Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Styrkja félag hjartasjúklinga | Blöndu- ósbær hefur ákveðið að styrkja félög sem vinna að líknarmálum með fjárupphæð sem nemur kostnaði sveitarfélagsins við jóla- kortin. Bæjar- stjórnin ákvað að láta hjartað ráða för við fyrstu út- hlutunina í orðsins fyllstu merkingu en félag hjarta- sjúklinga á Norð- urlandi vestra fékk 50.000 kr. til starf- semi sinnar. Hafðu hjartans þökk, sagði Sigurlaug Her- mannsdóttir, formaður félagsins, er hún veitti andvirði jólakorta Blönduósbæjar viðtöku úr hendi bæjarstjórans, Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur. Félag hjartasjúklinga á Norðurlandi vestra, meðal annars undir forystu núver- andi formanns, Sigurlaugar Þóru Her- mannsdóttur, hefur á undangengnum árum verið ötult við að renna stoðum undir til- veru hjartasjúklinga á svæðinu. Bæj- arstjórn Blönduóss hefur áður bryddað upp á nýjungum um jól. Er skemmst að minnast þess að bæjarstjórn fór þess á leit við bæj- arbúa á þrettándanum árið 1999 að lengja jólin um einn dag. Var þessi beiðni gerð til að samgleðjast flóttamönnum sem komu til Blönduóss frá Júgóslavíu og tilheyrðu grísku rétttrúnaðarkirkjunni en jólin hjá þeim hefjast 7. janúar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Hótel Valaskjálf | Ákveðið hefur verið að reisa 5.500 fm viðbyggingu á þremur hæð- um við Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Mun byggingin rísa vestanvert við hótelið og stendur til að þar verði litlar hótelíbúðir. Þá stendur til að innrétta tólf gistiherbergi í gömlu byggingunni til viðbótar þeim sem fyrir eru og endurnýja á eldhús hótelsins á næstu dögum. Fosshótel verða með rekstur hótelsins næsta sumar, en reiknað er með að eigendur Valaskjálfar bjóði út rekstur eldhúss. Matsverð íbúðar-húsnæðis í þétt-býli í Fjarða- byggð og á Egilsstöðum hækkar um 20% frá 1. des- ember í eitt ár, skv. ákvörðun yfirmatsnefnd- ar Fasteignamats ríkisins. Bæjarráð Fjarðabyggðar fór fram á að fast- eignamat yrði hækkað um 36% skv. könnun sem sveitarfélagið gerði á fast- eignaviðskiptum á svæð- inu sl. þrjú ár. Bæjarráð lýsir megnri óánægju með niðurstöðu yfirfast- eignamatsnefndar og hef- ur óskað hefur rökstuðn- ingi á ákvörðun um einungis 20% hækkun. 15% hækkun verður á matsverði íbúðarhúsnæðis í þéttbýliskjörnum Fella- og Búðahrepps. 20% hækkun Hvolsvöllur | Þessi jólasveinn var svo þreyttur á litlu jólunum í Hvolsskóla að hann fór fram í fatahengi og lagði sig á meðan félagar hans gengu í kringum jóla- tréð með krökkunum í skólanum. Hann hefur senni- lega átt of annríkt í nótt við að gefa í skóinn, rétt slopp- ið inná jólaballið en ekki haft krafta í meira að sinni. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Jólasveinn í önnum Óttar Einarssonrifjar upp er„sendinefndum“ var boðið til Sovétríkj- anna til að sjá afrakstur sameignarstefnunnar. Í skálaræðum í slíkri ferð höfðu kommúnistar heyrt séra Gunnars Benediktssonar getið, en ekki Thors Vil- hjálmssonar. Þegar það spurðist til Íslands gerði Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, faðir Óttars, vísu að gamni sínu: Á Gunnari virtust þeir vita skil þótt verðlaun og mútufé aldrei þægj́ann en vissu ekki að Thor væri til og trúðu því varla – þó að þeir sæj́ann! Óttar bíður jólanna: Aungri rjúpu á minn disk á ég von að sinni. Ég verð því að éta fisk á jólahátíðinni. Fiskur á jólum pebl@mbl.is Rangárþing eystra | Það var skemmtileg stemning í Hvols- skóla á Hvolsvelli þegar Pól- verjar sem búa á svæðinu buðu nágrönnum sínum í hefðbund- inn pólskan jólamat. Fjölmenni þáði boðið og kynnti Jaroslaw Stanislaw Dudziak matinn sem snæddur er á aðfangadag í Pól- landi. Þá hafa Pólverjar tólf rétti á borðum af því að læri- sveinarnir voru tólf og minnast um leið fæðingar frelsarans. Þeir vildu reyndar leggja áherslu á að þeir héldu jólin vegna þess en ekki einhvers annars. Ekki er snætt kjöt á aðfangadag í Póllandi því þeir kalla þetta ekki veislu, heldur er boðið upp á ýmsa fisk-, síld- ar- og grænmetisrétti. Þá er einnig boðið upp á heita súpu og einnig eins konar sætsúpu. Á eftir var síðan boðið pólskt bakkelsi, kaffi og te. Að loknum mat var farið í samkvæmisleiki og var gerður góður rómur að gestrisni Pól- verjanna sem vafalaust verður til að efla samskipti milli þeirra og annarra íbúa á svæðinu. Hér vinna margir Pólverjar hjá Sláturfélagi Suðurlands en einnig starfa þeir við fleiri störf svo sem kennslu í grunn- skólanum. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Hefðbundinn pólskur jólamatur Ólafsvík | Kirkjukór Ólafsvíkur hélt sína ár- legu jólatónleika í Ólafsvíkurkirkju 10. des- ember sl. Fjöldi fólks var þar saman kominn til að njóta og anda að sér jólastemningu. Tónleikarnir báru yfirskriftina, „Alþjóðleg jól“ og voru ánægjulegt framhald á þeirri gleði sem ríkti á fjölþjóðadeginum í mars sl. Kórinn söng jólalög frá ýmsum löndum, má þar nefna lög frá Færeyjum, Danmörku, Noregi, Ítalíu, Þýskalandi, S-Afríku, Bandaríkjunum og Póllandi. Á milli söngatriða kom fólk af ólíkum þjóðernum sem búsett er hér í bæjarfélag- inu og sagði í stuttu máli frá jólasiðum úr sínu heimalandi. Gerðu þessi innlegg mikla lukku meðal viðstaddra og sýndu glögglega að sinn er jólasiðurinn í hverju landi. Söngur kórsins var með miklum ágætum og virtist það ekkert trufla kórfélaga þó sungið væri á ólíkum tungumálum inn á milli. Þar eiga stjórnendurnir eflaust drjúgan hluta að máli, þær Veronica Osterhammer kórstjóri og Valentina Kai organisti. Að lokinni dagskrá var tónleikagestum boðið í kaffi og konfekt í safnaðarheimilinu. Kirkjukórinn á hrós skilið fyrir þetta frá- bæra framtak. Enn á ný er sýnt fram á hvernig hægt er að skapa upplífgandi menn- ingarviðburð í bæjarfélaginu úr fjölmenn- ingunni sem er hér til staðar. Fjölþjóðleg stemning Kay Wiggs frá Bandaríkjunum var ein hinna fjölmörgu erlendu íbúa í Snæ- fellsbæ sem kynntu jólasiði frá sínu landi. Morgunblaðið/Alfons Dalvík | Slökkviliðsmenn í Dalvíkurbyggð telja, eftir mikla og ítarlega yfirferð, eins og það er orðað í ályktun þeirra, að Iveco- bifreið sú sem skoðuð var í Hollandi sé hentugasti kostur fyrir byggðarlagið. Slökkviliðsmennirnir vonast eftir skjótri afgreiðslu af hálfu bæjarráðs og að þeirra eindregni vilji verði virtur. Undir álykt- unina rita 16 aðilar. Í umhverfisráði hefur verið tekist á um málið. Þrír nefndar- manna töldu að valkostur númer eitt væri slökkvibíll frá SUT ehf. á Selfossi, (bíll frá Hollandi) en tveir nefndarmanna töldu að vænlegri kostur væri slökkvibíll frá MT bílum ehf. í Ólafsfirði. Í tillögu að fjárhags- áætlun 2004 er gert ráð fyrir kaupum á slökkvibifreið að fjárhæð 11 milljónir kr. Vilja slökkvibíl frá Hollandi ♦ ♦ ♦ Jólasiðir       Menningarhús | Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni bókun menningarmálanefndar varðandi vænt- anlegt menningarhús. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að tekin yrði ákvörðun um að færa verkefnið á næsta stig sem er skipun dómnefndar og undirbúningur hönnunarsamkeppni um húsið. Þessu til viðbótar samþykkti bæj- arstjórn tillögu bæjarstjóra að skipun dóm- nefndarinnar og frekari framkvæmd máls- ins yrði í höndum bæjarráðs. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema R A F T Æ K J A V E R S L U N HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 590 5090 Expresso kaffivél Verð 29.900,-kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.