Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 56
FRÉTTIR 56 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 • www.myndlist.isDaði Guðbjörnsson Forsíða Viðskipti Atvinna Fasteignir Fólkið Fimmtudagur | 18. desember | 2003 Smáauglýsingar Smáauglýsingar á mbl.is Nú getur þú bæði pantað smáauglýsingu til birtingar á mbl.is eingöngu og einnig fengið auglýsinguna birta á smáauglýsingasíðum Morgunblaðsins. Smáauglýsingar á mbl.is, vinsælasta vefsvæði landsins, með yfir 150.000 gesti á viku. Frítt til 1. febrúar. Smáauglýsing sem eingöngu er birt á mbl.is vefnum er ókeypis til 1. febrúar. Innifalið er 160 stafa auglýsing með mynd og birting í einn dag. N†TT Á NE TINU ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M BL 2 31 51 1 2/ 03 NORDISK Forskar Akademi (NorFA) veitti nýverið nokkra háa styrki til norrænna samstarfsverk- efna á ýmsum fræðasviðum. Einn styrkjanna rennur til norræns samstarfs um rannsóknatengt nám í stærðfræðimenntun. Veittar voru sem svarar 55 milljónum íslenskra króna til þessa verkefnis. Fjárveitingin dreifist á fimm ár og verður henni einkum varið til að gefa doktorsnemum á þessu sviði innan allra Norðurlandanna kost á að sækja námskeið og vinna með fræðimönnum utan síns eigin há- skóla eða lands. Verkefninu er stjórnað frá Háskólanum í Agder í Noregi og stjórna prófessor Barbro Grevholm og Trygve Breit- eig dósent þessu verkefni. Nokkrir tugir háskóla á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum tengjast verk- efninu, meðal þeirra Kennarahá- skóli Íslands. Doktorsnemum í stærðfræði- menntun hefur farið ört fjölgandi innan Norðurlanda, en eru þó víð- ast hvar mjög fáir. Því er mikil þörf á samstarfi og verður um að ræða hefðbundin sumarnámskeið og nýtingu á vef, auk þess sem fyr- irhugað er að myndráðstefnur gegni fjölbreyttu hlutverki í þessu samstarfi. Við Háskólann í Agder í Noregi er nú að finna fjölmennasta fræða- setrið í stærðfræðimenntun innan Norðurlandanna. Grundvöllur að því var lagður sumarið 2002 og fjölgar doktorsnemum jafnt og þétt. Nýverið veitti Rannsókna- sjóður Noregs styrki til tveggja verkefna á vegum háskólans sem samtals samsvara 130 milljónum íslenskra króna og dreifast á fjög- ur ár. Verkefnin eru: Matematikk, lær- ing og lærerkompetanse, sem pró- fessor Anna Kristjánsdóttir stjórn- ar og Learning Communities in Mathematics, sem prófessor Barb- ara Jaworski stjórnar. Styrkirnir opna tækifæri til að efla mjög rannsóknir á sviði stærðfræði- menntunar og skapa ungum fræðimönnum möguleika. Því er ástæða að fagna: Barbara Jaworski, Barbro Grevholm og Anna Kristjánsdóttir. Styrkir til rannsókna í stærðfræðimenntunNÆSTA laugardag, 20.desember, verður fræð- andi skemmtidagskrá í boði á jólamarkaði Sól- heima, Bankastræti 5 frá kl. 15.00–17.00. Þá munu sækja markaðinn heim nokkrir af þeim fjölmörgu listamönnum búsettum í listaþorpinu Sólheimum. Þeir ætla að spila jólalög og sýna vinnubrögðin við vefn- að, leirgerð og útsaum. Þar að auki mun harm- ónikkutónlist hljóma af og til allan daginn. Jólamarkaður Sól- heima er á tveimur stöðum þetta árið: Í gamla pósthúsinu, Strandgötu 24 í Hafnarfirði og í Bankastræti 5 í Reykjavík. Þá verða Sólheimar með sér- stakan kertamarkað í samvinnu við Bergiðjuna sem býr til kerta- stjaka sem passa vel við Sól- heimakertin í Jólaþorpi Hafn- arfjarðar nú um helgina, 20. og 21. desember. Á jólamarkaði Sólheima eru fjölbreyttir listmunir og frábært góðgæti eins og undanfarin ár, en þar er á boðstólum handverk vinnustaða og íbúa Sólheima svo sem þroskaleikföng, skrautmunir úr tré, lýrur, vindhörpur, leir- munir, hannyrðir, vefnaður, þar á meðal hin landsfrægu Sól- heimateppi og jóladúkar, jóla- og gjafakort, kerti, lífræn matvæli og snyrtivörur unnar úr íslensk- um jurtum. Öll framleiðslan er unnin með umhverfissjónarmið í fyrirrúmi, úr lífrænu eða endur- unnu hráefni. Afgreiðslutími á jólamarkaði í Hafnarfirði og Reykjavík er frá 13–22 báða dagana. Jólamarkaður Sólheima á tveimur stöðum Helga Alfreðsdóttir er meðal þeirra sem sýna hluti á jólamarkaði Sólheima á laugardaginn. SKIPULAGSSTOFNUN hefur úr- skurðað um mat á umhverfisáhrif- um 28,3 km vegarkafla Djúpvegar frá Eyrarhlíð við Ísafjörð að Hörtná við utanverðan Mjóafjörð í Súðavík- urhreppi. Í úrskurðarorðum er fallist á fyr- irhugaða lagningu vegarins sam- kvæmt leið 3 frá Eyrarhlíð við Ísa- fjörð að Hörtná við utanverðan Mjóafjörð í Súðavíkurhreppi ásamt útfærslum á legu vegarins við Bjarnastaði, Svansvíkurhjalla, í Reykjarfirði og fyrir Vatnsfjarðar- nes með eftirfarandi skilyrðum: 1. Vegagerðin merki fornleifar innan 100 m frá vegi og girði bæj- arstæði Voga og Eyri. Mæla þarf upp Laufskálavörðu og stekk við bæinn Eyrar, ljósmynda og hnit- setja. Vegagerðin þarf að standa fyrir könnun á fornleifum rústa í Hrútey sem munu lenda í vegstæðinu í samráði við Fornleifavernd ríkisins og fara að þeim tillögum að mót- vægisaðgerðum sem stofnunin kann að gera vegna áhrifa á fornleifar í Hrútey. 2. Vegagerðin þarf að afmarka búsvæði hrísastarar á Vatnsfjarð- arhálsi ofan Skálavíkur í samráði við Umhverfisstofnun. Samkvæmt 12. gr. laga nr. 106/ 2000 má kæra úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra. Kærufrestur er til 21. janúar 2004. Fallist á lagningu Djúpvegar með skil- yrðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.