Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 18.02.1981, Blaðsíða 19
Miövikudagur 18. febrúar 1981. 19 vlsm mannlíí Spunarokk á Borginni í kvöld Hljómsveitin Head Effects efnir til tónleika á Borginni i kvöld þar sem þeir félagar munu leika svokallað „spunarokk”, sem er Islenskt orð yfir „instrumental experimental rock” eins og Gra- ham Smith orðaði það en það felst i þvi að menn láta tilfinningarnar ráða ferðinni og leika lögin af fingrum fram. Graham Smith er fiðluleikari hljómsveitar- innar en auk hans skipa hljómsveitina þeir Ric- hard Korn bassa, Gestur Guðnason gitar og Jón- as Björnsson trommur. Tónleikarnir á Borginni i kvöld eru aðrir tónleikar hljómsveitarinnar, en i siðustu viku léku þeir félagar i Félagsstofnun stú- denta við góðar undirtektir. Tveir liðsmenn úr hljómsveitinni Head Effects Graham Smith og Richard Korn. (Visismynd: GVA) Sophia Loren vildi endurheimta athygli eiginmanns sins Sophia í uppskurd - TIL AÐ BJARGA HJÓNABANDINU F.iginmaöurinn Carlo Ponti er nú meira heima en áöur. I örvæntingarf ullri baráttu til að halda sér ungri og til að endurheimta athygli eiginmanns sins gekkst hin 46 ára gamla kvikmyndastjarna, Sophia Loren, undir uppskurð til að lagfæra hinn viðfræga barm sinn. Samfara þvi hætti hún einnig að neyta uppáhaldsmatar síns og hóf æfingar i þvi skyni að ná sínum fyrra vexti, sem farinn var að láta á sjá ef marka má heimildir okkar. Haft er eftir vinum Sophiu, aö hún hafi haft af þvi þungar áhyggjur aö eiginmaöurinn, kvik- myndaframleiðandinn Carlo Ponti, geröi sér titt um aðrar konur og fóru af honum sögur úti um allar trissur i fylgd með smá- stirnum sem voru vart komnar af barnsaldri. ■ Umsjón: Sveinn Guðjónsson. — „Fyrir uppskurðinn færöist það sifellt i vöxt aö Carlo stigi i vænginn við kornungar stúlkur og hann fór ekkert i felur með það”, —' segja heimildarmennirnir. — „Sophiu fannst sem hún þyrfti að keppa við þessar ungu stúlkur til að halda i hann og fyrir tæpum tveimur árum gekkst hún undir uppskurðinn”, — segja þeir enn- fremur. Þaö var Dr. Rudolph Troques sem framkvæmdi aðgerðina sem tókst svo vel aö Sophia er nú á skrokkinn eins og tvitug stúlka. — „Þetta minnti Carlo á, að það er engin kona i heiminum til á borö við Sophiu og hann er nú meira heima en áður”, er haft eftir nán- um vinum þeirra hjóna sem bæta þvi við, aö eftir þvi sem Sophia eldist verði hún sifellt háöari hin- um 67 ára gamla eiginmanni sin- um og að hún heföi ekki getaö hugsaö þá hugsun til enda að missa hann. Veggspjöld Betty Kennedy, ein af nýju sjónvarps- stjörnunum i Vestur- heimi hefur nú fetað i fótspor Farrah Faw- cettog fleiri fégurðar- disa og látið prenta veggspjöld með mynd af sér í milljónaupp- lagi sem dreift hefur verið um öll Bandarík- in. Hún gerir sér vonir um að græða milljónir á þessu til viðbótar við þau laun sem hún hefur fyrir leik sinn enda munu unglingar þar vestra vera mjög ginnkeyptir fyrir veggspjöldum af þessu tagi... Leikkonan Cheryl Ladd er hið, mesta gæðablóð og lætur sér annt um aödáendur sina ef marka má eftirfarandi sögu: Unglingur einn hafði beðið eftir henni i sjö klukkutima fyrir utan leikhús þar sem hún var stödd i þeirri von að fá að sjá henni bregða fyrir í eigin personu. Þegar hún svo að lokum birtist spjallaði hún við drenginn i korter, gaf honum eiginhandar- áritun og lét taka af sér myndir með hónum þar sem hann stóð með tárin i augunum af ein- skærri gleði og hrifn- ingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.