Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 27
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 27 Á HÁDEGI í dag kemur skip Sam- skipa, M/s Heereborg, til hafnar á Reyðarfirði með stærsta bor sem nokkru sinni hefur verið fluttur til landsins. Hann er um 600 tonn og 120 metra langur og var síðast not- aður til að bora göng undir Queens í New York. Næsta verkefni borsins er heilborun um 50 km langra ganga í Kárahnjúkavirkjun. Borinn er einn af þremur slíkum sem not- aðir verða við virkjunarfram- kvæmdirnar, en hinir koma síðar í vetur. Hver þessara bora kosta 1,2 milljarða króna. Ekið að næturþeli inn að virkjunarsvæðinu Uppskipun borsins hefst um leið og landfestar M/s Heereborg hafa verið treystar og áformað er að hefja flutning á einstökum hlutum borsins inn að virkjanasvæðinu í nótt. Heildarþyngd borsins og fylgi- hluta er alls um 600 tonn og þyngsti hluturinn, sjálf borkrónan, er um 127 tonn. Til að auðvelda flutning borkrónunnar verður hún tekin í sundur. Vegur þá þyngsti einstaki hluturinn í þessum flutningum um 75 tonn. Það er Sigla, stórflutningadeild Samskipa, sem hefur umsjón með flutningi borsins til landsins og sér einnig um að koma honum frá Reyð- arfirði á virkjanasvæðið við Kára- hnjúka. Verður m.a. notast við sér- styrktan flutningavagn. Vera kann að grípa þurfi til sérstakra aðgerða sums staðar á leiðinni, s.s. á Egils- stöðum, til að flutningalestin komist leiðar sinnar. Gera þarf sérstakar ráðstafanir á nokkrum stöðum á leiðinni úr Reyðarfirði upp í Glúm- staðadal, einkum að laga beygjur á vegum. Reiknað er með að flytja borinn og fylgihluti í fjórum bíla- lestum að næturþeli og útlit fyrir að hver þeirra verði um 6–12 klst. á leiðinni. Gert er ráð fyrir að það taki um tvo til þrjá mánuði að setja borinn saman, en borinn verður settur sam- an við aðgöng þrjú í Glúmstaðadal. Hafist verður handa við borun ganga í átt til Hálslóns í byrjun mars 2004. Risabor í risaverkefnum Robbins Main-Beam-borvélar eru mjög fullkomnar. Stjórnandi borsins getur fylgst með öllu sem gerist á tölvuskjám og myndavélum, allt frá borhausnum fremst til enda færi- bandsins aftast, sem flytur jarðveg út úr göngunum sem boruð eru á losunarsvæðin. Bornum er hægt að stýra á ferð en titringur í honum er í lágmarki sem gerir borunina skil- virkari. Stærð borsins er mikil en lengd hverrar samstæðu er yfir 120 metrar þegar allt er talið. Matsalur og verkstæðiseining eru hluti af borvélasamstæðunum. Bandaríska fyrirtækið Robbins framleiðir þessa risavöxnu bora og eru þeir notaðir til stærri verkefna víða um heim. Má nefna Ermarsund- sgöngin, göng vegna risastíflu í Les- otho í Suður-Afríku og stíflugerðar í Gulá í Kína, endurnýjun holræsa- kerfis Hong Kong og neðanjarð- arlestargöng í Brooklyn, NY. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir 120 metra langur og 600 tonn að þyngd: Verður fluttur á fjórum ækjum að næturþeli í Kárahnjúkavirkjun. Borkrónan ein og sér vegur tæp 130 tonn. Hún verður tekin í sundur og flutt að virkjuninni í hlutum. Risabor skipað upp á Reyðarfirði í dag Ein af þremur Robbins Main-Beam-borvélum sem notaðar verða í Kárahnjúkavirkjun SkjárEinn | Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa undanfarið ver- ið í viðræðum við sjónvarpsstöðina SkjáEinn um útsendingar í öllu sveitarfélaginu, en þær hafa fram að þessu aðeins náðst á Reyð- arfirði. Munu útsendingar hefjast á Norðfirði fyrir eða um helgina og á Eskifirði innan fárra daga. Á heimasíðu Fjarðabyggðar þakka bæjaryfirvöld starfsmönnum SkjásEins fyrir gott samstarf að málinu. Kvikmyndahús | Bíó Valaskjálf, eina kvikmyndahúsið sem rekið hefur verið undanfarin átta ár á Egilsstöðum, er nú að renna sitt skeið á enda. Nýir eigendur Vala- skjálfar, þar sem kvikmyndahúsið hefur verið til húsa, munu ætla að nýta salinn í annað að loknum end- urbótum. Komast Héraðsbúar því trauðla í bíó eftir síðustu sýningu í janúar, nema með því að sækja kvikmyndahús nágrannabæjanna.    Lánsloforð | Íbúðalánasjóður hefur úthlutað 4,6 milljörðum króna í lánsloforð vegna uppbygg- ingar leiguhúsnæðis til sveitarfé- laga og fyrirtækja á Austurlandi. Fjármagnið er tæpur helmingur heildarúthlutunar sjóðsins þetta árið og rennur í um 460 leiguíbúð- ir. Kárahnjúkavirkjun | Einn af stóráföngum í gerð Kára- hnjúkavirkjunar verður að veru- leika í dag þegar Jöklu er hleypt í hjáveitugöng. Mun hún renna þar um meðan meginstífla Hálslóns verður byggð. Impregilo S.p.A. samdi við verk- takafyrirtækið Arnarfell um gerð hjáveituganganna við Fremri- Kárahnjúk og hefur verið unnið linnulítið við gangagerðina frá því í sumar. Göngin eru vestanmegin í gljúfurbarminum. Önnur göngin eru 835 m og hin 752 m að lengd. Jökla rennur um þau lengri meðan Kárahnjúkastífla rís. Hin eru nk. flóðagöng til að taka við yfirfalli í flóðum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jökla í hjáveitu- göng í dag FERÐASKRIFSTOFAN Terra Nova-Sól missir að öllum líkindum umboðsleyfi sitt til sölu á ferðum með Norrænu í kjölfar kaupa Heimsferða á ráðandi hlut í fyr- irtækinu. Eftir að Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Heimsferða, keypti ráðandi hlut í ferðaskrif- stofunni Terra Nova-Sól, hefur níu starfsmönnum Terra Nova-Sól ver- ið sagt upp, m.a. fjármálastjóra, deildarstjóra Þýskalandsdeildar og hópadeildar á utanlandssviði, starfsfólki í svokallaðri úrvinnslu og einum í bókhaldi. Í upphafi var samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins ellefu manns sagt upp, en tvær uppsagnir voru dregnar til baka því ella hefði verið um hópuppsagnir að ræða. Áfall fyrir ferðaskrifstofuna Terra Nova-Sól hefur undanfar- iðselt ferðir með ferjunni Norrænu samkvæmt umboðssamningi frá Norrænu ferðaskrifstofunni. „Terra Nova hefur selt fyrir okkur miða síðustu tvö árin en ég á síður von á því að það haldi áfram,“ sagði Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars á Seyðisfirði, inntur eftir þessu. „Það er breytt eignaraðild og breyttur rekstur á Terra Nova og við þekkjum ekkert til þeirra að- ila.“ Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins yrði þetta nokkurt áfall fyrir ferðaskrifstofuna, þar sem bókanir í ferjuna gengu vel og skiptu nokkru fyrir afkomu fyr- irtækisins.    Missir umboðsleyfi vegna breytinga á eignarhaldi Kárahnjúkavirkjun | Tafir hafa orðið á að koma fullnægjandi brunavörnum á laggirnar í búðum Kárahnjúkavirkj- unar og hafa Brunavarnir á Héraði lýst þungum áhyggjum af stöðu mála. Impregilo S.p.A. hefur nú sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Segir m.a. í henni að þegar hafist var handa við byggingu virkjunarinnar hafi komið í ljós að minna vatn fannst en gert var ráð fyrir og nægði ekki til að uppfylla skilyrði Brunamálastofnunar um eld- varnir. Í framhaldi af því var lagt til að Impregilo fengi að nota svokallaða sjálfbæra, færanlega froðueiningu (mobile foam unit) og var það sam- þykkt af Brunamálastofnun síðari hluta nóvembermánaðar sl. Er bún- aðurinn væntanlegur til landsins eftir um fimm vikur og verður notaður í búðum Aðganga 1, 2 og 3. Þá hefur Impregilo gert samning við Öryggismiðstöð Íslands um upp- setningu og umsjón með öflugu brunaviðvörunarkerfi. Í þeim búnaði eru um 2.000 skynjarar ásamt jaðar- búnaði og lýtur hann stöðlum Bruna- málastofnunar sem og Evrópustað- alsins EM54. Búnaðurinn hefur verið settur upp í tæplega 100 byggingar við Kárahnjúka, en þær byggingar sem enn hafa ekki fengið endanlegan búnað eru með bráðabirgðakerfi. Við- bragðstími kerfisins eru örfáar sek- úndur og vöktun fer fram í stjórnstöð Öryggismiðstöðvar Íslands 24 tíma sólarhringsins, alla daga ársins, segir í fréttatilkynningunni. Hugað að brunavörnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.