Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGAR Í FÍA, Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, og makar þeirra fögnuðu því í gær að 100 ár voru liðin frá því Wright-bræður flugu fyrstir vélknúinni flugvél. Hópur fyrrverandi flugmanna Flugleiða sem nú eru sestir í helgan stein fagnaði tímamótunum einnig í gær. Þá var flogið listflug yfir höf- uðborgina í tilefni dagsins. Í hófi FÍA afhenti Kjartan Norð- dahl, framkvæmdastjóri FÍA, Árna Sigurðssyni flugmanni flugskírteini sitt og bauð hann velkominn til starfa að nýju eftir að hafa misst skírteinið vegna veikinda við mik- inn fögnuð viðstaddra. Halldór Sigurðsson, formaður FÍA, rifjaði í ávarpi sínu upp þær vegalengdir sem Wright-bræður flugu á sínum tíma. „Fyrsta flugið tók 12 sekúndur og náðu þeir að fljúga 50 metra. En þeir bræður luku deginum með því að fljúga í heila mínútu og 260 metra. Þess má geta að flugbrautirnar á Keflavík- urflugvelli eru þrír kílómetrar að lengd.“ Flugmennirnir Ragnheiður Guð- jónsdóttir, Stefanía Bergmann, Sig- rún Ingvadóttir og Jenna Lilja Jónsdóttir sögðu aldarafmæli flugs- ins mikil tímamót. Þær segja alla flugmenn þekkja sögu flugsins, sér- staklega þann viðburð sem fagnað var í gær. „Þetta flug var auðvitað upphafið að því sem við erum að gera og vinna við og mér finnst þetta frekar merkilegur við- burður,“ sagði Stefanía. Þær sögð- ust því fagna afmælinu af heilum hug. Auk þess væri alltaf gaman að fá tilefni til að hitta aðra flugmenn og spjalla um starfið. Árni Sigurbergsson (hægra megin í vélinni), Smári Karlsson og Ottó Tynes (standandi), fyrrverandi flugstjórar hjá Flugleiðum, fóru í gær í flug í tilefni 100 ára afmælis flugsins í flugvél sem Árni smíðaði. Aldarafmælis flugsins minnst Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugmennirnir Ragnheiður Guðjónsdóttir, Stefanía Bergmann, Sigrún Ingvadóttir og Jenna Lilja Jónsdóttir sögðu afmælið mikinn viðburð. GRUNNLÍFEYRIR öryrkja sem verða fyrir örorku yngri en 19 ára hækka um 21.249 krónur á mánuði. Áætlaðar greiðslur Tryggingastofn- unar til öryrkja á næsta ári verða tæplega 10,3 milljarðar en greiðsl- urnar námu tæplega fimm milljörð- um fyrir fjórum árum, en það er hækkun um tæplega 91%. Þess ber að gæta að öryrkjum hefur fjölgað umtalsvert á þessu tímabili. Um áramót hækka tryggingabæt- ur til öryrkja og ellilífeyrisþega um 3%. Til viðbótar hækkar tekjutrygg- ing um 2.000 krónur á mánuði sam- kvæmt samkomulagi sem gert var við aldraða. Sams konar hækkun verður á tekjutryggingarauka. Þá kemur til framkvæmda um áramót sérstök uppbót fyrir aldurstengda örorku. Hún felur í sér að 100% álag kemur á grunnlífeyri öryrkja á aldr- inum 18–19 ára. Álagið lækkar svo stig af stigi eftir aldri og er 1,5% til öryrkja á aldrinum 60–66 ára. Grunnlífeyrir yngsta aldurshópsins verður því 42.498 kr. á mánuði, en hann er núna 20.630 kr. Þetta þýðir að einhleypur öryrki með óskertar mánaðargreiðslur sem fær 98.080 krónur á mánuði nú hækkar í 126.547 krónur á næsta ári. Þetta er 29% hækkun. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu stór hópur kemur til með að fá 100% álag á grunnlífeyri. Ástæðan er sú að miðað er við aldur þegar við- komandi varð öryrki. Með öðrum orðum, sá sem varð öryrki yngri en 19 ára fær 100% álag, en sá sem varð öryrki 20–21 árs fær 95% álag og sá sem varð öryrki 22–23 ára fær 90% álag o.s.frv. Starfsfólk Trygginga- stofnunar vinnur nú að því að raða öryrkjum á réttan stað í töflunni sem fylgja nýju lögunum um aldurs- tengda örorku. Rökin fyrir upptöku þessa nýja fyrirkomulags er að þeir sem verða öryrkjar á yngri árum hafa ekki haft neitt tækifæri til að vinna sér inn rétt í lífeyrissjóð. Bætur almannatrygginga hækka um 3% um áramót Bætur yngstu öryrkj- anna hækka um 29% ÖKUMAÐUR og tveir farþegar, unglingspiltur og þriggja ára stúlka, sluppu ótrúlega vel er fólksbifreið valt á Leiruvegi á Akureyri um miðj- an dag í gær og hafnaði á hvolfi í flæðarmálinu sunnan við veginn. Litla stúlkan var í bílstól og fór höfuð hennar á kaf í vatn í veltunni en með snarræði tókst piltinum að bjarga henni mjög fljótt út úr bílnum en ökumaðurinn náði ekki að losa sig strax. Krapi var á veginum og ökumað- urinn, sem var á leið til Akureyrar, missti stjórn á bílnum með þeim af- leiðingum að hann fór yfir á öfugan vegarhelming og útaf veginum að sunnan, endastakkst í fjörunni og hafnaði á hvolfi í flæðarmálinu. Allir úr bílnum voru fluttir með sjúkra- bifreið á slysadeild FSA. Að sögn að- stoðarlæknis á slysadeild átti litla stúlkan að vera undir eftirliti á barnadeild FSA sl. nótt. Pilturinn skarst á hendi en hann hafði húkkað sér far með bílnum til Akureyrar. Sluppu vel úr bílveltu Morgunblaðið/Kristján Mildi þykir að ekki fór verr þegar bíll valt við Leiruveg á Akureyri í gær. SKIPULAGSNEFND Kópavogs- bæjar samþykkti einróma á fundi í gær að vísa fyrirliggjandi tillögu um skipulag Lundasvæðisins frá. Þá leggur nefndin til við bæjarráð að dregið verði úr byggingarmagni á skipulagsreitnum, byggðin verði lægri og fjölbreyttari. Bæjarráð mun væntanlega fjalla um málið fljótlega. Stefán Arngrímsson, varaformað- ur nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nefndin hefði ákveðið að setja skipulagstillögurnar sem komu frá landeigendum í kynn- ingu á sínum tíma til að fá álit íbú- anna á þeim en að það sé ekki rétt að nefndin hafi verið búin að samþykkja þær. „Við höfum fallist á álit íbúanna og viljum fá nýja tillögu um þetta.“ Bærinn hefur hlustað „Þetta er sigur fyrir íbúalýðræðið segir Hannes Þorsteinsson, talsmað- ur íbúasamtaka um betri byggð í Lundi. Hann segir samtökin mjög ánægð með niðurstöðu skipulags- nefndarinnar. „Þeir virðast hafa hlustað á íbúana og þá fagmenn sem við fengum til liðs við okkur.“ Hann segist vona að íbúarnir fái að taka þátt í undirbúningsvinnu að nýju skipulagi í Lundi. „Við viljum byggð í Lundi, sem er í samhengi við hverfið okkar.“ Ekki áfellisdómur „Það eru vissulega vonbrigði fyrir okkur að skipulagstillögunni hafi verið hafnað, en þetta er enginn áfellisdómur yfir því markmiði okkar að koma skipulagi á Lundasvæðið,“ segir Björn Gunnlaugsson, einn for- svarsmanna félagsins Lundar í Kópavogi. „En það er ljóst að skipu- lagsmál af þessari stærðargráðu eru alltaf umdeild og við gátum allt eins búist við þessu.“ Björn segir Lund í Kópavogi telja jákvætt að bæjaryfirvöld hafi tekið frumkvæði í málinu og feli frekari vinnu skipulagsyfirvöldum bæjarins. „Við viljum gjarnan eiga samstarf við bæinn við að finna viðunandi lausn á málinu.“ Skipulagsnefnd vill lægri byggð í Lundi Skipulagsnefnd hefur hafnað til- lögu um átta háhýsi í Lundi. Hún vill lægri og fjölbreyttari byggð. REYKSKYNJARI í timbur- húsi á Ísafirði hefur að öllum líkindum afstýrt miklum elds- voða þegar hann vakti fjögurra manna fjölskyldu klukkan 4 í fyrrinótt og gerði henni kleift að slökkva eld sem kviknað hafði út frá kerti. Gleymst hafði að slökkva á kertinu fyrr um kvöldið og brann það niður uns það kveikti í skreytingu í stof- unni. Ljóst er að óbætanlegt tjón hefði orðið ef eldurinn hefði fengið að krauma í friði og brotist út af fullum krafti síðar um nóttina. „Þegar reykskynjarinn fór í gang urðum við vör við að skreytingin var farin að brenna,“ sagði heimilisfaðirinn, Þröstur Jóhannesson, við Morgunblaðið í gær. „Okkur tókst að koma skreytingunni í baðkarið og slökkva í henni þar. Ég er alveg á því að reykskynj- arinn hafi bjargað málum, þeg- ar maður hugsar um atvikið eftirá. Ég bætti þessum reyk- skynjara við eldvarnir heimilis- ins fyrir tveimur árum og skipti um batterí í nóvember. Við er- um mjög ánægð með að sjá að þessir hlutir virka eins og til er ætlast. Sem betur fer varð ekk- ert tjón.“ Reyk- skynjarinn bjargaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.