Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 43 ✝ Guðbjartur Ólaf-ur Ólason fædd- ist á Borg í Arnar- firði 16. júní 1911. Hann lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi 10. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðbjörg Kristjana Guðbjartsdóttir, hús- freyja á Borg, f. 31. okt. 1886, d. 11. febr. 1913, og Óli Þor- bergsson, kennari, bóndi og sjómaður frá Efri-Miðvík í Að- alvík, f. 12. okt. 1885, d. 6. júní 1914. Óli fórst með seglbátnum Gunnari frá Ísafirði. Guðbjartur Ólafur var einkabarn þeirra hjóna en eftir fráfall þeirra ólst hann upp hjá ömmu sinni, Guðríði Þórðar- dóttur frá Borg (1854–1943). Guðbjartur Ólafur kvæntist 29. des. 1934 Maríu Guðmundsdóttur frá Bíldudal, f. 9. sept. 1913, d. 27. apríl 1975. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Arason, bóndi, verkamaður og verkstjóri á Bíldu- dal, f. 3. júlí 1888, d. 8. ágúst 1966, og Þorbjörg Guðmundsdóttir, ljós- móðir, f. 14. jan. 1887, d. 30. sept. 1953. Börn Guðbjarts Ólafs og Mar- íu eru: 1) Óli Þorbjörn Guðbjarts- son, kvæntur Þuríði Svövu Kjart- ansdóttur. Þau eiga þrjú börn. a) Kjartan, sambýliskona hans er Val- gerður Bjarnadóttir. Þau eiga tvær dætur. Fyrir átti hann tvo syni. b) Anna María, sambýlismaður henn- ar er Jóhann Magnús Lenharðsson. býlismaður hennar er Jan Egeland, hún á tvö börn og eitt barnabarn. d) Guðbjart, kvæntur Önnur Körlu Björnsdóttur, þau eiga þrjú börn. Sveinn á tvö börn af fyrra hjóna- bandi. e) Benedikt, sambýliskona hans er Matthildur Víðisdóttir. Þau eiga einn son. Fyrir átti Benedikt þrjá syni. f) Guðrún, gift Pétri Billeskov Hansen. Þau eiga tvö börn. Fyrir átti Guðrún einn son. 6) Ruth Guðbjartsdóttir, gift Kristjáni Harðarsyni. Börn þeirra eru a) Steinunn, gift Bjarna Inga Krist- jánssyni, þau eiga tvær dætur. b) Guðbjartur Óli, kvæntur Bryndísi Kristinsdóttur. Þau eiga þrjú börn. c) María, unnusti hennar er Jóhann Engilbertsson, þau eiga eina dótt- ur. Guðbjartur Ólafur ólst upp með ömmu sinni á Rafnseyri, Tungu við Auðkúlu og að Látrum í Aðalvík. Að loknu námi hans á Ísafirði vorið 1927 fluttu þau Guðríður til Bíldu- dals. Guðbjartur stundaði sjó- mennsku fyrri hluta ævinnar fyrstu árin frá Bíldudal en síðan á vetr- arvertíðum í Ytri-Njarðvík en á síldveiðum fyrir Norðurlandi á sumrin. Hann lauk skipstjórnar- prófi 1944 á Ísafirði og var síðan skipstjóri á ýmsum bátum frá Bíldudal og rak um leið eigin út- gerð þaðan í félagi við aðra. Skip- stjórnarferlinum lauk Guðbjartur Ólafur í Ólafsvík 1957. Þá hóf hann bókhaldsstörf hjá Kaupfélagi Arn- firðinga á Bíldudal. Árið 1964 fluttu þau María eiginkona hans til Reykjavíkur og hann réðst sem bókari við Heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar þar sem hann vann til starfsloka 1989. Þau bjuggu lengst af í Skipholti 6 í Reykjavík. Útför Guðbjarts verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. c) Guðbjartur, sam- býliskona hans er Mar- grét Sverrisdóttir, þau eiga eina dóttur. 2) Sigrún Guðbjartsdótt- ir, gift Ásgeiri Guð- mundssyni. Dóttir þeirra er María Ás- geirsdóttir, hún er gift Victori Manuel Munoz. Þau eiga tvær dætur. 3) Hjörtur Guðbjarts- son, kvæntur Svan- hildi Geirarðsdóttur. Fyrri kona Hjartar var Gígja Árnadóttir, börn þeirra eru a) Gunnar, sambýliskona hans er Björg Snjólfsdóttir. Börn þeirra eru þrjú. b) Rósa, hún er gift Gylfa Þór Gylfasyni, þau eiga þrjú börn. c) Björg, hún er gift Helga Kristins- syni. Þau eiga tvö börn. 4) Fjóla Guðbjartsdóttir, hún var gift Jak- obi Helgasyni, en þau eru skilin. Börn þeirra eru a) Helgi Kristinn, sambýliskona hans er Svanborg Kjartansdóttir. Helgi Kristinn á einn son. b) María, hún er gift Vil- hjálmi G. Vilhjálmssyni, þau eiga eina dóttur. Fyrir átti María þrjá syni. c) Lára, sambýlismaður henn- ar er Kristján Hreiðar Kristjáns- son. Þau eiga tvo syni. d) Íris, sam- býlismaður hennar er Sigurður Gröndal. 5) Guðríður Guðbjarts- dóttir er gift Sveini Benediktssyni. Börn þeirra eru a) Sesselja María, sambýlismaður hennar er Guð- mundur Örn Ingvarsson b) Ólafur Arnar. Guðríður á tvö börn frá fyrra hjónabandi. a) Hrefnu, sam- Þó að kall dauðans sé aldurhnign- um kærkomið og þeim sem brestur þrótt þá streyma endurminningar engu að síður fram í huga þeirra sem eftir standa. Faðir okkar var einbirni og missti báða foreldra sína áður en hann náði þriggja ára aldri en naut þá þess láns að amma hans, Guðríður Þórðardótt- ir, sextug ekkja, tók við uppeldis- hlutverkinu. Þessa minntist hann æ síðan með sérstöku þakklæti. Hún lést síðar á heimili okkar á Bíldudal nær níræð að aldri 1943. Eftir að hann hafði lokið námi í Unglingaskólanum á Ísafirði vorið 1927 og þau flytja á Bíldudal hefst sjómennskuferill föður okkar sem stóð síðan óslitið í þrjátíu ár. Í byrj- un var hann t.d. fimm sumur við handfæraveiðar á seglskipinu Geysi, sem raunar var komið með hjálpar- vél er hér var komið. Hann er nú seinastur að kveðja úr frækinni áhöfn þess skips, er 1930 færði á land mestan afla á handfæri sem nokkurt færaskip hefur fengið úti fyrir Vestfjörðum á einni vertíð og Gils Guðmundsson greinir frá í Skútuöldinni. Fyrstu tvo veturna stundaði hann farkennslu við Arn- arfjörð en síðan reri hann margar vetrarvertíðir úr Ytri-Njarðvík og stundaði síldveiðar fyrir Norður- landi sumurin 1932–43. Foreldrar okkar gengu í hjóna- band heima á Bíldudal 29. desember 1934. Móðir okkar þurfti augljóslega snemma að takast á við það hlutverk sjómannskonunnar að vera dagleg forsjá heimilisins í langri fjarveru bónda síns. Þar farnaðist henni afar vel, var dugleg með afbrigðum og úr- ræðagóð um flest það sem að hönd- um bar. Árið 1944 lauk faðir okkar skip- stjórnarprófi á Ísafirði og er síðan skipstjóri á ýmsum bátum, sem gerðir voru út frá Bíldudal. Jafn- framt hóf hann nú eigin útgerð, lengst í félagi við Rafn Sveinbjörns- son, Guðmund Guðmundsson, móð- urbróður okkar og Gunnar Jóhanns- son. Hér var yfirleitt um að ræða landróðrabáta á línuveiðum fyrir Vestfjörðum á vetrum en dragnóta- veiði á sumrin. Faðir okkar reyndist oft aflasæll og ætíð farsæll skip- stjórnarmaður. Skipstjórnarferlin- um lauk hann í Ólafsvík 1957 er hann var þar með Egil SH á reknetum. Þetta sama ár hefst síðan seinni hluti af starfsferli föður okkar er hann ræðst sem bókhaldari á skrifstofu Kaupfélags Arnfirðinga á Bíldudal. Pétur Þorsteinsson var þar þá kaup- félagsstjóri og urðu þeir miklir mát- ar enda um margt líkir að skaphöfn og skopskyni. Foreldrar okkar flytja síðan til Reykjavíkur 1964 en þá höfðum við systkinin flest stofnað eigin heimili hér syðra og víðar um land. Faðir okkar réðst þá sem bókari við Heild- verslun Ásbjarnar Ólafssonar og vann þar til starfsloka 1989. Þá hafði hann bætt 32 árum í bókhaldi við 30 ára sjómannsferilinn þannig að 62 árum skilaði hann á vinnumarkaði. Hann var afar ánægður með starfs- andann og samstarfsfólkið í Heild- verslun Ásbjarnar Ólafssonar og taldi það með meiri háttar lífsláni sínu að hafa fengið að starfa þar svo lengi sem raun varð á. Þessi er í fáum orðum ramminn um það lífshlaup sem við kveðjum á þessum desemberdögum og við öll stöndum í mikilli þakkarskuld við. Þakkarhugur okkar er ekki síst bundinn við þær farsælu uppeldis- aðstæður sem þessari barnmörgu fjölskyldu voru búnar heima á Bíldu- dal. Og þó að skyndilegt fráfall móð- ur okkar á góðum aldri 1975 hafi orð- ið föður okkar þung raun þá taldi hann sig gæfumann á flesta lund. Hann var starfsamur með afbrigð- um og heilsugóður lengst af ævinnar. Hann var víðlesinn og hafði býsna traust minni, sem entist honum til hárrar elli. Sérstakur áhugamaður var hann um öll söguleg efni og tengt þeim áhuga safnaði hann af mikilli alúð bæði frímerkjum og mynt. Þannig safnaði hann tvívegis nánast heilu heildarsafni íslenskra frí- merkja auk heildarsafns frímerkja næstu nágrannalanda eins og Dan- merkur og Noregs. Hann var kjör- inn heiðursfélagi Myntsafnarafélags Íslands. Frásagnargáfa og frásagnargleði var honum í blóð borin. Hann minnt- ist oft á eftirminnilegan hátt margra samferðamanna sinna sem hann hafði kynnst á langri lífsleið. Þær frásagnir voru oftar en ekki með hnyttnum tilsvörum, allnákvæmum veðurfarslýsingum úr veiðiför, leift- urmyndum frá löngu liðnum atvik- um. Á slíkum stundum var hann í essinu sínu og allur á valdi frásagn- arinnar. Hann hafði yndi af góðum söng og söng sjálfur bassa á yngri árum, í karla- og kirkjukór heima á Bíldudal. Hann var mjög þakklátur fyrir af- ar gott sambýli að Skipholti 6 og bar hlýjan þakkarhug til þeirra Jens og Alexíu. Sama hug bar hann til allra þeirra er réttu honum hjálparhönd eða sýndu honum tryggð og vinar- hug er gangan þyngdist seinustu mánuðina. Við viljum færa starfsfólki Lands- spítala – háskólasjúkrahúss, deild 13A, sem annaðist hann í þungbær- um veikindum seinustu vikurnar innilegar þakkir fyrir ósérplægni og alúð við að hjúkra honum. Við biðjum minningu föður okkar, Guðbjarts Ólafs Ólasonar, blessunar Guðs. Systkinin frá Sunnuhvoli, Bíldudal. Hræddist ég, fákur, bleika brá, er beizlislaus forðum gekkstu hjá. Hljóður spurði ég hófspor þín: Hvenær skyldi hann vitja mín? Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. (Ólafur Jóh. Sigurðsson.) Á fögrum sumardegi 1999 var lagt upp í ferðalag sem seint mun líða okkur úr minni. Afi var heiðursgest- ur ferðarinnar og jafnframt farar- stjóri. Engin ferðaáætlun var gerð enda engrar slíkrar þörf, því numið var staðar og veðursins notið hvar sem því varð við komið. Það var eins og heiðríkjan, sólin og hægur and- varinn gerðu að verkum að okkur var ekkert ómögulegt og skyndilega tók afi, þá kominn hátt á níræðisald- ur, þá ákvörðun að við skyldum ganga að Tröllafossi í Mosfellsdal. Ekki var frítt við að ferðafélagarnir litu hver á annan með nokkurri spurn í augum, því einhvern grun höfðum við um að sú ganga væri fremur á færi yngra fólks en öld- unga. En afi var maður stefnufastur og hans ákvörðun stóð. Okkur hinum líður gangan líklega aldrei úr minni. Gamli maðurinn skoppaði tindilfætt- ur af einni þúfunni á aðra, hoppaði yfir læki sem lamb á vori og lék við hvurn sinn fingur í sveitasælunni. Inni á milli settist hann í ilmandi lyngið og glotti framan í okkur hin sem fylgdum honum móð og más- andi. Engin áning leið svo að ekki félli ein og ein vísa af vörum hans og gjarna fylgdi skemmtisaga af löngu liðnum atburðum, nú eða frá líðandi stund, sögð af svo mikilli innlifun, krydduð glettnum mannlýsingum, að við gleymdum bæði stund og stað, enda frásagnarlistin og frásagnar- gleðin afa í blóð borin. Þannig leið dagurinn sem í ævintýri og að kvöldi, þegar haldið var heim á leið, var eins og við hefðum gengið í endurnýjun lífdaga. Slík var gleðin sem fylgdi samvistum við Guðbjart Ólason. Afi hafði ákveðnar skoðanir á mönnum jafnt sem málefnum. Hann var fylginn sér að eðlisfari og ekki fór hjá því að hin mikla lífsreynsla hans, oft og tíðum harðneskjuleg, setti sitt mark á manninn. Sú lífs- reynsla gerði hann að þeim manni sem hann var – manninum sem vissi hvað það er í þessu lífi sem skiptir máli og lifði samkvæmt því. Fjöl- skyldan var honum öðru fremur mik- ilvæg og sjaldan naut hann sín betur en þegar hann fagnaði velgengni barna sinna og annarra í fjölskyld- unni. Hann stóð bjargfastur við hlið sinna þegar gaf á bátinn og rétti ósjaldan fram hjálparhönd þegar mest reið á. Afi var gæfumaður sem naut sín til hins ýtrasta í samfélagi við aðra menn en vissulega var hann þó ekki allra. Sérhvert verk sem hann tók sér fyrir hendur vann hann af ein- stakri natni og hann lifði í samræmi við það að ekkert verk, heima eða að heiman, væri svo lítilfjörlegt að það verðskuldaði ekki fyllstu alúð og vandvirkni. Við, sem nú kveðjum afa hinsta sinni, munum lengi búa að því sem hann kenndi okkur og erum þakklát fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að hafa átt hann að. Minn- ing hans mun lifa í hjörtum okkar allra. Anna María og Jóhann Magnús. Guðbjartur Ólason gekk í Mynt- safnarafélag Íslands á stofnári fé- lagsins 1969. Allmörgum árum síðar var hann gerður að heiðursfélaga. Hann var alla tíð áhugasamur, mætti vel á fundi þar sem hann var mjög vandur í vali á öllum þeim gripum sem hann hafði áhuga á að eignast. Guðbjartur var vinur allra og í félagi þar sem menn skiptust stundum á skoðunum og höfðu á lofti meiningar sínar var hann ætíð maður skynsem- innar og yfirvegaður, herramaður í einu og öllu. Einhvern veginn verða skipta- fundir Myntsafnarafélagsins tóm- legri við fráfall Guðbjarts. Hann sótti skiptafundi félagsins í svo mörg ár, það var gefið að hann væri á svo til öllum skiptafundum. Það hvarfl- aði ekki að neinum að þarna væri maður á tíræðisaldri. Hann var svo hress í anda og atgervi. Nú seinustu árin var hann hættur að koma á kvöldfundi, en á sunnudagsfundina mætti hann og hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja. Það var gott að ráðfæra sig við Guðbjart því hann kunni góð skil á flestu því sem á boð- stólum var á skiptafundum. Sjálfur tók hann þátt í skiptum er eitthvað var í boði sem féll í safn hans. Ljúfur maður og hæglátur er nú genginn. Félagar í Myntsafnara- félagi Íslands munu sakna Guðbjarts Ólasonar. Við sendum ástvinum hans samúðarkveðjur. F.h. Myntsafnarafélags Íslands. Anton Holt, Ragnar Borg. GUÐBJARTUR Ó. ÓLASON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Verið velkomin Englastyttur og ljósker á le iði Englasteinar Maðurinn minn, HELGI VIÐAR MAGNÚSSON, Grandavegi 3, Reykjavík, dó á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 17. desember. Guðni Baldursson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN ÁRSÆLSSON bóndi, Bakkakoti, lést á heimili sínu sunnudaginn 14. desember. Útförin fer fram frá Akureyjarkirkju, Vestur- Landeyjum, laugardaginn 20. desember kl. 14. Þóra Elísabet Bernódusdóttir, Ársæll Jónsson, Anna Fía Finnsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Bára Rúnarsdóttir, Þórður Jónsson, Jónína H. Ólafsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Ágúst Rúnarsson, Elísabet María Jónsdóttir, Lúðvík Bergmann, Sigríður Vaka Jónsdóttir, Guðmundur Baldvinsson og barnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.