Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRUNNRANNSÓKNIR á síð- ustu áratugum og öldum skópu að miklu leyti þjóðfélög þróaðra ríkja og áttu stóran þátt í að skapa þá velmegun sem nú ríkir víða á vest- urlöndum. Akademískir háskólar og stofnanir tengdar þeim hafa að mestu leyti séð um framkvæmd þessara grunnrannsókna. Í júní 2003 gaf samstarfshópur um eflingu grunnrannsókna í heil- brigðis- og lífvísindum út grein- argerð um samkeppnissjóði og grunnrannsóknir á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að fé sem lagt er í grunnrannsóknir skili arði og að sá arður sé í beinu hlutfalli við þá upp- hæð sem varið er til þeirra, þó svo að fjárfestingin kunni að vera leng- ur að skila sér en margar aðrar fjárfestingar. Í greinargerðinni kemur einnig fram að þetta fé leiði til meiri fjölbreytni í atvinnulífi, sé atvinnuskapandi, ekki síst fyrir ungt fólk og að þekkingarsköpun og vísindi séu, líkt og listir, mik- ilvægur þáttur í menningu okkar. Samkvæmt því sem æðstu stjórn- endur Háskóla Íslands og fulltrúar menntamálayfirvalda hafa látið frá sér fara í ræðu og riti verður ekki betur séð en þeir geri sér grein fyr- ir þessu. En við í stjórn Félags rannsóknanema í læknadeild HÍ (FRL) spyrjum nú hvort hugur fylgi máli og lýsum eftir raunhæfri stefnu varðandi rannsóknatengt nám við HÍ. Það eina sem hönd á festir varðandi þessa stefnu í dag er rík áhersla á að fjölga stúd- entum í framhaldsnámi. Það hefur svo sannarlega tekist á síðustu ár- um og nú er fjöldi þessara stúdenta orðinn á annað þúsund samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HÍ og fjöldi rannsóknanema við lækna- deild hefur tífaldast á síðustu 10 ár- um. Háskólarektor og yfirvöld mennta- og fjármála verða hins vegar að gera sér grein fyrir því að það kostar töluvert fé að standa undir slíku ef vel á að vera en einn- ig að þetta er að öllum líkindum einhver arðbærasta og ákjósanleg- asta langtímafjárfesting sem völ er á. Rannsóknasjóður HÍ er einn þeirra sjóða sem hafa gert það framkvæmanlegt að stunda meist- ara- eða doktorsnám í líf- og heil- brigðisvísindum við HÍ á síðustu árum. Innan háskólasamfélagsins hefur því verið haldið fram að vegna sparnaðaráforma HÍ standi til að minnka framlög í þennan sjóð til muna. Aðrir hafa viljað meina að svo sé ekki. Hver niðurstaðan verð- ur vitum við ekki fyrir víst en hvað sem því líður viljum við í stjórn FRL mótmæla öllum hugmyndum um minnkuð fjárframlög í þennan sjóð. Við hvetjum miklu fremur til þess að staðið verði við áætlanir um auknar rannsóknir og eflingu fram- haldsnáms við HÍ með því að auka framlög í Rannsóknasjóðinn. Að ofan var minnst á jákvæða þætti sem fylgja auknu framlagi til grunnrannsókna. Að sama skapi má búast við að minnkandi fjárframlög til grunnrannsókna hafi þveröfug áhrif, þ.e. dragi úr eða minnki hag- vöxt, leiði til færri atvinnutækifæra fyrir ungt fólk og leiði til fábreytt- ara atvinnulífs og menningar. Það mun einnig draga úr virðingu al- þjóðavísindasamfélagsins fyrir Há- skóla Íslands og gera honum erf- iðara um vik að taka þátt í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum. Framhalds- og rannsóknanám við HÍ hefur sannarlega eflst á síðustu árum. Samt stöndum við frammi fyrir því að styrkir til grunnrann- sókna á Íslandi, t.d. frá RANNÍS og Rannsóknasjóði HÍ, eru mjög lágir á vestrænan mælikvarða og að rannsóknanemum er ekki tryggður styrkur út áætlaðan námstíma eins og víðast hvar tíðkast í okkar heimshluta. Nauðsynlegt er að styrkja þessa sjóði til muna ef það á að vera raunhæfur valkostur fyrir háskólanema að stunda rannsókn- anám á Íslandi á næstu árum. Við í stjórn FRL viljum því hvetja aðra stúdenta í framhalds- námi sem og fulltrúa stúdenta í Há- skólaráði og alla þá sem hafa raun- verulegan áhuga á að efla rannsóknir við HÍ til að þrýsta á um að framlög til Rannsóknasjóðs HÍ verði ekki skorin niður og eins til þess að samkeppnissjóðir sem ætlað er að styrkja grunnrann- sóknir verði efldir hið fyrsta. Að lokum viljum við aftur minna yf- irvöld mennta- og fjármála á að allt fé sem lagt er á skynsamlegan hátt til grunnrannsókna er arðbær fjár- festing fyrir okkur, þau og þjóðina alla, nú og í framtíðinni. Hver er stefna HÍ og yfir- valda varðandi grunnrann- sóknir og rannsóknanám? Brynhildur Thors, Hallgrímur Arnarson og Helgi Gunnar Helgason skrifa um rannsóknanám ’En við í stjórn Félagsrannsóknanema í læknadeild HÍ (FRL) spyrjum nú hvort hugur fylgi máli og lýsum eftir raunhæfri stefnu varð- andi rannsóknatengt nám við HÍ.‘ Hallgrímur Arnarson Höfundar stunda rannsóknanám við læknadeild HÍ og sitja í stjórn Félags rannsóknanema í læknadeild. Helgi Gunnar Helgason Brynhildur Thors FYRIR stuttu var greint frá nýj- um sigri á Landspítalanum, fyrstu nýrnaígræðslunni. Um leið fréttist af verulegum ósigri; kröfu stjórnmála- manna um að fjárhagur spítalans yrði settur í verri stöðu og spítalinn neyddur í stórfelldan niðurskurð. Viðhorfið sem heyrist þessa daga frá stjórn- málamönnum er að fjárveitingar hafi farið upp um tvo milljarða á ári og nú sé nóg komið. Skuldinni er skellt með beinum og óbein- um hætti á starfsmenn og stjórnendur spít- alans, eins og verið sé að skamma óþekkan krakka sem vill ekki borða matinn sinn. Nú skal refsingin tekin út þar á bæ. Stjórnmálamenn vilja framfarir og sigra, að heilbrigð- isstarfsmenn byggi upp „bestu heilbrigð- isþjónustu sem völ er á“. Augljós ávinningur hefur orðið af lækn- ingum sem ekki þarf lengur að kosta erlendis, t.d. heila- skurðlækningum, tæknifrjóvgun, hjartaskurðlækningum og líffæraf- lutingum. Fjöldi sigra hefur unnist með stórstígum framförum, t.d. í meðferð ýmissa langvinnra sjúk- dóma, lækkun burðarmáls- og ný- buradauða, meðferð geðsjúkdóma og öldrunarvandamála, nútíma- legum skurðaðgerðum, nýjum barnaspítala og forvörnum sjúk- dóma. En fólkinu hefur líka fjölgað og þjóðfélagið breyst, lækn- ingaaðferðir og munstur sjúkleika orðið annað. Hlutverk litlu lands- byggðarsjúkrahúsanna er orðið lítið í bráðaþjónustunni. Allir vilja fá bestu meðferð þegar á reynir. Á sama tíma hefur á hverju ári í meira en áratug hljómað krafan um „flat- an“ niðurskurð. Landspítalinn hefur lengi verið með halla sem fjárveit- ingavaldið hefur aldrei leiðrétt að fullu. Vandinn hefur smáhlaðist upp. Verðlag hækkar á ýmsu sem til rekstrarins þarf. Spítalinn verður að halda uppi fjölbreyttri kennslu heil- brigðisstétta og standa að rann- sóknavirkni sem er undirstaða fram- fara á þessu miðlungsstóra háskólasjúkrahúsi. Með kjarasamn- ingum eru kjör heilbrigðisstarfs- manna bætt. Ári síðar, þegar spít- alinn hefur orðið að fara fram úr óraunhæfum fjárveitingum rétt einu sinni enn, er fjárveitingin hækkuð, en aldrei nóg til að eyða hallanum. Á spítalanum er sífellt leitað leiða til að hagræða í öllum hornum, með skammtíma og langtíma sjónarmið í huga og án þess að skerða þjón- ustuna, því það vilja stjórn- málamenn ekki þegar til kemur. Sameining spítalanna í Reykjavík var gerð til að mæta framtíðinni. Ljóst var að sameining mundi ekki verða án kostnaðar, sem þó ætti að skila sér með óbeinum hætti um leið og vegurinn til frek- ari uppbyggingar er fetaður í takt við þarfir þjóðarinnar. Stjórn- endur spítalans hafa unnið mikið og gott verk við að lækka rekstrarkostnað og gæta aðhalds í notkun fjármuna um leið og unnið hefur verið að framtíðarmarkmiðum spítalans. Frekari hag- ræðingarmöguleikar eru þekktir. Að koma þeim í framkvæmd mun taka tíma. En nú er sem sé allt í einu of langt gengið að mati þeirra sem stjórna landinu. Tilbúinn mikill þenslu- tími er framundan í þjóðfélaginu og í bak- grunni hljóma gamlir tónar um töfralausnir einkareksturs. Þá skal bremsað einhvers staðar og nú í alvöru á Landspítalanum. Marg- ir hafa bent á það augljósa: vandinn verður fyrst og fremst færður úr ein- um vasa í annan. Hækkun stærstu kostnaðarliða spítalans, launa og lyfja, telja stjórnmálamennirinir ekki tengjast sér heldur segja aðeins að það eigi að spara meira. Landspít- alinn er gerður að blóraböggli í vandamáli sem í reynd varðar alla heilbrigðisþjónustuna og eðlilega dreifingu fjármuna innan hennar. Við heilbrigðisstarfsmenn vissum að stórvirkjunarframkvæmdirnar mundu valda nokkurri stöðnun í uppbyggingu háskólasjúkrahússins á næstu árum, en vonuðum að þar á eftir kæmi að nýjum tíma fyrir móð- urskip heilbrigðismálanna. Á meðan yrði siglt lygnan sjó áframhaldandi uppbyggingar, hagræðingar og sparnaðarstarfs með skilningi og stuðningi ríkisvaldsins. Við áttum ekki von á kuldalegu viðmóti þessara ráðstafanna. Við verðum að vona að þingnefnd sem á að fjalla um hlut- verk Landspítala – háskólasjúkra- húss fái þokað málum í betri átt, en vel er mögulegt er að þá hafi bráðar niðurskurðarráðstafanir leitt af sér ósigra sem mun kosta sitt að bæta. Sigur í dag, ósigur á morgun Reynir Tómas Geirsson skrifar um heilbrigðiskerfið Reynir Tómas Geirsson ’Á spítalanumer sífellt leitað leiða til að hag- ræða… án þess að skerða þjón- ustuna.‘ Höfundur er prófessor og yfirlæknir á Kvennadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.