Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. febrúar 1981. VtSIR Yfirlitsmynd af þingfundi f „Knesset”. Af 120 fulltrúum, sem þar eiga sæti, eru aðeins 21 „sefaridar”, eins og gyðingar frá Norður-Afriku eða austur- iöndum nær eru kallaðir gyð- inga á meðal. lið með Ezer Weizman, eftir- manni sinum i ráðherrastóli. Dayan hefur að visu dagt, að hann ráðgeri ekki eins og sakir standa að bjóða sig aftur fram (hann er 65 ára), en mönnum þykir liklegt, að hann mundi til- leiðanlegur, ef fast yrði lagt að honum. Yigal Huvitz, fjármálaráð- herra sem olli falli Beginsstjórn- arinnar með þvi að segja af sér vegna samningana við kennara- stéttina, er sagður hafa hug á þvi að tengja Dayan við Rafi-flokk sinn, sem annars er sagður eiga á hættu að þurrkast alveg út af þinginu. Skoðanakannanir hafa gefið til kynna, að með Dayan innanborðs gæti Rafi híotið 17 þingsæti. Möguleikarnireru nánast ótelj- andi og skýrast ekki fyrr en á síö- ustu vikum fyrir kosningar. Unga kynslðDln og landflótllnn A meðan hafa gyðingar um nóg að þrátta. 1 því þrefi fær yngri kynslóðin sinn skammt. Hún hef- ur ekki eins og feðurnir alist upp við ofsóknir keisaratimans I Rússlandi, eða Hitlerstimans i Evrópu, og þekkir ekki örbirgð kreppunnar. Hún litur á lifsins gæði nútimans sem sjálfsagðan hlut. Krefst öruggrar atvinnu, ibúðar, stöðutákna og möguleika á að njdta launa erfiðis sins með þvi að eyða þeim, eins og henni sýnist. Umfram allt krefst hún friðar. — Úr þeim hópi eru flestir, þeir, sem snúið hafa fólks- straumnum við. Er svo komiö, að útflytjendur frá tsrael eru fleiri en innflytjendur. Samkvæmt opinberum skrám fluttu 18 þúsund Israelar úr landi 1980 og er talið, að alls hafi nú um hálf milljón gyðinga flust frá landinu helga frá stofnun Gyð- ingarikisins. Innflytjendum hefur á sama tíma fækkað. 1980 fluttu aðeins 21 þúsund til tsraels. (Flestir gyöingar, sem yfirgefa Sovétrikin, segjast ætla til tsrael, en 65% fóru i staðinn 1980 til Bandarikjanna). Herskyldan fæl- ir marga frá, en einnig lika efna- hagsástandið með minni mögu- leikum i Israel til góðra kjara, heldur en i gósenlandi eins og Ameriku. Eldmóöurinn og draumsýnin, sem rak brautryðjendurna til þess að nema land i Palestinu, virðist ekki hafa kveikt i afkomendum þeirra. Rómantikin er þeim horfin. Kannski er mesti vandi tsraels sá, að þaö er orðið hversdagslegt. EYRARVINNAN UNDIR HÆL GLÆPASAMTAKA Alrikislögreglan bandariska (FBI) viðurkennir, að skipulögð glæpasamtök ráði lögum og lof- um ,,A Eyrinni” i bandariskum hafnarborgum. Wiiliam Webster, forstöðumað- ur FBI, skýrði öldungadeild Bandarikjaþings svo frá i gær, að rannsókn FBI yfir fimm ára bil hefði leitt i ljós, að hafnarvinna i New York og flestum bæjum á austurströndinni suður til Mexi- kóflóa væri i klóm skipulagðra glæpasamtaka. Sumstaðar héldu spilltir fuil- trúar verkalýðsfélaga, sem biðu dómsmeðferðar eftir fyrri dóma, áfram ólöglegri starfsemi sinni, en þá oft i gegnum leppa. verkamanna, sem við upp- og út- skipunina unnu. Teitelbaum heldur bvi fram, að þessir spilltu verkalýðsfulltrúar hafi ekki einugis stúfarafélögin á valdi sinu, heldur og skipafélögin sum hver einnig. FBI-erindrekarnir töldu sig komast á snoðir um, að spilltir verkalýðsforingjar i tengslum við mafiufjölskyldur hafi skipt upp á milli sin austurströndinni frá New York til Norfolk i Virginiu og frá Norfolk suður til Miami. Inn- og útflutningsaðilar eiga ekki annarra kosta völ en hlýða fjárkúgurunum. Ella verður verkfall eða þá að heilir bilfarm- ar af vörum þeirra hverfa á leið- inni milli skips og vöruskemmu. EBE varar Japan við of miklum útflutningi Mikla athygli vekur vitnisburð- ur Joseph Teitelbaum, kaup- sýslumanns I Miami, sem hafði samvinnu við FBI við rannsóknir á fjárkúgunum við hafnarvinn- una. Setti hann þrjá erindreka FBI á launalista fyrirtækis sins sem hafnarverkamenn. — A 16 mánaða bili greiddi Teitelbaum 46 þúsund dollara til kúgara til viðbótar 150 þúsund dollurum, sem hann telur sig hafa greitt, áð- ur en FBI kom til skjalanna. Þessar greiðslur runnu til full- trúa verkalýðsfélaga til þess að tryggja, að vörur hans yrðu af- greiddar við höfnina, og einnig til Efnahagsbandalag Evrópu leggur fast að Japan að draga úr útflutningi sinum til EBE-land- anna. Hefur verið ákveðið að veita aðvörun japönskum inn- flutningi i aðildarriki EBE, og þá aðallega bilum, sjónvarpstækjum (og varahlutum) og verkfærum ýmiskonar. Nefnd háttsettra embættismanna EBE, sem fór til Tókió i siðasta mánuði, mistókst i viðræöum sinum við landsstjórn og útflutningsaðila að fá þá til þess að draga úr útflutningi til EBE af eigin rammleik. Utanrikisráðherrar EBE- landanna eru allir á einu máli um að gripa veröi til sérstakra ráð- stafana til þess að draga úr þindarlausum innflutningi Jap- ana. Hefur i þvi sambandi verið minnst á hugsanlega verndar- tolla. Japanir hafa svarað þessum aðvörunum meö kvörtunum um, aö þegar séu ýmsar hömlur sett- ar gegn japönskum innflutningi I ýmis Evrópuriki. Segjast þeir vonast til þess, að þótt áfram- haldandi innflutningur þeirra á bilu m, sjónvörpum og fleiri vöru- tegundum kunni að veröa háöur leyfum, verði þau ekki höfö of þröng. Kolanámumenn byrlaðlr verkföll Til viðræðufundar hefur verið boðað milli bresku stjórnarinnar og forvígismanna stéttarfélaga kolanámumanna I Bretlandi i dag. Boðað hefur verið til alls- herjarverkfalls kolanámumanna vegna ráðagerða um að loka milli 20 og 50 námum, sem þykja óhag- kvæmar i rekstri. 26 þúsund kolanámumenn i Suður-Wales lögðu niður vinnu i gær nær fyrirvaralaust. Kola- námumenn i Kent hafa boðað, að þeir muni fara að fordæmi þeirra, og sömu verkfallshótanirnar ber- ast frá kolanámum i Skotlandi og Yorkshire á Englandi. Námumennirnir I S-Wales neit- uðu beiðni stjórnár landssamtaka sinna um að biða með verkfallið til fundar innan landssamtak- anna á fimmtudag, þar sem taka á ákvörðun um boðun allsherjar- verkfalls. Upphaflega létu ráðherrar i stjórn Thatchers á sér skilja, að til greina kæmi að loka allt að 50 námum, sem jafngilda mun at- vinnumissi um 30 þúsund manna. Margret Thatcher hefur nú lýst þvi yfir, að um sé að ræða milli 20 og 25 námur, en það gæti snert af- komu allt að 20 þúsund manna. Margir þeirra mundu þó komast til starfa annarstaðar i kolaiðnað- inum. Verkfallið er þegar farið að segja til sin i kolaútflutningi Breta. Skip, sem sigldi i gær til Frakklands með kolafarm, lagði upp aðeins hálffermt. verðstrlð ðflaframlelðenda Brotist hefur út verðstrið milli stærstu bilaframleiðenda Banda- rikjanna, General Motors og Ford. Bjóða hvorir um sig um- taisverðan afslátt af bílum sin- um. General Motors rann á vaðið með þvi að bjóða staðgreiösluaf- slátt i gær, — frá 500 til 700 dollara á flestum smærri og milli- stærðarbilum sinum. Aður en klukkustund var liðin, hafði Ford tilkynnt 10% verð- lækkun á ýmsum bilategundum sinum. Fyrirsjáanlega mun þetta verðstrið veröa báðum aðilum til tjóns, eftir þvi sem sérfræöingar segja, og benda á harðæri i rekstri bflaframleiðslunnar sið- asta ár. Þá töpuðu General Mot- ors, Ford, Chrysler og American Motors (hinir fjórir stóru i bila- iðnaðinum) rúmlega fjórum milljörðum dollara. Raddir eru uppi um það að leggja að stjórn Reagans að setja ný lög, sem takmarki innflutning á erlendum bilum til Bandarikj- anna. Efnahagsráð Reagans Ronaid Reagan, Bandaríkjafor- seti, mun í kvöld leggja fram frumvarp sitt um efnahagsráð- stafanir, sem fela eiga I sér skattaiækkanir og niðurskurö á útgjöldum þess opinbera. Með þvi hyggst hann reyna að koma iagi á það, sem hann kallar „versta efnahagsþveiti” frá því á kreppu- árunum upp úr 1930. Reagan, sem hefur ekki veriö nema mánuð i embætti, gaf til kynna i gær, að efnahagsráðstaf- anir sinar mundu kalla á fórnir á öllum sviöum. En hann segir ekki hjá þvi komist, ella leggist efna- hagslifið i rúst. Allt með rð og soekl i Pðilandi Póiskir stúdentar i verkföilum hafa samþykkt i viðræðum við stjórnvöld aö halda friðinn. Var- sjárstjórnin getur þvi róað ná- grannariki sin með þvi, að fullur friður sé kominn á vinnumarkað- inn eftir margra mánaða ólgu og deilur. Pólsk yfirvöld boðuðu i gær, að skráö yröu óháð stúdentasamtök, en stúdentar heita I staðinn að virða stjórnarskrá Póllands, þar sem raunar er kveðið sérstaklega á um forystuhlutverk kommúnistaflokksins. Afram er haldið viðræöum við forvigismenn Einingar og við sjálfstæða bændur, en kröfur hinna siðastnefndu eru þær einu, sem ekki hefur verið að fullu samið um ennþá. Hvergi eru þó verkföll lengur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.