Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 3
íaœmi Miðvikudagur 18. febrúar 1981. Húsin á ísafirði eru klaka- brynjuð - eins og togararað koma úr íshafinu — Það snjóaði mikið með þessu hjá okkur og eru húsin hér klaka- brynjuð, eins og togarar að koma til hafnar — úr ishafinu, sagði Bragi Beinteinsson, yfirlögreglu- maður, þegar Visis hafði sam- band við hann. Bragi sagði að rækjubáturinn Gunnar Sigurðsson hafi sokkið i höfninni i fyrrinótt og flutninga- bifreið hafi fokið um koll. „Annars höfum við sloppið sæmilega vel við skemmdir i ó- veörinu” sagði Bragi. —SOS ungversk vika á Hótel Loftleiðum Ungverskur matur þykir ljóm- andi góður. Ungverska eldhúsið hefur orðið fyrir margskonar á- hrifum i gegnum aldirnar, svo sem itölskum, tyrkneskum og austurriskum, svo eitthvað sé nefnt. Ungverski maturinn er bragðmikill og seðjandi. Viða erlendis eru ungverskir vietingastaðir, t.d. i London. Getur Sælkerasiðan mælt með t.d. Gay Hussar, 2 Greek Street i SoHo. Siminn hjá þeim er 437 0973 og i Gautaborg er ágætur ung- verskur veitingastaður sem heitir Budapest-Hugary. Þvi miður er enn ekki neinn ungverskur veitingastaður i Reykjavik. En i gær hófst „Ung- versk vika” á Hótel Loftleiðum. Hingað eru komnir ungverskir listamenn og þá er auövitaö einn- ig átt við matreiðslumenn. Reyk- vikingum gefst kostur á (og aðrir sem heimsækja hótelið) að bragða á ýmsum ungverskum réttum og njóta skemmtiatriða og auðvitað hinna ungversku vina. Frægast ungverskra vina er sennilega hið gómsæta vin TOKAJI. Eins og áður hefur komið fram er ungverski maturinn yfirleitt mjög bragðgóður. Uppáhalds krydd Ungverja er án efa paprikuduft en til eru margar tegundir papriku, mætti t.d. nefna Csemegepaprika, sem er rauðgul að lit og ekki mjög bragð- sterk. Rozapaprika sem er brún- rauö og allbragðsterk. Féledes paprika er íett aðeins sæt á bragðið. Þetta eru sem sagt nokkrar ungverskar paprikuteg- undir og stundum er hægt aö fá sumar þeirra i verslunum hér. Svartur pipar er mikiö notaöur i ungverskri matargerð svo og kúmen og dill. Þaö er mikið hægt aö skrifa um ungverska matargerðarlist en þetta verður að nægja i bili. En nú gefst mönnum kostur á að bragða ungverskan mat á Hótel Loftleið- um i næstu viku. S.B.H. - segir Hafpór Eflmond, en bakið á húsl hans fauk í burtu i óveðrinu „Hafi ég nokkurn tima orðið hræddur á ævinni, þá var það þessa nótt”, sagði Hafþór Ed- mond, skósmiður, sem býr að Skólabraut 11 á Seltjarnarnesi, en þakið á þvi ágæta húsi fauk burtu eins og það lagði sig i ó- veðrinu á mánudagskvöldið. „Okkur gat ekki órað fyrir þvi að annað eins og þetta gæti gerst. Maður hefur kannski séð slikt i kvikmyndum, en...” „A efri hæðinni bjó kona með kornabarn og hún flúði út um tiu leytið, en þá var rúmlega helmingur þaksins fokinn burtu”, sagði Sigrún Halldórs- dóttir, kona Hafþórs. Sigrún sagði að þau hjónin hefðu orðið vör viö eldglæringar og séö bjarma rétt áður en þakið fauk. Töldu þau liklegustu skýringuna að eldingu hefði slegið niður i reykháfinn, þvi þakið var nýtt og vel byggt. „Þaö var hreinlega eins og orrustuflugvél hefði skellt sér niður, slikur var hávaðinn og þrýstingurinn”, sagði Sigrún. „Maöurinn minn fór út skömmu siöar til að huga að ný- byggingu, sem við eigum hér rétt hjá, og þegar hann kom aftur, sagði hann að þakið væri nær allt fokið burt. Ég vildi fara út, svo hrædd var ég, en Hafþór bannaði mér það. Skömmu siðar heyrðust miklir skruðningar. Hafþór opnaði dyrnar og leit út, og þá var afgangurinn af þakinu kom- inn niður á jöröina, beint fyrir framan útidyrnar okkar”, sagði Sigrún. „Þetta varsvo óraunverulegt, ég helt mig væri að dreyma”, sagði Hafþór Þess má geta, að þegar þakið féll, skemmdust bæði bill þeirra hjóna, svo og bill Þórunnar Brandsdóttur, sem býr á efri hæð hússins. —ATA 1891-1981 Vissir þú að það eru 10 þúsund félagar í VR? Magnús Ág. Magnússon, fjármálastj&ri skipafélags. Kristín Brynjólfsdóttir, flugafgreiösluma&ur. Haukur Haraldsson, afgreidslumadur i kjötverzlun. Ása Gunnaradóttir, símavöröur á bifreiöastöö. Jón MagnúsSon, afgreibslumaöur í varahlutaverzlun. Þau eru í stærsta launþegafélagi landsins, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur vióskipti &\ozlun VR er leiðandi afl í launþegamálum og innan þess er fólk úr meira en 70 starfsgreinum Sigrún og Hafþór fyrir utan húsið að Skólabraut 11. Vlsismynd: EÞS „EINS OG ORRUSTUFLUGVEL HEFÐI SKELLT SÉR NIÐUR"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.