Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI og lögreglustjórinn í Kópavogi hafa undirritað samkomulag sem stuðlar að auknu eftirliti og sýnilegri löggæslu í um- dæmi lögreglunnar í Kópavogi, segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Kópavogi. Samkomulagið felur í sér að Fjarskiptamiðstöð lögreglu (FML) annist alla símsvörun fyrir lögregluna í Kópavogi að næturlagi í miðri viku þegar svo ber undir. Með þessu er þörf á viðveru lögreglumanna á lögreglustöðinni í Kópavogi minnkuð. Hingað til hefur jafn- an einn lögreglumaður verið staðsettur á lögreglustöðinni á þessum tímum og þrír lög- reglumenn verið í eftirliti á tveimur lögreglubílum. Sam- komulagið gerir kleift að ekki verði að jafnaði lögreglumaður bundinn á lögreglustöðinni að nóttu til utan helga frá mið- nætti til kl. 7 að morgni. Anddyri lögreglustöðvarinn- ar verður opið á þessum tímum eftir sem áður. Mjög fátítt er að borgarar leiti á lögreglu- stöðina að næturlagi í miðri viku með erindi sín. Borgari sem kemur á lögreglustöðina fær samband í gegnum dyra- síma við FML ef lögreglustöðin er mannlaus. Jafnframt hefur verið sett upp öryggismynda- vélakerfi sem gerir FML kleift að fylgjast með mannaferðum innan og utan lögreglustöðvar- innar. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að fjölga lögreglumönn- um við störf útivið, gera lög- gæsluna sýnilegri, efla eftirlit og auka þar með öryggi bæj- arbúa og eigna þeirra. Stuðlað að öflugri lögreglu í Kópavogi Í KRÖFUGERÐ fyrir næstu kjara- samninga sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Landssamband ís- lenskra verzlunarmanna hafa kynnt Samtökum atvinnulífsins og öðrum viðsemjendum er m.a. gerð krafa um að launþegum verði gefið valfrelsi um með hvaða fyrirkomulagi þeir nýta umsamda launahækkun. Hver einstakur starfsmaður geti árlega valið hvort umsamin launahækkun komi öll til útborgunar sem laun eða fari að hluta í aukið orlof eða við- bótar séreignarlífeyrissparnað. Líkt og önnur sambönd og félög á almenna vinnumarkaðinum sem þegar hafa lagt fram kröfur gera verslunarmenn þá kröfu að lífeyris- réttindi starfsmanna verði tekin til endurskoðunar með það að mark- miði að samræma þau lífeyrisrétt- indum í A-deild Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins. Lagt er til að samningstími verði fjögur ár með fyrirvara um að samn- ingar náist um sérstaka hækkun lág- markslauna, almennar launahækk- anir og tryggingaákvæði. Að öðrum kosti verði samið til skemmri tíma. Áhersla verði lögð á hækkun lægstu launa með sérstakri hækkun launataxta en launakröfur verða nánar skilgreindar og lagðar fram í janúar. Áhersla er lögð á stöðugleika og atvinnuöryggi í kröfum verslunar- manna. Krafa er gerð gerð um við- unandi starfskjör fyrir hóflegan vinnutíma og sérstaka hækkun lægstu launa. Fái 9 fríhelgar á hverju sextán vikna tímabili Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að ein af helstu kröfum verslunarmanna sé sú að boðið verði upp á aukið valfrelsi þar sem laun- þegar geti ráðið því með hvaða fyr- irkomulagi þeir geta nýtt sér um- samdar launahækkanir. „Við förum einnig fram með þá kröfu að starfs- fólk í verslunum fái ákveðinn lág- marksfjölda fríhelga, þ.e. bæði laug- ardag og sunnudag, á hverju samningstímabili,“ segir hann. Hafa verslunarmenn svipuð ákvæði meðal verslunarmanna í Danmörku að fyr- irmynd þessarar kröfu þar sem mið- að verði við að starfsmenn fái 9 frí- helgar af hverjum 16 á hverju tímabili um sig. „Í ljósi þess hvað atvinnuleysi er mikið meðal okkar fólks förum við fram á að uppsagnarfrestur verði lengdur, annars vegar hjá starfs- mönnum með langan starfsaldur og hins vegar erum við með hugmyndir um að ef atvinnuleysi fer yfir ákveð- in mörk, þá lengist uppsagnarfrest- urinn um einn mánuð,“ segir Gunnar Páll. Geti nýtt hluta séreignasparn- aðar við sérstakar aðstæður Hann segir um þá kröfu að lífeyr- isréttindi verði samræmd lífeyris- réttindum í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að verslunar- menn vilji fá viðræður við atvinnu- rekendur um hvort ekki megi jafna þann mun. Einnig vilji verslunar- menn fá vinnuveitendur með í við- ræður við stjórnvöld um hvort þau þurfi ekki að axla einhvern hluta af þeim málum. „Við gerum okkur að sjálfsögðu grein fyrir því að það get- ur verið erfitt að útfæra þetta á al- menna vinnumarkaðinum, vegna þess að fyrirtæki lifa ekki öll jafn lengi og ríkisvaldið. Við erum einnig með hugmyndir um að menn geti opnað að hluta til séreignasparnað sinn ef þeir lenda í atvinnuleysi eða fara í formlegt nám, t.d. á miðri starfsævinni,“ segir Gunnar Páll. VR og LSV leggja fram kröfugerð fyrir samtök vinnuveitenda Aukið valfrelsi um fyrir- komulag launahækkana KARLMAÐUR á fimmtugs- aldri var í gær dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir ofbeldisverk gegn fjórum unglingspiltum í grunn- skólanum á Skagaströnd. Mað- urinn var kennari við skólann. Maðurinn, sem játaði brot sitt afdráttarlaust, var dæmdur fyrir brot á 99. grein barna- verndarlaga og 217. grein al- mennra hegningarlaga, sem er vægari líkamsárás. Maðurinn var kærður fyrir að taka dreng- ina hálstaki, snúa upp á eyrun á þeim og líma fyrir munn þeirra með sterku límbandi. Um var að ræða mörg atvik yfir langt tímabil. Dómarinn leit til þess við ákvörðun refsingar að mikil röskun hafi orðið á högum mannsins, hann missti vinnuna í kjölfar atburðarins og játaði brot sitt og lýsti iðrun. STUTT Kennari dæmdur fyrir ofbeldi SAMKOMULAG var undirritað í gær um að Landsvirkjun selji rafmagn til Hitaveitu Suður- nesja og Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2007 vegna viðhalds í nýjum virkjunum fyrirtækjanna á Reykjanesi og Hellisheiði, sem reisa á vegna stækkunar Norð- uráls á Grundartanga. Á vef Landsvirkjunar segir að einnig hafi náðst samkomulag við OR um að Landsvirkjun kaupi rafmagn frá vél 4 á Nesja- völlum frá 1. nóvember árið 2005 og þar til Norðurál hefur tekið stækkað álver í notkun, sem áætlað er að verði í febrúar árið 2006. Landsvirkjun mun geyma þetta rafmagn í formi vatns í lónum við vatnsaflsstöðv- ar sínar veturinn 2005 til 2006. Orkufyrirtæk- in semja vegna Norðuráls ÞRÍR umsækjendur voru um embætti sóknarprests í Nes- prestakalli í Reykjavík en um- sóknarfrestur rann út 15. des- ember síðastliðinn. Umsóknir bárust frá sr. Sveinbirni Bjarna- syni, Þóru Ragnheiði Björns- dóttur guðfræðingi og sr. Erni Bárði Jónssyni, sem hefur verið prestur í Neskirkju. Kirkjumálaráðherra mun skipa í embættið til fimm ára frá og með 1. mars næstkomandi. Þá lætur af störfum fyrir aldurs sakir sr. Frank M. Halldórsson. Þrír sóttu um Neskirkju MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Snæfríði Baldvinsdóttur: „Í umfjöllun í „Séð og Heyrt“ um dómsmál, sem varðaði kröfu um afhendingu dóttur minnar til Mexíkó, er látið eins og frásögn blaðsins byggi á viðtali við mig. Svo er ekki. Yfirstandandi er forræðis- deila fyrir íslenskum dómstól- um. Meðan henni er ólokið er umfjöllun um málið af minni hálfu óviðeigandi og ótímabær.“ Athugasemd frá Snæfríði Baldvinsdóttur  Stofnað verði til sérstaks sparn- aðarfyrirkomulags, sem starfs- menn geti valið að láta hluta launa sinna renna til og sem atvinnurek- endur greiði mótframlag til af launum hvers starfsmanns. Inn- eign í sjóðnum verði séreign hvers starfsmanns, sem hann getur tekið út lendi hann í langvarandi at- vinnuleysi eða fari í nám. Nýti hann það ekki þá bætist það við séreignarlífeyrissparnað hans.  Uppsagnarfrestur starfsmanna með langan starfsaldur verði auk- inn.  Samið verði um rétt launþega með langan starfsaldur til að minnka starfshlutfall sitt síðustu ár áður en eftirlaunaaldri er náð, án skerðingar launa.  Starfsfólki verslana verði tryggður lágmarksfjöldi fríhelga (föstudagskvöld til mánudags- morguns) á ákveðnu viðmið- unartímabili.  Ákvæði um ráðningarsamninga verði endurskoðuð og m.a. bætt við ákvæði um að tilgreina skuli sérstaklega hámark yfirvinnu- stunda í samningum um föst laun.  Landssamband ísl. verzl- unarmanna fái beina aðkomu að viðræðum um virkjanasamning- inn. Punktar úr kröfugerð DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í fréttum Sjónvarps í gær að lít- ið væri orðið eftir af tjáningarfrelsinu í landinu ef hann mætti ekki viðhafa þau orð sem hann hafði um Jón Ólafs- son, fyrrverandi eiganda Norður- ljósa, sem stefnt hefur Davíð fyrir meiðyrði. Davíð sagði að þeir menn, sem væri mjög annt um mannorð sitt, ættu þá leið að gæta þess með því að stefna mönnum sem þeir teldu að hefðu svert þá með einhverjum hætti. „Þann rétt eiga menn og ég sæti því eins og allir aðrir,“ sagði Davíð í kvöldfréttum Sjónvarps í gær. „Ég hins vegar viðhafði orð sem voru efnislega á þá lund að ég teldi að tilteknar gjörðir hefðu ákveðinn brag í mínum huga og ef að óheimilt er að halda slíku fram með þeim miklu rök- um sem að baki því bjuggu, þá er lítið eftir af tjáningarfrelsinu í landinu,“ sagði forsætisráðherra. Telur lítið eftir af tjáningar- frelsi ef ummælin eru óheimil ÞAÐ fór vel á með söngvurunum Ólafi M. Magnússyni, Sigríði Bein- teinsdóttur og Kristjáni Jóhanns- syni á styrktartónleikum sem haldnir voru fyrir krabbameins- sjúk börn í Hallgrímskirkju í gær- kvöldi. Þríeykið verður aftur á ferð í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardagskvöld kl. 20 ásamt Raddbandafélagi Reykjavíkur, Karlakór Kjalarness og hljómsveit, auk þess sem söngvararnir Páll Rósinkranz og Kristín R. Sigurð- ardóttir bætast í hópinn. Morgunblaðið/Kristinn Sungið til styrktar krabba- meinssjúkum börnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.