Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 20 51 08 /2 00 3 ÚTGÁFA húsbréfa á fyrstu ell- efu mánuðum þessa árs er meiri en heildarútgáfan á síðasta ári. Útgáfan á því ári var sú mesta frá því húsbréfakerfinu var komið á fót á árinu 1989. Reiknað verð út- gefinna húsbréfa í lok nóvember- mánaðar var um 44,5 milljarðar króna og gerir Íbúðalánasjóður ráð fyrir að heildarútgáfan á árinu öllu verði um 49 milljarðar króna. Þetta kemur fram í mán- aðarskýrslu sjóðsins fyrir nóvem- ber. Í mánaðarskýrslunni segir að tvær ástæður séu fyrir því að út- gáfa húsbréfa verði meiri en nokkru sinni á þessu ári. Í fyrsta lagi hafi meðalhúsbréfalán hækk- að um 20% frá fyrra ári, en auk þess séu umsóknir á þessu ári um 20% fleiri en á því síðasta. Aukin uppgreiðsla á eldri útlán- um Íbúðalánasjóðs er megin- ástæða þess að meðalhúsbréfa- lánið hefur hækkað, að því er segir í mánaðarskýrslunni. Heild- aruppgreiðsla á eldri lánum sjóðs- ins stefnir í 12 milljarða króna á þessu ári, sem nær bæði til pen- ingalána og húsbréfalána, en var tæpir 5 milljarðar á síðasta ári. Á árinu 1999 var einnig meira um uppgreiðslu á útlánum Íbúða- lánasjóðs en að jafnaði. Þá var ávöxtunarkrafa húsbréfa einmitt lægri en önnur ár, eins og verið hefur á þessu ári. Samkvæmt mánaðarskýrslunni er um helmingur af uppgreiðslum lána Íbúðalánasjóðs úr húsbréfa- kerfinu en hinn helmingurinn er uppgreiðsla á gömlum Bygginga- sjóðslánum, þ.e. Byggingasjóðs ríkisins og Byggingasjóðs verka- manna. Á þessu ári hefur Íbúðalána- sjóður tvisvar hætt við fyrirhuguð útboð á húsnæðisbréfum vegna þess að staða sjóðsins hefur verið umfram áætlanir vegna aukinnar uppgreiðslu á lánum. Fjöldi umsókna um 11 þúsund Íbúðalánasjóði bárust tæplega 11.200 umsóknir um lánafyrir- greiðslu á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Í fyrra var heildarfjöldi umsókna um 10 þúsund. Á árinu 1991 var heildarfjöldi umsókna um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, for- vera Íbúðalánasjóðs, rúmlega 8 þúsund. Umsóknum fækkaði nokkuð eftir það því þær voru á bilinu 5–7 þúsund á árunum frá 1992 til 1997, en voru aftur rúm- lega 8 þúsund á árinu 1998. Íbúða- lánasjóður tók til starfa í ársbyrj- un 1999 en fyrstu þrjú árin var fjöldi umsókna sem sjóðnum barst rúmlega 9 þúsund. Vanskil liðlega einn milljarður Heildarskuldir íbúðaeigenda við Íbúðalánasjóð eru 435,5 milljarð- ar króna í lok nóvember síðastlið- inn og er fjöldi lántakenda 74.906. Af þeim eru 2.596 með vanskil, sem hafa staðið lengur en í þrjá mánuði. Heildarfjárhæð vanskila er liðlega einn milljarður króna. Heildarskuldir þeirra sem hafa fengið viðbótarlán hjá Íbúðalána- sjóði við sjóðinn eru um 71 millj- arður króna. Þar af eru húsbréfa- lán um 49 milljarðar, lán frá Byggingasjóði ríkisins um 5 millj- arðar og viðbótarlán um 17 millj- arðar. Vanskil af viðbótarlánum Íbúðalánasjóðs, sem staðið hafa lengur en í þrjá mánuði, eru um 20 milljónir króna, eða um 0,12% af heildarviðbótarlánunum. Það er lægra hlutfall en hlutfall heild- arvanskila af heildarútlánum sjóðsins, sem er 0,24%. Skuldabréfaútgáfa um 68 milljarðar Í endurskoðaðri áætlun Íbúða- lánasjóðs frá því í októbermánuði síðastliðnum kemur fram að áætl- uð skuldabréfaútgáfa sjóðsins á næsta ári verði um 68 milljarðar króna. Á móti er áætlað að Íbúða- lánasjóður muni greiða lánveit- endum sínum rúma 47 milljarða. Þar af er gert ráð fyrir að inn- lausn húsbréfa muni nema rúm- um 24 milljörðum og að upp- greiðslur á eldri skuldbindingum sjóðsins verði um 6 milljarðar. Þá verða greiðslur af húsnæðisbréf- um um 7 milljarðar, greiðslur til lífeyrissjóða vegna beinna lána- samninga tæpir 7 milljarðar og greiðslur til ríkisins um 3 millj- arðar. Útgáfa húsbréfa meiri en nokkru sinni Útgáfa húsbréfa verður um 40% meiri á þessu ári en í fyrra, sem var metár Morgunblaðið/Árni Torfason VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS GUÐMUNDA Kristjánsdóttir, sérfræð- ingur á greiningardeild Landsbanka Íslands, segir að vöxtur í útgáfu húsbréfa hafi verið mikill og enn einu sinni mun meiri en upp- haflegar áætlanir Íbúðalánasjóðs hafi gert ráð fyrir. Nóvembermánuður hafi hins vegar komið á óvart en svo virðist sem dregið hafi úr vexti húsbréfa á sama tíma og ávöxt- unarkrafa húsbréfa hafi hækkað. „Íbúðalánasjóður hefur ekki komið inn á markaðinn í samræmi við hinar auknu upp- greiðslur á eldri lánum sjóðsins,“ segir Guð- munda. „Sjóðstaðan hjá Íbúðalánasjóði hef- ur verið að aukast en sjóðurinn minnkaði áætlaða útgáfu húsnæðisbréfa vegna þessa á fyrri hluta ársins, sem er af hinu góða fyrir markaðinn. Hins vegar hafa uppgreiðslur haldið áfram að aukast á seinni hluta ársins en samkvæmt Íbúðalánasjóði hefur ekki ver- ið svigrúm til frekari lækkunar á útgáfu, m.a. vegna stöðugrar aukningar í eftirspurn viðbótarlána.“ Guðmunda segir erfitt að áætla hver út- gáfa húsbréfa muni verða á næsta ári, því enn sé óvíst um hver endanleg niðurstaða varðandi fyrirhugaðar breytingar á hús- bréfakerfinu verður. „Hins vegar er ljóst að ef af fyrirhuguðum breytingum verður, mun verða tilfærsla úr bankakerfinu og sjóð- félagalánum lífeyrissjóða yfir til Íbúðalána- sjóðs. Útgáfan mun því væntanlega halda áfram að aukast,“ segir Guðmunda. Jafet Ólafsson, forstjóri Verðbréfastof- unnar, segir að aukin útgáfa húsbréfa á þessu ári hafi ekki stór áhrif á markaðinn. Tvennt valdi því. Í fyrsta lagi hafi mjög mik- ið verið selt af húsbréfum til útlanda, sem hafi þá farið af markaðinum. Í öðru lagi sé mun meira fjármagn í umferð en oftast áður. „Þrátt fyrir aukna útgáfu húsbréfa hefur yf- irverð á húsbréfum haldist nokkurn veginn. Það hefur verið að sveiflast frá einu og upp í fjögur prósent og er nú í tæplega þremur prósentum. Jafnvægið á markaðinum hefur því verið þokkalega gott. Þetta bendir til þess að fasteignaviðskipti séu mjög lífleg.“ H Ú S B R É F Útgáfan meiri en áætlað var Markaðsaðilar spá áfram mikilli útgáfu húsbréfa S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Launakjör bankastjóra Forstjóri Kaupþings var meðal launahæstu 2 Nýtt fyrirtæki GEM, dótturfélag Heklu, selur lækningatæki 12 ENDURVAKINN ÁHUGI Á DECODE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.