Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 29 Má bjóða þér SEKONDA 11.490,- 9.990,- 8.690,- 9.990,- 9.990,- 9.690,- Jólati lboð Laugavegi 62, sími 551 4100 · Grindavík, sími 426 8110 Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmiður STOFNFUNDUR Kynningarmið- stöðvar íslenskrar myndlistar var haldinn í gær í Iðnó. Hlutverk stofn- unarinnar er að kynna íslenska myndlist erlendis og auka þátttöku ís- lenskra myndlistarmanna í alþjóð- legu myndlistarstarfi. Kynningarmið- stöðin er sjálfseignarstofnun og eru eigendurnir Samband íslenskra myndlistarmanna, Hafnarborg – menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar, Listasafn Akureyrar, Lista- safn ASÍ, Listasafn Íslands, Lista- safn Kópavogs, Listasafn Reykjavíkur, Myndstef, Nýlistasafn- ið og Útflutningsráð. Í stjórn kynningarmiðstöðvarinnar eru tveir fullrúar SÍM, menntamála- ráðuneytið og utanríkisráðuneytið eiga hvort sinn fulltrúa, auk þess sem ofangreind listasöfn eiga þar fulltrúa. Menntamálaráðuneytið mun veita styrk til starfrækslu miðstöðvarinn- ar, en ekki er ljóst að svo stöddu hversu mikill sá stuðningur verður. SÍM leggur miðstöðinni til aðstöðu. Í stofnskránni, sem undirrituð var á fundinum í gær, (með fyrirvara um samþykki stjórna listasafnanna, Myndstefs og Útflutningsráðs) segir meðal annars að Kynningarmiðstöðin stefni að því að eiga frumkvæði að og efna til samstarfs um sýningar á ís- lenskri myndlist á erlendum vett- vangi, standa fyrir heimsóknum er- lendra blaðamanna, sýningarstjóra og fleiri aðila til að efla tengsl við al- þjóðlegt listaumhverfi og veita ráð- gjöf um kynningu á íslenskri myndlist erlendis. Fyrirmyndir sóttar til Norðurlanda Á undanförnum árum hefur vægi kynningarmiðstöðva, af því tagi sem stofnuð var í gær, aukist til mikilla muna, ekki síst vegna aukinnar al- þjóðavæðingar myndlistarheimsins. Fyrirmyndir að Kynningarmiðstöð- inni eru sóttar til Norðurlanda og annarra Norður-Evrópuríkja, sem hafa rekið slíkar miðstöðvar um nokk- urra ára skeið með góðum árangri. Með markvissum stuðningi og kynn- ingu hefur mörgum þeirra tekist að auka þátttöku listamanna sinna í al- þjóðlegum listviðburðum til mikilla muna. Er það von stofnenda Kynn- ingarmiðstöðvar íslenskrar myndlist- ar að hún verði íslenskum myndlist- armönnum lyftistöng í öllu starfi þeirra. Um leið og Kynningarmiðstöðin er stofnuð, verður rekstri Upplýsinga- miðstöðvar myndlistar hætt, en hún starfrækti gagnagrunn um íslenska myndlistarmenn. Upplýsingamið- stöðin naut stuðnings ríkis en borgin lét henni í té húsnæði. Kynningarmið- stöðin mun ekki starfrækja gagna- banka með sama hætti og Upplýs- ingastöðin gerði, en stefnt er að því að áfram verði til aðgengilegt lista- mannatal með upplýsingum um starf- andi myndlistarmenn, sem Kynning- armiðstöðin getur notað í sínu starfi. Ábyrgð á listamannatalinu færist frá Upplýsingamiðstöðinni yfir á lista- mennina sjálfa eða samtök þeirra. Hlutverk Kynningarmiðstöðvarinnar verður fyrst og fremst það að kynna á skipulegan máta valda listamenn og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Gert er ráð fyrir að starf fram- kvæmdastjóra verði auglýst víðar en á Íslandi, og að viðkomandi hafi góð tengsl og geti gert sig gildandi í hinu alþjóðlega myndlistarumhverfi. Því starfi sem Kynningarmiðstöðin tekst nú á hendur, hefur að hluta ver- ið sinnt innan veggja menntamála- ráðuneytisins, og ráðuneytið og Kynningarmiðstöðin stefna að sam- starfi um ákveðin verkefni eins og fram kemur í stofnskránni. Sam- starfssamningur ráðuneytisins við miðstöðina tekur því ekki aðeins til fjárstyrks, heldur einnig ákveðinna verkefna. Í ávarpi sínu á stofnfundinum í gær sagði Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra að fyrir íslenska myndlist væri þetta stór dagur. Hann rakti til- drög þess að Kynningarmiðstöðin er nú orðin að veruleika og sagði meðal annars: „Í nágrannalöndum okkar hefur verið farin sú leið að opinberir aðilar og listamenn hafa sett á lagg- irnar kynningarmiðstöðvar sem vinna á faglegum grunni að settum mark- miðum. Með markvissum stuðningi og kynningu hefur mörgum þeirra tekist að auka þátttöku listamanna sinna í alþjóðlegum listviðburðum til mikilla muna. Með stofnun Kynning- armiðstöðvarinnar er verið að feta sömu slóð og fyrirmyndir hennar eru einkum þær norrænu stofnanir á þessu sviði, sem bestum árangri hafa náð.“ Stofnfundur Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar haldinn í Iðnó í gærdag „Stór dagur fyrir íslenska myndlist“ Morgunblaðið/Jim Smart Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, ásamt fulltrúum eigenda Kynningarmiðstöðvar myndlistarinnar í gær. GEISLADISKURINN Þýðan eg fögnuð finn, sem Smekkleysa gefur út, var kynntur á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Á diskinum má finna tónverk byggð á lögum og sálmum úr íslenskum handritum eftir sex íslensk sam- tímatónskáld í flutningi Sönghóps- ins Grímu, Mörtu Guðrúnar Hall- dórsdóttur sópran, Eþos strengjakvartettsins auk fleiri tón- listarmanna. Tónskáldin sem um ræðir eru Elín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Jón Guðmundsson, Mist Þorkelsdóttir, Steingrímur Rohloff og Þórður Magnússon. Í erindi Árna Heimis Ingólfssonar, tónlistarfræðings í Þjóðmenningarhúsinu, kom fram að tónskáldin hefðu haft frjálsar hendur og farið eins ólíkar leiðir í tónsmíðum sínum eins og hugsast gæti. Að sögn Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stjórnanda Sum- artónleika í Skálholtskirkju síðustu misseri, á diskurinn sér þriggja ára aðdraganda, því í tilefni af 25 ára afmælishátíð Sumartónleika í Skál- holtskirkju árið 2000 var ákveðið að setja hátíðina með dagskrá og tónleikum þar sem tónlist liðinna alda væri í öndvegi. Þessi ákvörðun átti sér, að sögn Helgu, mun lengri aðdraganda því unnið hafði verið að því í nokkur ár á vegum Colleg- ium Musicum í Skálholti undir handleiðslu Kára Bjarnasonar, sér- fræðings á handritadeild Lands- bókasafns, að leita að og draga fram sálma og söngva sem finna má falin í gömlum íslenskum hand- ritum. Í erindi sínu benti Kári Bjarna- son á að Íslendingar eigi sér hulinn tónlistararf, sem sé því miður ekki aðeins geymdur á handritasöfnum heldur líka oft gleymdur. „Ég lít svo á að sá hljómdiskur sem hér er kynntur sé viðleitni til að gefa sem flestum hlutdeild í þeirri sköp- unargleði sem fylgir því að huga að rótum sínum. Von okkar, sem að þessu verkefni stöndum, er að í þeim sálmum og söngvum sem geymst hafa sé fólgin sú tjáning sem geti orðið nýjum kynslóðum líf og andi. Á þann veg viljum við vekja upp þann fjársjóð sem gengn- ar kynslóðir hafa skilið eftirkom- endum í arf.“ Að sögn Ásmundar Jónssonar, framkvæmdastjóra Smekkleysu, er Þýðan eg fögnuð finn sjötti disk- urinn sem Smekkleysa gefur út þar sem unnið er með gömul íslensk handrit. „Þegar Collegium Music- um hóf rannsóknarvinnuna fyrir sjö árum fannst mér það mjög spennandi því það hefur lengi ríkt ákveðin dulúð yfir tónlistariðkun og tónlistarlífi á Íslandi fyrr á öld- um einfaldlega af því að okkur skorti upplýsingar. Það er því afar forvitnilegt að skoða í kisturnar, enda hafa mörg gullkorn komið í leitirnar í þessari rannsóknarvinnu, bæði fallegir sálmar og lög,“ segir Ásmundur Jónsson. Þess má geta að nánari umfjöllun um rannsóknir á sálmum og söngv- um, sem finna má í gömlum íslensk- um handritum, verður í Morg- unblaðinu um helgina. Mörg gullkorn komið í leitirnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Nokkrir úr Sönghópnum Grímu, Kirstín Erna Blöndal, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Gísli Magnason og Örn Árnason, tóku lagið á fundinum. ÞRJÁR sýningar standa nú yfir í Þjóðarbókhlöðu: Í orði og á borði, samsýning Freyju Bergsveins- dóttur grafísks hönnuðar og Guð- rúnar Indriðadóttur leirlistakonu, Jólaefni í þjóðdeild s.s. barna- og unglingabækur, sívinsælar jóla- gjafir, jólaauglýsingar og fleira. Óskar Ingimarsson; sagnfræðing- ur, bókavörður, leikari, leiklistar- fulltrúi, esperantisti, þýðandi og þulur. Opið kl. 8.15–22 virka daga og kl. 9–17 laugardaga og sunnudaga. Þrjár sýningar í Þjóðarbókhlöðu Fiskar og menn er eftir Ragnar Hólm Ragnarsson. Höf- undur fjallar jöfn- um höndum um siðferði veiði- manna, pólitíkina, afglapana, reynsl- una, félagana og veiðistaðina. Útgefandi er höfundur. Bókin er 168 bls. Verð. 2.490 kr. Stangveiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.