Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 18
vtsm Miövikudagur 18. febrúar 1981. Óli Laufdal gestgjafi I Holly- wood býður gestum upp á „Laufdalsdrykkinn” lauflétta. Grimu ball i Holly wood Stjörnur í systrahlutverkum A Nunnurnar i meftfylgjandl myndum eru allar systur úr kvikmyndaheiminum þótt ef lil vill séu þær þekklari fyrir annas konar hlutverk. Nunn- <£■ an á mynd núincr eitt er Raquei Welch elns og hún birtist i myndinni „Bluebeard” frá árinu £M 1972. I*á má þekkja Birgitte Bardot (2) úr ,,Thc Noviccs" frá árinu 1970. Nunnurnar tvær á I mynd númer þrjú eru úr myndinni „t'ome to the I Stáble” frá árinu 1949 og leikkonurnur eru Cel- ■ csta Holm og Loretta Young. Audrey Hepburn ■ (41 lék nunnu I myndinni „The Nun’s Story" áriö I 1959 og Sophia Lorcn (5) birtist á hvfta tjaidinu i ■ sliku hlutverki áriö 1971 f myndinni „VVhite Sist- er”. l*á skal aö lokum nefna þá frægu lcikkonu Ingrid Bergman sem lék nunnu I myndinni „The ■ Bells of St. Mary’s" áriö 1945. — á afmælis- hátiö á öskudag Skemmtistadurinn Holtywood er þriggja ára um þessar mundir og verður þeirra tíma- móta minnst með veg- legri afmælishátið á öskudaginn hinn 4. mars n.k. Þá er ætlunin að efna til grímudansleiks og fær enginn inngöngu nema með grimu fyrir andlitinu og helst i ein- hverri „múnderingu". Að sögn þeirra Holly- woodmanna verður margt til skemmtunar i tilefni dagsins s.s. tisku- sýningar, hárgreiðslu- sýningar og snyrtisýn- ingar og óli Laufdal mun bjóða gestum uppá hinn lauflétta „Lauf- dalsdrykk". Að sögn þeirra í Holly- wood tókst rokkkeppnin með slikum ágætum að ákveðið hefur verið að efna til twistkeppni nú á næstunni og er stefnt að þvi að úrslitakeppnin fari fram í Hollywood á þriggja ára afmælis- fagnaðinum. Sinatra vill bjarga Travolta Það var James Cagney sem kom Travolta I kynni við Frank Sinatra og sá siöastnefndi vinn- ur nú á bak við tjöldin við að bjarga ferli hans. Frank Sinatra hefur nú tekið hinn unga John Travolta undir sinn verndarvæng, en stjarna hins síðarnefnda hefur hrapað ört og er frami hans á hvita tjaldinu jafnvel talinn I hættu. En það var annað stórmennið i kvik- myndaheiminum sem átti frumkvæðið að þvi aö Sinatra skarst i leikinn. Sá maður var James Cagney. Travolta dvaldi hjá honum á búgarði hans eftir aö kvikmyndin „Moment by Moment” hafði verið dæmd gjörsamlega mislukkuð og John var mjög langt niðri eftir það áfall. Cagney vildi hjálpa honum og hafði samband við vin sinn Sinatra og bað hann um að hjálpa stráknum. Eftir að Cagney hafði kynnt þá John og Frank tókst með þeim góð vinátta og virðist Frank hafa tekið miklu ástfóstri við hina ungu kvikmyndastjörnu. Aö sögn kunnugra er ástæðan m.a. sú að Frank sér sjálfan sig í Travolta. „Hann er sami horaði strákurinn og Sinatra var einu sinni”, segja þeir. Báöir eru þeir af itölskum ættum, báðir bjuggu þeir i New Jersey og áttu erfitt uppdráttar i bernsku. A sinum tima átti Frank við svipaöa örðug- leika að striða er stjarna hans hrapaði en að sögn margra, greip Mfian þá inn i rás at- burða og lagði framabraut hans á ný. Hvað sem hæft er i þvi er ljóst að Frank varð stór- stjarna og svo virðist sem hann eigi áhrifa- mikla vini á hinum óliklegustu stöðum. Að dómi Sinatra var vandamál hins unga Travolta fólgið i þvi, að hann hefði leikið of marga „súkkulaðidrengi”, eins og það var orðað, og hann þyrfti að fá nokkur ,„harö- jaxlahlutverk” til að bjarga andlitinu. Þró- unin hefur þvi orðið sú, sem meöal annars má merkja i kvikmyndinni „Blow up”, að hlutverk Travolta hafa breyst i þá veru. Sinatra leggur mikla áherslu á, að sam- bandi þeirra sé haldið leyndu, en að sögn kunningja Travolta hefur það, reynst erfitt. Þeir sem unnu meö John i myndinni „Blow up” urðu varir við, aö hann átti löng simtöl við gamla manninn. Þá hafa menn talið sig finna breytingu á framkomu Travolta sem meðal annars kemur fram i þvi að hann er öruggari með sjálfan sig. „Þaö er Frank að þakka”, á John að hafa sagt við vin sinn. „Frank gerði mér ljóst, aö ég er ekki fyrsta stjarnan sem hefur fengið mótbyr á ferli sin- um og hann hefur fullvissað mig um að ég get sigrast á erfiðleikunum”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.