur á utanvegaakstri í Moab, sem er háborg torfærunnar í Utah í Bandaríkjunum. Núna stendur yfir ferð um Sahara-eyðimörkina þar sem Touareg-jeppum er ekið í hala- rófu, torsóttar leiðir í sandi, ryk og bakandi heitri eyðimerkursól. Við þessar aðstæður býður Volkswagen upp á þjálfun ökumanna við einstök skilyrði í eyðimörkum Marokkó. Slagorð Marokkóferðarinnar er „Velkomin í 1001 nótt“. Ferðin stend- ur í viku og ferðalangarnir kynnast ekki bara menningu og matarhefðum heldur líka því hvað bjóða má farar- tækinu við erfiðar aðstæður utan- vega. Ekið eftir GPS-tækjum Byrjað er á því að kenna hópnum akstur eftir GPS-leiðsögutækjum. Menn skiptast á að vísa veg og stýra hópnum að næsta áfangastað með að- stoð þaulreyndra leiðbeinenda á sviði utanvegaaksturs. Stýrimennirnir nýta sér leiðsögukerfi Volkswagen til akstursins. Áfangastaðurinn er ekki sleginn inn á hefðbundinn hátt heldur eru GPS-hnit vistuð í kerfinu. Að því búnu þarf einungis að fylgja eftir örv- um á skjá til að finna áfangastaðinn. Bæði karlar og konur glíma við að sniðganga náttúrulegar hindranir á leiðinni en það er ekki alltaf auðvelt. Til ráðstöfunar verða Touareg R5 TDI bílar og verður þeim nær ekkert breytt fyrir leiðangurinn. Þeir verða aðeins útbúnir undirvagnshlíf og sér- stökum dekkjum til utanvegaaksturs. Þeir eru knúnir sparsamri 2,5 lítra TDI-dísilvél og eldsneytistankurinn tekur 100 lítra sem á að duga langar dagleiðir í eyðimörkinni. Það verður jafnvel mögulegt að aka nokkrar dag- leiðir í röð án þess að taka olíu. Ökumennirnir í ævintýraferð Volkswagen fá einnig stórkostlegt tækifæri til að þjálfa sig í sandakstri í sandhólunum við Erg M’Hazil. Tou- areg-bíllinn fær tækifæri til að sýna hvað í loftþrýstifjöðruninni býr þegar ekið er í djúpum sandi og yfir hæðir og hóla eyðimerkurinnar. Hægt er að stilla hæð bílsins frá jörðu þannig að hún sé á bilinu frá 160 mm til 300 mm en sá eiginleiki hentar vel í öllum ut- anvegaakstri, ekki bara í eyðimörk- inni. Ökumennirnir fá líka tækifæri til að gefa rækilega í á akstursleiðum keppenda í Dakar-rallinu. Í næsta Dakar-ralli (1.1. til 18.1. 2004) fá svo Jutta Kleinschmidt og Bruno Saby tækifæri til að aka nýju Race Tou- areg-gerðinni um eyðimerkursvæðin í suðausturhluta Marokkó. Ísland einn af áfangastöðum Volkswagen Volkswagen hefur hleypt af stokkunum nýrri aðferð við sölu á Touareg-jeppanum. Væntanlegum kaupendum bílsins er boðið að blanda saman reynsluakstri á bílnum og ferðalagi til framandi slóða og er Marokkó fyrsti áfangastaðurinn. Nú stendur yfir reynsluakstur í Marokkó. Ekið er eftir GPS-punktum vítt og breitt um eyðimörkina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.