Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG KEM, það er alveg pott- þétt,“ sagði Kristján Jó- hannsson sem ásamt Sigríði Beinteinsdóttur og fleirum mun halda tvenna tón- leika í Akureyr- arkirkju 28. des- ember næst- komandi, kl. 15 og 17. Kristján, Sigríður, Ólafur M. Magnússon, Raddbandafélag Reykjavíkur, Karlakór Kjalnesinga sem og hljóðfæraleikarar úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands og fleiri tónlist- armönnum koma fram á fernum tón- leikum syðra nú fyrir jólin, í Hallgrímskirkju, tvennum í Bú- staðakirkju og er að verða uppselt á þessa tónleika en að auki verða tón- leikar í Smáralind sem örfáir miðar eru til á. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna. „Þetta er allt saman einvalalið sem með mér er, en tónleikarnir verða svona í bland, gaman og al- vara,“ sagði Kristján. „Við flytjum þessi hefðbundnu hátíðarlög, jólalög og svo verður hluti tónleikanna svo- lítið rokkaður.“ Hann sagði að í sínum huga hefði vart annað komið til greina en að efna til svipaðra tónleika norðan heiða, í heimabæ hans. „Það er mik- ill áhugi hjá mér fyrir að koma norð- ur og mér finnst að bæjarbúar eigi að njóta þessa til jafns við íbúa höf- uðborgarsvæð- isins. Málefnið er líka gott og norð- anmenn eiga að fá að taka þátt í að styrkja það líka,“ sagði Krist- ján. Hann sagðist aldrei hafa sungið með Sigríði áður, en það væri alveg yndislegt og þá nefndi Kristján að Ólafur væri mjög efnilegur söngvari, en hann hefði verið í námi hjá sér á Ítalíu. „Hann hefur góða rödd og ætlar að debútera með okkur.“ Kristján sagðist í hjarta sínu ætíð hafa verið svolítill poppari „og á marga skallapoppara eins og við köllum þá, að vinum. Nú rætist hjá mér sá draumur að rokka pínulítið,“ sagði Kristján, en hann vinnur að nýrri plötu sem út kemur næsta vor. Á henni verða 14 lög, „dægurlög má segja,“ kallar hann þau, en 9 þeirra voru sérstaklega samin fyrir hann sjálfan. „Ég hef mjög gaman af þessu,“ bætti hann við og kvaðst ná til stærri hóps áheyrenda með þessu móti. Hann sagði það gefa lífi sínu gildi að umgangast poppara, nefndi t.d. Björgvin Halldórsson og Gunnar Þórðarson í því sambandi. „Popp- ararnir eru svo miklu léttari en óp- erufólkið, ekki nærri eins miklir fýlupokar og finnst þeir ekki eins merkilegir og margt fólk sem er við óperuna,“ sagði Kristján. Miðar á tónleikana í Akureyr- arkirkju eru seldir í verslun Bónus. Tvennir tónleikar í Akureyrarkirkju Draumurinn að rokka rætist Kristján Jóhannsson Sigríður Beinteinsdóttir VALGERÐUR H. Bjarnadóttir bæj- arfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs gerði athugasemdir við gjaldskrárhækkanir sem fyrir- hugaðar eru og tengjast afgreiðslu fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjar- stjórn með atkvæðum meirihluta- flokkanna. Valgerður segir í bókun að stærstu liðir áætlunarinnar séu vissulega bundnir í lögum, þeim framkvæmd- um og þjónustu sem öll bæjarstjórnin er sammála um að veita. „Hins vegar eru ýmsir liðir sem ég hefði viljað sjá hækka eða lækka eftir atvikum, sum- ir hafa verið leiðréttir ögn milli um- ræðna, í átt til óska minnihlutans og er það vel, en aðrir eru enn ófullnægj- andi,“ segir Valgerður í bókun sinni. Bendir hún sem dæmi á brýna þörf á að fá aukið stöðuhlutfall á Alþjóða- stofu, kostnað vegna hjúkrunar aldr- aðra, sem eru á biðlista eftir hjúkr- unarrými, aukið stöðuhlutfall iðjuþjálfa, aukin útgjöld vegna um- hverfismála og fleira. „Ég geri sérstaka athugasemd við þær gífurlegu gjaldskrárhækkanir sem beinast að þeim sem minnst fjár- ráð hafa í bæjarfélaginu, t.d. lífeyr- isþegum, atvinnulausum, láglauna- þegum og einstæðum foreldrum. Sérstaklega er með öllu óeðlileg sú hækkun sem áætluð er á húsaleigu í félagslegu húsnæði og mun óhjá- kvæmilega kalla á aukin fjárhags- vandræði margra fjölskyldna og auk- in útgjöld bæjarfélagsins á öðrum sviðum,“ segir í bókun Valgerðar. Fjárhagsáætlun samþykkt Vinstri grænir telja hækkanir óeðlilegar Morgunblaðið/Kristján Báðir bílarnir sem skullu saman í Vaðlareitnum gegnt Akureyri skemmdust mikið. ÖKUMENN tveggja fólksbíla, sem voru einir í bílum sínum, voru fluttir á slysadeild FSA til skoð- unar eftir harðan árekstur í Vaðla- reit gegnt Akureyri um miðjan dag í gær. Ökumennirnir voru ekki taldir mikið slasaðir en bíl- arnir skemmdust töluvert. Krapi var á veginum og akstursskilyrði frekar erfið. Bílarnir voru að koma hvor úr sinni áttinni en skullu sam- an á veginum. Árekstur í Vaðlareit Úði en enginn eldur | Vatns- úðakerfi fór í gang í geymslufrysti í verslun Bónuss á Akureyri um miðj- an dag í gær og sprautaðist vatn yfir vörur í frystinum, auk þess sem vatn flæddi inn í kæli og inn á lager. Slökkvilið Akureyrar var kallað á staðinn og aðstoðuðu slökkviliðsmenn starfsfólk verslunarinnar við að hreinsa upp vatn. Ekki flæddi vatn inn í sjálfa verslunina og því varð fólk sem var að versla lítið vart við óhapp- ið. Varan í frystinum er vel pökkuð en óvíst var í gær hversu mikið tjónið er. Jólasýning | Árleg jólasýning listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar verður í skautahöllinni á Akureyri á laugardag, 20. des- ember, kl. 17. Allir iðkendur deild- arinnar taka þátt í sýningunni á Hnotubrjótnum. Þess er vænst að fólk fjölmenni á sýninguna, en verði er stillt í hóf og frítt fyrir 14 ára og yngri segir í tilkynningu frá stjórn deild- arinnar.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.