Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÚM 20% Í TÓNLIST Liðlega fimmtungur nemenda í tveimur efstu bekkjum grunnskól- ans í landinu stundar tónlistarnám. Hefur þetta hlutfall hækkað mjög á síðustu sex árum. Hera Hallbera Björnsdóttir félagsfræðingur segir, að rannsóknir sýni, að það hafi for- varnagildi gagnvart vímuefnum, að unglingar læri á hljóðfæri. Handtökur í Írak Yfirstjórn bandaríska herliðsins í Írak telur nú, að árásum á banda- lagsherinn sé stjórnað af ýmsum lágtsettum mönnum í stjórn- arhernum og stjórnarflokknum fyrr- verandi. Benda meðal annars skjöl, sem fundust við handtöku Saddams Husseins, til þess. Hefur fjöldi manna verið handtekinn í aðgerðum Bandaríkjamanna síðustu daga. Húsaleigubætur Reykjavíkurborg mun greiða sér- stakar húsaleigubætur til að mæta þörfum þeirra, sem búa við erfiðar aðstæður og eru á leigumarkaði. Koma þær til framkvæmda í tveim- ur áföngum, frá 1. mars 2004 og frá áramótunum 2005. Er kostnaður áætlaður um 75 milljónir króna. Tal- ið er, að hátt í 400 manns muni njóta bótanna. Önnur umræða um fjár- hagsáætlun borgarinnar stóð enn skömmu fyrir miðnætti. Jackson ákærður Söngvarinn Michael Jackson var formlega ákærður í gær fyrir kyn- ferðislegt ofbeldi gagnvart barni. Eru ákærurnar í níu liðum og geta varðað allt að 24 ára fangelsi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 48 Viðskipti 13 Minningar 52/57 Úr verinu 13 Umræðan 58/63 Erlent 14/18 Bréf 72/73 Minn staður 20 Dagbók 74/75 Höfuðborgin 24 Staksteinar 74 Akureyri 26 Kirkjustarf 75 Suðurnes 28/29 Íþróttir 76/77 Austurland 30 Leikhús 78 Landið 31 Fólk 78/85 Listir 32/38 Bíó 82/85 Daglegt líf 40/42 Ljósvakamiðlar 86 Forystugrein 44 Veður 87 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á landsbyggðinni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Ekki rétta gjöfin TÍMARIT MORGUNBLAÐSINS FYLGIR MORGUNBLAÐINU Á SUNNUDAG „ÞETTA er örugglega eitt það furðulegasta sem hefur komið fyrir mig,“ segir Þórarinn Ingi Tómasson, sextán ára piltur frá Akranesi, sem húkkaði sér far í fyrradag, en lenti nokkru síðar í bílveltu þar sem honum tókst með snarræði að bjarga þriggja ára stúlku, sem var í aft- ursæti bílsins, á meðan faðir hennar, ökumað- urinn, var fastur í bíl- beltinu. Þórarinn, sem stund- ar nám að Laugum, segir að hann hafi húkkað sér far frá Laugum til Akureyrar í fyrradag. „Ég var tekinn upp í á vegamót- unum á Laugum,“ útskýrir hann. Auk ökumannsins var þriggja ára stúlka í bílnum. Þórarinn segir að ökumaðurinn hafi keyrt mjög var- lega „en allt í einu lentum við í krapi og hann missti stjórn á bílnum. Mér fannst eins og hann væri að ná stjórn á bílnum aft- ur en þá var eins og við hefðum lent á grjóti og bíllinn fór eina veltu og endaði á hvolfi utan vegar.“ Að sögn lögregl- unnar fór bifreiðin yfir öfugan vegarhelming, út af veginum og end- aði á hvolfi í flæð- armálinu. Slysið varð við Leiruveg á Ak- ureyri. Þórarinn Ingi segir að hann og stúlkan hafi endað ofan í vatninu, en ökumað- urinn ekki. „Stelpan var alveg í kafi og sá ekkert í hana,“ segir hann, en litla stúlkan var í bílstól. Þeir voru báðir með öryggisbelti og að sögn Þórarins tókst honum að losa sig strax en ökumanninum ekki. Þór- arinn segist hafa farið um leið aftur í og lyft stúlkunni upp úr vatninu og haldið henni þannig að hún gæti andað. „Ég gat hins vegar ekki losað hana þar sem höndin var alveg dof- in,“ segir hann en hann skarst á hendi. Þegar föðurnum hafði tekist að losa öryggisbelti sitt tókst honum að losa stúlkuna úr bílnum. Þórarinn segir að litla stúlkan hafi verið hrædd og snökt svolítið. Hann telur þó að hún hafi verið það stuttan tíma í kafi að henni hafi tek- ist að halda niðri í sér andanum. Aðspurður segir Þórarinn Ingi að það hafi sennilega ekki liðið langur tími frá því honum tókst að lyfta höfði stúlkunnar upp úr vatninu og þar til föðurnum tókst að losa hana úr bílnum. „Mér fannst tíminn lengi að líða en hann hefur þó sennilega ekki verið svo langur.“ Þórarinn Ingi og feðginin voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Stúlkan litla var undir eftirliti á barnadeild spítalans yfir nóttina og var útskrifuð í gær. Puttaferðalangur bjargaði þriggja ára stúlku með snarræði Lyfti stúlkunni úr vatninu meðan faðirinn var fastur Þórarinn Ingi Tómasson HERT eru ákvæði um viðurlög og refsingar við ölvunarakstri í frum- varpi sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi um breytingar á umferðarlögum. Lagt er til í frum- varpinu að 102. grein umferðarlaga verði breytt á þá leið að fari vínanda- magn í blóði ökumanns yfir tvö pró- mill og vínandamagn í lofti yfir 1.000 milligrömm í lítra lofts skuli hann sviptur ökurétti eigi skemur en 2 ár. Þá er lagt til að svipting ökuréttar við ítrekun ölvunarakstursbrots verði lengd frá því sem nú er. Er þannig m.a. gert ráð fyrir að sé um ítrekað brot að ræða eða ökumaður vilji ekki veita atbeina sinn við rann- sókn málsins, þ.e. neiti að gefa önd- unarsýni, skuli svipting ökuleyfis ekki vara skemur en tvö ár. Þá er lagt til að lágmarkssvipting vegna ítrekunar á broti gegn 3. málsgrein 45. greinar umferðarlaga verði lengd úr þremur árum í fimm en í því ákvæði segir að hafi ökumaður neytt áfengis við akstur eða fyrir hann þannig að vínandamagn í blóði hækki eftir að akstri lauk skuli litið svo á sem hið aukna vínandamagn hafi verið í blóði hans við aksturinn. Hámark samanlagðra sekta sem afgreiddar eru með lögreglustjóra- sátt fyrir umferðarlagabrot hækka úr 100 þúsund kr. í 300 þúsund kr. samkvæmt frumvarpi um breytingar á umferðarlögum sem dómsmálaráð- herra hefur lagt fyrir alþingi. Með breytingunni er ekki verið að þyngja sektir vegna umferðarlagabrota heldur fjölga þeim málum sem hægt er að ljúka með lögreglustjórasátt þar sem lögfest verði hærri sektar- upphæð sem lögregla getur afgreitt án hlutdeildar dómstóla, skv. upplýs- ingum sem fengust hjá Stefáni Ei- ríkssyni, skrifstofustjóra í dóms- málaráðuneytinu, og Sigurði Helgasyni hjá Umferðarstofu. Refsingar verði þyngdar vegna ölvunaraksturs ÞESSI krosskönguló (Ar- aneus diadematus) var á fullu við að spinna vef á glugga í Miðstræti er ljós- myndari Morgunblaðsins átti þar leið um eitt kyrrlátt að- ventukvöldið í miðborginni. Að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Nátt- úrufræðistofnun, er það sjaldgæft að þessi könguló spinni vef þegar liðið er þetta langt af vetri. Telur hann að hér sé hálfvaxið ungviði á ferðinni en kross- könguló getur orðið nokkuð stór þegar kemur fram á sumarið, með búk á stærð við fingurnögl. Að sögn Erlings eru þver- hníptir klettaveggir og hraungjótur kjörlendi kross- köngulóar en þær eru al- gengar í görðum á höf- uðborgarsvæðinu. Þar spinna þær vefi á hús- veggjum, sem koma í stað klettaveggja úti í nátt- úrunni. Morgunblaðið/Jim Smart Sjaldséð- ur spuni á aðvent- unni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.